Þjóðviljinn - 12.08.1973, Page 1
Siinnudagur 12. ágúst 1973.—38. árg. —183. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
k A
APÚTEK
OPIÐ OLL KVÓLD TIL KL. 7.
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SÍMI 40102
sadistanna
HOUSTON 11/8 — Búizt er við þvi
að fæst lik þeirra sem hópur
sadista hefur myrt i Texas muni
finnast. Likin voru grafin svo
nálægt strönd Mexikóflóa að flest
munu þau hafa skolazt til hafs.
Aðeins þrjú lik hafa fundizt til
þessa, en tveir táningar hafa ját-
að að hafa átt aðild að morði um
25 ungra manna, sem urðu fórn-
arlömb kvalalosta þeirra og
þriðja manns, sem þeir hafa
sjálfir þegar komið fyrir kattar-
nef.
Leitað að
fórnar-
lömbum
Sovétrit-
höfundur
flytur til
Frakklands
PARIS 11/8 Sovézki
rithöfundurinn Andrei Sinjavski
er kominn til Parisar ásamt konu
sinni og dóttur, og mun hónum
hafa boðizt kennarastaða við
Sorbonne-háskóla, að sögn
franska blaðsins Le Figaro.
Sinjavskl var handtekinn árið
1966 og dæmdur fyrir rit sem
hann hafði skrifað og gefin voru
út á Vesturlöndum. Hann var
látinn laus úr fangabúðum árið
1971, og i vor bárust fregnir um
það, að hann hefði sótt um leyfi til
sovézkra yfirvalda um að fá að
flytja úr landi. Sínjavski er sagð-
ur hafa skrifað bók um veru sina i
fangabúðunum.
í dag lýkur málvcrkasýningu
Jón Þ. Eggertssonar frá Patreks-
firði sem opin hefur verið á
Hallveigarstöðum siðan á
miðvikudag. Aðsókn hefur verið
góð, og allmargar myndir hafa
selzt. Sýningin er opin kl. 2-10.
Gömlu sildarbraggarnir og
gömlu bryggjurnar verka I
senn hrifandi og niðurdrep-
andi. Húsin á Bakkanum
speglast i sjónum.
Hvernig er lifið á Siglufirði?
Er ekki hálfgerð eymd þar. A
hverju lifir fólkið?
Þannig er' spurt, og
staðreyndin er sú að menn vita
yfirleitt litið um staðinn annað
en það, að þar var einu sinni
mikil sild og mikill uppgangur.
Við reynum að gefa mynd af
Siglufirði eins og hann er i dag i
myndarlegum blaðauka.
Sjá bls. 7 til 18
Er að byggja stœrsta
veitingahús landsins
mundir, þannig að ég get ekkert
sagt um það hvenær það verður
tilbúið.
—A ekki að loka Sigtúni i haust?
— Ja, ég las það i Þjóðviljanum
fyrir nokkru, en ég vil ekkert um
það mál segja sem stendur. Hins-
vegar þarf ég endilega að láta
búa til fyrir mig skilti við
nýbygginguna þar sem á að
standa — Hér byggir Sigmar i
Sigtúni nýtt veitingahús— svona
rétt eins og skiltið sem á stendur.
— Hér byggja sjálfstæðis-
menn— S.dór
Náttúruverndarráð í kynnisför um Mývatnssvœðið
— Jú það er rétt, ég er að
byggja nýtt veitingahús inn við
Suðurlandsbraut og það sem
meira er, að það verður stærsta
veitingahús landsins og það eina
sem byggt hefur verið hér i
Reykjavik sem slikt. Það er
kempan Sigmar Pétursson
veitingamaður i Sigtúni sem
sagði þetta i gær er við inntum
hann fregna af nýja húsinu sem
hann er að byggja.
— Það er verið að slá upp
mótum fyrir húsinu um þessar
áætluninni væri, að upp risi
a.m.k. 2 þús.manna bær til að
íullnýta jarðhitann. Ef af slikum
áætlunum yrði væri eins gott að
geíast hreinlega upp við alla vörn
á óspilltri náttúru við Mývatn.
