Þjóðviljinn - 12.08.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1973.
DIÚDVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYPINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Otgáfuféiag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Fréttastjóri: Eysteinn Þorvalds§on
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Áskriftarverð kr. 300.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 18.00
Prcntun: Blaðaprcnt h.f.
BREYTINGAR A SKATTALÖGUM
Pólitiskir andstæðingar núverandi
stjórnvalda vilja stundum halda þvi fram,
að núgildandi skattalög séu i alla staði ó-
hæf og að skattlagning hafi verið mun
réttlátari á timum viðreisnarstjórnarinn-
ar. Þannig segir Morgunblaðið i forystu-
grein á föstudaginn, að þjóðin hafi um
langt skeið búið við óhæf skattalög, þar til
viðreisnarstjórnin tók sér fyrir hendur að
gera á þeim umbætur. Siðan segir ritstjóri
Morgunblaðsins frá þvi, hvernig siðferði i
skattamálum hafi batnað við þessar
breytingar og vill meina, að flestir hafi ti-
undað tekjur sinar rétt á sjöunda áratugn-
um. Það hafi ekki verið fyrr en vinstri-
stjórnin gerði grundvallarbreytingar á
skattlagningu, að menn hafi freistazt til að
svikja undan skatti.
Þjóðviljinn hefur áður lýst þvi yfir, að
núgildandi skattalög eru ekki að öllu leyti
til fyrirmyndar, en það er þó ómótmælan-
leg staðreynd, að breytingar þær, sem nú-
verandi stjórnvöld gerðu á skattalögun-
um, höfðu i för með sér meiri jöfnun á
tekjum en áður var. Má vera að einmitt
þetta atriði hafi freistað fleiri fjárafla-
manna en ella til að telja ekki fram allar
tekjur sinar, og þvi vilji Morgunblaðið
gera lltið úr umbótunum. Þjóðviljinn álit-
ur aftur á móti, að nauðsynlegt sé að
ganga miklu lengra i þessum efnum.
Núgildandi skattalög hafa þó marga og
meinlega galla. Augljóst er, að áðurnefnd
tekjuöflun nær aðeins til skattlagðra
tekna, sem i mörgum tilfellum eru miklu
lægri en framtaldar tekjur. Auk þess
hefur ekki komið i veg fyrir að ýms-
ir starfshópar telji aðeins fram hluta
launa sinna. Umbætur á skattalögunum
eru nauðsynlegar, og þær umbætur verða
að takmarka svigrúm ýmissa þjóðfélags-
hópa til að sleppa við að greiða skatt af
öllum tekjum sinum.
Ef skattlagningin á að jafna rauntekjur
þegnanna, verður að taka til gagngerrar
endurskoðunar frádráttarákvæði skatta-
laganna. Ljóst er, að menn sitja ekki allir
við sama borð, þegar að skattafrádrætti
kemur.
Launamenn verða i flestum tilvikum að
telja fram allar sinar tekjur. Vaxta-
greiðslur þeirra eru smávægilegar miðað
við skuldakóngana, og þeir geta ekki ætlað
stóran hluta tekna i fyrningar. Skattlagn-
ingin leggst þvi á launamenn af fullum
þunga.
Um daginn vakti Þjóðviljinn athygli á
þvi, að fimm Dagsbrúnarmenn, sem unnu
myrkranna á milli siðasta ár og höfðu
nærri þvi 700 þús. króna árstekjur, þurfa
að greiða hærri skatta en ákveðnir aðilar,
er töldu þó fram hærri tekjur til skatts.
Sérstaklega var tiltekinn hópur tiu tann-
lækna og ákveðinn fasteignasali hér i bæ.
Þetta dæmi sýnir þó ekki nema brot af þvi
óréttlæti, sem viðgengst i skattamálum.
Atvinnurekendur og braskarar hafa ótal
smugur til að losna við skattlagningu.
