Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júli 1973. JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn hafði náð aftur stillingu sinni, honum hafði jafnvel tekizt að fá aftur eðlilegan litarhátt; enn einu sinni undraðist Malone rósemi mannsins. Hann ýtti konunum tveimur til dyra, stuggaði blið- lega við Sheilu sem sagði ekkert, en var bersýnilega treg til að fara. Um leið og Sheila gekk út, leit hún á Malone, en hann leit undan. Hvers vegna i fjandanum er ég með sektarkennd? hugsaði hann. Samúð var eins og veira, hún gerði mann meyran. Quentin stóð i dyrunum og horfði á eftir Sheilu, hún var horfin úr sjónmáli Malones, en hann gizkaði á að einhver boð hefðu farið á milli þeirra með augnaráðinu, hann sá þess merki á andliti Quentins, jafnvel þótt hann sæi aðeins vangasvip mannsins. bá gekk Quentin aftur inn i stofuna, nú i gervi sendiherrans. — Vita Kinverjarnir um þetta? — Ef þeir gera það, þá hafa þeir ekkert sagt okkur, sagði Denzil. — Við vorum heppnir — það var einkennisklæddur lög- regluþjónn.sem uppgötvaði likið. Coburn undirforingi fór þangað og fór með bilinn og likið heim á Yardinn. — Hann hlunkaðist niður i kjöltu mér i hvert sinn sem ég tók beygju, sagði Coburn við Malone, þá tók hann eftir vandlætingar- svipnum á Denzil. — Ég biðst af- sökunar. — Haldið þér, að Kinverjarnir beri ábyrgðina? spurði Quentin. — Þaðheldég ekki. Ekki svona við húsdyrnar hjá sjálfum sér. Nei honum hefur verið komið þarna fyrir. Og við getum vist gizkað á hver hefur stjórnað þvi. En ég veit ekki hvers vegna. Hann var nógu þreyttur til að við- urkenna einhverja fáfræði. — Ég skil konur ekki sérlega vel þegar bezt lætur. Og sálarlif austur- landakvenna er vist ofvaxið min- um skilningi. — Ertu viss um að þetta sér verk Madömu Cholon? sagði Mal- one. — Hefurðu einhverjar aðrar tillögur? Denzil var þreytulegur, ekki hæðinn. Malone hikaði, hristi siðan höfuðið. Denzil hélt áfram. — Við erum ekki einu sinni farnir að ræða við Kinverjana. Ég talaði um þetta við aðstoðarlögreglu- stjórann, sagði honum, að þér vilduð komast hjá blaðaumtali um þetta. Hann álitur, að ekki sé hægt að halda þessu leyndu til frambúðar — allra sizt þegar um klára morð er að ræða. — Er liklegt, að blöðin fái pata af þessu? sagði Quentin. — Ekki strax, nema þeim sé gefin visbending. En þau verða búin að frétta það eftir einn eða tvo daga. Við getum ekki fleygt Jamaica i ána og gleymt honum siðan. Denzil leit á vinskápinn. — Það væri svo sem ágætt ef það væri hægt. Quentin var næstum alveg bú- inn að jafna sig, nóg til þess að taka eftir augnaráði Denzils. Hann leit á Malone eins og til að biöja hann að gera sér greiða. Malone hellti Skota i tvö glös og rétti þau Denzil og Coburn. 42 — Þetta er vist ekki viðeigandi, sagði Denzil. — En dagurinn hef- ur verið býsna langur. Yðar skál, herra minn. — Þakk fyrir, sagði Quentin og forðaðist að lita á Malone. — Jæja, það eru Kinverjarnir. Ef þeir vita þetta ekki riu þegar, þurfið þér þá að segja þeim það? Undir eins, á ég við? — Denzil dreypti á drykknum, hann kunni að meta gott whiský og framlag sendifulltrúans var betra en á mörgum sendiráðum. — Eiginlega ekki. Likið fannst á götunni, ekki á lóð þeirra. Ef við gerum þeim aðvart, þá væri það aðeins fyrir kurteissakir eða