Þjóðviljinn - 12.08.1973, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Síða 10
1Ó StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. SIGLUFJÖRÐUR BLAÐAUKI Siglf irðingar hafa löngum verið kunnir fyr- ir góðan árangur í skíðaí- þróttinni, en þeir hafa einnig komið á óvart i öðrum íþróttagreinum, s.s. badminton og sundi. Núna er að vakna mikill áhugi fyrir golf i, og borð- tennis á einnig vaxandi vinsældum að fagna. Aftur á móti eiga Sigl- firðingar enga frjálsi- þróttamenn, en að sjálf- sögðu er knattspyrnuá- hugi mikill hjá yngri sem eldri. Knattspyman Siglfirðingar taka þátt í ts- landsmótinu i knattspyrnu i 3., 4. og 5. flokki og meistara- flokkur tekur þátt i bikar- keppni. Hugmyndin er sú, að taka þátt i Norðurlandsmóti, en knattspyrnutimabilið er orðið svo langt.að erfitt er að koma fyrir Norðurlandsmót- inu. Yngri flokkarnir hafa staðið sig vel i tslandsmótinu. t Norðurlandsriðli leika yfirleitt 5 til 6 lið. 1 fyrra sigraði einn flokkur Siglfirðinga i Norður- landsriðli og lék úrslitaleik i Reykjavik. t ár eru allar likur á að 3ji flokkur sigri i Norður- iandsriðiinum, en piltarnir unnu nýlega erfiðustu and- stæðingana, bór frá Akureyri, 5:1. Badminton Fjöldaþátttaka i badminton hófst er gólf var sett á sund- laugina árið 1968. Gólfiö er sett yfir laugina i vetrarbyrj- un og þá leggjast sundæfingar niður, en innanhússiþróttir byrja. Gólfiö er það stórt að hægt er að leika á fjórum bad- mintonvöllum i einu. Badmin- ton er svo æft fram i mai. Sigl- firðingar eiga geysisterkan hóp unglinga i þessari iþrótta- grein. A siðasta unglinga- Þcir fræddu fréttamann um iþróttalifið á Siglufiröi, talið frá vinstri: Kristján Möller æskulýös- og I- þróttafulltrúi. Kinar Albertsson, formaður iþróttabandalagsins og Ifafliði Guðmundsson, formaður Golfklúbhs Siglufjarðar. Siglfirðingar góðir íþróttamenn — en stunda ekki friálsar Sund 15. til 16. september verður haldið á Siglufirði unglinga- meistaramót i sundi og verða keppendur 150 talsins. Þá verður sendur stór hópur sundfólks á Noröurlandsmótið, sem fer fram á Húsavik fyrstu helgina i september. Sundlaugin er opin frá 1. mai fram i nóvemberbyrjun. Allstór hópur unglinga æfir sund af miklum áhuga 5 daga i viku. Sundliðið hefur sigrað á Norðurlandsmótinu undanfar- in 2—3 ár. Guðrún Pálsdóttir frá Siglufirði er landsliðsmað- ur og hefur æft fyrir sunnan með Reykjavikurfélagi, en hún mun keppa fyrir hönd Siglufjarðar eftir áramótin. Skíðin Nú stendur fyrir dyrum að hefja smiði 20 metra stökk- palls uppi i fjalli og stækka hann siðan i áföngum i 40 og siðan 60 metra pall, en Norð- menn mæla með slikri þróun. Að öllum likindum verður byrjað á 40 metra pallinum strax næsta sumar. A sumrin æfa skiðamennirnir einkum i Sigluf jarðarskarði, en þá heillar knattspyrnan einnig. Margir skiðamannanna eru á- kafir knattspyrnumenn. A sumrin er háð fyrirtækja- keppni i knattspyrnu og leikn- ar tvær umferðir. Skiðamenn æfa einkum um helgar yfir sumartimann, en á veturna hafa þeir til ráðstöfunar tvær færanlegar togbrautir, sem eru staðsettar i Hólshyrnu, en á sumrin i Siglufjarðarskarði. Golf t nágrenni við Iþróttamiö- stöðina Hól er kominn 9 holu golfvöilur og þykir hann góð- ur. Mjög vaxandi áhugi er fyr- irgoifi á Siglufirði, en Siglfirö- ingar hafa litið gert af þvi að keppa viö aðrar sveitir enn sem komið er. <5 G.KS 'S’Í meistaramóti, sem haldið var á Siglufirði, unnu þeir 8 grein- ar og fengu silfur i 7 greinum af 15. Tcikning af golfvrllinuin. Árið 1968 gaf Siglufjarðarkaupstaður iþróttabandalagi Siglfirðinga býlið Hól, ásamt leiguréttindum á takmörkuðu landssvæði umhverfis býlið. Gjöfin var hugsuð sem framlag bæjarfélagsins til bættrar starfsaðstöðu iþróttafélaganna, sérstaklega á sviði vetraríþrótta. j fyrstu voru ekki allir jafn trúaðir á, að þessi gjöf kæmi að fullum notum, en íþróttaunnendur á Siglufirði brugðust skjótt við og hafa innt mikla vinnu af höndum til að endurbæta húsnæðið, og er nú komin þarna góð aðstaða fyrir keppnisfólk og almenning á Siglufirði. Staðurinn býður upp á ótal möguleika til útivistar og íþróttaiðkana. Ákveðið hefur verið að byggja pall útfrá neðri svölum hússins, þar sem ýmist væri hægt að dansa eða njóta veitinga á góð- viðrisdögum. Það er ósk þeirra, sem að þessum framkvæmdum standa, að Sigl- firðingar almennt geti eignazt þarna útivistarstað. Aðstaða til gönguferða er þarna ágæt og ef t.d. er gengið á lllviðr- ishnjúk (í góðu veðri, vel að merkja!) er hægt að sjá þaðan vestur á Horn og austur á Langanes. (þróttasjóður ríkisins hefur boðizf til að útvega verkf ræðing til að skipuleggja Þetta er iþróttamiöstöð Siglfirðinga. Ot frá neðri svölunum er hugmyndin að reisa pall, þar sem fólk getur dansaö og notið veitinga á góðviðrisdögum. Verið er að Ijúka viö miklar endurbætur á eldhúsinu. svæðið í kring, en eins og er, þá eru það einkum tvö félög af fjórum sem nota húsnæðið; golfklúbburinn og skíðafélag- ið. Eftir er að ganga frá 8 gistiherbergj- um á efstu hæðinni, er munu rúma 20 manns, en þessi herbergi verða einkum til afnota fyrir íþróttahópa sem koma til keppni. Þá er einnig eftir að ganga frá böðum og búningsherbergjum í kjallara.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.