Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 1
UOWIUINN Miðvikudagur 20. júni 1973. —38. árg. — 138. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRON t í Bruninn hjá Sláturfélaginu TJONIÐ NEMUR MILJÓNUM KR Nútíma tónlistarhátíðin: Elektrónísku tónleik- arnir hefjast í dag Lyric Arts Trio í Myndlistarhúsinu Kins «f> sjá má mymlinni oru veggir og innviAir húss SS mikift skcmmdir eftir brunann. Mælingar á V atnajökli Tónlistarhátíðin í sam- bandi við þing Álþjóða- damtaka um nútímatónlist ISCAA, hófst í gær með tón- leikum Norska blásara- kvintettsins, sem flutti verk eftir norsk, finnsk og sænsk tónskáld í Norræna húsinu. í gærkvöld stóðu íslenzkir tónlistarmenn fyrir tónleikum í AAynd- listarhúsinu við AAiklatún. 1 dag hefst flutningur á ele- ktróniskri tónlist i Myndlistar- húsinu við Miklatún og er aðgangur aö þessum þætti tón- listarhátiðarinnar ókeypis. Verður flutt elektrónisk og önnur nútimatónlist á segulböndum kl. 5-7 i dag og kl. 2-4 á morgun, föstudag og laugardag. Gefst þarna kostur á að heyra verk fjöl- margra tónskálda frá ýmsum löndum, S. Vassiliadis frá Grikk- landi, S. Sumitani og M. Shinohara frá Japan, P.Pignon og M.Stibilj frá Júgóslaviu, J. Antunes frá Frakkiandi, D. Kauf- mann og K. Ager frá Austurriki, B. Fenelly og I. Marshall frá Bandarikjunum P.M. Braun frá V-Þýzkalandi, T. Unvary frá Ungverjalandi, S. Berge, B. Fongaard, K. Kolberg og A. Nordheim frá Noregi, E. Rudnik frá Póllandi, D. Lilburn frá Nýja Sjálandi, M.Longtin frá Kanada, A. d. Monaco frá Venezuela og L.G. Bodin frá Sviþjóð. Þá verða i kvöld tónleikar The Lyric Arts Trio i Myndlistar- húsinu við Miklatún, en trióið skipa þau Mary Morrison, Marion Ross og Robert Aitken frá Kanada. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir landa þeirra, þá Paul Pedersen, Harry Freedman, John Weinzweig og Brunce Mather, Argentinumanninn Mario Davidovsky, Bengt Ham- braneus frá Sviþjóð, Karel Goeyvaerts frá Belgiu,Japanann Toru Takemitsu og eftir Atla Heimi Sveinsson og hefur sá siðastnefndi samið þetta verk sérstaklega fyrir trióið. The Lyric Arts Trio flytur einnig um hádegið á morgun að Hótel Loftleiðum Tesinfóniuna i 9 slurkum eftir kanadiska tón- skáldið Gabriel Charpentier, en þetta er einskonar leikverk jafn- framt, og tekur alltaf til með- ferðar brýnt mál i þvi landi eöa þeim stað sem það er flutt á hverju sinni. Kl. 5 sd. á morgun flytur flokkurinn Harpans Kraft frá Svi- þjóð nýstárleg verk franskra, italskra og sænskra tónskálda, en flokkurinn er skipaður mezzó- sópran, klarinettleikara, celló- leikara, pianóleikara og slag- hljóðfærameistara. Annað kvöld verða svo tón- leikar Sinfóniuhljómsveitar Islands með þýzka cellóleikaran- um Werner Taube, Páll P. Pálsson stjórnar. Eina islenzka verkið á þeim tónleikum er eftir Leif Þórarinsson, Draumur um hús, hin eru eftir evrópsk tón- skáld frá ýmsum löndum. —vh Kins og sagt var frá i Þjóð- viljanum i gær, kom upp oldur i liúsi Sláturfólags Suðurlands við Skúlagötu i Revkjavik i fyrra- kvöld. Þótt sæinilega fljótt tækist að slökkva eldinn. átti slökkvi- liðið i miklum erfiðleikum að koniast fvrir hann,og þarna varð mikið tjón, þótt það yrði minna