Þjóðviljinn - 20.06.1973, Page 5

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Page 5
Miðvikudagur 20. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Ingólfur Sverrisson: Vitið þér enn eða hvað? Ekki orkar tvímælis, að andstaðan gegn þátttöku Islands í hernaðarbanda- laginu NATO hefur farið hér dagvaxandi á síðustu vikum, enda hefur innrás NATO-flota Breta sýnt mörgum þetta „varnar- bandalag" í nýju og réttara Ijósi. Sem sýnishorn af þeim mörgu greinum um NATO, sem birzt hafa að undan- förnu, tökum við okkur það bessaleyfi að birta hér kafla úr grein eftir Ingólf Sverrisson, en hún birtist í „Degi", blaði Framsóknar- manna á Norðurlandi þann 14. júní s.l. Grein Ingólfs er að nokkru svar við grein eftir Stefán Kr. Vigfússon, er birtist í sama blaði nokkru áður. I. Árið 1949 samþykkti Alþingi að Island skyldi ganga i Norður- Atlanzhafsbandalagið (NATO). Astæðan fyrir stofnun þessa bandalags var sögð sú, að „siaukinn vigbúnaður Rússa sýndist ógnun við hinn vestræna heim” eins og Stefán segir i grein sinni. Eitthvað fer nú á milli mála hve skelfileg þessi ógnun var, a.m.k. sagði John Foster Dulles fyrr- verandi utanrikisráðherra Bandarikjanna þetta sama ár: „Ég veit ekki um neinn fulltrúa stjórnar Bandarikjanna, hvorki frá hernum né meðal borgara- legra embættismanna, né neinn fulltrúa úr stjórn nokkurs annars lands, sem álitur að Sovétrikin séu að undirbúa hernaðarlega árás.” En hvað sem þessum skoðana- mun Dullesar og Stefáns liður, þá taldi meirihluti Alþingis að ástæða væri fyrir tsland að ganga i þetta bandalag. En áður en til þeirrar samþykktar kom hafði bandariska stjórnin gefið út yfir- lýsingu i fjórum liðum, þar sem segir m.a.: „Ekki kemur til mála, að erlendur her verði á tslandi á friðartimum.” Fjölmargir lögðu litinn trúnað á þessa yfirlýsingu, en hún varð þó áreiðanlega til þess, að margir þeirra, sem áður höfðu talið óráð- legt að tsland gengi i NATO breyttu afstöðu sinni, þegar þvi var hátiðlega lofað, að sú þátt- taka leiddi alls ekki til þess, að hér yrði erlent herlið á friðar- timum. En þessir góðu menn vöknuðu upp við vondan draum tveim árum siðar, þegar hér var kominn bandariskur her grár fyrir járnum. Þá var sagt, að hann yrði hér aðeins stuttan tima, þ.e.á meðan átökin i Kóreu stæðu yfir. Og enn trúðu margir að her- setunni lyki innan tiðar og litu á dvöl herliðsins sem skammvinna neyðarráðstöfun. Þá vildi al- menningur heldur ekki sætta sig við hersetu til frambúðar og teljandi voru þeir menn á fingr- um annarrar handar, sem töldu að ekki bæri einhver skylda til aö leyfa dvöl erlendra herja á tslandi. Þvert á móti sögðu máls- varar NATO við vantrúaða, að vera okkar i NATO væri höfuð- tryggingin og þess vegna engin nauðsyn að hafa hér herlið á friðartimum. Nú er hins vegar búið að snúa blaðinu við, sbr. orð Stefáns: „Mér finnst ekki hægt undir þess- um kringumstæðum að leggja okkur það til ámælis, þó við höf- um viljað leyfa timabundna her- setu i landi voru, og leggja meö þvi fram okkar hlut til sameigin- legra varna”. (Leturbreyting min). tslendingar gengu hins vegar i NATO með þvi skilyrði, að hér yrði ekki her og við