Þjóðviljinn - 12.08.1973, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Qupperneq 19
Sunnudagur 12. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Alphonse Daudet „Ákærða, standið upp!” sagði dómsforsetinn. Það fór að iða og kvika á bekk ikveikjukvennanna, og eitthvert ólögulegt, notrandi hrúgald reis með erfiðismunum úr sæti og studdist við grindurnar, hrúgald úr tötrum, götugum, karbættum, haldið saman með seglgarnsspottum, stráð visnum blómum og fjaðra- skrauti hér og þar, en innan i þessu grindhoruð skrælnuð og skorpin mannvera, sólbrennd, hrukkótt, lotin og öll af sér gengin, í þessu afgamla andliti sáust kvika kolsvört, illileg augu, eins og sjái i augu á eðlu i rifu á gömlum múr. „Hvað heitið þér?” spurði hann hana. „Mélusine.” „Þér heitið?” Hún svaraði mjög stillilega: „Mélusine.” Það brá fyrir brosi undir þykka yfirskegginu á þessum ofursta, en svo lét hann sem ekkert væri: „Hvenær fædd?” „Ég man það ekki.” „Staða yðar?” „Ég er huldukona.” Þá gall við hlátur um allan salinn, meðal áheyrenda, með- dómenda,jafnvel umboðsmanns stjórnarinnar, en ekki raskaði þetta rósemi konunnar hið minnsta, og hún tók svo til orða með rödd sinni skýrri en þó veikri, sem barst um loftið með einhverskonar draumkenndum hljómi: „Æ, huldukonur Frakklands, hvar eru þær núna? Dauðar, allar dauðar, herrar minir. Ég er hin siðasta, engin ein er á lifi nema ég... Og satt að segja er þetta landinu ekki litið ólán, það var miklu skemmtilegra i þessu landi meðan huldukonur þess voru á lifi. Það vorum við sem gæddum landið yndi skáldskapar, trúar, sakleysis, æsku. Hvar sem við vöndum komur okkar, hvort heldur um kjarrskógana, að lind- unum, turnspirum gömlu kast- alanna, þokusælum tjörnum, eða þessum viðlendu mýraflákum og fenjalendum, þá hófust allir þessir staðirtil einhverrar undur- samlegrar tignar. í dularbirtu ævintýranna mátti grilla i það hvar við drógum slóðann um geislastafi tunglsljóssins, eða Hvergetur státaö af öðru eins? Samhugur og félagsþroski Siglfirðinga kemur viða fram, meira að segja i afnotum af veiðiám. Stangaveiðifclagið tók fyrir nokkru Ilólsá og Skútuá (sem renna i botn Siglufjarðar) á leigu og hefur sett silungsseiði i árnar til að gera þær gjöfulli. En félagið ákvað að i ánnum skyldu að- eins vciða unglingar yngri en 16 ára og fólk eldra en sjötugt. Hverjir geta státað af öðru eins? af tœkninýjungum u eru gœðavara og ekki spilljrað verðið er ótrúlega M kr. 29.000.- * ^ % „Þetta segir ekkert um það hvað þið ætluðuð að gera við steinoliuna sem fannst á ykkur þegar hermennirnir tóku ykkur fastar”. „Ég kveikti i Paris, herra minn, svaraði gamla konan með mikilli rósemi „Ég kveikti i Paris vegna þess að ég hata hana, vegna þess að hún gerir sér allt að fiflskaparmálum, vegna þess að það er henni að kenna að við erum dauðar. Það var Paris sem sendi visindamenn til að efna- greina vatnið i lindunum okkar dásamlegu, og þeir fundu þar járn og brennistein. Paris heíur látið hæða okkur i leikhúsunum. Töfra okkar hefur hún sagt vera loddarabrögð, kraftaverk okkar klúrt spaug, og ósvifnir kauðar hafa látið sér sæma að klæðast bjarta skrúðanum okkar, ekið i vængjuðum vögnum svo sem við, við birtu af tungli og austurlenzk- um ljóskerum, svo þar kom að við urðum einungis til athlægis . . . Samt voru enn til litil börn sem kunnu að nefna okkur, þótti vænt um okkur, óttuðust okkur svolitið. Það var meðan þau voru litil en þegar þau stækkuðu voru þeim i stað fallegu barnabókanna skreyttu gylltu letri og * fallegum myndum spjalda á milli, þar sem þau fengu sannar bækur um sögu Frakklands, og þetta vildu þau læra — i stað þess voru þeim fengnar fræðibækur, feiknarlegir doðrantar i arkarbroti, þar sem óskemmtilegheitin ruku eins og ryk upp af blöðunum i litlu augun þeirra, og blinduðu þau svo þau sáu aldrei neitt í'ramar af bústöð- um okkar svona undursamleg- um, né heldur i töfraspeglana okkar . . . Já, það var ég sjálf sem lét oliuna á flöskur ikveikju- kvennanna, og fylgdi þeim þang- að sem tiltækilegast var að kveikja i. Já, já, mér var það mikil fróun að sjá hana loga, þessa borg ykkar: Komum, dætur minar, brenn- um, brennum! ...” „Það er ég handviss um að þessi kerling er alveg bandvit- laus”, sagði forsetinn. „Takið hana og farið burt með hana.” ít»«aalí»9it*w» cvawDi OMHDl £>' tymxyi D ty RSBTS3 HULDUKONUR FRAKKLANDS hlupun um engið án þess að bæla nokkurt strá. Fólkið i sveitunum elskaði okkur, og dýrkaði okkur. Ekki