Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. júni 1973.ÞJÖDV1LJINN — SÍÐA 9 Enn er barizt í Bólivíu þótt skæruliöum vegni ekki sem bezt Miðborg Ka Pa/. gefur vestrænum borgum ekki mikið eftir, hvorki f glæsileika né örbirgð. Götusalar i bólivfsku þorpi bera ekki mikið úr býtum og þekkja litið til þeirrar tilfinningar að hafa fullan maga. Samt leggur landið þeirra til 14% af allri tinframleiðslu heimsins. Síöan bólivíski stjómar- herinn drap Ernesto „Che" Guevara haustiö 1967 hefur skæruliðastarfsemi í Bóli- víu ekki verið mikið í frétt- um. Dauði Guevara táknaði þó ekki endalok þjóðfrelsishersins í landinu því öðru hvoru skjóta upp kollinum nýir hópar sem berjast fyrir sömu mark- miðum. í eftirfarandi grein skýrir blaðamaður við Informatfon, Jan Stage, frá pólitískri þróun i Bóli- víu síðan Guevara leið. Þann 15. mai sl. hrósaði leyni- þjónustan i La Paz, höfuðborg Bóliviu, miklum sigri sem jafn- framt markaði örlagarik tima- mót i sögu þjóðfrelsishreyfingar þeirrar sem Guevara kom á fót. Þann dag var Monika Ertl, þýzk- ættaður skæruliöi, drepin þegar hún var nýkomin til Bóliviu i fylgd tveggja félaga sinna frá Chile. Flóttamaður frá Þriðja ríkinu Frá þvi vorið 1971 eltist lögreglan í Bóliviu ekki meir við annan skæruliða en Moniku. Ekki nóg með að hún væri óformlega gift æðsta leiðtoga þjóðfrelsis- hersins, Osvaldo „Chato” Peredo, heldur stóð hún i farar- broddi fyrir hópi þeim sem drap Roberto Quintanilla Pereira offursta 1. april 1971 en hann var i krafti embættis sins sem yfir- maður bólivisku leyni- þjónustunnar árin 1967-70 ábyrgur fyrir morðinu á Guevara og öðrum háttsettum skæruliða- leiðtogum. Eftir það var hann út- nefndur aðalræðismaður Bóliviu i Hamborg. Leið Moniku inn i raðir bóli- viskra þjóðfrelsisafla var löng og krókótt. Faðir hennar var ljós- myndari Rommels marskálks i seinni heimsstyrjöldinni. Eftir fall Þriðja rikisins ákvað hann að flýja til Suður-Ameriku. Monika ólst upp i Bóliviu, gekk i hjóna- band og gerðist fasteignasali. Þegar Guevara hóf starfsemi sina i austurhluta landsins árið 1967 var fyrirtæki hennar i fullum blóma en smám saman fór hún að dragast meira og meira að and- spyrnuhreyfingunni. Arið 1970 tók hún þátt i fyrstu bardögunum og stuttu siðar flúði hún til Chile. Þar fékk hún hæli sem pólitiskur flóttamaður þegar Allende tók við forsetaembætti i desember sama ár. Atvikið í Hamborg 1. april 1971 i Hamborg. Quintanilla aðalræðismaður sem er i þann veginn að fara til Bóliviu fær heimsókn miðaldra ástralskrar kennslukonu sem biður hann um upplýsingar fyrir túrista um hið fjarlæga land i Andersf jöllum. Einkaritari Quintanilla er varla kominn út úr dyrum skrifstofunnar i upp- lýsingaöflun þegar hin „ástralska” ferðakona hleypir af þremur skotum sem öll hæfa of- furstan i brjóstholið vinstra megin. Kona hans kemur æðandi út úr hliðarherbergi og það kem- ur til handalögmála milli kvennanna tveggja. í slagnum missir „kennslukonan” gráu hár- kolluna sina og skambyssu þá sem hún notaði við drápið. Slagurinn berst alla leið út á tröppur ræðismannsbústaðarins og þar tekst tilræðismanninum að sleppa upp i bil sem biður hennar og hverfur sporlaust. Feltrinelli kemur til sögunnar 17 dögum siðar hefur vestur- þýzka lögreglan komizt að þvi hver tilræðismaðurinn er. Með aðstoð ljósmynda frá La Paz