Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 26. júH 1973. Ef þú bara vissir... Bók um starf og daglegt líf ræstingar- kvenna Marit Poulsen heitir sænsk kona, sem hefur getið sér nafn sem rithöfundur — i þekktri bók sem nefnist „Þú ert manneskja” fjallar hún af eigin reynslu um hlutskipti þeirra kvenna, sem halda hreinum skrifstofum og opinberum byggingum. Nú hefur hún skrifað nýja bók um sama efni i félagi við mann sinn, Sture Andersson og nefnist hún „Þú mundir fara að gráta ef þú vissir það”. Bókin er byggð á samtölum við um 30 ræstingarkonur, um starf þeirra og daglegt lif. Marit Poulsen segir í viðtali við DN, að hún hafi með bókinni viljað taka þátt i kappræðu um jafnréttismál kvenna, sem oftar en ekki snúast mest um framamöguleika menntakvenna. Við höfum heyrt á þessar umræður, segir Marit, og spurt sjálf okkur að þvi, hvort okkur væri ekki gleymt — okkur sem fengum enga menntun, gift- um okkur snemma og byrjuðum snemma að eignast börn — einatt alltof mörg. Þessar konur, giftar verka- mönnum, taka að sér ræstingar einfaldlega vegna þess, að þær fá ekki endana tii að ná saman og eiga ekki á neinu öðru völ. I bæjarstjórnunum sitja miðaldra karlar og ákveða að ekki sé þörf fyrir fleiri barnaheimili. Konurnar eru bundnar börnum sinum og grónum hugmyndum um hlutverk konunnar og eini möguleiki þeirra er að vinna seint 3«.Vi Það mun vera almenn trú, aö kjör verkamanna hafi batnað til muna I flestum Evrópurikjum á þessari öld og hrakspár Karls gamla Marx hafi reynzt bábyijur einar. En þegar menn haida þessu fram, gleyma þeir því að það eru aðeins kjör inniendra verkamanna, sem hafa batnað. Nú eru verstu skitverkin hins vegar unnin af innfluttum verka- mönnum frá gömlum nýlendum, og kjör þeirra eru litið betri en öreiga 19. aldar; þeir eru lág- launaðir og algerlega réttinda- lausir og verða oft að búa I fátækrahverfum. Verst er þó,að vandamál þeirra mæta víðast al- geru skilningsleysi íbúa þeirra landa, þar sem þeir dveljast. Þær teikningar, sem hér eru birtar, sýna skoðun franska skop- teiknarans Cabu á viðhorfi landa sinna til erlendra verkamanna. á kvöldin þegar menn þeirra geta litið eftir börnunum heima. Það eru þessar konur, sem i raun réttri búa við „tvöfalda kúgun” segir Marit Poulsen. Enda þótt starf ræstingarkonu sé , einkar nauðsynlegt samfélaginu, þá er það talið til au- virðulegstu starfa. Konurnar sjálfar trúa þessu llka. Þær eru kúgaðar bæði heima fyrir og I vinnunni, hafa ekkert sjálfs- traust, eru mjög tregar til að leita réttar síns. Mjög fáar eru I verk- lýðsfélagi — kannski 25 þúsund af 100-150 þúsund ræstingakonum i landinu. Og hreingerningamiðlarafyrir- tækin, sem spretta upp eins og mý á mykjuskán kunna vel að not- færa sér fáfræði þessara kvenna, skort á sjálfstrausti og þá vitneskju að þær eiga ekki um neitt að velja. Þessi miðlun er rekin sem þrælamarkaður og ætti að bannast. Ef að einhver hreyfir andmælum gegn þeirri „hag- ræðingu” sem á að flýta fyrir henni á kostnað vel unnins verks, þá er hún minnt á það að það „eru 30 aðrar sem biða eftir að taka að sér þessa vinnu”. Ég veit dæmi um ræstingarkonur segir Marit Poulsen, sem hafa keypt þvotta- efni sjálfar vegna þess að það sem þær fengu hjá miðluninni nægði ekki til að þær gætu lokið verki sinu sómasamlega. Sá er laglega vitlaus Bandarikjamenn eiga nú i flóknum heilabrotum um það, með hvaða hætti þeir eigi að halda upp á 200 ára afmæli rikisins. Margar tillögur hafa komið fram, en fáar hafa hlotið undirtektir sem um muni. Þjóðhátiðarnefnd sú, sem forsetinn hefur skipað, er að farast úr skriffinnsku og i raun og veru getur enginn kveðið upp úr með það, hvort nokkuð verður af hátiðar- höldum eða ekki. A