spillti það til hve undursam- legur var allur búnaður okkar; kórónurnar sem við bárum á höfðinu, töfrastafirnir sem við höfðum i hendi, og snældurnar okkar með sinum mætti, þetta jók ekki litið á þá aðdáun sem við nutum. Lindir okkar voru alltaf jafntærar. Plógarnir stöðvuðust á vegunum sem við gættum, og við, hinar elztu af öllu þvi sem gamalt er, vöndum fólkið á a'ð virða gamla hluti, svo að tré fengu að vaxa i næði hve gömul sem voru, múrveggir að hrynja af sjálfu sér. En nú er öldin önnur. Það eru komnar járnbrautir. Það hafa verið grafin jarðgöng, tjarnir fylltar upp, skógar höggnir i ógengd, svo við urðum að hrejk- ast stað úr stað. Og sveitafólkið fór versnandi i viðmóti við okkur. A kvöldin, þegar við börðum á glugga hjá Nonna til þess að bjóða honum góða nótt, þá gerði hann ekki annað en snúa sér við i rúminu og segja: „Þetta er ekki annað en vindurinn”. Svo sofnaði hann. Konurnar komu með þvott- inn sinn út að tjörnunum okkar til þess að þvo hann þar. Eftir þetta fór að halla undan fæti fyrir okk- ur. Þviþaðvartrú og traust fólks- ins sem við lifðum á, að þessu horfnu hurfum við sjálfar. Töfra- stafir okkar misstu vald sitt, og við, sem vorum drottningar i riki okkar duldu, urðum svo ekki ann- að en gamlar kerlingar, skorpnar og skrældar, illgjarnar eins og allir verða sem settir eru hjá, og við sem aldrei höfðum dýft hendi i kalt vatn, urðum nú að fara að vinna fyrir daglegu brauði með höndum sem ekkert verk kunnu að vinna. Upp frá þessu fóru menn að sjá til okkar i skógunum hvar við vorum að tina kalkvisti i eldinn, eða kornöx við veginn, sem dottið höfðu, þau tindum við lika. En skógarverðirnar létu okkurekki i friði, strákar köstuðu i okkur steini. Seinast varð okkur ekki vært i sveitinni, enginn þótt- ist hafa neitt gagn af okkur, og svo sem aðrir sem ekki teljast geta unnið fyrir sér i sveit, hrökkluðumst við til stórborg- anna i atvinnuleit. Sumar reyndu að vinna fyrir sér með þvi að spinna i spuna- verksmiðjum. Aðrir reyndu að selja vetrarepli viö brúarsporð- ana eða talnabönd við kirkjudyr. Við ýttum á undan okkur hand- vagni með appelsinum, við rétt- um að vegfarendum blómvendi sem kostuðu fáeina aura, og keypti þetta enginn, og krakkarn- ir hentu gaman að þessum tann- lausu japlandi skoltum þegar við fórum að tala. Við urðum að forða okkur undan lögregluþjónunum, strætisvagnarnir felldu okkur um koll. Svo urðum við veikar, alls- lausar, á þurfamannahælinu var það, sem að siðustu lagður sveita- dúkur yfir andlit okkar. Svona fórst Frakklandi við okkur. Það kom þvi i koll! Já, já, hlæið þið, hlæið þið, vesalingar. Takið nú eftir hvað orðið er um land sem engar huldukonur á sér framan. Við höfum orðið vitni að þvi að bænd- urnir, feitir og glottaraiegir, hafa þessi með litlu kattaraugun, hefði orðið að hlita þvi sama. Með okk- ar tilstyrk hefði her landsins sótt, en ekki varizt. Or stóru blómun- um sem spretta á tjörnunum okk- ar hefðum við gert særðum her- mönnum læknisdóma úr Spuna Mariu meyjar sárabindi, og hel- særður hermaður i val hefði séð með brestandi augum hálfluktum hvar huldukona heimbyggðar hans laut niður að honum til þess að banda honum á eitthvað sem minnti á sveitina hans>: skógar- jaðar, bugðu á veginum. Svona, á þennan hátt á að heya strið fyrir föðurlandið, heilagt strið. En þvi miður i landi sem misst hefur þjóðtrú sina, i landi sem engar á sér huldukonur framar, er ekki hægt að heya þvilikt strið”. . Nú þagði þessi spraka rödd andartak, en forsetinn tók þá undir eins til orða: Klapparstig simi 19800 Akureyri simi 21630 opnað brauðkistur sinar fyrir Prússunum og sagt beim til veg- ar. Sko! Nonni trúir ekki á undur og furður, það er búið að uppræta hjá honum allar bábiljurnar, en hann trúir ekki heldur á málstað föðurlands sins . . . Drottinn minn, ef við hefðum verið ein- hvers megnugar, þegar þeir óðu inn i landið, hefði enginn Þjóð- verji komizt lifs af. Þeim hefði verið visað út i ógöngur, og það hefðum við sjálfar gert. 1 allar þessar lindir sem heita eftir okk- ur, hefðum við blandað eitri sem hefði gert þá vitlausa, og þegar við komum saman á stefnumót okkar i tunglsljósi, hefði ekki þurft nema eitt töfraorð til þess að villa svo um fyrir þeim um leiðir og áttir um þessi þéttu kjörr, þar sem þeir sátu á laun- stigum i hnipri, að þeir hefðu aldrei komizt út, og herra Moltké, Horni Skipholts og Nóatúns Simi 23800 G55 iöS,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.