Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Miftvikudagur 20. júni 1973. V iðlagas j óður auglýsir Auglýsing nr. 5 frá Viðlagasjóði um bætur fyrir tjón á lausafé. í 39. grein reglugerðar nr. 62. 27. marz 1973 um Viðlagasjóð segir: ,,Nú hefur lausafé manna sannanlega glatazt eða skemmzt af völdum náttúru- hamfaranna i Vestmannaeyjum og skal sjóðurinn bæta tjón manna, annað hvort eftir mati trúnaðarmanna sinna eða mati dómkvaddra manna. Sjóðsstjórn skal úrskurða um bætur þess- ar og er úrskurður hennar endanlegur um hvað bæta skuli og bótafjárhæð.” Auglýst er eftir umsóknum um bætur skv. þessari grein og skal þeim skilað fyrir 20. júli 1973 til skrifstofu Viðlagasjóðs, Toll- stöðinni við Tryggvagötu i Reykjavik á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást af- hent. Þeir sem ekki geta sótt eyðublöð geta fengið þau póstsend, ef þeir óska eftir þvi bréflega eða i sima 18340. Stjórn Viðlagasjóðs. UTBOÐ Tilboð óskast i lagningu vatns- og frá- rennslislagna i Tjarnargötu, Vogum, Vatnsleysuströnd. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps, Valfelli, Vogum, og á Verkfræðiskrifstofunni HÖNNUNH.F., Höfðabakka9, Reykjavik, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 5. júli. Sumarleyfisferðir Ferðafélags íslands í júni og júli if C~ J verð kr. 21/6 4 dagar Tungnaáröræfi 3700 21/6 6 dagar Snæíell 7400 26/6 8 dagar Gönguferð: Hlöðuvellir — Hagavatn 3300 30/6 6 dagar Snæfellsnes. Breiðafjörður. Látrabjarg 5600 30/6 4 dagar V es tma nnaey j ar 4600 3/7 8 dagar Fjallgöngur við Svaríaðardal 7200 5/7 8 dagar Borgarfjörður eystri 7900 7/7 9 dagar Hvannalindir — Kverkfjöll 8550 13/7 10 dagar Kerlingarfjalladvöl 3800 14/7 9 dagar Mývatnsöræfi — Ódáðahraun 8550 17/7 8 dagar Skaftafell — öræfajökull 8850 14/7 6 dagar Um Strandir 5700 14/7 6 dagar Kjölur — Sprengisandur 5400 17/7 9 dagar Hornstrandaferð I 7900 21/7 6 dagar Landmannaleið — Fjalla- baksvegur 5400 23/7 10 dagar Hornstrandaferð II 8300 24/7 8 dagar Snæfjallaströnd — Isafjörður — Göltur 6400 24/7 8 dagar Gönguferð: Hlöðuvellir — Hagavatn 3300 28/7 4 dagar V a tna j ökulsf er ð 5900 28/7 6 dagar Lakagígar — Eldgjá — Land- mannalaugar 5400 Sumarleyfisferðir í ágúst auglýstar síðar. Leitið upplýsinga. Geymið auglýsinguna. FERÐAFÉLAG ISLANDS, Öldugötu 3. Símar: 19533 ng 11798. Nýsköpun sláturhúsa Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, Starfsmanna- félag SiS og Félag kaupfé- lagsstjóra gefa út tímaritið Hlyn. í siðasta hefti tíma- ritsins var meðal annars efnis ritgerð eftir Agnar Tryggvason um sláturhús á islandi. Það er allfróðlegt að kynnast þeirri nýsköp- un, sem fram fer á slátur- húsum islendinga, og er því hér birt niðurlag ritgerðar Agnars. Frá siðari striðslokum hefur það verið keppikeflið að fækka verulega sláturhúsum i landinu, þvi að það virtist vera eina leiðin til að búa þau svo úr garði, að kröfum erlends og innlends markaðar yrði fullnægt. Að hinu leytinu er sá galli á þeirri fram- kvæmd, aö slátrunin þarf að fara fram á mjög takmörkuðum tima að haustinu, þ.e. 1 til 2 mánuðum. Var auðsætt, að með þeim vinnubrögðum og tækni, sem við- höfð voru i sláturhúsunum, voru þvi mjög mikil takmörk sett, hve miklu fé var hægt að slátra i einu húsi, nema þá með mjög mörgu starfsfólki, sem óviða fékkst til þeirra starfa. Var þvi talið nauð- synlegt að innleiða nýja tækni við slátrunina, sem gæti aukið af- köstin verulega miðað við fólk og húsnæði. Jafnframt þurfti að auka mjög alla aðstöðu til hrein- lætis og sér i lagi við heilbrigðis- skoðunina á kjöti og innyflum. Hafði hingað til verið viðhöfð svo- kölluð hringfláning i sumum hús- um, sem þótti taka eldri aðferð- um fram, hvað snerti bæði afköst og góða meðferð kjötsins. Það var þó greinilegt, að hér þurftu að koma til ny vinnubrögð og tækni. Framleiðsluráðið lagði þá fram I, 5milj. kr. til tilraunasláturhúss, sem komið var á