dögunum gekk maður einn inn á skrifstofu mina og kvaðst hafa i fórum sinum rót- tæka áætlun um verðugt þjóð- hátiðarhald fyrir Bandarikja- menn. Ég reyndi að vera kurteis, en átti samt erfitt með það vegna þess, að svona fólk er að ónáða mig öllum stundum hvort eð er. Reyndu að vera stuttorður, sagði ég. — Sko, sagði hann hikandi. Ég hef fengið þessa hugmynd um hátiðahöld i tilefni 200 ára afmælis sjálfstæðis landsins og hún mun ekki kosta nokkurn skapaðan hlut. — Út með það, sagði ég óþolinmóður. — Hvers vegna ættum við ekki að halda árið 1976 fyrstu heiðarlegu forsetakosningar- nar i þessu landi? — Ertu snælduvitlaus? spurði ég. Ég er búinn að leggja þetta niður fyrir mér hér á pappir. sagði maðurinn. Samkvæmt minum flönum yrði aðeins ein fjáröflunarnefnd starfandi i hvorum flokki, og enginn fengi að leggja meira en 25 dollara i kosningasjóð hjá frambjóð- anda til forseta. — Ómögulegt, sagði ég. Hvað mundi verða um kosningadinnerana, sem kosta þúsund dollara diskurinn? Hvað um allt það fólk sem ætlar að kaupa sér sendi- herrastöðu eða einhver störf hjá stjórninni? Hvað um oliu- félögin, flugfélögin, verka- lýðsfélögin og mjólkurfram- leiðendur? Heldurðu að þú getir virkilega komið i veg fyrir að þeir gefi meira en 25 dollara I kosningasjóði? Ég veit að hugmyndin er djörf, sagði maðurinn, en hún gæti staðizt. Engum yrði leyft að gefa reiðufé. öll framlög yrðu á tékkum. Það yrði að gera grein fyrir öllu kosninga- fé, og ef að fjáröflunarnefnd geröi sig seka um eitthvað misjafnt þá mundi frambjóð- andi viðkomandi flokks sjálf- krafa falla af atkvæðaseðlum. — Þú ert nú alveg gaga, sagði ég og reyndi að stilla mig sem bezt ég kunni. Veiztu ekki hvað það kostar að fara i forsetakosningar? Hefurðu nokkra hugmynd um allar þær kaupgreiðslur, prentkostnað, útgjöld við sjónvarpsaug- lýsingar og lögreglu sem fara I það að kjósa Bandarikjunum forseta? — Ef að þetta kostar svona mikið, þá skulum við bara skera það niður sem mest, sagði maðurinn. Hvers vegna ættu peningar að ráða úr- slitum um forsetakosningar i Bandarikjunum? — Af þvi að peningar eru móðurmjólk stjórnmálanna, æpti ég. Heldurðu að Nixon væri forseti Bandarikjanna i dag ef að mönnum væri aðeins leyft að leggja fram 25 dollara til kosningasjóða hans? Ég er ekki að tala um Nixon sagði maðurinn. Ég er að tala um árið 1976. Sjáðu nú til. Ég er alls ekki að halda þvi fram að við ættum að halda áfram með þessa áætlun mina. En ég hélt að við gætum samt gert þetta I barasta einar forseta- kosningar. Og ég er ekki aðeins að boða það, að sett sé ákveðið þak á þær upphæðir sem leggja má fram. Þegar ég tala um heiðarlegar kosningar þá meina ég að frambjóð- endur verði að halda sig við málefnin. Enginn yrði kallaður ónefnum, skitaaug- lýsingar um andstæðingana væru niður felldar, engar hleranir á simtölum og menn mundu ekki laumast i póstinn hvor hjá öðrum. — Þú hlýtur að vera að gera að gamni þinu, sagði ég. Þetta land er ekki undir heiðarlegar kosningar búið og þú veizt það vel sjálfur. Við höfum verið aldir upp við þá meginreglu að allt sé leyfilegt i pólitik. Allir vita að annar aðilinn gripur til fantabragða af þeirri ástæðu einni að ef hann gerir það ekki, þá mun hinn aðilinn gera það. Ætlastu til þess að við breytum lifnaðarháttum okkar aðeins vegna þess að við erum að halda upp á 200 ára afmæli okkar? — Það er þetta sem allir segja mér, sagði hann dapur- lega, stóð á fætur og fór. Þegar hann var horfinn spurði ritari minn mig að þvi hvað hefði verið á seyði. — Þetta var einhver imbi sem vill halda heiðarlegar for- setakosningar, sagði ég. Það ætti ekki að liðast að svona náungar gangi lausir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.