Þjóðviljinn - 12.08.1973, Side 15

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Side 15
SIGLUFJÖRÐUR BLAÐAUKI Sunnudagur 12. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Timburhækkunin hefur ekkisvomikiláhrifáveröiö Nú styttist óðum i að Hús- einingarhf. hefji starfsemi sina i húsakynnum Tunnu- verksmiðju ríkisinsá Siglu- firði. Siglfirðingar hafa sýnt þessu fyrirtæki mikinn áhuga, og þegar boðið var út hlutafé eftir mjög fjöl- mennan fund, þar sem fyrirtækið var kynnt, skráði 101 sig sem hluthafa. Viö ræddum við Hafstein Olafs- son og Kristján Sigtryggsson um aðdraganda að stofnun fyrir- tækisins og framtiðaráform. — Ég frétti að þið heföuð verið að fá vélar í gær. — Já, þetta er fyrsti áfanginn, og væntanlega fáum við allar vélarnar i næsta mánuði. Þetta eru stórar og afkastamiklar tré- smiöavélar. — Verða þessi hús ódýrari en samsvarandi hús af öðrum gerðum? — Tvimælalaust, og þá sérstak- lega þegar við getum farið að selja húsin samkvæmt pöntunum og afkastagetan verður fullnýtt. Við höfum áætlaö, að húsin verði 1/4 til 1/3 ódýrari. — En nú hefur timbur hækkað mikið. — Já, þaö er rétt, en það ein- kennilega er, að vegna þess hve mikið timbur er notað i einbýlis- hús og sú staðreynd, að um 70% af veröi einbýlishúsa eru vinniílaun, raskast hlutföilin ekki nema litið. Hjá okkur er 70% af verðinu efniskostnaður. bá kemur inn i þetta samanburðardæmi sú stað- reynd, að plötuviður, sem er langmesti hlutinn af þessu, hefur tiltölulega litið hækkað á móts við venjulegt timbur. Vegna þess hve við erum lágir i vinnulaunum höfum við reiknað út, aö biliö milli okkar gerðar af húsum og steinhúsa lengist fremur en hitt, þrátt fyrir hækkandi verð á timbri. Við urðum reyndar nokkuð hissa þegar við gerðum þetta dæmi upp, en það hefur verið ýtarlega reiknað af hálfu opinherra aðila sem fara með lánamál. — Hvað verða margir i vinnu hjá ykkur? - —Við byrjum rólega fyrsta mánuðinn og byrjum á þvi að byggja hér eitt hús til að sann- prófa hugmyndir okkar, en siðan byggjum við væntanlega hús fyrir Viðlagasjóð, en framundan er samningagerð við sjóðinn, og ef vonir okkar rætast, þá byrjum við á Viðlagasjóðshúsum i septem- ber. Við erum núna að ganga frá starfsáætlun fyrir okkur og viljum koma þvi vinnslukerfi á, að við afgreiðum hús á ekki skemmri tima en 6 mánuðum. Við munum fara fram á það við væntanlegan kaupanda, að hann greiði einhverja upphæð inn á verkiö til tryggingar þvi, að hann fái húsið á ákveðnu föstu veröi eftir 6 mánuði, en i millitiðinni gengur kaupandi frá lána- samningum og öðru i þvi sam- bandi. Norðmenn og Sviar af- greiöa hús meö árs fyrirvara. — Er ekki einhver erlendur sér- fræðingur ykkur til aðstoöar? — Nei, en við höfum farið til Noregs til að kynnast aðferðum Norðmanna, og vorum yfir- heyrðir þar um það hvernig við ætluöum aö leysa ákveðin vanda- mál. Við höfum rannsakaö vel hvaða gallar eru á timburhúsum á tslandi og komizt að einfaldri niðurstöðu — þau hafa öll sömu gallana, sem við ætlum aö ráða bót á. — Hvað getið þið afgreitt margar geröir af húsum? — Þar sem þetta eru einingahús getur kaupandinn ráðið miklu um stærð og lögun. Kaupandi getur ráðið hvers konar upphitun hann vill hafa, en við reiknum meö að hita upp með lofti, þar sem gólfið er nánast tvöfalt og milli laga er einn loftkanall undir öllu húsinu. Við reiknum með að loftið inn i herbergin sé tekið upp i gegnum ristar. Þessi loftkanall fyrir- byggir algjörlega fúamyndanir i útveggjum, hornum, neðri brún Prentsmiðjur og bókbönd Pappirsskurðarhnifur til sölu, 97 cm. skurðarlengd, sjálfvirkur (selfclamping). Sigluf j arðarprentsmið j a simi 96-71236. Kristján Sigtrvggsson og llafstcinn ólafsson: Bjartsýnir ú framtið vcrksmiðjuunnina húsa. o.s.frv. Það er einmitt þessi lausn sem Norðmennirnir urðu hrifnastir af, þegar við ræddum við þá um hvernig við ætluðum að ganga frá okkar húsum. — Hvað áætlið þið að framleiða mikið á ári? — Við ættum að geta framleitt 200—300 hús á ári, ef við erum með um 50 manns i vinnu. Að sjálfsögðu vitum við ekki hver eftirspurnin verður, en ef litið er til nágrannaþjóðanna þá sjáum við, að fólk vill heldur búa i ein- býlishúsum, ef þau eru á við- ráöanlegu verði, og það er einmitt það sem við ætlum að fram- kvæma með stöðlun á gluggum, skápum o.fl. Ef kaupandi óskar eftir meiri „lúxus” i inn- réttingum getur hann sjálfur ráðið gerð þeirra og útliti. — Hverjir eru i stjórn fyrir- tækisins? — Það er fimm manna stjórn, formaður er Kristján Sigtryggs- son, varaformaður er Hafsteinn Ólafsson, ritari Skúli Jónasson, gjaldkeri Sigurður Fanndal og meðstjórnandi Þórarinn V i 1 - bergsson, byggingameistari. Framkvæmdastjóri verður Knútur Jónsson, en hann var áður framkvæmdastjóri Tunnuverk- smiðju rikisins. Hal'steinn verður framleiðslustjóri. Hluthafar eru 101. Það er heimild fyrir þvi, að safna 9 miljónum króna i hlutafé, og i dag hafa safnazt rétt um 7,5 miljónir króna. Þar af á bærinn 2 miljónir en bæjarstjórnin hefur stutt okkur afburða ve) SPARISJÓÐUR SIGLUFJARÐAR annast öll venjuleg bankaviðskipti Sparisjóður Siglufjarðar Túngötu 3, Siglufirði Sími: 71197 Almennar netaviðgerðir. Fiskitroll, humartroll, rækjutroll og dragnætur o. £1. Fljót og góð þjónusta. NETAGERÐ JÓNS JÓHANNSSONAR Sími 71281 SIGLUFIRÐI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.