Þjóðviljinn - 12.08.1973, Qupperneq 16
SIGLUFJÖRÐUR
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1973.
Húsbyggjendur
Upphitun með
nnHX
rafmagnsþilofnunum
er ódýr og þægileg
Stórlækkaður stofnkostnaður. — Hverfandi viðhald.
ADAX rafmagnsþilofnarnir eru norskir og marg-
verðlaunaðir fyrir fallega og vandaða hönnun.
(D Ú T B O Ð i
Tilhoft óskasl i siilii á borholuútbúnaði fyrir llitavcitu
Iteykjavikur.
Cthoðsgögn cru afhcnl á skrifstofu vorri.
Tilboð vcrða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 4. septemb-
cr, 1973, kl. 11.00 f.li.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
HEFST Á MORGUN, MÁNUDAG.
Sumarkjólar verð frá kr. 995,00
Siðir kjólar, verð frá kr. 1995,00
Dömubuxur, verð frá kr. 595,00
Dömudragtir, verð frá kr. 1995,00
Dömupils, verð frá kr. 795,00
Ullarkápur, verð frá kr. 3995,00
Regnkápur, verð frá kr. 1995,00
Siðdegiskjólar, verð frá kr. 995,00
ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR.
MARKAÐURINN
Aðalstræti 9.
CNi*ak4>inai laiaaliú
-<>■1111111 l<
IBÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
BLAÐAUKI
Grásleppan gefur mikiö í aöra hönd
— er hætta á ofveiði?
Kári Jónsson, sjómaður. t baksýn er báturinn Gullveig.
Rafmagnsrúllurnar
gera handfæraveið-
arnar miklu léttari
Við vorum að spranga um
bryggjurnar i bliðskaparveðri er
við hittum að máli Kára Jónsson,
sjómann.
— Það er góð stemning hér
núna, sagði Kári, og mér finnst
allt vera frekar á uppleið. Vinnan
er geypilega mikil hér núna og
það hefur verið rifizt um að fá
strákana mina i vinnu.
Kári hefur verið á dekkbátnum
Gullveigu tvö sl. sumur. Báturinn
er i eigu Hafþórs Rósmundssonar
og Sveins Björnssonar. Þeir byrj-
uðu á trilluútgerð, en keyptu svo
þennan bát, sem er 12 tonn,
smiðaður i Bátalóni.
Drógu 8,3 tonn á rúmum
sólarhring
— Okkur hefur gengið mjög vel
þangað til núna, að aflinn hefur
rýrnað á heimamiðum. Við erum
með Simrad dýptarmæli, og það
er fyrst núna i sumar sem við
notum rafmagnshandfærarúllur.
Þær hafa gefið mjög góða raun. 1
fyrstu ferð okkar austur i Þistil-
fjörð drógum við á rétt rúmum
sólarhring 8 tonn og 300 kiló. Við
hefðum ekki fengið helminginn af
þessum afla á venjulegar hand-
færarúllur. Þessi handfærafiskur
er fyrsta flokks hráefni. Þegar
mikill afli er hjá okkur gerum við
að aflanum á klukkutima fresti.
Þá fer einn af okkur i aðgerð.
Tveir menn geta á meðan alveg
annað tveimur rafmagnsrúllum
hvor.
— Er þrældómur að vera á
handfærum?
— Ekki siþan við fengum raf-
magnsrúllurnar, en þetta eru
geysimiklar stöður, við stöndum
sólarhringinn út, ef fiskur er fyrir
hendi. Við erum samt i koju tvo
tima i senn til skiptis, en það
gátum við ekki gert með gamla
laginu. Breytingin er semsagt
mikil.
— En hvað tekur við í sumar-
lok?
— Þá förum við yfir á Hnu og
siðan yfir á þorskanet. Þegar
vorar byrjar hin fræga grá-
sleppuveiði, en hún hefur gefið
okkur mikinn pening. 1 vor var ég
á öðrum bát á grásleppuveiðum
og hlutur fjögurra manna
áhafnar var um hálf miljón a
mann eftir tvo og hálfan mánub.
Sumir höfðu mun meiri tekjur.
Grásleppan er smærri
núna
— Hvar eru grásleppumiðin?
— Bara hér með fjörunum, alla
leið vestur undir Straumnes-
bakka sem kallaður er. Grá-
sleppan hefur verið árviss hérna
og i ár var veiðin óvenju góð. En
grásleppan fer smækkandi.
Þegar grásleppan gefur af sér að
jafnaði lítraaf hrognum, er alveg
óhætt að veiða hana, en þegar
komið er niður i hálfan litra, þá á
að draga úr veiðinni. Við hættum
veiðum um miðjan mai. Fyrir
sunnan og vestan halda þeir
áfram út júnimánuð. Mér finnst
að það eigi að takmarka þennan
veiðiskap eins og annan veiðiskap
og miða vertiðarlokin við 15.-20.
mai. Þessi fiskur, eins og annar
fiskur, verður að fá svigrúm til að
hrygna. Grásleppan kemur ekki
upp á grunnin fyrr en veöur fara
að stillast og hún virðist þurfa
gott veður til hrygningar.
Sólun
SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA,
JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ
DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM.
Ábyrgð tekin d sólningunni.
Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða.
önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með
fullkomnum tækjum.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. - Sími 30501. —Reykjavík.
EKlMHHaHHIBBHH