Þjóðviljinn - 12.08.1973, Qupperneq 9
SIGLUFJÖRÐUR
BLAÐAUKI
Sunnudagur 12. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Verkalýðs-
félagið
Uömlu húsin viö höfnina þoka nú fyrir nýju frystihúsi, sem Þormööur rammi ætlar aö láta byggja.
Félagsstarf styrktist
er konur og karlar
sameinuðust
um félag
Óskar Garibaldason: Hingaö
kemur fólk meö margvísleg
vandamál.
Á skrifstofu
verkalýðsfélagsins
Vöku sat
Oskar Garibaldason
og hafði
í mörgu að snúast.
Auðséð var,
að þetta er lifandi
vinnustaður, þar
sem margir koma.
— Hvaö ertu búinn aö starfa
lengi hér, óskar?
— Ég er búinn að vera hér
samfleytt siðan 1953, en áður var
ég hér hjálparkokkur.
— Ertu fæddur hér?
— Ég er fæddur hér hinum
megin við jarðgöngin, i Engidal,
en hef verið hér siðan ég var 10
ára. Ég var hér i skóla, er allt
mitt fólk fórst i snjóflóði.
— Hvað finnst þér hafa breytzt
i þessu starfi á siöustu árum? Nú
er gjarnan talað um stofnun I
sambandi viö verkalýðs-
hreyfinguna.
— Já, það er kannski ekki
fjarri lagi, að hreyfingin hafi
breytzt úr þvi að vera félags-
skapur ólaunaðra áhugamanna
sem tóku til við félagsstörf er
vinnudegi lauk i það að vera
stofnun, sem leitað er til eins og
venjulegrar opinberrar skrif-
stofu. Aftur á móti er þessi
stofnun okkar hér ekki einhæf i
sinni þjónustu, ég held að hingað
komi fólk með allt milli himins og
jarðar til að greiða úr.
— Þiö eruð kannski einskonar
félagsráðgjafar á stundum?
— Ætli megi ekki nánast segja
það.
— Þetta hefur alltaf veriö
öfiugt félag, sem hefur haft
lifandi samband viö sitt fólk.
— Það var anzi öflugt og var
um langan tima leiðandi hvað
kaupgjald snertir. Sumir hafa
kallað það róttækni — við vorum
frægir fyrir erjur á sinum tima.
Annars hefur alltaf verið góður
félagsandi hér, og þó að alltaf hafi
verið ágreiningur og átök milli
atvinnurekenda og verkafólks þá
voru þetta samt beztu vinir þess á
milli — yfirleitt var þrátt fyrir
þetta mjög gott andrúmsloft i
bænum og er enn. Með breyttum
atvinnuháttum breytist þetta
samt smátt og smátt. Siglu-
fjörður er reyndar frægur fyrir
félagslegan anda.
— Eru ekki konurnar I þessu
félagi líka?
— Jú, við sameinuðum félögin
Brynju og Þrótt árið 1966, og mér
finnst félagstarfið hafa styrkzt
við að fá konurnar inn, þær eru
góðir félagar og taka sin störf al-
varlega.
Nú er þetta eitt félag með deild-
um, og innan vébanda þess allir
launþegar nema rafvirkjar
bæjarstarfsmenn og opinberir
starfsmenn. Það eru deiidir með
sjómönnum, járnsmiðum,
byggingariðnaðarmönnum, bil-
stjórum og verkamönnum.
— llvaö er félagiö þá
mannmargt?
— Milli 8-900 manns. Það er
nokkur hreyfing á þessu,
unglingarnir ganga i félagið og
flytja siðan burtu. Félagsgjaldið
er 1500 krónur á ári, jafnt fyrir
alla og skólafólk borgar hluta úr
gjaldi. Þeir sem eru sextiu ára og
eldri borga hálft gjald og þeir
sem eru sjötugir og eldri borga
ekkert.
Við höfum haft lifeyrissjóð frá
1970 og erum i sjóði með nokkrum
öðrum félögum hér vestur um —
konunum á Sauðárkróki, Fljóta-
mönnum, Blönduósi, Skaga-
strönd, Hólmavik, Drangsnesi.
Höfuðstöðvarnar eru hér. Hið
opinbera borgar þeim gömlu lif-
eyri þar til 1985 en þá á okkar
sjóður að vera orðinn það öflugur
að hann geti annazt þessar
greiðslur.
— Geturöu nefnt mér dæmi um
greiöslur til eldra fólksins?
— Þvi miður eru þessar
greiðsluralltof misjafnar: það er
galli á okkar lögum. Þessar lif-
eyrisgreiðslur eru frá 10 til 20
þúsund á ári upp i 60 þúsund.
— Er launajafnrétti I reynd
hér?
— Já, kaupgjald er það sama,
en þvi er ekki að neita, að karl-
menn sitja anzi mikið fyrir um
vinnu. Þeir eru hafðir i vinnu,
þótt litið sé að gera, en konurnar
sendar heim. Þeir njóta for-
réttinda hvað það snertir.
— Hvernig er ykkar daglegu
störfum háttaö?
— Við innum af hendi öll venju-
leg skrifstofustörf og að auki höf-
um við útreikninga og greiðslur á
atvinnuleysisbótum. Lifeyris-
sjóðurinn er hérna lika, svo við
höfum talsvert mikið að gera.
Þetta er fyrsta árið sem við erum
tveir hér á skrifstofunni, en með
mér starfar Kolbeinn Frið-
bjarnarson, bæjarfulltrúi, og er
hann einkum með lifeyrissjóðinn.
Það er talsverð vinna við at-
vinnuleysisbæturnar, hér hefur
verið það stopul atvinna, að
nokkuð margir fá bætur.
— En nú er nóg atvinna...
— Nei, langt frá þvi. Að visu er
ágæt atvinna núna, en i vetur
voru fáar vikur heilar. En einmitt
núna, þegar allir ættu að hafa nóg
að gera, þá lokar Sigló-sild, en
þar starfa 70-100 manns. Við vit-
um ekki hvað það stopp verður
langt, enda ekki búið að kaupa
neitt hráefni. Það standa vonir til
að hráefni fáist frá Færey jum eða
Noregi, en mér þykir ósennilegt.
að það hráefni verði unnið fyrr en
um áramótin.
— Kom þessi stöövun ekki á
óvart?
— Nei, ekki beint. Á timabili
var reiknað með.að sildveiði yrði
leyfð núna i haust hér við land, en
nú hefur bannið á sildveiðum
verið framlengt og þá var skiljan-
lega ekkert hráefni fyrir hendi.
KAUPUM FISK
TIL VINNSLU
Seljum ís og beitu
Rekum fiskverkun og útgerð
ÞORMÓÐUR RAMMI HF.
SIGLUFIRÐI