þyrftum ekki að leggja fram neinn hlut til sam- eiginlegra varna, nema þvi aðeins að ófriður brytist út. Stóru „bræður okkar (Bretar með- taldir) myndu hafa auga með okkur ef hugsanlegir fjandmenn gerðu sig liklega til að hremma tsland. A þeim forsendum gekk tsland i NATO. Kaflar úr grein um NATO. Greinin birtist fyrir stuttu i „Degi\ blaði Framsóknar- Einn sprettinn er þátttaka Is- lands i NATO sögð fyllsta trygg- ing fyrir frelsi, þar sem árás á eina NATO-þjóð skoðast sem árás á allar hinar. Næsta sprettinn dugar litið að vera i NATO ef ékki fylgir herlið að auki, og ef herliðið hverfur, þá er vera okkar i NATO tilgangslaus og það sem meira er, við erum að svikja bræður okkar i tryggðum (Bretar enn með- taldir). II. Eftir heimsstyrjöldina siðari skiptu Bandarikin og Sovétríkin Evrópu hreinlega á milli sin og raunar öllum heiminum. Siðan hafa þessi stórveldi einskis látið ófreistað til að halda aðstöðu sinni hvort á sinu svæði og notað til þess hinar viðurstyggilegustu aðferðir. Nægir þar að nefna að- gerðir Sovétrikjanna i Ungverja- landi og Tékkóslóvakiu og styrjaldarrekstur Bandarikjanna i Vietnam og valdatöku fasista i Grikklandi, sem Bandarikin studdu bæði leynt og ljóst. Auðvitað tala bæði þessi stór- veldi fjálglega um elsku sina á smáþjóðum og frelsi þeirra. En i hvert skipti sem frelsi þjóðar innan áhrifasvæðis þessara risa- velda hefur að þeirra dómi hugsanlega getað leitt til röskunar á veldi þeirra á svæðinu, hafa þau ekki hikað við að beita ofbeldi og koma leppum sinum til valda (tran — Eistland — Guatemala — Tékkóslóvakia — Grikkland). Það er hins vegar mikil söguleg einföldun og hreinn barnaskapur að telja aðeins upp ofbeldisað- gerðir annars þessara stórvelda og láta eins og hitt sé með öllu saklaust i þeim efnum. Bæði Sovétrikin og Bandarikin eiga blóði drifna fortið i viðleitni sinni að halda völdum og áhrif- um. Bæði þessi riki hafa beitt smáþjóðir ótrúlegum niðings- verkum og yfirgangi og þá auð- vitað I nafni „frelsis”. En stórveldin gæta sin jafn- framt á þvi að fara aldrei inn á yfirráðasvæði hvors annars, og hvað sem öllum fagurgala liður, þá er það staðreynd, að tilvist NATOs og Varsjárbandalagsins, sem bæði lúta forsjá þessara risa- velda, er engin trygging fyrir frelsi þess fólks, sem byggir löndin, sem eru aðilar að þeim. Um það vitna dæmin. Ekki rikir frelsi i Portúgal, Tyrklandi eða Grikklandi og þvi siður i lepp- rikunum i austri, þó þessi lönd séu i ofangreindum hernaðar- bandalögum, sem bæði þykjast vernda frelsi og lýðræði. III. Til þess að tryggja stöðu sina i Evrópu hafa Sovétrikin og Bandarikin haldið uppi gifurleg- um herafla i Mið-Evrópu báðum megin við Járntjaldið. Vegna hins óhemju kostnaðar, sem af dvöl þessara herja leiðir eru nú að komast af stað viðræður um gagnkvæma fækkun i her- aflanum á þessu svæði. Stefán segir i grein sinni að vegna þessara viðræðna megi alls ekki á þessu stigi visa bandariska herliðinu frá Islandi. Þá myndaðist skarð i varnarlinu vestrænna þjóða, sem leiddi jafn- vel til árásar. Hvað sem þýðingu herstöðvarinnar hér á landi liður, þá er hitt útbreidd skoðun, að þegar þeir stóru setjast við