Þjóðviljinn - 12.08.1973, Síða 17

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Síða 17
SIGLUFJÖRÐUR BLAÐAUKI Sunnudagur 12. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Nýja vélin sem Vængir keyptu I Bandarlkjunum heldur nú uppi áætiun- arflugi til Siglufjaröar. Vængir yfirleitt meö setnarvélar til Siglufjaröar Nú eru samgöngur við Siglu- fjörð frá sjó, landi og úr lofti. Flugfélag íslands getur ekki haldið uppi áætlunarflugi til Siglufjarðar vegna þess, að flug- brautin þar er ekki nógu löng. bess vegna hafa minni flugfélög- in flogið þangað og að undanförnu hafa Vængir haft flugleyfið. Umboðsmaður Vængja á Siglu- firði er Gestur Fanndal. Hann sagði i spjalli við okkur, að fyrstu 10 árin hefðu einkum flogið til Siglufjarðar 3ja manna vélar, en siðan komu stærri vélar og nú nota Vængir nýjustu vél sina til vöru- og mannflutninga til Siglu- fjarðar. Vél Vængja tekur 19 farþega og hefur yfirleitt verið fullnýtt að undanförnu. Vélin, sem flýgur til Siglufjarðar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kemur einnig við á Blönduósi á leiðinni. Vængir halda ennfremur uppi áætlunarflugi til ólafsvikur, Stykkishólms, Þingeyrar, önund- arfjarðar og Akraness. Á Siglufirði er 750 metra flug- braut, en nýja vélin þarf ekki nema 250 metra til að hefja sig til flugs. Nú er framundan bygging flugskýlis, sem gerir alla af- greiðslu miklu léttari, en fram til þessa hefur ekki verið simasam- band út á flugvöll. 1 fyrra voru flugfarþegar til og frá Siglufirði um tvö þúsund tals- ins. Vélarnar flytja einnig talsvert mikið af varningi, þar sem mikið þarf að senda af tækj- um til viðgertar i Reykjavik og alla varahluti þarf að fá þaðan, svo að dæmi séu nefnd. Lendingarskilyrði á Siglufirði eru yfirleittmjög góð, og flugvell- inum vel við haldið. Gestur Fanndal á svölum húss sjns. Lágt íbúöaverö, en hækkar þó íbúðir hafa verið m.jög ódýrar á Siglufirði fram til þessa, en nú er ibúðaverð að hækka. íbúð i verkamannabústöðum var i fyrra seld á aðeins 300 þúsund krónur, en i ár var hún aftur seld, og þá á 500 þúsund krónur. BÆJARSJÓÐUR SIGLUFJARÐAR Útsvör 1973 Samkvæmt nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga frá 17. marz 1972. skulu gjalddagar útsvara vera þannig, að fyrri helmingur útsvars skal vera greiddur fyrir 15. júií og síðari helmingur fyrir 15. október. Kaupgreiðendur ábyrgjast að starfsmenn þeirra standi í skilum með útsvör sín, eftir þessum reglum, ef ekki er samið um fastar greiðslur á annan hátt. Hjón bera ábyrgð á útsvarsgreiðslu hvors annars. Ef útsvör eru ekki að fullu greidd áður en tveir mán- uðir eru liðnir frá gjalddaga, skal geiða bæjarsjóði dráttarvexti af því, sem ógreitt er, 1 V2% fyrir hvern mán- eða brot úr mánuði, sem líður fram yfir gjalddaga. Um greiðslu viðlagagjalda gilda sömu reglur og um greiðslu útsvars. Siglufirði, 24. júlí 1973. BÆiARGJALDKERI ei V :: • bronabMabs ÍSIANÐS Húseigendatrygqingin innifelur eftirfarandi tryqqingar: Vatnstryggingu Glertryggingu Foktryggingu Brottílutnings- og innbrotstryggingu Húsaleigutryggingu Sótíallstryggingu Ábyrgðartryggingu húseigenda 1 húseigendatryggingunni eru sameinaðar í eina tryggingu fasteignatryggingar, sem hœgt hefur verið að kaupa sérstak- lega undanfarin .ár. Með þessari sameiningu hefur tekizt að lcekka iðgjöld verulega. ATH.: 90% af iðgjaldi er frá- dráttarhœft við skattframtal. KynniS yöur hin hagkvœmu LAUGAVEGI103 SÍMI 26055 tryggingarkjör. Hmnafaotafélaq Islands Umboðsmaður á Siglufirði Sigurður Hafliðason, Aðalgötu 34, sími 71288

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.