Þjóðviljinn - 12.08.1973, Síða 14
14 SIÐA — Þ/óÐVILJINN lSunnudagur 12. ágúst 1973.
PRJÓNASTOFAN SALÍNA
FYRIRTÆKI í
ÖRUM VEXTI
Prjónastofan Salina á aöskila tæplega 2000 kápum fyri r áramót.
A Siglufirði er starfandi
prjónastofan SALINA. Þegar
nafnið var skráð hjá Lögbirt-
ingablaðinu, þá var fyrirtækið
nefnt STALINA!
Nokkrir aðilar á Siglufirði
keyptu prjónavélar þar á
staðnum, stofnuðu hlutafélag
og hófu rekstur, sem gekk
mjög erfiðlega fyrsta árið, en
eftirað gerður var samningur
við Alafoss tók að rofa til. 1
fyrra voru saumaðar 6,800
kápur fyrir Bandarikjamark-
að. Nú hefur saumastofan ver-
ið starfrækt stanzlaust i tvö ár
og verkefnin ærin. Það er
Steinar Jónasson, hótelhaldari
sem fræðir okkur á þessu, en
hann var aðalhvatamaður að
stofnun Saiinu.
Þarna vinna milli 20—30
manns og það er verið að
stækka prjónastofuna þannig,
að 30 manns fá þar vinnu að
staðaldri.
Efnið kemur til prjónastof-
unnar gegnum Alafoss,og Ala-
foss fær fullunna vöru til baka.
f fyrra voru greíddar um 5
miljónir króna i vinnulaun, og
aukningin verður mikil i ár.
Fyrirtækiö þarf að skila tæp-
lega 2000 kápum fyrir áramót.
Nýlokið er viö að sauma
prufukápur fyrir Alafoss og
fyrirtækið David Crystal i
Bandarikjunum, en það fyrir-
tæki ætlar að hefja verzlun við
okkur með ullarvörur. Ef við
komumst þar inn, þurfum við
engu að kviða i náinni framtið.
Hugmyndin er sú að vinna
voðina á staðnum i framtið-
inni og sérstaklega þó prjóna-
efnið. Við höfum keypt mikið
frá Blönduósi og hafa það ver-
ið góð viðskipti.
Starfsfólkið beðið
um hugmyndir
Nú langar okkur að prófa
hvað starfsfólkið kann að hafa
i pokahorninu og höfum beðið
það um hugmyndir að nýjum
flikum. Við viljum fá fólkið til
að starfa meira með- okkur,
þannig að það hafi meiri
ánægju af starfinu.
Við getum framleitt hvað
sem við viljum, ef við bara
stöndum við samninga við
Alafoss, og þess vegna kynn-
um við að framleiða eitthvað
fyrir innlendan markað.
Svona smáiðnaður á fyrst og
fremst að vera staðsettur úti á
landi, vegna þess að fólkið i
sjávarþorpunum sér ekkert
nema fisk og aftur fisk og það
vantar tilbreytingu. Það er
biðlisti hjá okkur, og það fólk
sem við höfum fengið er yfir-
leitt áfram, vill ekki skipta.
Þetta er mjög gott starfsfólk,
og það má geta þess að við
höfum verið með ein beztu af-
köstin i kápuframleiðslunni i
fyrra.
Hinn versti
misskilningur.
Þetta er allt timavinna. Ég
ætlaði að reyna nokkurs konar
bónuskerfi i fyrra, en út úr öllu
saman varð hinn versti mis-
skilningur og ég hætti við allt
saman. Við erum að reyna að
finna eitthvert kerfi til að
verðlauna góð afköst. Ég er á
móti akkorði. Við þurfum að
framleiða ákveðið magn til
þess að reksturinn standi und-
ir sér, og mér finnst skilyrðis-
laust að fólkið eigi að njóta
hjutdeildar í ágóða. Við ætlum
að reyna að haga þvi þannig i
framtiðinni að fólkið njóti góðs
af ef vel gengur. En það vant-
ar enn allmikið á að vélakost-
ur sé fullnægjandi. Aftur á
móti er mjög erfitt að fá lán til
rekstrarins, vegna þess að
fjárfestingarsjóðirnir lána
ekki nema út á fasteign, en
vélar eru lausafjármunir. Ég
gat fengið smálán með veði i
hótelinu!
_____________SIGLUFJÖRÐUR — bLaÐAUKÍ
„BORGAR SIG EKKI
AÐ ÞRÆLA FÓLKI
ÚT Á KVÖLDIN”
Seljum ís og beitu
Kaupum fisk til verkunar
Rekum frystihús og saltfiskverkun
Isafold hf.
Siglufirði
í námunda við gömlu sildarbryggj-
urnar og ieifarnar af Rauðku-
verksmiðjunni gengum við inn i
hús, þar sem verið var að salta
fisk. t»ar hittum við að máli Jó-
hannes Jósefsson, verkstjóra.
Jóhannes sagði, að bátum, er leggja upp á
Siglufirði, hefði fjölgað mjög að undanförnu, —
þeir væru nú 40—50 talsins, þar af nokkrir
aðkomubátar, m.a. frá Hólmavik-og Skaf^a-
strönd. Þessi saltfiskverkun er i eigu Þormóðs
ramma hf. og hefur vérið nóg að gera i sumar
enda afli miklu meiri en verið hefur undanfarin
sumur. Núna var verið að salta fisk, sem kom
frá frystihúsinu, en þar var allt á kafi þessa
stundina. Annars salta þeir yfirleitt handfæra-
fisk.
Vinnuaflið er mest skólaunglingar, sem eru
furðu fljótir að læra handbrögðin af þeim eldri.
Saltfiskverkun hefur verið litil á Siglufirði und-
anfarin ár, en er nú mjög að aukast.
Yfirleitt er unnið frá 7 á morgnana til 7 á
kvöldin og eitthvað frameftir á laugardögum.
Kvöldvinna er hætt, nema i neyðartilfellum,
„enda borgar sig ekki á nokkurn hátt að þræla út
fólki til kl. 11 á kvöldin”, sagði Jóhannes. Tima-
kaupið er 139,00 kr. i dagvinnu.
Jóhannes sagði, að litið væri um aðkomufólk i
vinnu á Siglufirði — „við lifum alveg á ungling-
unum núna”.
Fiskurinn er fremur smár, sérstaklega sá
fiskur sem trollbátarnir koma með. Aflinn er
svotil eingöngu þorskur. Miðin eru stutt undan,
en dekkbátar, sem eru úti tvo sólarhringa ef vel
viðrar, fara lengra, til Grimseyjar og þar um
slóðir.
Jóhannes keypti fisk hér áður fyrr og saltaði.
Hann sagði, að verðlagið núna væri miklu betra
en þá, og söltun þar af leiðandi gæfulegri at-
vinnuvegur en áður var.
Jóhannes Jósefsson: Söltun er gæfulegri atvinnuvegur en
áður var.
Bifreiðaviðgerðir, varahlutir,
dekk j a viðgerðir
Smurstöð Shell
SÖNNAK rafgeima frá Hellu
Umboð fyrir YOKOHAMA
NEISTI VÉLAVERKSTÆÐI
Eyrargötu 12a, slmi 71303,
Siglufirði.