getur starfsfólk ræðismanns- skrifstofunnar staðfest að þar hafi Monika Ertl verið að verki. En það er annað sem meiri at- hygli vekur: byssan sem hún missti i slagnum reynist vera keypt af Giangiacomo Feltrinelli, þekktum itölskum útgefanda, margmiljónera og byltingar- sinna. Þar sem Monika er tynd og tröllunum gefin hefjast miklar speglasjónir i itölskum blöðum eins og þeirra er von og visa. Getur verið að Feltrinelli og Monika er nú kallast la Passion- aria (sama nafn og þekktri sænskri baráttukonu og forystu- manns kommúnista þar i landi var eitt sinn gefið) hafi hitzt i Austurlöndum nær og æft saman skæruhernað? Er eitthvert sam- band milli morðs !á Quintanilla i Hamborg 1971 og heimsóknar Feltrinelli til Bóliviu i ágúst 1967 þegar hann og kona hans voru handtekin, sett i fangelsi og loks visað úr landi af þeim sama Quintanilla? Þessum spurningum verður aldrei svarað. Feltrinelli er myrtur i marz 1972 og rúmi ári seinna fer Monika Ertl sömu leið. Það er álitið að hún hafi eftir atvikið i Hamborg dvalið til skiptis i Chile og á Kúbu. örbirgð ríkrar þjóðar Dauði Moniku er fyrsta merki þess um langt skeið að enn er lífs- mark með þjóðfrelsisber Guevara i skógum Bóliviu; alltaf öðru hvoru skjóta upp kollinum hópar sem feta i fótspor hans. Guevara i Bóliviu. En töpin eru fleiri en sigrarnir. Það má segja að barátta Guevara i Bóliviu frá þvi í nóvember 1966 fram i októ- ber 1967 hafi aukið að mun pólitiska ringulreið i landinu sem hefur þó verið aðalsmerki þess i hálfa aöra öld. Efnahags- ástandi landsins er bezt lýst með orðunum „örbirgð i auðugu landi” þvi um 80% ibúanna sem eru um 4,5 miljónir hafa innan við 15 þúsund isl. kr. i árstekjur þrátt fyrir þá staðreynd að landið gefur af sér 14% af samanlagðri tifframleiðslu heimsins. Baráttan hefst Þjóðfrelsisherinn var stofnaður 25. marz 1967 i Nancahuazu-gilinu i suðausturhluta Bóliviu. Þar hafði Guevara safnað saman um fjörutiu skæruliðum og báru þeir saman bækur sinar um fyrsta sigurinn yfir illa útbúnum stjórnarhernum. Þeim hafði tekizt að koma honum i opna skjöldu tveimur dögum áður og fella, særa og taka til fanga 21 mann, hertaka mikið af vopnum og komast yfir ýtarlega hern- aðaráætlun. Guevara skrifar i dagbók sina 25. marz: ,,... á fundinum var ákveðið að senda út tilkynningu um áreksturinn við sveitir stjórnarhersins." Þá þegar var hópurinn kominn i mikla andstöðu viö kommúnista- flokk Bóliviu.og ef staðsetja ætti hann á pólitisku landakorti var hann þjóöernissinnaður, mjög vinstrisinnaður og andflokks- kommúnfskur. Af þeim fjörutiu sem þátt tóku i fundinum eru nú aðeins þrir á lifi — allt kúbanskir herforingjar sem nú eru i Havana. Eftir dauða Guevara tók þjóðfrelsisherinn upp vinnubrögð borgarskæruliða, eflaust fyrir áhrif frá Tupamaros i Uruguay. Helzti leiðtogi hersins var Guido „Inti” Peredo sem var einn þeirra fáu sem eftir lifðu af skæruliðum Guevara. Um skeið dvaldi hann á Kúbu við æfingar i skæruhernaði en sneri siðan aftur heim á leið til að taka við forystu hersins. Fyrir árslok 1969 hafði „Inti” Peredoog bróðurparturinn af hinum endurskipulagða þjóð- frelsisher verið felldur. Peredo féll sjálfur fyrir handsprengju sem tittnefndur offursti, Quintan- illa, varpaði að honum. Arið 1970 tekst aftur að safna saman þjóðfrelsishernum, að þessu sinni undir forystu