Þjóðviljinn - 26.07.1973, Page 5

Þjóðviljinn - 26.07.1973, Page 5
Fimmtudagur 26. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA af eviendum vettvangí Fyrir nokkrum dögum kom iífvörður askvaðandi inn á Mohammed Sahir kóng í Afganistan þar sem hann var í baði á eynni Iskiu. Hann hafði þau tíðindi að segja, að frændi konungs og tengdasonur, Mohammes Daud, hefði notað sér fjarveru konungs til að steypa hon- um af stóli, taka völdin í sínar hendur og lýsa landið lýðveldi. Hafa nú orðið heldur kaldar mágaástir í þessu fjalla- landi, sem er að finna í hópi þeirra tíu landa heims sem fátækust eru. Fátækt land Afganistan er hrjóstrugt hálendi, 650 þúsund ferkm. aö stærð. Manntal hefur þar aldrei farið fram — en sumir segja landsmenn 12 miljónir, aðrir 18. Meðalárstekjur eru sem svarar 4500 krónum. Um helmingur þessa fólks eru hirðingjar og er það normalástand i landinu aö menn og skepnur rétt skrimti. Hungursneyð hefur verið mikil i landinu að undanförnu. Af hverjum fimm börnum, sem fæðast.ná aðeins tvö tólf ára aldri. 1 öllu landinu eru aðeins 700 læknar. 90% ibúanna kunna hvorki að lesa né skrifa. Lénsherrar, afturhaldssamir klerkar Múhameðs og sýslu- menn hafa haldið hver sinu héraði i jángreipum og komið af miklum dugnaði i veg fyrir heilsugæzlu og skólahald. Mjög hógværar umbótatilraunir hafa verið kæfðar i fæðingu. Matvæli þau, sem send hafa verið af erlendum aðilum til að létta hungursneyð.hafa verið seld á svörtum markaði af lögreglu- foringjum. Daud sá, sem nú hefur tekiö völd bjargaði árið 1939 konungi undan uppreisn, en Daud var þá yfirmaður hersins. Hann var ©[pOdDBdlQOKfQ þar að auki þrisvar sinnum meira en Bandarikin hafa veitt i efnahagsaðstoð. Frá Sovétrikj- unum komu fyrstu 1200 vörubil- arnir i landinu, þaðan hafa þeir komið, sem lögðu tvo þriðju hluta af vegum landsins og reistu fyrsta bakariið i Kabúl. Sovézkir hafa reist flugvelli i landinu og svo oliuhreinsunar- stöð og leiðslu fyrir jarðgas frá noröurhluta Afganistans til So- vétrikjanna. Afganski flugherinn (6000 manns) er búinn sovézkum flugvélum eingöngu og herinn ekur á sovézkum skriðdrekum. Þeir fimmtiu ungir liðsforingjar sem studdu og skipulögðu valdatöku Dauds hafa flestir lært i sovézkum herskólum. Sovétmenn hafa ekki farið fram á annað við Afganistan en að landi gætti hlutleysis — og Daud fékk i forsætisráðherratið sinni einnig allverulega aðstoð frá Vestur-Þýzkalandi og Bandarikjunum. En eftir að barizt var um Bangladesh eru Sovétmenn sagðir hafa aukinn áhuga á Mið- austurlöndum. Bandalag þeirra við Indland og strið þess við Pakistan, sem er bandamaður Kina, hafa mjög skerpt and- stæður i næstu löndum. Kinverj- ar eru taldir hafa náð vissum árangri i Iran og Sri Lanka (Ceylon), en Sovétmenn hafa aftur á móti eignazt bandamenn i Irak. Afganistan hefur litið komið við sögu i diplómatiskum átökum Moskvu og Peking — en valdatak Dauds þykir ótviræður fyrirboði þess, að landið muni halla sér meir að nágranna sin- um i norðri. Enda leið ekki á löngu eftir að Daud hafði handtekið ýmsa helztu stuðningsmenn konungs og lokað þá inni i dýragarðinum i Kabúl þar til Sovétmenn sendu honum viðurkenningarskeyti. Þeir voru jafnvel á undan Ind- verjum. En Pakistanir héldu aftur á móti með fréttaflutningi sinum lengi i þá von, að kon- ungsmenn mundu hressast við. Þeir óttast m.a. að umsvif Dauds geti leitt til ókyrrðar á norðurlandamærum Pakistans. Frá höfuðborginni Kabúl. Yaldataka konungs- Sahir konungur og Mohammed Daud; eru þar kaldar mágaástir. frænda í Afganistan forsætisráðherra um tiu ára skeið, en kóngur vék honum úr sessi árið 1963 vegna þess að honum þótti Daud of ráðrikur. Nú sýnist svo sem Daud vilji „móderniséra” Afganistan með sterku persónubundnu valdi — hann hefur þegar útnefnt sjálfan sig æðsta mann rikisins, varnarmála- og utanrikisráð- herra. Hjálp mun hann að likindum sækja fyrst og fremst til granna sins i norðri — Sovét- rikjanna. Stórveldapólitík A siðustu árum hafa Sovétrik- in veitt Afganistan um 1,5 milj- arða dollara aðstoð og er það meiri aðstoð á ibúa en Sovét- menn veita nokkurs staðar og Sesselja Eld jáni, áttræð 1 dag er ein af merkiskonum þessa lands áttræð. Það er að segja Sesselja Eldjárn frá Tjörn i Svarfaðardal. Hún heldur upp a afmælið sitt með nánu skylduliði I faðmi svarfdælsku fjallanna, heima á Tjörn, i