samningaboröið til að endur- skipuleggja uppstillingu herafla sins, þá verði tilhneigingin sú að fjarlægja herliðin hvort frá öðru, þ.e. að koma þeim fyrir sem fjarst mörkum austurs og vesturs. Þá leiðir af sjálfu sér, að svæði eins og ísland kemur mjög til álita sem nýr samastaður fyrir hluta herjanna, ef við verðuin ekki þá þegar búnir að koma þeini her burt, sem hér er fyrir. A meðan bandariski herinn er hér fyrir er augljóslega meiri freisting fyrir stórveldin, þegar þau fara að „verzla” að bæta við það herlið, heldur en ef búið er að hreinsa landið af slikri óværu. Sú hætta er nú mest, að tsland verði einskonar „skiptimynt” stórveldanna og að tslandi verði þar með ráðstafað eins og sauð- um i nátthaga i viðleitni risa- veldanna til að draga úr spennu i Mið-Evrópu og skapa um leið nýtt valdahlutfall. Af þessu má ljóst vera, að höfuðnauðsyn er að koma hernum af landi brott hið fyrsta m.a. vegna væntanlegra umræðna stórveldanna og fylgirikja þeirra um gagnkvæmar breytingar á herafla. IV. A siðari árum hafa alþjóðamál tekið miklum stakkaskiptum. Kalda striðið og sá hugsunar- háttur, sem þvi fylgdi, að heimurinn skiptist i tvær and- stæður, aðra góða (Bandarikin) og hina slæma (Sovétrikin) er með öllu úreltur. Atburðir siðustu ára (Vietnam, Tékkóslóvakia) hafa sannfært leiðtoga smáþjóða um það, að flærð og yfirgangur eru þær að- ferðir, sem stórveldin byggja veldi sin á, og engin smáþjóð getur vænzt ténaðar af svo ómennskum tröllum. Þess vegna er nýtt afl i mótun, sem á eftir að láta mikið að sér kveða i framtiðinni. Þetta afl er hinn svonefndi þriðji heimur. Merkir heimspekingar, sagn- fræðingar og stjórnmálamenn hafa leitt gild rök að þvi, að brjótist úr allsherjar styrjöld verði hún ekki milli gulra manna og hvitra, heldur milli hungraðra manna og saddra. t hrikalegri misskiptingu gæða jarðar, þar sem annar hluti jarð- búa étur skipulega yfir sig á meðan hinn hlutinn fellur úr svelti er að margra dómi falin mesta ófriðarhættan. Fulltrúar hinna sveltandi er þriðji heim- urinn; það eru þær þjóðir, sem berjast gegn yfirgangi og skipu- legu arðráni stórþjóða á náttúru- auðlindum hinna smærri.Það eru þær þjóðir, sem hafa orðið að búa við efnahagslega og hernaðarlega drottnun risaveldanna. Það eru þær þjóðir, sem hafa áþreifan- lega reynt, að ef stórþjóðirnar fá ekki sitt fram með góðu, þá eru vopnin látin tala. Við lslendingar þekkjum ein- mitt vel til sliks hlutskiptis. Þessa dagana er ein af „bræðra- þjóðum” okkar að minna okkur all-óþyrmilega á innsta eðli sitt og þá um leið innsta eðli þeirra þjóða, sem eru máttarstólparnir i NATO og Varsjárbandalaginu. Innrás Breta á tslandsmið er þó aðeins eitt litið dæmi um yfirgang stórþjóðar gagnvart smáþjóð. Lönd þriðja heimsins eiga i nákvæmlega sömu baráttu. Þau reyna nú að sameinast til að hrinda af sér leifum nýlendu- kúgunnar og arðráns, þvi þau vita sem er, að sameinuð geta þau unnið þrekvirki og hrundið af höndum sér gráðugum stórveld- um sem seilast eftir náttúruauð- lindum þeirra. Með þessum lönd- um eigum við samleið. Það er þess vegna engin til- viljun; að frá löndum þriðja heimsins fáum við fyllsta stuðning