Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 13. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Rífandi stemning Þaö var ekki bara klappaö, heldur lika hrópaö og blistraö og húsið kvaö viö af fagnaöar- iátum áheyrenda á tónleikum tékkós1óvösku lúöra- sveitarinnar i Háskóiabiói i fyrrakvöld. Lúðrasveitin úr Hradcany kastala var klöppuð upp hvað eftir annað og áheyrendur ætluðu helzt ekki að sleppa þeim i lok tónleikanna, en úti- fyrir beið rúta, sem átti að flytja þá beint á flugvöllinn. Attu þeir að fljúga heim um nóttina og fara beint frá Prag til Ústi nad Labem og leika þar opinberlega næsta morgun. Þótt mikill fögnuður og stemning væri rikjandi meðal áheyrenda var salurinn langt frá að vera fullskipaður, kannski vegna þess, að okkur hér hættir til að lita á lúðra- sveitir sem einhverskonar úti- hljómsveitir fyrst og fremst. Mjög margir félagar úr isienzku lúðrasveitunum voru meðal áheyrenda og sögðu sumir eftirá, að þeir gætu vist farið að leggja frá sér hljóð- færin úr þessu, en aðrir þvert á móti, að þetta væri þeim hvatning og sýndi hvað i raun og veru væri hægt að gera, þegar menn hefðu aðstæður til nægilegra æfinga og þjálfunar. Fyrri hluta tónleikanna lék lúðrasveitin aðallega klassisk verk, sem annars heyrast aðeins leikin af fullskipuðum sinfóniusveitum, en eftir hlé léttari tónlist, marsa, polka og þjóðlög og var þá lika sungið með. Mikla ánægju vakti er nokkrir hljómsveitarmanna klæddust þjóðbúningum og mynduðu litla sveit i likingu við þær, sem tiðkast i þorpum Bæheims. Hradcanylúðrasveitin lék Þessi niynd var tekin þegar islenzkir og tékkneskir lúörasveitarnienn hittust viö Laugarnesskóla. Formaður Lúörasveitarinnar Svans, Halldór Sigurðsson, tekur viö gjöf frá forinanni Hradcany- sveitarinnar, þám. hijómpiötu með leik lúörasveitarinnar. Tii vinstri sést Gísli Ferdfnandsson úr Svani. (Ljósm. vh) einnig við opnun tékkóslóvösku sýningarinnar og á Bernhöftstorfu 17. júni. Þar sem hún kom hingað kringum þjóðhátiðardaginn, þegar islenzkir lúörasveitar- menn hafa sem mest að gera, gáfust litil tækifæri til gagn- kvæmra kynna. Þó hittu félagar úr Svani aðeins þessa tékknesku kollega sina milli atriða á þjóðhátiðinni og léku þá hvorir fyrir aðra við Laugarnesskólann, þar sem Tékkarnir bjuggu. —vh Lagt af stað frá Njáisgötunni i gær. (Ljósm. S.dór). Þing ISCM hófst i gœr Ræða hvernig útbreiða skuli nútíma tónlist Þing Alþjóðasamtaka um nútímatónlist, ISCM, hófst að Hótel Loftleiðum i gær- morgun með þátttakendum frá um 20 löndum. Formaður ISCM, André Jurres, setti þingið, og siðan fluttu fulltrúar hverrar deildar skýrslur um starfsemi sina undanfarið ár og helztu atburði á sviði nútima tónlistar i sínum löndum. Stungið var upp á fulltrúum i næstu stjórn og ræddar voru til- lögur um, hvar halda skyldi þingið og tónlistarhátið i sam- bandi við fjárhagsgrundvöll sam- takanna og hvernig breikka mætti félagsskapinn, og einnig urðu fjörugar umræður um leiðir til að úbreiða nútima tónlist. Þinginu lýkur siðdegis i dag eða i fyrramálið eftir þvi hvernig þingstörf ganga. — vh HHHHH HHHHH HHHHH í sumarleyfi að Flúðum Þær virtust ekki siður eftir- væntingarfullar en krakkarnir, þegar þau fara i sinar sumar- búðir, konurnar, sem biðu á Njálsgötunni i gær eftir að leggja af stað i erlof austur að Flúðum. Þær eru i hópi eldri kvenna — eintómar kellingar, sagði ein, — sem Mæðrastyrksnefnd gefur á hverju ári kost á vikudvöl úti á landi þeim til hressingar og hvildar. Að þvi er konurnar sjálfar sögðu er þetta ein sú mesta upplyfting, sem hægt er að fá, og kváðust þær mundu skemmta sér konunglega, lausar við amstur hversdagsins og i fjörugum félagsskap. Alls eru það 40 konur, sem komast i hvert sinn, og sagöi hótelstjórinn á Flúðum, Ingólfur Pétursson, að þetta væru dásam- legustu gestir, sem staðurinn fengi, allar svo glaðar og þakk- látar öllu sem fyrir þær væri reynt að gera. — vh Sumarferö Alþýðubandalagsins á Jónsmessu Að þessu sinni verður farið upp i Borgarf jörð. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð- inni klukkan átta að morgni sunnudagsins 25. júni. Ferða- langar eru beðnir um að mæta við Umferðarmiðstöðina kl. 7.30. Aðalfararstjóri verður Björn Th. Björnsson, listfræðingur. Hann hefur áð- ur verið fararstjóri i Alþýðu- bandalagsferðum, og mun án efa mörgum vera til- hlökkunarefni að njóta enn á ný leiðsagnar hans, að þessu sinni um byggðir Borgarfjarð- ar. I hverjum bil verður valinn leiðsögumaður, staðkunnugir Miöasala og pantanir Grettisgötu 3. Opið frá 9 til 19,einnig i hádeg- inu. Slmi: 18081 og 19835 menn, sem frætt geta ferða- langana um örnefni og sögu landsins. Allir þátttakendur ferðar- innar munu fá nestispakka og er hann innifalinn i fargjald- inti. En fátt eykur lystina bet- ur en ferðalög, og er þvi mönnum ráðlagt að hafa með sér eitthvað matarkyns, þvi að þótt góður biti sé i nestis- pakkanum, mun hann tæpast nægja vegmóðum ferðalöngum á langri ferð. Aðaláningarstaður ferðar- innar er skammt frá Bifröst, fimm minútna gang frá foss- inum Glanna. Þar mun Magnús Kjartansson, ráð- herra ávarpa ferðalangana. Kaupið eða pantið farmiða sem fyrst Verð miðanna er 500 kr. fyrir fullorðna, en 300 kr. fyrir börn, og er það mun minna Svipmynd úr sumarferð Alþýðubandalagsins. Veöurfróðir menn telja, að veðurguöirnir verði Alþýöu- bandalagsmönnum hliöhollir um næstu helgi. verð en i öðrum sambærileg- um ferðum. Miðarnir eru til sölu og tekið er á móti pöntun- um á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins á Grettisgötu 3, frá kl. 9 — 7, einnig i hádeginu. Leiðir og áninga- staðir Umferðarmiðstöð Geldingadragi Skorradalur Hestháls Munaðarncs Grábrókarhraun Glanni Stafholtstungur Hvitársiöa Hraunfossar Barnafoss Lundarreykjardalur Uxahryggir Biskupsbrekka Mosfellssveit Umferöarmiöstöö Odýrustu farmiðarnir — leiðsögumaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.