dalnum, sem henni finnst allra dala fallegast- ur. Sesselja er svo kunn kona, að óþarft er að kynna hana, en þó má minna á áratuga starf hennar að slysavarnarmálum fyrir Norðurland. En það vita kannske ekki allir hve góð hún er og hjartahlý, hve mikill vinur vina sinna, hve rausnarleg hún er og hefir ætið verið og ævinlega veitt betur og meir en hún raunveru- lega gat. Þeir eru ýmsir af minni kynslóð, sem kannast við þetta, a.m.k. norðanmenn, og þeir eru heldur ekki fáir námsmennirnir við M.A., sem hún hjálpaði yfir erfiða hjalla, þegar kreppa var i landinu og auralitið fólk var að brjótast i þvi að koma unglingun- um sinum i menntaskóla. Sellu er nautn að liðsinna og hjálpa, og meöan hún og Ingibjörg systir hennar stóðu fyrir mötuneyti á Akureyri, munu margir hafa komizt i kynni við þessa þætti i fari hennar og raunar þeirra beggja, þvi að Ingibjörg, sem nú er látin, var enginn eftirbátur hennar i þessum efnum. Sesselja er nú sezt að að Hrafnistu, og þótt húsakynnin séu ekki hin sömu og áður var, finnur maður strax hlýjuna og hjartagæzkuna innan um gömlu munina hennar, sem sumir fylgja henni enn og minna á stærri stofur, fullar af fólki og glaðværð. Sella er kátust meðal kátra, full af spaugi eins og hún á kyn til, kann ógrinni af gamansögum og visum og er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún er. Hún nýtur útivistar og ferðalaga og var kvenna fyrst til þess að taka þátt i ferðum Ferðafélags Akureyrar upp um fjöll og firnindi, og ég man hana rennandi sér á Sesselja Eldjárn. skautum á Pollinum á Akureyri innan um kátt æskufólkið i ung- dæmi minu. Hún er alltaf til i hvað sem er og það held ég að hún verði, meðan heilsan endist. En hún er lika alvörumanneskja. mikil trúkona og huggari. Engan er eins gott að hafa nálægt sér og Sellu. hvort heldur er á gleðistund eða timum sorgar. Ég sendi þessari góðu fóstru minni alúðarkveðjur yfir fjöllin og árnaðaróskir á merku afmæli . Fáir eiga jafnstóran skerf af hjarta minu og seint fæ ég þakkað elskusemina i minn garð frá fyrstu tið. En það bezta við Sellu er. að hún kærir sig ekkert um þakklæti. hún vill bara að allir séu kátir og glaðir. góðir hver við annan og leggi góðum málum lið. Þannig er hún sjálf. Anna Snorradóttir The Coming of Christianity to Anglo-Saxon England Henry Mayr-Harting. B.T. Bats- ford 1972. Ýmsar skoðanir eru uppi um gagn krisnitökunnar hér á landi árið 1000 eða 999. Sumir telja skakka einu ári um rétt ártal, sem byggist á ársetningu klerka- þingsins i Whitby, sem er ekki heldur viss, svo breyting á hinu hefðbundna ártali er óþörf. Norska kirkjan var i tengslum við engilsaxnesku kirkjuna og talið er, að áhrifa gæti frá ensku kirkjunni hér á landi um bóka- gerð og fleira. Þvi er bók sem þessi gagnleg til samanburðar við sögu kristnitökunnar hérlendis. Höfundurinn starfar við Oxford háskóla og leitast við að sýna fram á, hvernig kristnin tengdist engilsaxneskri menningu, sem fyrir var i landinu við komu trú- boðanna. Höfundur fjallar um ýmis umdeild atriði i kristnisögu Englands. Bede er höfuðheimild hans auk páfabréfa og frásagna trúboða. Hann rekur áhrifin frá trlandi og trú trúboð Engilsaxa á meginlandinu. Kristnin virðist hafa aðlagazt furðu fljótlega samfélagsháttum Engil-Saxa og náð itökum fyrr en vænta mátti, þessvegna. Myndir og bókaskrár fyigja. New Theories of Revol- ution A Commentary on Fanon, Debray, Marcuse. Jack Woodis. Lawrencc and Wishart 1972. Fanon, Debray og Marcuse liafa allir komizt að svipaðri niðurstöðu um lramkvæmd byltingar, og einkanlega um hlut- verk stétta i byltingunni. Einnig hafa þeir svipaða afstöðu til Kommúnistaflokkanna. Þeir eru fjarri þvi að vera hrifnir af tæknivæðingunni, stór- borgum og auknum úrkostum verkalýðsins um bætt lifskjör, að dómi Woodis. Höfundur telur þá sammála um, að verkalýður þró- aðra iðnaðarrikja taki upp lifs- viðhorf m illistéttanna með auknum tekjum og verði ekki lengur sá harði kjarni. i væntan- legum umsköpum samfélaganna, verði fráhverfur róttækum breytingum á samfélögunum og snúist til fylgis við „kerfið”, en að byltingakveikjuna sé að finna meðal bændaalþhýðu Afriku. S- Ameriku og Asiu. Einnig telji þeir, að innan iðnaðarrikjanna séu það menntamenn og það sem þeir kalla „lumpenpróletara” sem verði frumkvöðlar breytinga Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.