Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. júni 1973. llIlffiiBBlBIlII jj KENN AR AMENNTUNIN 16. uppeldismálaþingiö var haldiö i Reykjavik dagana 6. — 7. júni 1973. Fyrsta uppeldismála- þingið var haldið árið 1937. Samband isl. barnakennara stóð eitt að þinghaidinu til ársins 1952; en þá varð Landssamband framhaldsskóiakennara einnig Jónas Pálsson, skólastjóri, flutti framsöguerindi, sem hann nefndi: Skipan kennaramenntun- ar I upphafi erindisins geröi ræðu- maður grein fyrir hugmyndum slnum um skyldunámsskólann á komandi árum. Lagði hann einkum áherzlu á eftirtalin atriði: Uppeldisstarfið verði sett i önd- vegi innan skólans, en fræðslan komi næst, iögð verði vaxandi áherzla á uppeidi og kennslu yngri nemenda og uppeldisstarf og kennsla sé þvi afdrifaríkari, þvi yngri sem nemandinn er, allir nemendur skulu vera jafnréttháir án tillits til hæfiieika og námsárangurs, lögboðnar námsgreinar skulu allar njóta sama réttar og sömu viröingar innan skólans. 1 skóla komandi ára verður verkaskipting. Hefðbundið hlutverk kennara mun skiptast milli nokkurra sérkunnandi starfsmanna. Auk verkstjórnarkennara eða bekkjarkennara verða meðal starfsmanna skólans sérfræðing- ar i þekkingargreinum, safnverð- ir, félagsráðgjafar með sér- þekkingu á félagsvanda heimila og skóla, námsráðgjafar, stuðningskennarar afbrigðilegra og tæknimenn. Sérfræðingar þessir hljóta sameiginlega starfs- menntun sem kennarar, en auk þess framhaldsmenntun i sinum sérgreinum innan menntastofn- unar kennara eða i hinum aimenna háskóla. Oll starfsmenntun á einum stað Þvi næst vék ræðumaður að skipan kennaramenntunár, og voru helztu atriðin i máli hans þessi: 011 starfsmenntun kennara verði fyrst um sinn byggö upp á einum stað. — Sérgreinaskólar, sem nú starfa, iþróttaskóli, myndlistar- og handiðaskóli, tónlistarskóli og fóstruskóli verði deildir með hagnýtum sérsviðum innan aðalmenntastofnunar kennara. Miðað við núverandi að- stæður er eðlilegt, að Kennara- háskóli tslands myndi kjarna þessarar menntastofnunar kennara. Menntastofnun kennara sé þannig búin starfskröftum, að kennarar þaðan eigi ekki aðeins rétt til heldur njóti forgangs sem kennarar á skyldunámsstiginu öllu — þ.e. væntanlegu grunn- skólastigi. bað viðbótarnám, sem þeim kann aö vera nauðsynlegt i þekkingargreinum til kennslu á siðari hluta væntanlegs grunn - skóla, verði veitt annað hvort i menntastofnun kennara sjálfra eöa i hinum almenna háskóla. betta er hagnýtt framkvæmda- atriði, sem þó er mikilvægt i fámennu landi eins og tslandi. baö er á þessu sviði, sem aðili, og nú bættist Félag háskóla- menntaðra kennara i hópinn. Uppeldismálaþingin eru að jafnaöi haldin annað hvert ár. A þeim er eingöngu fjallað um skóla- og uppeldismál. Að þessu sinni var rætt um menntun kenn- ara. togstreita milli stofnana og sér- fræðinga gæti orðið og er likleg til að valda eftiðleikum. Æfingaskólinn verði gerður aö miðstöö æfingakennslu — rekinn sem tilraunaskóli á skyldunáms- stigi. Skólinn verði algerlega rikisskóli. Námskrárgerö og nýjungar-þáttur i skólastarfi, sem verið hefur á vegum Skóla- rannsóknadeildar, verði fluttur að Æfingaskólanum og Kennara- háskólanum. Æfingaskólinn verði þannig eins konar deild i mennta- málaráðuneytinu og nátengdur fræðsludeild ráðuneytisins. bannig verði reynt að brúa bil milli teóriu og praxis og einnig tengja i raunhæfu starfi nýbreytni i skólaháttum og kennaramenntun. Líka skóla- og félags- ráðgjafar Menntastofnun kennara annist akademiska framhaldsmenntun skólaráðgjafa og félagsráðgjafa handa skólum, námsefnis- sérfræðinga og uppeldisfræðinga með