fót i sláturhúsi Kf. Borgfirðinga i Borgarnesi. Var þar reynt hið svokallaða færibandakerfi, sem sérfræðing- ar á vegum Sambandsins höfðu kynnt sér á Nýja Sjálandi og við- ar þá nýskeð. Eru afköstin við slátrunina miklu meiri en við eldri aðferðir. Átti þessi nýja tækni einnig að njóta sin enn bet- ur, eftir þvi sem dagslátrun var meiri. Á þessu sama ári, sem til- raunasláturhúsið i Borgárnesi tók til starfa, var tekið fyrir útflutn- ing á kjöti og sláturafurðum úr is- lenzkum sláturhúsum til Banda- rikjanna. Var ekki talið af heil- brigðisyfirvöldum þar i landi, að. islenzk sláturhús uppfylltu þær kröfur, sem þar eru gerðar til slikra vinnslustöðva. Var þetta mikið áfall fyrir islenzkan land- búnað og hvatti til áframhaldandi uppbyggingar á fullkomnum slát- urhúsum, sem uppfylltu nauðsyn- legar gæðakröfur i helztu mark- aðslöndunum. A árinu 1969 var skipuð nefnd á vegum Fram- leiðsluráðsins til þess að gera til- lögur um uppbyggingu sláturhús- anna. Var hún sammála um, að á árunum 1970-1975 skyldu byggð upp eða endurbætt eftirfarandi sláturhús: 1. Nýtt sláturh. á Patreksfiröi. 2. Endurb. sl.hús á Isafiröi. 3. Endurb. sl.hús á Hólmavik. 4. Endurb. sl.hús á Hvammst. 5. Endurb. sl.hús á Blönduósi. 6. Endurb. sl.hús á Sauðárkr. 7. Endurb. sl.hús á Akureyri. 8. Nýtt sláturhús á Húsavik. 9. Endurb. sláturhús á Egilsst. 10. Nýtt sláturh. i Rangárv.sýslu. II. Endurb. sláturhús á Selfossi. Auk ofangreindra húsa koma svo sláturhúsin i Borgarnesi og i Búðardal. Aætlaður byggingar- kostnaður ofangreindra 11 húsa var um 220 milj. kr. eftir verðlagi, sem gilti i ársbyrjun 1970. Attu ölí endurbyggð hús að fá 30% af stofnkostnaðinum endurgreitt sem óafturkræft framlag, en hin, sem talin voru ný, að fá 50% af áætluðum stofnkostnaði greitt sem óafturkræft framlag. Atti að afla hins óafturkræfa framlags með sérstöku verðjöfnunargjaldi á innvegið kjöt, með gjaldi á heildsöluverð kjöts og með sér- stöku framlagi úr rikissjóði. Frá þvi að gengið var endan- Frá sláturhúsinu á Húsavik, en þar er beitt hinni nýju færibandatækni. lega frá tillögum sláturhúsa- nefndarinnar, hefur verið unnið að framkvæmd þeirra svo sem efni og aðstæður hafa frekast leyft á hverjum stað. Hefur nú verið komið upp fullkomnum út- flutningshúsum i Borgarnesi, Blönduósi, Húsavik og Selfossi, en á hausti komanda verður slát- urhús Kf. Skagfirðinga á Sauðár- króki tekið i notkun og mun það uppfylla allar körfur sem gerðar eru, hvað útbúnað og hreinlæti snertir, bæði á Bandarikja- og Evrópumörkuðum. Þá er i undir- búningi að endurbyggja slátur- húsin á Hólmavik og á Hvamms- tanga, svo þau geti jafnframt orð- ið gjaldgeng á Bandarikjamark- aði i siðasta lagi á árinu 1974. Aðvörun frá Rafmagns- eftirliti ríkisins: "Að undanförnu hefur verið á markaðnum talsvert magn af flugdrekum, m.a. i liki fugla, sem hafa náð mikilli útbreiðslu meðal unglinga. Allmikil brögð hafa verið að þvi. að flugdrekar þessir falli niður á rafmagnsloftlinur, bæði lág- spennu- og háspennilinur og hefur það jafnvel skeð á 130 þúsund volta linuna til Reykja- vikur. Hér getur verið um lifshættu- legan leik að ræða, ef raki er i lofti.og einkum ef unglingar fara að reyna að ná þessu leikfangi niður úr rafmagnslinunum. Þvi skal brýnt fyrir þeim, sem missa flugdreka sina niður á rafmagns- linur, að gera ekki tilraun til þess að ná þeim til baka, heldur að tilkynna rafmagnsveitunni um óhappið, sem mun geta látið kunnáttumenn losa þá frá linunum. Þvi skal unglingum, börnum og foreldrum bent á, að forðast að vera með flugdreka i námunda við rafmagnslinur og gera aldrei tilraun til þess að losa þá frá linu, sem þeir kunna að hafa flækzt i.” Alltaf er það eins. A hverju ári er breiddur borðdúkur yfir allt, einmittþegarekkert er lengurtil aðéta Maður getur ekki of mikið á sig lagt fyrir viðskiptavini eins og yður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.