Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. júli 1973. ÞJÓDVILJINN — gÍÐA 3 Hún heitir Þórunn Sigriöur Þor- steinsdóttir og hjálpar til viö hey- skapinn. kvaöst ekkert vera aö hugsa um aö græða á ánni, þetta væri bara sálubótarbúskapur. Talið barst að mink og veiöi- bjöllu, og sagði Bjarni, að litið væri um mink en aftur á móti fjölgaði veiðibjöllunni jafnt og þétt og hann teldi veiðibjölluna ekki minna skaðræðisdýr en minkinn. Tófa sést varla lengur i Esjunni og væri nú i fyrsta skipti i mörg ár ekki leitað að grenjum. Biarni sagðist stundum sjá uglu á flögri að næturlagi. Hér áður fyrr var alltaf róið til fiskjar frá Bakka, en eftir að dragnótaveiði var leyfð i Faxa- flóa, tók algjörlega fyrir veiði á ýsu og þorski. Hann sagðist hafa reynt viðog við, en ekkert fengið. Þó sagðist hann hafa grun um, að ýsan kæmi aftur innan tiðar, ef friöun verður áfram. Mikið land er hægt að rækta til viðbótar á Bakka, en Bjarni taldi óliklegt,að hann myndi fjölga nautgripum, liklega væri hann og hans likar siðasta kynslóðin, sem nennir að fást við nautgriparækt upp á gamla móðinn. SJ Laxveiðin bara sálubótarbúskapur Lax er farinn að ganga i Blikdalsá, en triiian biður eftir að ýsan komi aftur. Bjarni bóndi á Bakka. 1 góða veðrinu nú i vikunni brugö- um við okkur út fyrir borgarmörkin og lögðum m.a. leið okkar að Bakka á Kjalarnesi, en það býli er rómaö fyrir snyrti- mennsku og bóndinn Bjarni Þorvaröarson, hlýtur að teljast i fremstu röð islenzkra bænda. Bjarni var að vinna að heyskap, er við kölluðum til hans og með striðnissvip sagðist hann fátt vilja hafa við blaðamenn að sælda, þeir hefðu ekkert rétt eftir og svo værum við svo skrambi róttækir á þessu blaði. Bjarni var að vonum ánægður með þennan ein- stæða góðviðriskafla og hafði engar áhyggjur af heyskapnum úr þvi sem komið er. Hann á 50 nautgripi, en engar kindur. Aftur á móti er hann með nokkuð af hænsnum og kynni að auka þann búskap eitthvað, en Framkvæmdastofnunin hefur hvatt til að auka alifuglarækt á næstu árum m.a. vegna breytinga á neyzluvenjum. Bakki er búinn að vera i eigu sömu ættarinnar i fjóra manns- aldra. Þorvarður langafi Bjarna var kunnur kirkjusmiður og keypti jörðina, en siðan hafa afkomendur hans heldur betur bætt um. Skammt frá Bakka er hinn kunni staður Artún, en þar standa enn uppi leifar af sveitabæ i gömlum stil. Nýlega keypti Bjarni ásamt fleirum þá jörð og atti þá kappi við lögfræðinga hér i borginni, sem höfðu hug á að eignast Artún, sennilega með það fyrir augum að selja landið undir sumarbústaði. (Jr Blikadalnum rennur Blikadalsá, (ranglega nefnd Artúnsá) og hefur Bjarni að undanförnu verið að gera til- raun með að rækta lax i ánni og hefur nú góðar vonir með, að hann hafi haft erindi sem erfiði. Þann dag, sem okkur bar að garði, hafði Bjarni rennt i ána og fengið 6 punda lax. Aður gekk mikill sjóbirtingur i ána, sem er vatnslitil, en ákaflega tær. Bjarni r A sumardeg UTBOÐ Vatnsveita Neskaupstaðar óskar eftir tilboðum i gerð 600 m3 vatnsgeymis og lokahúss úr steinsteypu ásamt tilheyrandi lögnum. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunum i Neskaupstað og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, Reykjavik gegn kr, 3.000.oo skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofun- um i Neskaupstað þriðjudaginn 14. ágúst 1973 kl. 11 f.h. Bæjarstjóri. Mestu myntfalsarar sögunnar teknir LONDON 25/7 — Lögreglan i London er nú búin að koma upp um eitt mesta myntfölsunarmál sögunnar. Ekki hefur enn veriö skýrt frá þvi opinberlega, um hve háa upphæö sé að ræða, en áreiðanlegir heimildarmenn töldu að myntfalsararnir heföu senni- lega prentað falska seðla og ferðatékka fyrir um 10 miljónir punda. Meðal þeirra eru ekki aðeins brezkir seðlar, heldur lika bandariskir, irskir, franskir og ástralskir. Rannsóknin á þessu máli hefur staðið yfir i tvö ár, og komst lög- reglan á sporið vegna þess hve mikið magn af fölskum seðlum ' var i umferð. einkum á þeim stöðum, þar sem Bretar eyða sumarleyfum sinum. t gær hand- tók hún tvo menn á