sérhæfða menntun i stjórnun skola, rannsóknum, námsefnis- gerð, uppeldisheimspeki og menningarsögu. A næstu 5 - 10 árum þróist við menntastofnun kennara námsbrautir i uppeldis- og kennslufræðigreinum, sem fullnægi æðstu akademisku námsgráðum. An þessarar skipunar er menntastofnun kennara ekki raunverulega starf- andi á háskólastigi. Andri tsaksson sálfræðingur flutti annað aðalframsöguerindið. Nefndi hann erindi sitt: Kennaramenntun og grunnskóli. i upphafi erindis sins rakti ræðumaður hlutverk og skyldur kennara skv. frumvarpi til laga um grunnskóla. Siðan gerði ræöu- maður grein fyrir núverandi gerð islenzkrar kennaramenntunar, þ.e. fjölda kennaramenntastofn- ana, inntökuskilyrðum og náms- lengd. Eigi færri en 7 stofnanir annast menntun kennara fyrir islenzka forskóla, skyldunáms- skóia og framhaldsskóla, þar af eru 5, sem einkum búa undir kennslustörf á skyldunámsstigi. Athygli vekur að menntun verk- og tæknikennara á framhalds- skólastigi er hverrgi ætlaður staður i umræddu kerfi. Eiginleikar góðs kennara bá gerði Andri grein fyrir hugmyndum sinum um, hvaða eiginleikum kennari þyrfti að vera gæddur með hliðsjón af ákvæðum grunnskólafrumvarps- ins, einkum markmiðsgreininni. Niðurstöður ræðumanns voru þessar: a) Virðing fyrir öllum nemendum, heill þeirra og mann- réttindum. b) Góðar skapgerðar- eigindir: samvizkusemi, áhugi, árvekni, snarræði, hugmynda- auðgi, samstarfshæfni, kimni- Andri tsaksson Jónas Pálsson gáfa, spurult visindalegt viðhorf. c) bekking á vitræn, siðgæðis- legum og tilfinningalegum þroskaferli barna og unglinga. d) Verksvit og verkhæfni, einkum að þvi er varðar kerfisbundinn verk- undirbúning (þ.e. kennsluáætlan- ir), meðferð helztu hjálpartækja við kennsluna, svo og kennslu og verkstjórn nemendah.við nám. e) bekking — á breiðum grund- velli — á þvi námsefni, sem kennt er. f) Góð framkoma (þ.e. hæfilega örugg, sjálfkvæm, kumpánleg og virk), svo og gott málfar. g) bekking á uppeldis- og kennslufræði, sögu uppeldis og kennslu og á uppeldisheimspeki. Hér hafa þessir eiginleikar verið taldir i forgangsröð, þ.e. hið mikilvægasta fyrst o.s.frv. Lokaáfangi samsvari háskólastigi Um grundvallarskipan kennaramenntunar urðu niður- stöður þessar: Miðað við nútimakröfur til starfshæfni kennara viðist eðlilegt að miða alla kennara- menntun við það, að a.m.k. loka- áfangi hennar samsvari háskólastigi að þvi er varðar fræðilega innsýn og sjálfstæð vinnubrögð. barf kennaramenntun nauðsynlega að vera jafnlöng fyrir alla kennara? Miðað við fyrrgreindar nútima- kröfur til starfshæfni kennara og meö hliðsjón af islenzkum aðstæðum sýnist eðlilegt, að lágmarksundirstaða til að hefja kennaramenntun fyrir skyldu- náms- og forskólastig sé tveggja ára nám á framhaldsskólastigi, t.d. i framhaldsdeild gagnfræða- skóla, menntaskóla, fjölbrautar- skóla eöa enn öðrum skóla. Eiginlegt kennaranám verði siðan skipulagt sem 3ja, 4ra eða 5 ára nám, eftir þvi sem bezt er tal- ið við eiga vegna kennslu á hlut- aðeigandi sviði. Ræðumaður taldi eðlilegt að samræma eða sameina hið dreifða kerfi kennaramenntunar- innar á Islandi. Samræmd verði skilgreining námseininga,t.d. að 1 námseining samsvari einni vinnuviku i námi, námskrá veröi samræmd og hugsanl. sameining stofnana gæti komið til eftir nokk- ur ár, t.d. þannig aö Kennara- háskóli Islands yrði tiltölulega sjálfstæð stofnun innan vébanda Háskóla Islands. Æskilegt námsefni Að lokum gerði ræöumaður grein fyrir æskilegu námsefni og starfsaðferðum við menntun kennara og voru helztu niðurstöð- ur þessar: Sé virkt nám og eigin upp- götvanir talið vera árangursrikt til