Þjóðviljinn - 08.07.1973, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1973, Síða 3
Sunnudagur 8. júlí 1973: PJODVILJINN — SIÐA 3 - P 15, og 16. öldín var blómatímabil íslenzkra stórhöfðingja. Líklega hafa aldrei fyrr né síðar verið til eins ríkir og voidugír i&- lendingar eins og á þessum tíma. Þetta var „sveina n: x 'jtvegurinn varð é i undi aldrei verið til rikari einstakling- ar á íslandi, en á 15. öld. Þessir menn vildu gjarnan halda tengslum við enska kaup- menn. 1419 semja islenzkir höfðingja á Alþingi hyllingarbréf til Eiriks konungs: „Kom og yðvart bréf hingað i landið til oss i hverju þér forbuð- uð oss að kaupslaga við nokkra útlenzka menn. En vorar réttar- bætur gera ráð fyrir, að oss skyldi koma sex skip af Noregi árlega, hvað sem ei hefur komið upp á i langan tima . . . Þvi upp á guðs náð og yðvart traust höfum vér orðið að kaupslaga við útlenzka menn, sem með friði hafa farið . . ..En þeir duggarar og fiskarar, sem reyfað hafa og ófrið gjört, þeim höfum vér refsa látið”. tslenzku höfðingjarnir eru ekk- ert feimnir við, að láta kóng vita, að hann hefur ekki staðið i stykk- inu. Það er og eftirtektarvert, að þeir gera skiran greinarmun á kaupmönnum og fiskimönnum, og þeir eru ekkert hrifnir af þeim siðarnefndu, gagnvart þeim hafa þeir stranglega framfylgt kon- ungsboði. Það er einkum tvennt, sem valdið hefur þessum óvinsældum duggaranna. 1 fyrsta lagi sam- keppni við islenzka útgerðarhöfð- ingja um hráefnisöflum. 1 öðru lagi, og það er miklu mikilvæg- ara, sú staðreynd, að duggararnir gengu oft á land og þóttu nokkuö frekir til fanga, einkum voru þeir sólgnir i nýmeti. Tóku þeir oft gripi án þess að láta gjald koma fyrir, og margan annan óskunda höfðu þeir á samvizkunni. Konungsvaldið snýst til varnar Eins og áður segir, hafði Dana- konungur ekki bolmagn til að framfylgja verzlunar- og fisk- veiðibanninu á Islandi. Það er ekki fyrr en á 16. öld, að herskipa- tækni hefur fleygt svo fram, að unnt er að senda herflota yfir Atlanzála. Eirikur var þó ekki alveg ráða- laus, 1419 sendi hann umboðs- mann sinn, Hannes nokkurn Páls- son, til Islands að kynna sér málavöxtu. íslendingar virðast ekkert yfir sig hrifnir af komu sendiboða konungs sins. Að minnsta kosti lætur höfundur Nýja annáls sér fátt um finnast: „Kom Jón Tófason Hólabiskup og licrr Hannes Pálsson og margir aðrir danskir”. Hannes Pálsson, skrifáði skýrslu um misgerðir Englend- inga á Islandi frá 1419 til 1425. og er það rit ágætis heimild, þótt ljóst sé að Hannes fegri ekki hlut Breta. Hannes sat ekki auðum höndum á Islandi, hann fer um landið og veitir Englendingum tiltal. M.a. fór hann til Vestmannaeyja, en þær virðast hafa verið helztu bækistöðvar Englendinga. Þar höfðu þeir meðal annars reist sér hús, að sjálfsögðu án konungs- leyfis. Ensku kaupmennirnir lof- uðu öllu fögru, og hétu að koma til næsta Alþingis og svara þar til saka. Ekki varð þó af þvi, heldur lögðust þeir i viking og herjuðu á konungseignir á tslandi. Hannes fer af landi brott næsta ár, en islenzku höfðingjarnir virð- ast ekki hafa treyst honum til aö túlka sjónarmið þeirra nógu vel, svo að þeir senda einn úr sinum hópi, Þorleif Arnason úr Vatns- firði, á konungsfund. 