for- vitni. Ég held við getum haft hemil á hvorutveggja fyrst um sinn. Hve langan tima viljið þér? — Ég hefði gjarnan viljað heilt ár. Quentin brosti, dálitið vandr- æðalega eins og hann hefði sagt ó- smekklegan brandara. Hann var uppiskroppa með tima, bæði fyrir sjálfan sig og friðarstefnuna. — En tuttugu og fjórir timar ættu að nægja. Ráðstefnunni lýkur á morgun, i siðasta lagi á laugar- dagsmorgun. — Hvernig miðar henni? — Ekki alltof vel, þvi miður. En maður verður að vona — En rödd hans var eins og i manni sem misst hafði vonina; hann var smám saman að verða blindur á framtiðina. Denzil lauk við drykkinn sinn og sleikti þunnar varirnar. — Þetta er frábært whiský, herra minn. — Það getið þér þakkað bryt- anum minum. Hann veit hvar á að ná i allt það bezta. Hann segir mér, að ég sé eini maðurinn i London, sem ekki er skozkur og fær þetta sérstaka whiský. — Ekki er að spyrja að Ung verjunum, sagði Denzil. — Jæja, við getum saltað þetta til laugar- dags, ef þér óskið þess. Það gefur okkur lengri tima til að komast að þvi hver Jamaica var i raun og veru. Gæti ég kannski fengið herra Malone lánaðan smástund? Malone gat séð sina eigin undr- un speglast i svip Quentins, en sjálfur sagði hann ekkert, lét Qu- entin um að svara: — Auðvitað. Ég fer ekkert út i kvöld. Ég á von á einum eða tveimur fulltrúum af ráðstefnunni. — Coburn undirforingi verður hér. Til vonar og vara. — Haldið þér að gerð verði enn ein. — Quentin stamaði litillega — morðtilraun? — Ég held þér séuð býsna vel varinn núna. Ef þér farið ekki að heiman nema á ráðstefnuna á morgun, þá þurfa þeir að senda einhvern inn i húsið til að komast að yður. Og til þess eru engir möguleikar, nema þeir sendi á- rásarsveit. Yður er sama þótt Coburn undirforingi virði fyrir sér gesti yðar i kvöld, með fullri háttvisi auðvitað? Hann leit á Coburn og brosti þótt brosið væri þreytulegt vottaðifyrir hlýju i þvi. — Hann gengur kannski ekki með látlaus bindi, en að öðru leyti er hann mjög háttvis. Coburn fitlaði við fjólurauða bindið og kimdi. — Ég skal segja stúlkunni minni að hún sé siðspill- andi. Denzil hélt áfram að brosa, nýtt samband virtist hafa myndazt milli mannanna tveggja. — Gættu þess bara, að enginn siðspillandi komizt hingað inn i kvöld. Hann leit aftur á Quentin. — Yður ætti að vera óhætt. Ef ráðstefnunni lýkur á morgun, ættu allar á- hyggjur yðar að vera úr sögunni. Við skulum koma út áður en þú talar frekar af þér, hugsaði Mal- one. Hann gekk á undan út úr stofunni og fram á ganginn og velti fyrir sér, hvers vegna Denzil vildi fá hann með sér út úr húsinu i kvöld. Hann leit upp og sá eitt- hvað gult á hreyfingu efst i stig- anum: Sheila hafði verið klædd gulum kjöl. En þegar hann stanz- aöi ög horfði beint upp á stiga- pallinn, þá sá hann ekki neitt, hann fann að Sheila Quentin gaf honum gætur, en hann sá hana ekki. Þetta kom honum úr jafn- vegi, setti hana allt i einu á bekk með venjulegum glæpamanni. Hann leit við, sá að Coburn stóð einn meðan Denzil sagði eitthvað við Quentin. Hann gekk til undir- foringjans. —■ Gefðu frú Quentin gætur lika. Hann talaði i lágum hljóð- um. — Sjáðu um,að hún fari ekki út úr húsinu. Ef hún reynir það, þá segðu.að ég hafi gefið fyrir- mælin. Coburn var annaðhvort þreytt- ur eða þrautþjálfaður: hann sýndi engin undrunarmerki. — Heldurðu,að þeir myndu reyna viö hana? — Það er hugsanlegt. Allir virðast orðnir skotmark. — Hvað um einkaritarann? Hann gat eins tekið túlkun Cob- urns fullgilda. — Já, þeir kynnu jafnvel að reyna við hana. Sjáðu um að þau fari ekkert út. — En ef Quentin vill fara út? Fimmtudagur 26. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl.7.00 8.15 og 10.10 . Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.10 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdis Norðfjörð heldur áfram lestri sögunnarum „Hönnu Mariu og villingana” eftir Magneu frá Kleifum (6). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Sly and the Family Stone syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 13.00 A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.30 Siðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Fergusson Þýðandinn Axel Thorsteinson les (18). 15.00 Miðdegistónleikar/John Williams og Filadelfiu- hljómsveitin leika Konsert fyrir gitar og hljómsveit eftir Rodrigo: Eugene Ormandy stjórnar. Victoria de los Angeles syngur spænska söngva. 16.00 Fréttir. Tilkynningar 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand mag. talar 19.25 Landslag og leiðir Gestur Guöfinnsson talar um Þórsmörk 19.50 Leikrit Leikfélags Reykjavikur: „Atóm- stöðin” eftir Haildór Laxness Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson Per- sónur og leikendur: Ugla, Margret Helga Jóhannes- dóttir. Búi Arland, Gisli Halldórsson. Frú Arland, Sigriður Hagalin Arngrimur (Bubu), Guð- mundur Magnússon Guðný (Aldinblóð), Valgerður Dan. Þórður (Bóbó), Einar Sveinn Þórðarson, Organistinn, Steindór Hjör- leifsson. Móðir organistans, Auróra Halldórsdóttir. Kleópatra, Margrét Ólafs- dóttir. Guðinn Briljantin, Borgar Garðarsson, Guðinn Benjamin, Harald G. Haraldsson. Ófeimna lög- . reglan, Jón Sigurbjörnsson. Feimna lögreglan, Pétur Einarsson. Prestur, Gunnar Bjarnason. Stúlka i brauðsölubúð, Soffia Jakobsdóttir. Piltur i brauð- sölubúð, Sigurður Karlsson, Falur, Brynjólfur Jóhannesson. Séra Trausti, Karl Guðmundsson. Barðjón, Sveinn Halldórs- son Forsætisráðherrann, Þorsteinn Gunnarsson 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistiil 22.35. Manstu eftir þessuTón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. ffRflRKBtil INDVERSKUNDRAVERÖLD Nýkomið: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri bómull. Batik —efni I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reykeisi og reykelsisker I miklu. úrvali. JASMÍN Laugavegi 133 (við Hiemmtorg) Auglýsið í Þjóðviljanum JOÐVIUINN Brúðkaup Þann 16/6 voru gefin saman I hjónaband i Isafjarðarkirkju af séra Lárusi Guðmundssyni, Ásthildur Þórðardóttir og Elias Skaptason. Heimiii þeirra er að Seljalandsvegi 77 Isafirði. (LEO Ljósmyndastofa) Þann 5/5 voru gefin saman i hjónaband i Garðakirkju af séra Braga Frikrikssyni, Halldóra Sigurðardóttir flugfreyja og Viðar Simonarson kennari. Heimili þeirra er að Miðvangi 4 Hafnarfiröi. (Stúdió Gests) Laugardaginn 7. aprll voru gef- in saman i Kópavogskirkju af séra Þorbergi Kristjánssyni, Þórunn I. Ingvarsdóttir og Eðvald Sigurðsson. Heimili þeirra verður að Fögrubrekku 7 Kóp. (Ljósmyndastofa Þóris) Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.