námsárangurs og þroska barna og unglinga, ættu kennara- menntastofnanir að leggja sjálfar áherzlu á kennslu- og náms- aðferðir, sem einkennast af prófun og uppgötvun. Hvaða leiðir má benda á, til þess að kennaramenntastofnanir geti glætt þá eiginleika, sem kennari þyrfti að vera gæddur? Nefna mætti m.a. eftirfarandi: a) Virðing fyrir nemendum: Óbein áhrif með þvi, aö kennarar kennaraefnanna hafi þetta viöhorf sjálfir og sýni það i verki. Fræðsla um mannréttindi. b) Góöar skapgerðareigindir: Óbein áhrif fyrir tilstilli þess, að nám kennaranemanna reyni á þessa þætti. c) bekking á þroskaferli barna og unglinga: Sálarfræöi verði grundvallarþáttur i kennara- menntun. Innan sálarfræðinnar verði þroskasálarfræöi aðal- námsefnið. d) Verksvit og verkhæfni: Bein starfsþjálfun verði grundvallar- þáttur i kennaramenntun. í beinni starfsþjálfun felist m.a.; kennsluáheyrn og athuganir á atferli nemenda, þjálfun i notkun kennslutækja, gerð kennsluáætlana og útbúnaður efnis til kennslu, æfingakennsla undir leiðsögn, samræður um æfingakennslu sjálfs sins og ann- arra helzt með kvikmyndum, hópvinna að ýmsum verkefnum og leiösögn og stjórn nemenda- hópa viö ýmsar þroskandi athafn- ir. e) bekking — á breiðum grund- velli — á þvi námsefni, sem kenna skal: Nám á þekkingarsviðum, sem samsvara námsefni þvi er kenna skal, verði grundvallar- þáttur i kennaramenntun. Framan af kennaranáminu verði að jafnaði um að ræða fastan kjarna, en siðar valgreinar i sam- ræmi við fyrirhugaðar kennslu- greinar eða kennslusvið. f) Góð framkoma og gott málfar: Fordæmi þeirra kennara, sem annast menntun kennaraefnanna. Æfingakennsla. Virkt og almennt félagslif. Móðurmálsnám g) bekking á uppeldis- og kennslufræöi, sögu uppeldis og kennslu og á uppeldisheimspeki: Nám i fræðilegum hluta uppeldis- og kennslufræði i framhaldi af þroskasálarfræðinámi og samhliða kennsluæfingum og atferlisathugunum. Helztu menntastefnur krufnar til heimspeki- og félagslegs uppruna sins og samhengis. Auk þessara tveggja framsöguerinda fóru fram hópumræður um tvö atriði: 1) Tengsl atvinnuvega, skóla og kennaramenntunar. Stjórnandi umræðnanna var Kristján Bersi Ólafsson, skólastjóri. bátttak- endur voru: Kristján Ragnars- son, fi'amkvæmdastjóri, Haukur Eggertsson, framkv.stjóri, Gunn- laugur Sigurðsson, skólastjóri og Stefán ólafur Jónsson, fulltrúi. 2) Getur öll kennaramenntun haft sameiginlegan kjarna?. Stjórnandi umræðnanna var dr. buriður Kristjánsdóttir. bátt- takendur voru: Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri, Hörð- ur Agústsson, skólastjóri, Vigdis Jónsdóttir, skólastjóri og Jónas Pálsson, skólastjóri. Að lokum fluttu stut't framsöguerindi um kennara- menntunina og einingu kennara- stéttarinnar þeir Ingi Kristinsson formaður Samb. isl. barnakennara, Ólafur S. Ólafsson formaður Landsambands fram- haldsskólakennara og Kristján Bersi Ólafsson, varaformaður Félags háskólamenntaðra kenn- ara. Auk framantalinna atriða fóru svo fram almennar umræöur um hvert mál. Engar samþykktir voru gerðar á þinginu. En kennarasamtökin hafa ákveðið að boða til ráð- stefnu i september n.k. þar sem mótuð verður stefna kennarasamtakanna i menntun kennara. bingforsetar voru borgeir Ibsen, Baldur Sveinsson og Hörö- ur Bergmann. (SamkV'. fréttatilkynningu kennarasamtakanna.) VOLVO 144 Til sölu er Volvo 144, árgerð 1967, i mjög góðu ásigkomulagi. Skipti á ódýrari bil koma til greina. Upplýsingar á daginn i sima 17500 og á kvöldin i sima 51860. Skipan kennara- menntunar Kennaramenntun og grunnskóli Mótuð stefna í september

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.