Þjóðviljinn - 15.07.1973, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.07.1973, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 15. júlf 1973. Áður fyrr var algengt, að farið væri í kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar úr Selvogi. Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Minjasafns Hafnarfjarðar, fylgir okkur suður í Selvog eftir velheppnaða verzlunarferð í Firðinum I»»‘ssi mynd sýnir glögglega hvcrnig lestarferðir Selvogsinga hafa mótað troðning Ihraunklöppina. Gísli Sigurðsson til vinstri, Björn Þorsteinsson, sagnl'ræðingur til hægri. Alf Uini»w 1 mt/itrf. tWu-í'hrl HAFNARFJORDJJR _ hh\*i'ú ■ "*'■' _ - * , ■ * * Sn:>4W! f \ »< r'okw/ . j StöHtófiH. ' " yS<U!x*ai>rt 3dfíU*^ f DvÁiénahÆJjnj , *-*\" ~ / fyiiUí1 ÍAá-'-uhnAo £*, ■■■ gfcíVkr , * ;* AÖÍ>*' W'vUiffU , há; f 30« _ W(_ /»««”!. fcS F töíysrtk . &n.$ p:Ávrr t Sfudw ffcr«Ha arvt kur) > t«t í Ksf.it uvikurhraúo Sirandn rkí rkiítAVv/ Tr,:~nhr^t Gamla Selvogsleiðin Gisli Sigurðsson, fyrr- verandi lögregluþjónn, er margfróður um sögu Hafnar- fjarðar og Reykjaness. Hann þekkir gamlar slóðir um Reykjanes eins vei og lófann á sér, og hefur gengið þær flestar margoft. Það er þess vegna ærin upplyfting að fara með honum i gönguför suður I Selvog. Seinna geta svo lesendur farið sjálfir af stað og iátið þessa ieiðarlýsingu Gisla visa sér veginn. Lagt af stað úr Firðinum Ein er sú gönguleið, sem ég tef með þeim skemmtilegri hér I nágrenni við höfuðborgina, það er Selvogsgatan eða Selvogsleiðin, sem ég ætla að fara með ykkur um, og við skulum fylgja lestum þeirra Selvogsinga. Þeir hafa verið í kaupstaðar- ferð. Hafa búið vel upp á hesta sina. Þeir leggja upp frá plássinu, Akurgerði, og leiðin liggur suður yfir Hamarskotslæk suður á Mölina upp I Illubrekku, og sveigir til austurs neðan undir Austurhamri. Og þvl er nú til Sel- vogsgata I Hafnarfirði, að Sel- vogsingar fóru þessa leið. Við för- um með lækjarsytru sem rennur með Hamarskotstúngarði upp á Öldurnar þar ofan. A leiðinni verða fyrir okkur nokkur móa- börð og austasta barðið heitir Hvfldarbarð og er þar nú kirkju- garðurinn. Mosahlíðin blasir nú við okkur, og við förum upp á Hrygginn, þaðan liggur leiðin niður undir Hraunið og yfir hraunrimann, og höfum við þá Lækjarbotnana á hvora hönd. A vinstri hönd eru Neðri-Lækjarbotnar þar sem tekið var vatnið i fyrstu vatns- leiðsluna til Hafnarfjarðar. En á hægri hönd eru Efri-Lækjar- botnar, nokkrar lautir í hrauninu með tæru vatni og fersku. Þegar yfir Hraunrimann er komið, er þar lækjarfarvegur, venjulega þurr nema á vetrum, og er þá Svlnholt á vinstri hönd, en Grá- helluhraunið á hægri. Nokkru sunnar eru Moldir og er þá Set- bergshlið á vinstri hönd, allhá hlið vaxin birkikjarri. Irinar gengur fram svo kallað Háanef, en fyrir innan það hallar landinu móti okkur og er þar upp hraun- brekku að fara. Þar komum við að helli, sem heitir Kethellir. Suður af honum er hellir, sem mun hafa verið bæði i landi Setbergs og Hamarskots. Þarna var i eina tið sel, að llkindum frá báðum þess- um bæjum. Á timum hraun- gosanna miklu úr Búrfelli hefur um þessa brekku runnið mikill hraunfoss. Við færumst fet fyrir fet upp brekkuna, en á brúninni komum við á grágrýtisklappir. Sléttuhliðarhorn, og niður af þeim er þá Sléttahliðin á hægri hönd en Smyrilbúðarhraun á vinstri. Við Stjánagjá Svæðið, sem leiðin liggur um, kalla Selvogsingar Torfur og ná þær allt að gjá þeirri, sem er framhald af Hjöllunum. Gjáin er mjó en á þó sina sögu. Maður nokkur Kristján aö nafni var þarna á ferð með folaldsmeri. Hann missti folaldið I gjána. Varð hann að fara til Hafnarfjarðar eftir mannhjálp til að ná folaldinu upp úr gjánni. Þvi kölluðu Hafn- firðingar gjána Folaldagjá, en Selvogsingar Stjánagjá. Frá Gjánni liggur leiðin suður eftir sléttu hrauni, sem heitir Hellu- hraun allt að okkar fagra Helga- dal. Þar er gjá yfir að fara niður I dalinn. Leiðin upp úr dalnum liggur I troðningum tveim megin við rúst, sem ég hygg að sé fjár- húsarúst. Hún stendur nú undir vernd fornminjavarðar, allt frá því að Brynjólfur fræðimaður Jónsson frá Minna-Núpi var hér á ferð 1897. Á slóðum útilegumanna. En hraunriminn austur frá Helgadal geymir sina sögu. I Setbergsannál segir svo frá við árið 1427: „Þjófnaðaröld mikil um Suður- land. Voru 12 þjófar i einu teknir syðra I helli einum I f jalli einu eða felli, þar sem nefnt er Húsfell. Voru allir hengdir um sumarið”. 1 hraunrima þessum er hellir, og hygg ég, að þar sé hellir sá, sem um getur I annálum. Kannske getum við giskaðá, hvar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.