Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Erlendar bækur Framhald af 5. siöu. og byltinga i þeim rikjum. Höfundur ræðir þessar kenningar i löngu máli. hverjum hinna þriggja eru helgaðar rúmlega hundrað blaðsiður, baráttuað- ferðir þeirra og áróðurstækni eru ræddar og margvislegar athuga- semdir gerðar við skoðanir þeirra og fullyröingar. dæmi eru tekin úr baráttu skæruliðahópa og bænda alþýðu. t bókarlok birtast niður- stöður höfundar. þar sem hann telur, að ennþá sé verkalýður iðnaðarrikjanna sá eini kjarni sem geli umskapað samfélagið, með vissum forsendum, sem höfundur ræðir nánar. Þetta er vel skrifuð bók og mjög fróðleg fyrir þá, sem láta sig samfélags- mál einhverju varða. Kúba Framhald af bls. 2. átti að færa alþýðunni völdin”. En árásin misheppnaðist. Óheppnin elti uppreisnar- mennina: nokkrir þeirra villtust i hinum þröngu götum Santiago, þar sem þeir voru ókunnir. Forustuhópurinn, undir stjórn Fidels Castro, komst inni herbúð- irnar, en varðmennirnir áttuðu sig fljótlega og gátu gefið aðvörunarmerki. Fidel gaf skipun um undanhald og margir árásarmanna komust undan og flúðu til fjalla. Abel Santamaria hafði tekið borgarsjúkrahúsið við tuttugu menn, og Raúl Castro dómshöllina. Fjórir uppreisnar- menn féllu i Moncada i sjálfum bardaganum. Blóðbaðið hófst að bardaganum loknum. Uppreisnarmennirnir voru hand- teknir hver á fætur öðrum og drepnir, flestir eftir hinar hroða- legustu pyndingar. Blóðhundar Batista fengu fulla útrás fyrir kvalalosta sinn, Aður en Abel Santamaria dó,höfðu verið rifin úr honum augun. Um sjötiu manns voru sviptir lifi i þessu óhugnanlega fjöldamorði. Fidel Castro hafði komizt úti sveit. A fimmta degi eftir árásina var hann handtekinn ásamt Oscar Alcalde og öðrum félaga. Honum vildi bað til lifs að liðsfor- inginn, sem handtók hann var gamall skólafélagi hans og auk þess heiðarlegur náungi, sem vildi afstýra frekari morðum. Hann fór þvi ekki með fangana til Moncada, heldur i fangelsi Santiago-borgar. Sagan mun sýkna mig Tveimur mánuðum siðar hófust réttarhöld i Moncada-málinu. Fidel Castro varði sjálfur mál sitt, sem lögfræðingur. Varnar- ræða hans fyrir þessum rétti er heimsfræg. Reyndar var þar fremur um sókn að ræða en vörn, öll er ræðan hatrammleg ákæra á Batista og stjórnarfar bandarisku hálfnýlendunnar Kúbu. A næstu mánuðum vann Fidel að þvi að búa ræðuna til prentunar, skrifaði hana með sitrónusafa á milli lina i bréfum til ættingja og vina. Bréfin voru ritskoðuð, en fang- elsisstjórninni datt ekki i hug að leita að ósýnilegu letri. U.þ.b. ári eftir réttarhöldin kom ræðan út á prenti i Havana undir nafninu „Sagan mun sýkna mig”. 33 uppreisnarmenn voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir þátttöku i Moncadaárasinni. Fidel Castro hlaut þyngsta dóminn, fimmtán ár. 1 fangelsinu á Furueyju stofnuðu þeir félagar námshóp og lásu allt, sem þeir gátu náð i af sósíaliskum bók- menntum, ritum Jose Marti og annarra kúbanskra föðurlands- vina. Þeir höfðu samband við fálaga utan fangelsisins og voru harðákveðnir að halda baráttunni áfram um leið og þeir losnuðu úr fangelsi. Það gerðist fyrr en nokkurn hafði grunað: u.þ.b. tveimur árum eftir réttarhöldin neyddist Batista til að veita þeim sakaruppgjöf. 