Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 2
r 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júil 1973. 26. júlí — þjóðhátíðardagur Kúbu Ingibjörg Haraldsdóttir sknfar fra Kúbu Hinn 26. júli veröa liöin tuttugu ár frá árásinni á Moncada- herbúöirnar I Santago de Cuba. Þessi árás, sem framin var af hópi ungra manna undir forustu Fidels Castro, markaöi timamót I sögu Kúbu og var neistinn sem kveikti báiiö mikla; kúbönsku byltinguna. Siikt var pólitiskt mikilvægi þessarar 1 hernaöarlega misheppnuöu árás- ar. > Atburðir ársins 1953 eru undar- } lega nálægir manni hér á Kúbu > um þessar mundir. Fjölmiðlarnir j flytja svo til daglega efni,sem , þeim er tengt, rifjað er upp , ástandið á Kúbu fyrir 1953 og , þróun mála siðan. Eftirlifandi r þátttakendur Moncadaárás- arinnar birta endurminningar , sínar, dagblöðin flytja ævisögur hinna föllnu. Fyrir skömmu ræddust við í sjónvarpssal fulltrúar tveggja kynslóða: Moncada-fólk og ungt fólk sem kjörið hefur verið til að mæta fyrir Kúbu á Heimsmót æskunnar i Berlin i sumar. Aðdragandinn Aðdragandi Moncada— árásarinnar er venjulega rakinn Ymsir urðu til að mótmæla stjórnarbyltingunni i orði, og var enginn ómyrkari i máli en 26 ára gamall lögfræðingur, Fidel Castro að nafni, sem ákærði Batista fýrir stjórnarskrárbrot. Þegar hinir borgaraiegu dómstólar höfðu daufheyrzt við ákærum hans,þótti honum einsýnt að ofbeldinu yrði aðeins útrýmt með ofbeldi. Meðaðstoð nokkurra félaga hóf hann stofnun nýrrar áreyfingar kúbansks æskufólks. Þessi hreyfing var að sjálfsögðu leynileg. Skipulag hennar var með þeim hætti, að stofnaðir voru smáhópar sem þekktust ekki sin á milli.en höfðu samband við aðal- forsprakkana, Fidel Castro og Abel Santamaria. Það er algengur misskilningur, að meðlimir hreyfingarinnar hafi allir verið ungir menntamenn af borgarastétt. 1 raun og veru voru meðal þeirra margir fátækir verkamenn, atvinnuleysingjar og synir landlausra bænda. Allir voru þeir svarnir andstæðingar Batista og reiðubúnir að taka sér vopn i hönd ef á þyrft að halda. A skömmum tima komst félaga- talan uppi 1200-1400 manns. Hafizt var handa um að æ(a mannskapinn i vopnaburði. Ýmsar aðferðir voru notaðar til þess, Til dæmis er frá þvi sagt, að Oscar Alcalde (núverandi sendi- herra Kúbu i Sviþjóð og á Islandi) hafði aðgang aö klúbbi þar sem burgeisar stunduðu skytteri sér til afþreyingar. Hann gerðist skyndilega mikill aðdáandi þessarar iþróttar og stundaði klúbbinn af kappi, og hafði þá jafnan með sér nokkra vini sina, sem hann keppti við. Þarf ekki að taka fram,að vinirnir voru allir meðlimir byltingarhóps þess, sem Alcalde starfaði i. Aðrir hópar fóru útúr bænum um helgar Fídel Castro ásamt tveimur félögum sinum eftir aö þeir höföu veriö handteknir fyrir áhlaupiö á Moncada-virkið. til 10. marz 1952, þegar Fulgencio Batista gerði stjórnarbyltingu með aðstoð hersins og tók sér ein- ræðisvöld i landinu. Hin „lýðræðislega kjörna” stjórn sem þarmeð gaf upp öndina hafði verið gjörspillt eins og reyndar flestar stjórnir, sem lengur eða skemur höfðu setið að völdum á Kúbu siðan landið var gert að lýð- veldi uppúr aldamótunum siðustu. En Batista sló öll met i spillingu, alþýðukúgun og undir- lægjuhætti gagnvart Banda- rikjunum. og æfðu sig á afskekktum stöðum, og enn aðrir fengu aðstöðu tií æfinga i háskólanum i Havana, auðvitað án þess að nokkurn grunaði hver tilgangurinn var. En starf þessarar nafnlausu og leynilegu hreyfingar var ekki aðeins hernaðarlegs eðlis. Þetta var fyrst og fremst stjórnmála- félag og sem slikt hafði það stefnuskrá, sem samin var áður en ráðizt var á Moncada. Hreyf- ingin hafði það að markmiði að koma á réttlátu og óspilltu stjórnarfari á Kúbu, i anda hinnar ástsælu frelsishetju, Jose Marti.Um Jose Marti sagði Fidel Castro siðar, að hann hafi verið „hugmyndafræðilegur höfundur” Moncada- árásarinnar. Jose Marti var skáld, stjórnmála- maður, kennari, blaðamaður og byltingarmaður, sem féll i frelsisstriðinu gegn Spánverjum. árið 1895. Hann lét