Þjóðviljinn - 15.07.1973, Side 1
A bls. 6 fer GIsli
Sigurösson meö les-
endur um Sufturferöa-
leiö þeirra Selvogs-
inga.
A bls. 10
er brot af feröasögu
um Hornstrandir eftir
Guörúnu Guövaröar.
Myndin er tekin um síðustu hvíta
súnnu, í austri er Hjörleifshöfði hvít
ur af snjó.
Ljósm. Gunnar Hannesson
bað verður slfellt algeng-
ara, að menn fari i ferðalög
bæði innan lands og utan. Auk-
inn bílakostur, bættar sam-
göngur og almennur orlofs-
tlmi hafa haft I för með sér
stóraukna umferð ferða-
manna um Island. Auk þess
hefur útlendingum, sem koma
hingað til að skoða náttúru
landsins, fjölgað gifurlega á
siðustu árum.
Hér virðist ekki um tima-
bundna þróun að ræða. Búast
má við, að ferðamanna-
straumurinn aukist jafnt og
þétt næstu ár og áratugi. Þetta
hefur i för með sér viss vanda-
mál, sem ekki má láta liggja I
láginni.
Abyrgð ferðamanna gagn-
vart landinu eykst um leið og
þeim fjölgar. Þvi telur Þjóð-
viljinn nauðsynlegt, jafnframt
þvi að hann óskar öllum ferða-
löngum góðrar ferðar og
heillarikrar heimkomu, að
minna á nokkur atriði, sem
öllum ferðalöngum verður að
vera ofarlega I huga.
Stundum hefur Islandi verið
likt við gimstein. Skærir litir
og fegurð landsins eru svo
mikil, að útlendinga, sem
koma frá gráum stórborgum
iðnaðarlandanna, stingur I
augun. Landið er tiltölulega
lltið og fjölbreytnin I náttúr-
unni sllk, að ekki þarf að
leggja á sig löng ferðalög til að
komast I nýtt og gjörólikt um-
hverfi. Likt og unnt er að velta
gimsteini fyrirhafnarlitið
milli fingra sér og hrífast af
mismunandi ljósbrigðum
hans.
Talsverð hætta er á, að gim-
steinninn Island glati nú ljóma
sinum og skugga beri á skæra
liti og heillandi fegurð náttúr-
unnar. Allir verða að leggjast
AUKIN
ÁBYRGÐ
FERÐA-
MANNA
á eitt að það megi a'ldrei
verða.
Ómengað land, heilbrigður
gróður, hreinir lækir og heil-
næmt loft eru að verða alger
munaður á Vesturhveli jarð-
ar, þar sem verksmiðjureykur
grúfir yfir mannabyggð. Áður
lofsungu skáldin árnar Rin og
Dóná, en nú hafa þær glatað
lífi og lit.
Island er að verða vin i eyði-
mörk. Óspillt náttúra og
hreinleiki landsins eiga eftir
að gera það að eftirsóttum án-
ingarstað ferðamanna frá er-
lendum stórborgum. Ekki eru
allir á eitt sáttir hvort rétt sé,
að ýta undir þá þróun, að út-
lendingar komi hér til hvildar
frá vélareyk og verksmiðju-
glamri. En eitt er vist, Island
verður aldrei áningarstaður
erlendra ferðamanna, ef ís-
lendingar sjálfir læra ekki að
umgangast landið.
Þvi miður vantar mikið á,
að svo sé. Viða má sjá, hvern-!,
ig islenzkir ferðamenn hafa i
eytt gróðri landsins, ýmist vit-
andi vits eða i hugsunarleysi. j
Ferðamannastaðir bæði i
byggð og i óbyggðum eru
þaktir rusli og flöskubrotum.
Þaö sama má reyndar segja
um þjóðvegina og næsta um-
hverfi þeirra.
Fólk sem aldrei dytti i hug
að drepa i sigarettu á gólf-
teppinu heima hjá sér, hikar
ekki við að gera stykkin sin á
gangstigum við helztu nátt-
úrudjásn landsins.
Margir eyða þúsundum
króna og óteljandi vinnu-
stundum i garðrækt heima hjá
sér, en spæna upp. viðkvæman
fjallagróður um helgar með
þvi að aka um mýrar og móa.
Hjólförin verða að vatnsfar-
vegi, sem veitir gróöurmold-
inni á braut. Siðan kemur
vindurinn og fullkomnar verk-
ið. Landið fer að blása upp.
Þannig getur ein torfæruferð i
jeppa eyðilagt margra alda
starf náttúrunnar.
örtröð á mörgum vinsælum,
næstum sigildum ferða-
mannastöðum getur eyðilagt
alla fegurð þeirra. Oft fara is-
lenzkir þéttbýlismenn vfir
bæjarlækinn til að sækja vatn.
T.d. eru fjölmargir sérstæðir
og undurfagrir staðir i ná-
grenni höfuðborgarinnar
næsta fáfarnir á meðan Revk-
vikingar þyrpast i bilum sin-
um á hina „klassisku" ferða-
mannastaði. A Reykjanesi eru
viða fagrir og sögufrægir staö-
ir; á marga þeirra er reyndar
ekki unnt að komast nema
gangandi. Það er undarlegt.
að menn skuli ekki láta sig
muna um að sitja timunum
saman innilokaðir i bifreiö, en
hafa ekki hug til að leggja á
sig hálftima göngu út i guðs-
grænni náttúrunni.
Okkur er vissulega mikill
vandi á höndum. Takist okkur
ekki að varðveita hina eftir-
sóknarverðu og óspilltu nátt-
úru Islands, höfum við ekki
aðeins glatað draumnum um
ferðamannanýlenduna. heldur
einnig þvi veigamesta. sem
þjóðin mun þurfa að gripa til i
framtiðinnij ómenguðu um-
hverfi.
Margir íslendingar hafa á-
fellzt forfeður sina fyrir að
eyða birkiskógunum. Það var
þó gert vegna brýnna þarfa.
Skógurinn var undirstaöa
rauðablásturs og eini eldivið-
urinn viða um land. Hvaöa
dóm munu afkomendur núlif-
andi kynslóðar kveða upp, ef
við spillum náttúru landsins
að þarflausu?