26. júli-hreyfingin var orðin óumflýjanleg staðreynd i kúbönsku þjóðlifi þegar áður en þeir félagar gengu útúr fang- elsinu á Furueynni. Fidel Castro var þjóðhetja. Það, sem siðar gerðist er kunnara en frá þurfi að segja. Kúbönsku byltingunni lauk með fullum sigri hinn fyrsta janúar 1959. Arásin á Moncada var upphaf hennar. Þessvegna er 26. júli þjóðhátiðardagur Kúbu. Havana, 4. júli 1973 Ingibjörg Haraidsdóttir Akureyringar Framhald af bls. 1. sögu og sama er að segja um tvo skipstjóra, sem félagið sendi út á veiðar á togurunum. Verða þcir afhentir i lok ágústmánaðar næstkomandi. Eins og menn vita hafði Otgerðarfélag Akureyringa pantað tvo af Spánartogurunum. Nú hefur þaö beöið um að vera leyst undan þeim kaupum og sagði framkvæmdastjórinn,að félagið hefði verið orðið smeykt við stöðina vegna smiðagalla, sem komið hafa fram i skipum, sem hún hefur byggt fyrir ís- lendinga, en eins og kunnugt er hafa komið i ljós miklir gallar i Bjarna Benediktssyni og litils- háttar i Júni, sem stafa af óvandaðri vinnu. Einnig sagði hann, að þar sem nú hefðu verið fest kaup á togurunum tveim frá Færeyjum væri alls óvist.hvort félagið heföi fjárhagslegt bolmagn til að kaupa tvo togara til viðbótar. —ÞH Efnahagslögsaga Framhald af 12 siðu Þess ber að geta, að hér er aðeins um að ræða hluta af verk- efnum hafsbotnsnefndarinnar. Dagskrármálin eru alls 25 og skiptast sum þeirra i undirliði. Af dagskrármálunum má nefna reglur um sérstööu eyrikja og rikja, sem ekki eiga aðgang að sjó, siglingafrelsi, alþjóðleg sund, sjávarmengun, visindalegar rannsóknir á hafinu og hið alþjóð- lega hafsbotnssvæði. Hverjir eiga? Framhald af 12 siðu fram venjulegan framfærslu- kostnað. Fallist skattstjóri á umsókn skattþegns, skulu tekjur hans til álagningar lækkaðar um eigi lægri fjárhæð en nemur barnafrádrætti sam- kvæmt 16. gr. fyrir hvert barn, sem þannig 'er ástatt um. 3. Efskattþegnhefurforeldra eða aðra vandamenn sannanlega á framfæri sinu. 4. Ef skattþegn hefur haft veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna eldri en 16 ára. 5. Ef skattþegn hefur orðið fyrir verulegu eignatjóni af völdum náttúruhamfara, eldsvoða eða búfjársjúkdóma, enda hafi hann ekki fengið tjón sitt bætt úr hendi annarra aðila. 6. Ef gjaldþol skattþegns hefur skerzt verulega vegna tapa á útistandandi kröfum, sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans. 7. Ef skattþegn lætur af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sökum. Nánari ákvæði um skilyrði fyrir framangreindum ivilnunum skulu sett i reglugerð. Skattstjóri getur veitt ivilnanir samkvæmt þessari grein án umsóknar. Akvörðun skattstjóra samkvæmt þessari grein má skjóta til rikis- skattstjóra, sem tekur endanlega ákvörðun i málinu. Rikisskatt- stjóri skal sérstaklega fylgjast með ivilnunum þeim, sem skatt- stjórar veita samkvæmt þessari grein, og sjá til þess, að sam- ræmis sé gætt og réttum reglum fylgt. Greiði skattþegn, sem skatt- skyldur er hér á landi, samkvæmt ákvæðum 1. kafla þessara laga, skatta af eignum sinum og tekjum, sem skattskyldar eru hér á landi til rikissjóðs eða opin- berra aðila i riki, sem Island hefur ekki gert við tvisköttunar- samning, er rikisskattstjóra heimilt, samkvæmt umsókn skattþegns, að lækka tekjuskatt eða eignarskatt með hliðsjón af þessum skattgreiðslum. Skattskráin Framhald af bls. 1. Prentvillur i skatt- skránni Það mætti teljast með ólikind- um, ef engar prentvillur væru i skattskránni. útreikningur og prentun eru unnin hjá Skýrslu- vélum, og við gerð skrárinnar geta viða slæðzt inn villur.'Spjöld eru ef til vill rangt götuð eða ein- hver áföll verða i vélavinnunni. Starfslið skattstofunnar fer yfir alla skattskrána i leit að slikum villum. Einn hæstaréttardómari hér i borg á samkvæmt skatt- skránni ekki að greiða neitt i tekjuskatt og er það augljóslega prentvilla i skránni. Ef menn verða varir við svona villur, borgar sig að leiðrétta þær strax, þvi að skattayfirvöld geta krafið menn um viðbótar- greiðslur hvenær sem er á næstu 6 árum. Taprckstur t lögum um tekjustofna sveitar- félaga No. 8. 