Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 1
KÚPAVOGS
APÓTEK
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7.
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 4'
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SlMI 40102
Akureyringar kaupa
færeyska togara
Guðmundur ólafsson og Mjöll Snæsdóttir standa hér yfir hinum merka
grip, sem fannst f landnámsaldarrUstunum viö Suðurgötu. (Ljósm.
Gunnar Steinn)
Þúsund ára gamall gripur fannst við Suðurgötu
Öxi frá víkinga
öld grafin upp
„Öxin er frá Víkingaöld”,
sagði sænski fornleifafræðingur-
inn Else Nordahl, er við
spurðum hana um aldur axar-
innar, sem fannst í upp-
greftrinum við Suðurgötu. Eise
Nordahl stjórnar fornminja-
rannsóknunum, sem nú fara
fram í miðborg Reykjavikur, en
þar er grafið á þremur stöðum.
Fyrir nokkrum dögum kom
Guðmundur ólafsson niður á
öxina I húsaleifum frá land-
námsöld, sem grafnar hafa ver-
ið upp við Suðurgötu. öxin var
skorðuð milli steina, og tók það
nokkra daga að losa hana með
þeirri nákvæmni og varkárni,
sem fornleifafræðingar með-
höndla slika gripi. Guðmundur
Ólafsson, Mjöll Snæsdóttir og
Lena Lindgren vinna við upp-
gröftinn í Suðurgötu, en þau
nema öll fornleifafræði við Upp-
salaháskóla. Aðrir vinna svo að
uppgreftrinum við Aðalstræti.
Upprisa eftir
1000 ár.
i gærmorgun lyfti Guðmund-
ur öxinni úr legstað sinum, og
mun hún hér eftir prýða tignari
vistarverur. Axarhausinn er um
20 sm langur og um 12 sm yfir
eggina. Else Nordahl vildi ekki
að svo komnu ákvarða aldur ax-
arinnar nákvæmar en svo, að
hún væri frá Vikingaöld, en það
þýðir að hún er ekki yngri cn frá
10. öld. Guðmundur Ólafsson
sagði, að til væri kcnning um
það, hversu langt skaft ætti að
vera á öxi miðað við stærð
haussins, en liann var ekki bú-
inn að rcikna út lengd þess ax-
arskafts, scm citt sinn var hluti
þessa vopns. Furðu heillegur
bútur skaftsins stóð I auga axar-
haussins, er hann fannst. Öxin
fær nú sérstaka meðhöndlun til
hreinsunar og til þess aö stöðva
frekari ryðeyðingu I málmin-
um.
Ánægjulegur
árangur
Aðspurð sagði Else Nordahl,
að axarfundurinn væri ánægju-
legur og áþreifanlegur vottur
um árangur af fornminjarann-
sóknupum. Allmargar axir af
þessu tagi hefðu fundizt i
Skandinaviu.
Um torfvegg þann við Aðal-
stræti 14, sem nokkurt veður
hefur vcrið gert út af i blöðum,
sagði hún, að fráleitt væri að
timasetja hann laust eftir árið
000 eins og gert hefði verið i
Svona leit öxin út eflir að hafa
legið í jöröinni i þúsund ár.
dagblaði nokkru. t fyrsta lagi
væri enn ekki fullsannað, að
þetta væri vcggur gerður af
manna höndum, og ef hann væri
manna verk, gæti liann allt eins
verið frá svipuöum tima og aðr-
ar mannvistarleifar á staðnum.
Landnámsöskulagið svokallaða
yfir þessum vcgg sannaöi það
eitt, að hann væri reistur áður
en það féll, en sennilega hefði
það þá verið skömmu áður, og
öll mannvirki þarna gætu verið
reist sköinmu cftir að askan féll
á landnámsöld islands.
Y-Þjóðverjar hóta
okkur ofbeldi
Rikisstjórn Vestur-Þýzkalands
ætlar ekki að þola það, að islenzk
varðskip trufli veiðar vestur-
þýzkra togara innan 50 milna
markanna, sagði talsmaður
Bonn-stjórnarinnar I gær.