Vaxtagreiðslur sumra þeirra eru ævin-
týralega háar, en verðbólgan eyðir skuld-
unum jafnt og þétt. Almenningi er svo tal-
in trú um, að þetta fyrirkomulag sé til
fyrirmyndar, og vist er, að hinn almenni
launamaður gæti ekki, miðað við núver-
andi ástand, steypt sér i miljónaskuldir
vegna húsbygginga, ef ekki kæmu til
vaxtafrádráttur og rýrnun skulda vegna
verðbólgu. En hversu dýru verði kaupir
almenningur þessi hlunnindi? Hluti
gjaldsins er fólginn i þvi, að auka fjár-
málavald burgeisanna.
Þjóðviljinn vill meina, að hægur vandi
sé að leysa húsnæðismál almennings á
skynsamlegri hátt.
Morgunblaðið og aðrir talsmenn bur-
geisanna halda þvi fram, að bezta lausnin
sé að afnema alla beina skatta og afla
rikisvaldinu tekna með tollum, söluskatti
og eignarskatti. Látið er i það skina, að
hátekjumenn greiddu þá sjálfkrafa skatt
af öllum tekjum sinum. t þessu sambandi
er nauðsynlegt að minna á veigamikið
atriði.
I auðvaldsþjóðfélagi eru peningar ekki
eingöngu notaðir til að kaupa lifsnauð-
synjar og lúxusvarning. Auður skapar
völd. Ef tekjur eru miklu hærri en nemur
almennum framfærslukosnaði, er unnt að
kaupa sér völd.
Eignarhald á atvinnutækjum er falt
fyrir fé, en þar er i flestum tilfellum um að
ræða hærri upphæðir en venjulegir laun-
þegar hafa handbærar. Réttlátt skatta-
kerfi verður að ná til þeirrar veltu, sem
burgeisar nota til að auka völd sin i þjóð-
félaginu.
Aftur á móti er það réttlætiskrafa, sem
yfirvöld verða að uppfylla, að raunveru-
legur framfærslukostnaður sé algjörlega
skattfrjáls.
Búfræðingurinn gætir bús og vita
Horft heim aö Dalatanga. Vitinn sést efst í horninu til hægri
og af blómagarðinum mœttu margir
á skjólsælli stöðum öfunda húsfreyjuna á Dalatanga
Mikið verður ferðamaður hissa,
þegar hann rekst á einn fegursta
blómagarð sem hann hefur séð út
á yzta annesi, þar sem vindar
næða einlægt um og brimið ber
klappirnar.
Þetta vará Dalatanga, þar sem
þýzkættuð eiginkona Erlendar
Magnússonar vitavarðar hefur
hreint og beint neitaö að beygja
sig fyrir izlenzku veöurfari og af
dæmafárri elju- og þolinmæði
tekizt að koma til izlenzkum
jurtum og suðrænum i bland i
skjóli við ibúðarhúsið á þeim
fimm árum, sfem fjölskyldan
hefur búið þarna, en áður voru
þau vitaverðir á Siglunesi norður.
Þvi miður hittum við ekki hús-
móöurina heima, þar eð hún hafði
farið i sumarleyfisferð með eigin-
manni sinum, en vita, húss og bús
var vel gætt af börnunum á
mroan, undir forystu elztu
systranna, Helgu og Rebekku.
Vitastörfin þekkja þær frá
öarnæsku og ekki skorti
menntunina til hinna starfanna,
þvi Rebekka hefur stundað nám
við Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað og Helga er útskrifaður
búfræðingur frá Hólum.
Dýrindis rjómaterta var
göldruð fram á borðið i hvelli og
aðrar kökutegundir svo margar
að fara mundi um ófáa Hnall-
þóruna.
— Og hvað tekur svo við að
náminu loknu?
— Æ, það er svo gott að vera
heima, fannst þeim, en allrahelzt
vildu þær samt læra eitthvaö
meira, bara ekki búnar að ákveða
nákvæmlega hvað.
— vh
Rebekka t.v. er útskrifuð úr Húsmæöraskólanum á Hallormsstaö, en
Helga systir hennar t.h. búfræöingur frá Hólum
(Ljósm. vh)