Þjóðviljinn - 08.07.1973, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júll 1973
Á þessu ári má áætla, að af völdum reykinga
tapist hér á landi um 77 þúsund vinnudagar.
Ástæðan er sú, að reykingafólk er oftar veikt
en hinir, sem ekki reykja.
Athuganir hafa sýnt, að veikindafjarvistir eru
um 15% algengari hjá reykingafólki en öðru
vinnandi fólki.
Gera má ráð fyrir, að veikindafjarvistir
reykingafólks hér á landi á þessu ári jafngildi
því, að 300 manns séu frá vinnu allt árið.
Getum við ekki gripið í taumana og reynt að
minnka reykingarnar?
Hér með tilkynnist það viðskipta-
vinum vorum að Rafmótorverk-
smiðjan verður lokuð frá
16. júlí til 12. ágúst
Engar viðgerðir — né heldur nýsmiði
mótora — fer fram á þessu timabili.
iÖTUHÍI Hp HmnGBWWT 1». REVKJflVÍH, JÍmi 17080
ATVINNA
TRÉSMIÐIR
Ármannsfell
óskar að ráða nokkra trésmiði til úti- og
innivinnu, framtiðarstarf, ef báðum likar.
Upplýsingar hjá fyrirtækinu, i sima 13428,
og hjá T.R. i sima 14689 og 15429.
Dýr mundi Haflifti allur. Eitt málverk eflir meistarann Picasso á 26 miljónir.
Picasso-málverk á
26 milj. króna
Grable árift 1945.
Og Betty er
líka horfin
Iielzta kynbomda finimta ára-
tugsins, Betty Grable, lézt úr
lungnakrabba fyrir nokkrum
dögum.
Gömlu kvikmyndastjörnurnar
fölna og hverfa hver af annarri.
Þetta byrjar með þvi að þögnin
umlykur þær, þær missa
aðdráttaraflið og framleiðendur,
fjölmiðlar og almenningur
gleymir þeim, og ekkert heyrist
— l'yrr en dánarfregnin kemur.
Og nú kom kallið fyrir Betty
Grable, þegar hún var 57 ára
gömul. Fyrir 30 árum þekktu
hana allir eftiraðhún opinberaði
kynþokka sinn i nokkrum
vinsælum danskvikmyndum. Hún
var sögð hafa fegurstu fætur i
heimi, enda voru fætur hennar
tryggðir sérstaklega fyrir
miljónir sterlingspunda i London.
Hjónabandssaga hennar varð fá-
breyttari en flestra annarra
Hollywood-leikara. Hún byrjaði
með þvi að giftast Jackie Coogan,
stráknum sem fylgdi Chaplin i
gömlu myndunum. Siðan ruglaði
hún reytum sinum með hljóm-
sveitarstjóranum Harry James
og þau byggðu eina sæng i hart-
nær 22 ár, þar ti) þau skildu 1965.
Þá voru allir búnir að gleyma
henni. Blómaskeið þokkadisanna
er sjaldan langt, nýjar biða
jafnan við þröskuldinn. í staö
Bettyar kom engin önnur en
Maríyn Monroe. Og hún varð
heldur ekki gömul.
Málverk eftir Picasso var
seltá uppboöi hjá Sothebys
i London fyrir nokkrum
dögum á 270 þúsund dollara
(ca. 26 miljónir króna).
Þetta er hæsta verö sem
um getur fyrir málverk
eftir Picasso.
Málverkið var úr dánarbúi hins
kunna leikara Edwards G.
Robinson, sem er nýlátinn. Seldar
voru 23 málverk og höggmyndir
úr búi Robinsons fyrir samtals
708 þúsund dollara.
Picasso lézt 8. april s.l. Mál-
verkið sem hér um ræðir, heitir
,,Le Mort (La Mise au
Tombeau)”, og málaði Picasso
það árið 1901 á bláa tima-
skeiðinu” svonefnda. Á þvi sést
hópur syrgjenda umhverfis
likkistu i kirkju. Myndina má
rekja til sjálfsmorðs vinar lista-
mannsins, skáldsins Casagemas.
Áður hafði hæst verð verið
greitt fyrir málverkið ,,Le Mere
et l’Enfant”, sem selt var á
190.000 dollara árið 1968.
. — , k - ÞEGAR DÝRIN^'KuNARh HÖFÐU MÁL EFFEL
Jæja, loksins kemur þvottavélin!
Sjóræninginn