Það var Fritz Logemann,
skrifstofustjóri i landbúnaðar-
ráðuneytinu i Bonn, sem viðhaföi
þessi hrautlegu orð á fundi með
fulltrúum vestu r-þý z k r a
togarasjómanna. Norska frétta-
stofan NTB hefur þetta eftir
vesturþýzkum heimildum i Bonn.
Logemann sagði, að
rikisstjórnin hugleiddi nú að
veita togurunum aukna vernd á
Islandsmiðum. Ekki fylgdi það
fréttinni með hvaða hætti sú
vernd yrði i té látin, en
skrifstofustjórinn tók þó fram, að
ekki væri timabært að senda
herskip á vettvang.
Villur í skattskránni
Ekki er búið að áœtla tekjur þeirra sem reka fyrirtœki tneð halla
Útgerðarfélag Akureyrar hefur
samið um kaup á tveimur
færeyskum skuttogurum. Eru
þeir fjögurra og fimm ára gamlir
og rúmar átta hundruð lestir að
stærð. Kaupverð hvors þeirra er
180 miljónir króna.
Framkvæmdastjóri félagsins
tjáði blaðinu, að sendir hefðu
vcrið skipaverkfræðingar til að
kynna sér skipin í Noregi og
Englandi, þar sem þau hafa verið
i slipp. Báru þeir skipunum góða
Framhald á 11. siðu.
Þegar i Ijós kom, að Einar
„riki” Sigurðsson, útgerðarmað-
ur átti að greiða rösklega 200
þúsund í útsvar I stað þeirra
tæpu 15 þúsunda, sem á hann voru
lagðar samkvæmt skattskrá
Reykjavikur, fóru ýmsir að
huglciða, hvort hugsanlegt væri,
að fleiri slikar villur væru i skatt-
skránni og hvað ylli rangri álagn-
ingu, ef ckki væri beinlinis um
prentvillu að ræða. Þjóðviljinn
hafði af þessu tilefni samhand við
Kkattstofuna og byggist það, sem
hér fer á eftir, á upplýsingum
þaðan.
Framhald á 11. siðu.
Dauðaslys
á ísafirði
Dauðaslys varð á ísafirði f
fyrrakvöld um 9 leytið. Varð
maöur undir jarðýtu, er verið var
að rifa gainalt hús og dó hann
samstundis. Ekki var fullljóst i
gærkvöldi, hver tildrög slyssins
voru, þar sem ekki var búið að yf-
irheyra ýtumanninn.
Maðurinn, sem lézt, hét Aðal-
steinn Jónsson og var rúmlega
sjötugur að aldri. — ÞH.
Nú eru það 200 mílur
50 kunnir forvígismenn afhenda áskorun í dag
í dag mun Einari Agústssyni,
utanrfkiWáðherra, scm einnig
gegnir störfum forsætisráð-
herra um þessar mundir, verða
afhent áskorun frá 50 kunnugum
einstaklingum, þar sem skorað
er á Alþingi íslendinga og rikis-
stjórn að krefjast 200 milna fisk-
veiðilögsögu á væntanlegri haf-
réttarráðstefnu
þjóðanna.
Sameinuðu
Meðal þeirra, sem undirrita
áskorunina eru skipherrar á
varðskipunum, fiskifræðingar,
skipstjórar, útgerðarmenn og
forystúmenn i samtökum sjó-
manna og útvegsmanna.
■ Askorunin ber þess ljósan
vott, hve fjarri þvi fer, að nokk-
ur hljómgrunnur sé meðal þjóð-
arinnar fyrir undanhaldi i land-
helgismálinu.
Þvert á móti mun kröfu 50
menninganna um að ganga feti
framar fagnað um land allt.
Vert er að minna á það hér i
þessu sambandi, að fulltrúar Is-
lands i hafsbotnsnefndinni, sem
vinnur að undirbúningi hafrétt-
arráðstefnunnar, lögðu strax i
vetur fram tillögu af Islands
hálfu um rétt strandrikja til að
taka sér allt að 200 milna fisk-
veiðilögsögu.