1423kemur Hannes til tslands á nýjan leik, og nú er i för með hon- um Baltazar van Damme, en kon- ungur hafði veitt þeim landið að léni. Þeir koma enn með þann konungsboðskap, að Englending- um séu bannaðar tslandsferðir að viðlögðum missi lifs og eigna. En Englendingar eru ekki á þvi að gefast upp. ófriðurinn 1423 Englendingar svöruðu itrekuðu banni konungs með þvi að rita landslýðnum hótunarbréf. Sögð- ust þeir taka það með valdi, sem ekki fengist með góðu. Alþýðu- menn á tslandi hafa verið milli steins og sleggju. Englendingar hafa átt hér öfl- uga fylgismenn, að minnsta kosti ensku kaupmennirnir. Margt af þvi sem Hannes Pálsson segir um Englendinga, er þó ekki liklegt til að afla vinsælda alþýðu. Má vera, að það eigi fyrst og fremst við duggarana. M.a. segir hann, að ef lslendingar hætti sér á miðin á smáum bátum sinum, „brjóli Englendingar bátana og ónýti. særi og berji menn, og stundum varpi þeir þeim i sjóinn og drepi suma”. Nú er ástandið orðið þannig, að strið Englendinga og danska kon- ungsvatdsins bitnar harðast á ts- lenzkri alþýöu. Englendingar fara með ráni og gripdeildum um strandhéruðin. Þeir gjöreyða Ólafsfjarðarhér- að og Hrisey. t Húsavik ræna þeir kirkjuna og brenndu siðan. Hannes Pálsson lýsir framferði Englendinga svo i skýrslu sinni:” „Einnig rændu þeir kirkjuna i Grimsey og liöfðu brott með sér til Englands kaleika, bækur. mcssuklæði og klukkur. Þeir hafa einnig rænt og stoliö óteljandi sauðuin, nautuni og dýrum ár- lega á ýmsum stöðum islands og cinnig á ööru landi kölluöti Fær- cyjar. Eyna Sandcy rændu þeir einnig og brenndu þar 81 bæ eða heimili” (Þýðing Björns Þor- steinssonar). Sandey er ein Fær- eyja. Nú er tvennt til. Annað hvort er Hannes að segja frá hervirkjum duggara, eða hér er lýst við- brögðum kaupmanna við verzl- unarbanninu, nema hvort tveggja sé. Hannes nafngreinir eina 26 enska vikinga, og finnst sumra getið i borgaraskrám enskra borga. Borgarar frá Hull harðir í horn að taka Á Suðurnesjum bar mest á vik- ingaflokki frá Hull. Hannes getur þess, að þeir hafi sært konungs- þjóna og ráðizt á Bessastaði bæði 1423 og ’24. Þeir flytja ráðsmann- inn á Bessastöðum út á skip og ræna kirkjuna og nágrennið, þar á meðal meira en 100 marka virði frá konungsmönnum. Þeir fara 40 saman til að taka hirðstjórana Hannes og Baltazar af lifi, en það tókst ekki. Arið 1425 fara þeir að Kláusi Junghe og Magnúsi Hákonarsyni, hand- bendum Danakonungs, sem sennilega hafa haft aðsetur á Suðurnesjum. Vikingarnir særa þá til ólifis, og setja menn sina niður á staðnum yfir vertiðina. Þeir brjóta skip konungsmanna og erkibiskups og ráðast enn á Bessastaði og taka þar höndum Kláus Ólafsson, umboðsmann, og ræna hann vopnuin og 12 hundr- uðum fiska. Norska rikisráðið, sem taldi sig eiga sérlega hags- muna að gæta á íslandi, hafði sent hingað Ólaf nokkurn Niku- lásson til að reyna að tryggja áhrif norskra höfðingja hér. Ólaf- ur þessi reyndi nú að semja við Englendinga og fá Kláus Ólafsson látinn lausan. En þegar hann kemur til Englendinga i griðum og krefst bóta, taka þeir hann höndum og flytja hann og Kláus og fleiri konungsmenn til Eng- lands. Reynt að fá íslendinga í slaginn Enskum kaupmönnum var eng- inn akkur i að fá Islendinga upp á móti sér. Islendingar vildu gjarn- an verzla við þá, og nokkur tengsl hljóta að hafa verið komin á milli kaupmanna og viðskiptamanna. Það er ekki óliklegt, að ensku kaupmennirnir hafi lánað sumum Islendingum vörur gegn greiðslu siðar. Þannig hafa vib- skipti gengið fyrir sig i aldaraðir 'á íslandi. Viking og ránsakpur á hendur Islendinga gátu þvi ekki orðið Englendingum að liði. 1425 hafa þeir algjörlega snúið við blaðinu. Þeir eiga ekki lengur i skærum við landsfólkið, heldur reyna þeir að fá Islendinga i lið með sér gegn dönskum umboðs- stjórninni, en Islendingar virðast ekki ginnkeyptir. Hirðstjórinn fluttur til Englands Hannes Pálsson lét ekki deigan siga, hann hélt til Vestmanna- eyja, höfuðvigis Englendinga. Um þá för segir hann m.a. i skýrslu sinni: „Þeir risu upp gegn oss cins og opinberir fjendur og brutu báta vora þcgar i staö. svo að vér mættuni ekki á braut koinast . . . Þar hlóöu þcir garö utan um oss. sem liöföuni fáa fylgjara, svo að