Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 15. júll 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Gengiö um gólf í Sléttuhreppi malarkambur skilur milli þess og sjávar. Annaö vatn minna er framar i vikinni og heitir Hálsa- vatn. Milli vatnanna rennur litil á og heitir Skammá. t fljótu bragöi viröast ekki sér- lega búsældarlegt i Rekavik, enda var jöröin aöeins 4-hundruö aö stærö. Þó viröist af skráöum heimildum sem hún hafi alltaf veriö byggö, stundum er þar tvi- býli og einu sinni þribýli. Má vera aö reki og silungsveiöi hafi veriö nokkur hjálp. Af eiöinu fer vegurinn aö vinda sig upp fjallshlíöina. Hann er breiður og góöur neðan til, en þegar ofar dregur hefur bæði runnið úr honum og runnið á hann úr hliðinni fyrir ofan, sem gerir hann seinfarinn á löngum kafla. Veðrið er alltaf að batna og þegar við komum upp á brúnina er orðið alveg heiðskirt. Við stöldrum á brúninni til að litast um og taka myndir þvi útsýni héðan er alveg frábært. Aðalvik, ein af perlum is- lenzkrar náttúrufeguröar, breiðir móti okkur sinn fagra faðm. Hún skiptist i þrennt þannig: Vestur — Áöalvik milli Rits og Hvarfnúps, Miöviknabás milli Hvarfnúps og Mannafjalls og Látrabás milli Mannafjalls og Straumness. Það sem gerir útsýniö héöan svo heillandi eru andstæðurnar. Allir litir eru óeölilega skarpir, blásvört hamrabelti Hvarf- núpsins, gulur sandurinn meö hvitu bárubandi, blá, blá vikin, grænir gróðurblettir og hvítir snjóskaflar. Ahrifin eru svo sterk að viö ætlum aldrei að geta slitið augun af þessari töframynd til að halda ferðinni áfram. Eins og mörg Vestfjarðafjöllin er Straumnesið slétt að ofan, aðeins smáöldótt. Við göngum veginn úteftir fjallinu, en hér uppi er hann alveg óskemmdur. Nokkuð langt út á fjalli stendur hússkrokkur upp á hæð, gapandi brotnum gluggum eins og holum augnatóftum á móti komu- mönnum. Við fáum okkur að borða i skjóli við húsið þvi dálitil gola er á fjallinu. Eftir matinn flýtum við för okkar út á Skorar, norðurhorn nessins, en þar er bað435m áhæð. Inn i mitt nesið skerst litill dalur, Straumnesdalur. Sunnan við hann er Straumnestáin og þar er Straumnesviti, en rétt innan við vitann er flakið af Goðafossi. Það er logn á sjóinn eins langt og augað eygir, en ekki sjáum við is- röndina þvi þokubakki er enn út við sjóndeildarhringinn. Við sjáum inn i tsafjarðardjúp og ber þar mest á einu fjalli, sem reynist vera Hesturinn milli Seyðis- fjarðar og Hestfjarðar. En fegurst er að sjá inn i Fljóta- vikina. Austan við hana sjáum við stórfjöllin Kögur, Beylu og Bæjarfjall og langt inn með austurhliðinni. Hvestan með Hvestuskálinni blasir við og er liklega hvergi fallegri en héðan. Við erum þarna lengi og reynum að festa okkur þessa mynd i minni, þvi kannski sjáum við þetta aldrei framar. Það eina, sem skyggir á, er að horfa á hinar leiðu leyfar her- setunnar, sem hér blasa við augum. Það er næsta grátbros- legt að horfa á þessar miklu og rammgeru byggingar gapa hálf- fullar af jökli móti opnu tshafinu. Ollu venjulegu fólki er það alveg óskiljanlegt hvaða tilgang vopna- skak þetta og viggirðingar hafa haft hér norður við Dumbshaf. Fátt myndi gleðja mig meira, en sú frétt að eitthvert fárviðrið hefði hreinsað af fjallinu þennan óþrifnað. Fram að þessu höfðum við litið hugsað um hvað timanum liði, en er við snúum heim tökum við tmann og erum nú nákvæmlega tvo tima niður af fjallinu. Við göngum dálitið út i Rekavikina, en hættum við að fara að bæjar- rústunum, þvi ofan af fjallinu sáum við allt, sem þarna er að sjá. Þegar við komum i skýlið er kl. um hálf átta og við orðnar svangar. Helga og Ólafur eru komin fyrir nokkru og taka á móti okkurmeð heitum rabarbaragraul og kaffi. Við erum mjög þakk- látar fyrir þessa hugulsemi, en þau hjón voru svo vel útbúin, að vart var hægt að biðja Helgu um þann hlut að hún hefði ekki þegar tiltækan. Meðan við erum að elda færi ég það i tal við stelpurnar, að við fáum ísfirðingana til að skjóta okkur á gúmbátnum fyrir Hvarf- núpinn, en það myndi spara okkurerfiða heilsdagsgöngu. Þær eru strax til i þetta, svo ég geng á tal við einn drenginn, sem staddur er hjá læknum að sækja vatn. Hann tekur kvabbi þessu kurteislega, kveðst þó ekki ráða þessu einn, en lofar að flytja málið við félaga sina. Eftir matinn förum við að skoða gömlu húsin hér á Látrum. Þau eru yfirleitt illa farin nema eitt, og ber þessi byggð allt annan og ömurlegri svip en Hesteyri. Ólafur stendur fram á flúðum, lemur sjóinn með snærum sinum og kallar veiðiskap. Allt kvikt virðist þó hafa vit á að varast vél þessi, og verður hann ekki var. Við flýtum okkur heim til húsa þvi kalt er eftir sólarlagið, en við töluvert brenndar af sól og kul- sælar af þeim sökum. Skriðum þvi-skjótt undir feldi og látum Asu lesa okkur i svefn. HÓTEL SELFOSS SELFOSSI. Matar- og kaffisala fyrir einstaklinga og hópa. HÓTEL SELFOSS SÍMI 99 - 1230. Ingveldur Sigurðardóttir Rannveig Eiriksdóttir. Skúlagötu 40 - við Hafnarbíó Símar 15014 19181 otí) ad£a Gtfta EKKI FERÐAST ÓTRYGGÐUR! Á ferðalagi getur ýmislegt óþœgilegt hent: — myndavél stol- ið; óhapp, sem leiðir til skaðabótaskyldu; og ferðamaðurinn getur orðið fyrir slysi eða veikzt skyndilega. ALLT-I-EITT ferða- trygging Ábyrgðar veitir ferðalangnum nauð- synlegustu vernd á ferðalaginu, — hún er ódýr og fullkomin trygging, sem bind- indismenn œttu ekki að láta fara framhjá sér. Abyrgdp tryggingarfélag bindindismanna, Skúlagötu 63, Reykjavík. Simi: 26122 Bifreiöaeigendur % BLAUPUNKT Verzlun vor býður mjög fjölbreytt ^ PHILIPS úrval af bílaútvörpum og stereo ®SANY segulböndum. Einnig er fyrirliggjandi úrval af fylgihlutum: festingum, loftnetum og hátölurum. Verkstæði okkar sér um ísetningar á tækjunum, svo og alla þjónustu. Einholti 2 Reykjavík Sími 23220

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.