i landhelgismálinu á meðan „bræðraþjóðir” okkar taka afstöðu gegn okkur eða þegja i bezta falli. Það eru þessar „bræðraþjóðir” i mynd NATOs og herliðsins sem ýmsir setja allt sitt traust á að verndi okkur frá ofbeldi og yfirgangi. En af þeim atburðum, sem nú gerast hér við land, verða slikar kenningar vegnar og léttvægar fundnar. Staðreyndirnar segja okkur, að hvorki NATO eða her á þess veg- um hafa minnsta áhuga á frelsi tslands, ef það frelsi er á kostnað hagsmuna stórþjóðanna. Og mikil er sá barnaskapur að telja sér trú um, að þeir sem finnst ómaksins vert að ræna okkur auðlindum okkar með vopnavaldi muni á sama tima leggja eitthvað á sig til að tyggja frelsi okkar ef á reynir. Hvers virði er sú vernd, sem gerir okkur ekki einu sinni kleift að veiða þorsk i friði? Fiskveiðasjóður tefur frystihúsbyggingu Þormóðs ramma á Sigluf. — Með þvi að draga samþykkt láns til bygg- ingar frystihúss Þor- móðs ramma öllu lengur er fiskveiðasjóður i raun og veru að tefja fram- kvæmdir hér um eitt ár. Slikar framkvæmdir verða að eiga sér stað yf- ir sumarmánuðina, og sumarið hér norðurfrá er ekki alltof langt, sagði framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma á Siglufirði, Þórður Vig- fússon. — Við erum orðnir svartsýnir á að húsið komist upp fyrir áramót- in, sagði Þórður. Þegar fiskveiða- sjóður lætur það boð út ganga bréflega til allra aðila, sem fást við þetta, að bannað sé að hefja framkvæmdir nema leyfi sjóðsins sé fengið, þá er ekki þorandi að hefjq framkvæmdir upp á 160—170 miljónir. Fiskveiðasjóður er aðal-fjár- magnandi framkvæmdanna, og hann hefur ekki ennþá samþykkt fjárveitinguna til Þormóðs ramma. — Hvað þýðir þetta fyrir at- vinnulífið hjá ykkur, Þórður? — Við eigum togara i smiðum i Stálvik og annan á Spáni. Stálvik- urtogarann fáum við seinni part- inn I júli, en Spánartogarann i marz á næsta ári, um það bil 500 tonna skip hvort. Við gætum að ó- breyttu tekið við afla af öðrum þessara nýju togara, en við gæt- um heldur ekki tekið við afla af öðrum bátum héðan ef við tækj- um við afla af þeim báðum. Og hvaðá þá að gera? Keyra aflann i gúanó, eða hengja hann upp? Kannski losa okkur við einhverja báta sem héðan eru gerðir út? Okkur finnst að slfkt stefni ekki beint i átt að heilbrigðri byggða- þróun. — Eitt blað skýrði frá þvi á sunnudag, að 10 miljón króna sparnaður væri aðþvi að smiða togara hér heima af þeirri stærð sem verið er að smiða fyrir ykkur i Stálvik. Hvað finnst ykkur um þetta, Siglfirðingum? — Það er enginn kominn til með að segja á þessu stigi hvað togarinn kostar fullbyggður. Svona staðhæfingar eru varhuga- verðar, þvi það er ekki hægt að segja endanlega hvað skip kostar fyrr en það er komið á veiðar. — Hvenær fáið þið togarann frá Stálvik? — Hann er orðinn langt á efti: áætlun. Upphaflega átti hann ai vera tilbúinn i marz-april. Siðai hafa orðið ýmsar tafir, og á þa: enginn einn sök á. En nú er hon um lofað seinni partinn i júli, svi hann ætti að verða kominn á veið ar i ágúst. Þá þyrftum við lika ai vera komnir vel á veg með frysti húsbygginguna. -úþ. manna norðanlands

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.