1972 segir svo i 4. málsgrein 23. greinar: ,,Nú vinnur einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæði eða ófjárráða börn þessara aðila við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, og er þá sveitarstjórn heimilt, ef sérstak- lega stendur á, að ákveða,að tekjur slikra aðila til útsvars verði ákveðnar eftir þvi, sem ætla má, að laun þessara aðila miðað við vinnuframlag þeirra hefðu orðið, ef þau hefðu unnið starfið i þágu annars aðila.” Nú má hugsa sér dæmi, sem félli undir þetta lagaákvæði. Skipstjóri, sem jafnframt er út- gerðarmaður skilar rekstar- reikningi útgerðarinnar með framtali sinu, þvi að um einka- rekstur er að ræða. Útgerðin er rekin með tapi. og skipstjórinn ætlar sér engin laun, hann hefur lifað af fyrningum. Ef ekki væri til áðurnefnt lagaákvæði, greiddi hann ekkert útsvar. En i krafti þess er áætlaður á hann tekju- stofn og er þá gengið út frá skýrslum um launaskatt, en á þeim sjást meðallaun skipstjóra. Nú má vera, að ástandið hafi á siðasta ári verið svipað hjáEinari rika og fyrrnefndum skipstjóra, en ekki hefur enn unnizt timi til að áætla þessar tekjur. Útsvar hans og ýmissa annarra, sem likt er ástatt um, verður örugglega tekið til end- urskoðunar I krafti þessara ákvæða. Mega þeir þvi búast við verulegri hækkun útsvars. ö.P. Úrslit í bikarkeppni Úrslitin i 16 liða bikarkeppni K.S.l. I gærkvöld, en þá fóru fram fimm leikir, urðu þessi: 1B1 — IBA, 5—1, KR — Völsungur, 3—2, tBK— UBK, 5—0, IA — Selfoss, 3—2, IBV — Valur, 1—0. : SPAKMÆLI : ■ ■ a Sá sem kann að fela kann » J lika listinni að stela. En sá ^ * sem kann ekki að fela, ætti ■ a aldrei að stela. “ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Staöa fræðslustjórans í Reykjavík er laus til umsóknar Starfið veitiSt frá 1. október 1973. Laun samkv. kjarasamningi borgarinnar og Starfsmannafélags Reykjavikurborg- ar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist skrifstofu borgar- stjóra fyrir 17. ágúst n.k. Reykjavik 25. júli 1973. Borgarstjórinn i Reykjavik ____________________________________ V estmannaeyingar Þeir Vestmannaeyingar sem snúið hafa aftur til Vcst- mannaeyja og setzt þar að eða stunda vinnu þar hafa nú liafið undirskriftasöfnun þess efnis að Viðlagasjóður sjái til þess að viðlagasjóðshúsin verði reist í Vestmannaeyjum, ein- hver þeirra að minnsta kosti. Nú þegar hafa nokkrar lóða- umsóknir bori/t til bæjar- sljórnarinnar i Eyjum og vilja nienn reisa hús i þvi nýja liverfi sem þcgar hefur verið ákveðið að bvggja. Finust Vestni annaey ingum ekki nenia eðlilegt að eitthvað af þeim viðlagasjóðshúsum sem enn eru ekki komiii til landsins vcrði reist þar i stað þess að lialda óbreyttri fyrri áætlun. Skólastjóra og kennara vantar að Alþýðuskólanum Eiðum, umsóknarfrestur til 5. ágúst. Upplýsingar i menntamálaráðuneytinu og hjá Sigurði Blöndal, Hallormsstað. Skólanefndin. F#?A FLI7CFÉLACWC/ Afgreiðslumenn óskast Flugfélag íslands óskar að ráða tvo afgreiðslumenn til starfa i farþega- afgreiðslu á Reykjavikurflugvelli. Verzlunarskóla- eða Samvinnu- skólamenntun nauðsynleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást i skrifstofum félagsins, sé skilað til starfs- mannahalds i siðasta lagi föstudaginn 6. ágúst n.k. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. FLVCFELAC ISLANDS Hagsýn húsmóðir notar Jurta nntf \/nrrS / gott verö/ gott bragö • smjörlíki hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.