læknis- ins Osvaldo „Chato” Peredo. Um sex tugii ungra stúdenta setjast að i Teopontehéraðinu i norður- hluta landsins en á fáum mánuð- um tekst stjórnarhernum aö drepa obbann af þeim. „Chato” Peredo heldur þó lifi og er visað úr landi til Chile ásamt nokkrum félaga sinna. Fjórir forsetar á þremur árum Þó skæruliðum hafi ekki heppnazt að bylta stjórninni hefur hún átt i miklum erfiðleikum með að festa sig i sessi. Hvert valda- ránið eltir annað. Frá 1969 fram til 1972 sitja fjórir forsetar við völd i landinu. I april 1969 ferst Barrientos hershöfðingi og forseti i þyrluslysi og tekur varaforset- inn, Siles Salinas, við af honum. Hálfu ári siðar er honum steypt af stóli af yfirmanni hersins, Alfredo Ovando, og með honum hefst timabil mikillar þjóðernis- stefnu. Oliuhreinsunarstöð Gulf- hringsins i Santa Cruz er þjóðnýtt en eftir eitt ár við völd er Ovando velt úr sessi af hægrisinnuðum herforingjum sem gera uppreisn gegn þjóöernisstefnunni sem þeir kalla kommúnisma. En valdatimi þeirra er ekki nema þrir dagar. A 4. degi kemur vinstrisinnaður hershöfðingi, Juan Jose Torres, höndum yfir stjórnvölinn og er við völd i hartnær tiu mánuði. Þá rúllar hann yfir um og er visað úr landi, fyrst til Perú en siðar til Chile. Við tekur Hugo Banzer hershöfðingi og kemur hann á legg mjög ihaldssamri stjórn. Meðan á öllum þessum valdaránum stendur staðnar tin- framleiðslan og gengi bóliviska pesóins sem verið hefur fremur stöðugt er fellt. Hægrihliðin er lika ótrygg Þegar sveitir Banzes velta Torres úr séssi þann 23. ágúst 1971 kemur þjóðf relsisher Guevara enn einu sinni fram sem ein heild. Liðsmenn hans berjast á götum La Paz fyrir stjórn Torres en allt kemur fyrir ekki. Um tuttugu sikæruliðar eru felldir. Siðan hefur litið frétzt af sporgenglum Guevara. En dauði Moniku Ertl táknar að enn einn frjóangi uppreisnar hefur verið barinn niður. En það er ekki bara frá vinstri sem spjótin standa að stjórn Banzers. Nokkrum dögum áður en Monika Ertl var drepin utan við La Paz handtók leyniþjónust- an Andres Selich offursta og færði hann til innanrikisráðuneytisins þar sem hann „lét lifið i yfir- heyrslum”. Selich var innanrikis- ráðherra i Bóliviu fyrir aðeins tiu mánuðum og árið 1967 var hann i forystu fyrir hersveitum þeim sem útrýmdi sveitum Guevara. Hann féll i ónáð hjá Banzer og var skipaður sendiherra landsins i Asuncion i Paraguay. Þar hóf hann að leggja á ráðin um samsæri gegn fyrrum fóstbróður sinum i Bóliviu. Það er i rauninni enginn pólitiskur munur á þessum tveim herforingjum nema ef vera skyldi að ef Banzer er mjög ihaldssamur þá er Selich svart ihald. En uppgjör þeirra hlaut að eiga sér stað þar sem i herforingjaliði bóliviska hersins eru alltof margir „hungraðir” herforingjar til að þeir geti staðið saman að baki einum forseta til langframa. Valdarán getur oröiö þegar minnst varir Ofansögð staðreynd ásamt virkni þjóðfrelsishersins getur hvenær sem er leitt til forseta- skipta. En það er ekki þar með sagt að byltingin sem Guevara dreymdi um sé komin i höfn. En samt sem áður viðhelzt hinn pólitiski óstöðugleiki i landinu. Og hann er sjálfum sér ákjósanlegur jarðvegur fyrir arftaka Guevara sem sifellt virðast geta endur- nýjað liðsstyrk sinn hveru mikil töp sem þeir verða aö þola (ÞH þýddi)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.