Starri sagði að andinn á fund-
inum hefði allur verið á þá sveif,
að verja svæðið fyrir spjöllum og
láta fremur vikja stundarhags-
munasjónarmið i sambandi við
peningahugmyndir en að valda
óbætanlegu tjóni. 1 þvi sambandi
mætti benda á, að kisiliðjan er
litin mjög illu auga af öllum þeim,
er vilja um nátturuverndarmál
hugsa.
Fundurinn gerði engar ályktan-
ir, en af flestum var lögð mjög rik
áherzla á, að ekkert yrði frekar
aðhafzt án undangenginna mjög
ýtarlegra rannsókna. Laxárdeil-
an leiddi m.a. til þess, að nú er
unnið að ákveðnum rannsóknum
á svæðinu og vonazt er til að þær
haldi áfram eða aðrar taki við.
Um þetta atriði voru bæði ráðslið-
ar og heimamenn sammála.
Búast má við, að landbúnaður
verði háður nokkru eftirliti i
framtiðinni svo að bændur hlaupi
heldurekki útundan sér i þessum
málum.
Starri sagði að náttúrunni
Framhald á bls. 15.
45 manns
var
stungið inn
Allmikil ölvun var I Reykjavik
aðfaranótt laugardags — fylgdu
henni að visu engin stórtiðindi,
aðeins nokkrir pústrar. Fjörutiu
og fimm manns gistu fanga-
geymslur lögreglunnar af þeim
sökum.
Náttúruverndarráð er nú statt i Mývatnssveit
og athuga ráðsliðar ýmsa þætti nauðsynlegrar
náttúruverndar i Mývatnssveit, en eins og
kunnugt er hefur dýra- og þó einkum fuglalifi þar
hrakað mjög á undanförnum árum. Siðastliðinn
þriðjudag var haldinn almennur fundur i
Skjólbrekku, og var þar saman komið auk ráðs-
ins mikið fjölmenni. Unnið er að þvi að semja
frumvarp um náttúruvernd á Mývatns- og
Laxárdalssvæðinu og mun það verða lagt
fyrir næsta Alþingi.
Þorgrimur Starri sagði, að það
væri flestra mál, að áætlun þessi
væri i heild neikvæð og stórhættu-
leg, þótt einstaka atriði væru
góðra gjalda verð. Það væri þvi
veigamikill þáttur i umræðu um
framtið svæðisins, hvernig við
henni yrði brugðizt. Kjarninn i
þvi að reiknað er með áframhaldi
athafna og búskapar. En i þvi
verða ákvæði, er verða mun
strangari en reglur þær er gilda
um önnur byggðarlög samkvæmt
almennum náttúruverndarlög-
um.
Einnig var mikið rætl um
hversu bregðast skyldi við
vaxandi iðnvæðingu, og sifellf
stærri skörum ferðalanga, og
hvernig væri unnt að koma i veg
fyrir að þróunin ylli spjöilum.
1 fruinvarpinu verður gert ráð
fyrir náttúru-verndarstöð við
Mývatn og hefur henni þegar ver-
ið valinn staöur i Haganeslandi.
Stöðin verður á Rifshöfða austan
við Laxá skammt þar frá sem áin
byrjar að falla úr vatninu.
Tildrög þess, að náttúru-
verndarráð kom til Mývatns eru
þau að sveitarstjórnin óskaði eftir
viðræðum við ráðið. meðal
annars vegna nýrrar skipulags-
áætlunar, sem Magnús Bjðrnssop
hefur gert fyrir svæðið.
Þjóðviljinn hafði i tilefni þess-
ara fundarhalda tal af Þorgrimi
Starra bónda i Garöi.
Þorgrimur sagði, að fundurinn
hefði verið mjög vel heppnaður.
Menn heföu verið ánægðir með
undirtektir náttúruverndarráðs-
manna við þau sjónarmið, sem
ibúar svæðisins telja nauðsynlegt
að taka mið af, þegar ákvörðun
verður tekin um, hvað gera beri
til að vernda óspillta náttúru við
Mývatn.
í undirbúningi er frumvarp til
laga um verndun Mývatnssvæðis-
ins. 1 þvi frumvarpi mun ekki
verða gert ráð fyrir að svæðið
verði alfriðað eins og þjóðgarður,
Framtíð Mýyatns