en hætta var á. Að sögn Jóns H. Bergs, for- stjóra SS, varð mest tjón á húsinu sjálfu, en afurðir sem voru i mikilli hættu sluppu að mestu. Þó voru matvæli i niðursuðurverk- smiðjunni, sem skemmdust af vatni og reyk. Þá voru ekki full- kannaðar skemmdir á vélum verksmiðjunnar i gærdag, en talið var, að þær væru ekki skemmdar neitt aö ráði. Hins- vegar er húsið mikið skemmt og á þvi hefur orðið stórtjón. Eldurinn kom upp á efri hæð hússins, i herbergi þvi sem klæðaskápar starfsfólksins eru i, en einhver hluti starfsfólksins var á neðri hæð hússins, en það varð ekki eldsins vart fyrr en slökkvi- liöið kom, heldur var þaö kona sem býr við Lindargötuna sem gerði slökkviliðinu viðvart er hún sá reykinn frá þaki hússins. Þaö sem geröi slökkviliðinu erfiðast fyrir var, að veggir og loft hússins er einangraö með torfi og i þaö komst eldurinn og nær ómögulegt var að komast fyrirglóðina nema rifa klæðningu niður. Þarna á hæðinni er stór og mikill frystiklefi þar sem mikiö magn af kjöti er geymt, en hvorki reykur né vatn komst þangað inn, svo engar skemmdir uröu þar á. Aftur á móti komst mikill reykur og eitthvað af vatni inn i niður- suðuverksmiðjuna og þar urðu nokkrar skemmdir á matvælum. Slökkviliðið var á vakt i húsinu frá á miðjan dag i gær vegna hættu á að glóð leyndist i einan- grunartorfinu, en svo var ekki og var vakt hætt um kl. 15. Ekki lágu fyrir niðurstöður um eldsupptök i gærdag, en unnið var að þvi að kanna það mál,svo og að meta tjónið. S.dór. Um þessar mundir er mikið um aö vera uppi á Vatnajökli miöaö viö þaö sem venjulcgt má tclja. llópur trésmiöa vinnur aö lag- færingu á skála á Grimsfjalli, en sá skáli var oröinn nokkuö illa farinn og þurfti lagfæringar viö, og nú á aö Ijúka þeirri viögerð. Þá er hópur manna á vegum Jöklarannsóknarfélagsins sem vinnur að hæöarmælingum frá Grimsfjalli norður i Kverkfjöll. Slikar mælingar voru geröar þar fyrir 10 árum siðan, og við endur- tekningu þeirra nú, sjást greini- lega allar breytingar sem orðið hafa þar á jöklinum á sl. 10 árum. Loks er unnið aö þyngdar- mælingum og hæðarmælingum kringum Grimsvötn og er þaö liður i almennum rannsóknum á Grimsvötnum, ■ sem undir- búningur fyrir frekari rannsóknir þar næsta sumar. Rannsóknirnar næsta sumar verða all-ýtarlegar, m.a. verða boraðar tvær til þrjár holur, svipað og gert var uppi á Bárðarbungu i fyrrasumar. Það er Vegagerðin sem stundur fyrir rannsóknunum viö Grimsvötn. B.S.R.B. F ulltrúaþingi slitið í Þingstörf héldu áfram á fulitrúaþingi Bandalags starfsmannarikis og bæja í gær. Fyrir hádegi störfuðu nefndir og fjölluðu um ýmsarályktanir, sem fram höfðu verið bornar, en eftir hádegi hófust þingfundir að nýju. Þinginu lýkur i dag, en verður nánar sagt frá þingstörfum i blaðinu á morgun. dag B.S.R.B. er stærstu launþega- samtök á tslandi. Opinberir starfsmenn hafa ekki verkfalls- rétt og hefur gengið á ýmsu i hagsmunabaráttu samtakanna við vinnuveitandann, það opin- bera. Fulltrúaþing B.S.R.B. er haldið á þriggja ára fresti. 168 fulltrúar frá hinum ýmsu aðildarfélögum sitja þetta þing, sem nú er háð i Súlnasalnunr á Hótel Sögu. Þingheimur handalagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.