eftir sig ógrynnin öll af skrifuðu máli og hefúr haft mjög sterk áhrif á alla kúbanska byltingarmenn. Arið 1953 voru liðin hundrað ár frá fæðingu Jose Marti og þvi hafa Fidel Castro og fylgismenn hans i Mocadaárásinni ogt verið nefndir „Kynslóð hundrað ára afmælis- ins”. Eftir árásina kenndi hreyf- ingin sig við 26. júli. Fjárhagsvandræði hrjáðu hreyfinguna frá upphafi. Eins og áður segir voru félagsmenn margir af fátækari stéttum þjóð- félagsins, en þeir sem eitthvað áttu seldu eignir sinar og létu peningana ganga til hreyfingar- innar. Oscar Alcalde sendi apótek sem hann starfrækti, annar félagi seldi ljósmyndastofu sina osfrv. Peningunum varð varið til vopnakaupa. 1 upphafi var ætlun- in að kaupa vélbyssur, en brátt kom i ljós að öll slik vopn voru undir eftirliti Batista og FBI. Ekki létu þessir ofurhugar það á sig fá, og á Moncada-herbúðirnar réðust þeir vopnaðir rifflum með hlaupvidd 22. Soldátinn bar byssurnar Árásin var vandlega undirbúin. 165 menn voru valdir til hennar, en aðeins Fidel, Abel Santamaria og 3-4 aðrir félagar vissu nákvæmlega hvað til stóð. Aðfaranótt 26. júli 1953 var allur hópurinn samankominn á búgarðinum Siboney i nágrenni Santiago de Cuba. Búgarðurinn hafði verið tekinn á leigu undir þvi yfirskini, að þar ætti að setja upp hænsnarækt. Félagarnir höfðu komið til Santiago eftir ýmsum leiðum, flestir þóttust ætla að vera viðstaddir hið hefð- bundna karneval, sem stóð yfir einmitt um þær mundir. Fræg er sagan um komu Heydée Santa- maria til Santiago. Heydée var systir Abels Santamaria og önnur af tveimur konum,sem þátt tóku i árásinni. Hún kom með lest frá Havana og hafði með sér stóra ferðatösku fulla af skotvopnum. Þegar hún fór útúr lestinni á járnbrautarstöðinni i Santiago bauðst ungur hermaður úr her Batista til að hjálpa henni með töskuna. Hún þáði hjálpina. „Það er naumast hún er þung” sagði hermaðurinn, þegar hann tók upp töskuna, „er þetta dinamit?” „Nei,” svaraði Haydée, „bækur. Ég var að enda við að útskrifast úr háskólanum og hef fengið vinnu hér i Santiago. En fyrst ætla ég að skemmta mér á karne- valinu. Þér væruð alveg tilvalinn dansherra fyrir mig.” Hermað- urinn tók vel í það og þau ákváðu stefnumót, kvöddust siðan með virktum. 1 Siboney skýrði Fidel liðs- mönnum sinum frá áætluninni, sem var að taka herbúðirnar, sjúkrahúsið og dómshöllina i Santiago, og einnig herbúðir i Bayamo, sem er bær skammt frá Santiago. Aðgerðinni i Bayamo var ætlað að koma i veg fyrir að lið yrði sent þaðan til Moncada. Timinn,sem valinn hafði verið til árásarinnar, gat ekki verið heppi- legri: hermennirnir voru önnum kafnir að skemmta sér á karne- valinu. Engar njósnir höfðu borizt um hina fyrirhuguðu árás. Liður í stóru plani Margt hefur verið rætt og ritað um hvað gerzt hefði,ef árásin hefði heppnazt. Raúl Castro, einn af fyrirliðum Moncada-hópsins og núverandi hermálaráðherra, sagði átta árum eftir árásina: „Arásin var ekki gerð eingöngu i þeim tilgangi, að ná völdum af Batista og kumpánum hans, heldur var hún upphaf að aðgerðum, sem gjörbylta áttu stjórnarfari, efnahag og félags- legu lifi á Kúbu og binda endi á hina erlendu kúgun, fátæktina, atvinnuleysið og ófremdar- ástandið i heildbrigðis- og menntamálum, sem lá einsog mara á föðurlandi okkar og þjóð. Það er satt, að Fidel hafði þá ekki yfir að ráða skipulagðri hreyf- ingu, sem gæti framkvæmt allar þessar áætlanir: það er satt að Fidel treysti þvi,að stjórnmála- ástandið i landinu og hin rikjandi óánægja gerðu það að verkum,að fólkið kæmi til liðs við hann, þegar þvi byðust vopn og foringjar, sem reiðubúnir væru til að hefja aðgerðirnar og stjórna þeim. En það sem mikilvægast er að leggja áherzlu á er, að hér var ekki verið að skipuleggja aðgerðir á bak alþýðunni, heldur var ætlunin að útvega alþýðunni vopn og hvetja hana til vopnaðrar baráttu: hér var ekki verið að ráðast á stjórnina til að hrifsa völdin i okkar hendur, heldur var þetta upphafið að byltingu, sem Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.