járnbrautar- stöð i London, og skömmu siðar gerði hún rannsókn i einbýlishúsi i úthverfi London. Þar fann hún að sögn mjög fullkomið verkstæði til að gera eftirmynd af peningum og prenta, og mikið magn af fölskum fimm punda seðlum og dollurum. Sagt var, að mynt- fölsunarútbúnaðurinn, sem var svo umfangsmikill, að það þurfti tvostóra flutningabila til að flytja hann, sé kominn frá Japan. Peningasérfræðingar frá ýmsum löndum eru nú á leiðinni til London til aðstoðar við brezka lögreglu. Q| LAUST STARF Starf húsvarðar við Kópavogsskóla i Kópavogi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. og skal senda umsóknir til fræðslustjórans i Kópavogi, sem ásamt undirrituðpm veitir allan nánari upplýsingar um starfið. Kópavogi, 10. júlí 1973, Bæjarritari.” Biðja iiiii hernaðar aðstoð frá U.S.A. BANKOK 25/7 — Forsætisráð- herra Thailands skýrði frá þvi i dag, að stjórn landsins hefði I hýggjn að biöja um hernaðarað- stoð frá Bandaríkjunum þegar Bandarikjamenn hætta loftárás- unum á Kambodiu, en það verður gert 15. ágúst. Forsætisráðherrann skýrði frá þessu á blaðamannafundi og sagöi hann að varautanrikisráð- herra landsins hefði rætt við sendiherra Bandarikjanna og beðið um vopn og annan útbúnað. Auk þess sagði hann að stjórnin hefði beðið Bandarikjamenn að gera ráðstafanir til að verja land- ið, þegar loftárásunum á Kamb- ódiu væri lokið, en hann skýrði ekki frekar i hverju þær ættu að vera fólgnar. Loks sagðist hann biða eftir svari frá Bandarikjun- um. Þessi ummæli forsætisráðherra Thailands gefa litla von um að styrjöldinni fari að ljúka i Indó- kina. Hins vegar færist hún til, og verður þess skammt að biða, að allir ibúar þessara landa hafi orð- ið bandariskrar „hernaðarað- stoðar” aðnjótandi. Frá Máli °g menningu Mál og menning gcfur út á þessu ári átta bækur, sem félagsmenn gcta valið úr, og auk þess Timarit Máls og ■nenningar. Félagsmenn sem greiða lægsta árgjald, kr. 1.500.-, geta valið sér tvær bækur auk Timaritsins. Þeir sem greiða 2.200.- króna árgjald eiga kost á fjórum bókum, og hæsta árgjald, kr. 2.700.- veitir rétt til sex bóka auk Timarits. Að auki er inn- hcimt sérstakt gjald fyrir band, nokkuð inismunandi eftir stærð bókanna. Af þessum átta bókum eru fjórar pappirskiljur. Nú þegar eru komnar út þr j á r f é 1 a g s b æ k u r : FRANSKA BYLTINGIN, sið- ara bindi, eftir Albert Mathiez, en fyrra bindið kom út á sfðasta ári. l.oftur Guttorinsson þýddi bókina, scm er prýdd myndum, tekn- um eftir frönskum samtima- teikningum. Þá er MANNKYNSSAGA, fornöldin, eftir Asgeir lijartarson, nýkomin. Þetta er önnur prentun hiiinar vinsælu bókar, sem segja má að sé þegar orð- in eilt af hinum fáu klassisku sagnfræðiritum islenzkra hók- mennta. Ennfremur er koniin út ein pappirskilja, UM LISTÞÖRFINA, cftir Ernst Fischer i þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. — Aðrar félagsbækur áætlaðar á þessu ári eru Pétursborgarsögur eftir Nikolai Gogol, þýddar úr rússnesku af Geir Kristjánssyni; hók um mynd- list eftir Björn Th. Björnsson, °f5 þrjár pappirskiljur; ritgcrðaúrval Brynjólfs Bjarnasonar itveim bókum og Umhverfi mannsins eftir lljörleif Guttormsson. Mál og menning hefur undanfarin ár unnið að þvi að koma út ritsafni Þórbergs Þórðarsonar, og er verið aö undirbúa næstu bindi, sem þó koma væntanlega ekki út fyrr en á árinu 1974. Hinsvegar er i ráði að gefa út á þessu ári endurprentun af Ofvitanum, en útgáfa Máls og menningar af þessari bók frá árinu 1964 er nú gersamlega uppseld. Mál og mcnning býður félagsmönnum sinum upp á betri kjör en nú tiðkast á islenzkum bókamarkaði, og þurfa menn aðeins að lita á siiluverð nýrra bóka til aö sannfærast um það. Fyrir nokkrum árum hóf Mál og menning að gefa út pappirskiljur á islenzku, enda þótt þá væri álitið að slik utgáfa væri naumast möguleg hér á landi. Raunin hefur orðiö sú, að vinsældir þessarar útgáfu hafa aukizt jafnt og þétt, og cru nú sumar þessara bóka nær uppseldar, og verið að undirbúa endurprentun. (Auglýsing)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.