vér gáfumst upp sökum hungurs og vopnaburöar þcirra og gcnguin til sanininga . . . . . Að svo búnu fóruni vér aö fyrrnefndum staö viö ströndina og ætluöuni þaöan til lands. En viti uicnn. alll i cinu réöust þcir allir fyrirvaralaust á oss og ræntu öllu, sem vér áttum, og nam það 400 nóbilum. Tveimur af oss héldu þeir eftir meö ofbeldi, en sendu burt þjóna vora rænta . . . . . . Þeir skrifuðu félögum sin- um i Hafnarfiröi og nokkrum Is- lendingum. sem þeir töldu svik- ara við konung Danmerkur, og sögðu, að þeir hefðu sjálfir sleppt þjónum vorum, bæði vopnlausum og nöktum, til þess að hinir gætu þvi auöveldlegar drepið þá, og báöu, að þeir létu ekki vigin und- an dragast . . . . . . En af guðlegri forsjá bárust þessi bréf aldrei til þeirra, en voru tekin á leiðinni . . .” Og Englendingar sigla nú með Hannes Pálsson og fleiri umboðs- menn danska konungsvaldsins til Englands. Staða Islendinga Þó að Islendingar væru ekki ginnkeyptir fyrir að hefja upp- reisn gegn Eiriki af Pommern og umboðsmönnum hans. virðist þeim siður en svo hafa verið uppsigað við ensku kaupmennina. Það má undarlegt heita. hversu Nýi annáll er sagnafár um ofbeldisverk Englendinga. Mað- ur gæti búizt við, að guðsmaður- inn yrði æfur vegna ofbeldisverka þeirra gegn kirkjunni, en ekkert finnst um þau mál i annálnum. Hins vegar segir þar við árið 1425: „Saurgaö klaustrið á Helgafelli og svo kirkjan með, fyrst brotið klaustriö, þar næst kirkjan, siðan spillt nieð öfundarblóði. Skotinn maður i hel i sjálfum kirkjugarð- inum. Gerðu þeir það sveinar lierra Hannesar Pálssonar. Þótti það mikil hörmungartíðindi að frétta. Var kirkjan siðan sönglaus um næstu fjögur ár siðan og nokkru betur. Voru þeir fangaðir i Vestmannaeyjum Baltazar og herra Hannes og voru flultir til Englands. Hörmuðu það fáir." Liklega hafa ensku kaup- mennirnir átt hauk i horni. þar sem voru islenzkir höfðingjar. veraldlegir og andlegir. Skreiðar- útflutningurinn er orðinn heizta undirstaða islenzks höfðingja- valds. og hann var að miklu leyti háður sambandi við enska kaup- menn. Vestur-Þ jóöverjar Þessi saga verður ekki rakin lengra að sinni. Þvi fer þó fjarri að deilur hafi verið settar niður fljótlega. 1 rauninni fékkst engin laus á þessu striði fyrr en danska stjórnin varð' þess umkomin að framfvlgja verzlunarbanninu a Islandi með þvi að senda hingað herskipaflota. enda varð þá stutt i að komið yrði á einokunar- verzlun danskra borgara á Is- landi. Margir stóratburðir urðu þó áð- ur en svo langt væri komið. Einna lengstan slóða dró sókn Þjóð- verja út hingað. Vestur-þýzku hansaborgirnar vildu komast inn á skreiðarmarkaðinn. Þær lentu þvi i andstöðu við Lubeck. sem hafði norsku skreiðarverzlunina i sinum höndum. Þess vegna reyndu Hamborgarar aö sigla til Islands. Lýbikumönnum virðist hafa verið sama, þótt Eng- lendingar keyptu hér skreið og seldu hana i Énglandi. þvi að þeir komu hvergi inn á verzlunarsvæði Hansamanna. En þegar vestur-þyzkar Hansa- borgir ná i tslandsskreiö og selja hana innan Hansasvæðisins og veita þannig Lybikumönnum harða samkeppni. fer að hrikta i sambandi Hansaborga. og and- stæðurnar milli þýzku borganna. annars vegar við Evstrasalt og Framhald á bls. 15. „Mikil islandsútgerö var frá ensku borginni Lynn á 15. öld. Þessi mynd cr af stólbrik úr St. Nikholas-kirkjunni þar, frá þvi sneinma á 15. öld. A skipinu sjást ýmsar nýjungar i siglingatækni, sem gerðu Englend- ingum klcift að sækja til islands. Kastaiarnir að framan eru samvaxn- ari skrokknum en áður, skipið hefur tvö möstur, rásegl að fornri gerð á þvi fremra, en latneska þrihyrnu á þvi aftara. Um þetta leyti er einnig farið að nota áttavita.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.