Þjóðviljinn - 12.08.1973, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Qupperneq 24
UÚÐVIUINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. Almennar upplýsingar um læknaþ.jónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Heykjavikur, simi 18888. Kvöld-, nætur-, og helgarvarzla apótekanna dagana 10.—16. ágúst verður i Garðsapóteki og i Lyfjabúðinni Iðunni. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- næ tur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. LEITAÐ FRÉTTA AF BYGGINGAMÁLUM GEÐDEILDAR LANDSPÍTALANS Markmiðið er að hjálpa sjúklingunum fljótt og vel I umræðunum — eða deilunum — um geð- deild Landspitalans, sem á að fara að byggja, hefur hvað eftir annað komið fram, að fyrir- huguð stærð hennar er nauðsynleg vegna lang- varandi ófremdarástands i sjúkrahúsmálum geðveikra og vegna þess hve langt við erum orðin aftúrúr i þessum málum. En hvernig stendur á þvi? Hvers vegna heíur þessum þætti heilbrigðismála siður verið sinnt en öðrum? Með þá spurningu meðal annarra sneri Þjóðviljinn sér- til Oddu Báru Sigfúsdóttur, aðstoðarmanns heilbrigðis- málaráðherra, um leið og leit- að var frétta af byggingamál- um geðdeildarinnar. — Astæðan er kannski fyrst og fremst, að allt framá sið- ustu tima hefur skort áhuga utanfrá til að knýja málið fram, sagði Adda Bára. Þetta hefur breytzt, ekki sizt eftir að Geðverndarfélagið hóf starf- semi sina. Eins er þetta vegna þess, hve lækning geðsjúkra var al- mennt álitin skelfilega von- laus og að geðveikin varð nán- ast feimnismál þeirra, sem fyrir þessari ógæfu urðu. Menn gerðu sér alls ekki grein fyrir, hve útbreiddir geðsjúk- dómar eru né hve mikið hægt er að gera til að lækna þessa sjúklinga einsog aðra. Aukin þekking á málunum hefur jafnframt skapað þrýst- ing og kröfur um úrbætur og vitneskjan um rikjandi ó- fremdarástand leiddi til þess, að i stjórnarsáttmála núver- andi rikisstjórnar var sam- þykkt að bæta úr vanda geð- sjúklinga og drykkjusjúkra. En afleiðingin af þvi hve alltof lengi hefur dregizt að gera á- tak i þessum málum verður nú, að sú bygging, sem ráðast þarf i verður óhjákvæmilega mjög stór. Margháttuð starfsemi 1 sambandi við þær deilur, sem örlað hefur á vegna bygg- ingarinnar álitur Adda Bára afstöðu lækna Landspitalans fyrst og fremst til komna vegna þess, að þeim vaxi i augum, hve stór deildin þarf að vera, en stærðin er nauð- synleg bæði vegna þess, hve lengi sjúkrahúsmál geðveikra hafa setið á hakanum og vegna hins, hve margháttuð starfsemi á að fara fram þarna. — Það er svosem ekki óeðlilegt, að menn geti verið ósammála um hitt og þetta i framkvæmdaatriðum, segir Adda, en þegar úti fram- kvæmdina sjálfa er komið og henni lokið, þá gleymast slik ágreiningsefni. — Hver er þá stærðin? — Það hefur verið talið hæfilegt að miða við 120 sjúklinga i fullri vist og 24 i dagvist, auk þess sem gert er ráð fyrir verulegri göngu- deildarstarfsemi og kennslu- aðstöðu. Er sjúklingafjöldinn ákv'arðaður bæði með tilliti til þarfa landsmanna og stærðar Landspitalans eins og hann nú er. Geðdeildin verður byggð i tveim áföngum, sá stærri fyrst, 7616 ferm. heildargólf- flötur, en sá siðariverður 4000 ferm. að stærð. Stærðin vex ýmsum i augum, en þá gleym- ist að taka með i reikninginn alla hina starfsemina, sem spitalinn mun annast. Hægt að leita þangað beint Göngudeildin á að annast fyrrverandi sjúklinga og ein- staklingar eiga lika að geta leitað þangað beint sam- kvæmt tilvisun lækna eða af sjálfsdáðum. Þá er gert ráð fyrir aö félagsmálastarfs- menn, td. i þjónustu sveitarfé- laga geti leitað þangað vegna vandkvæða skjólstæðinga sinna. Þessari deild er ætlað að sinna jafnt drykkjusjúku fólki og fólki með aðra geðræna kvilla, auk þess sem starfslið hennar þarf að sinna beiðni dómstóla vegna dómsrann- sókna. Frá göngudeildinni á ennfremur að vera hægt að fara i sjúkravitjanir, þegar bráðan vanda ber að höndum. Fyrir alla þessa starfsemi þarf auðvitað talsvert hús- rými með viðtals- og skoð- unarherbergjum lækna og vinnuherbergjum hjúkrunar- liðs, sálfræðinga og félagsráð- gjafa. Kennsla læknastúdenta og annarra heilbrigðisstétta, sem þurfa að afla sér þekkingar á geðsjúkdómum og meðferð geðsjúkra er mikilvægur þátt- ur starfsemi geðdeildarinnar sem verður að ætla sæmilegt húsrými. Þá er enn ein rúmfrek starf- semi, sem fara á fram innan spitalans og er mjög þýð- ingarmikill þáttur i nútima- geðlækningum, en það er lik- amleg þjálfun og vinnulækn- ingar. Er aðstaða fyrir slika hópþjálfun ekki tiltæk annars- staðar i Landsspitalanum. 15 manna einingar Þess má geta, að sú nýjung v.erður tekin upp við skipulag starfseminnar, að deildin er byggð upp á 15 manna eining- um og er þá hverjum sjúkl- ingahópi ætlaðar sérstakar vistarverur, hafa td. saman borðstofu og setustofu. Með hverjum 15 dvalarsjúklingum verða svo 3 dagvistarsjúkling- ar i hópi. Þessi skipting krefst náttúrlega meira rýmis en ef fleiri væru hafðir saman, en það er álit byggingarnefndar og sérfræðinga, að máli skipti upp á árangur að geta haft litl- ar einingar. Verði það til að sjúklingar geti dvalið skemur á sjúkrahúsinu. réttlætir það lika aukið rými. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að hjálpa sjúklingum eins fljótt og vel og unnt er. — Þykir það gefast betur að hafa geðdeildir á almennum sjúkrahúsum, eins og þarna er fyrirhugað og likt er á Borgar- spitalanum en að hafa sérstök geðsjúkrahús? — Tvimælalaust. Hluti þeirra sjúklinga, sem leggjast inn á geðsjúkrahús eða deildir eru jafnframt og jafnvel fyrst og fremst haldnir likamlegum sjúkdómum, sem þarfnast meðferðar og rannsóknar, sem ekki er hægt að veita á viðunandi hátt nema á al- mennu sjúkrahúsi, sem hefur lækna i fleiri sérgreinum. Á sama hátt er hluti sjúklinga á öðrum deildum jafnframt haldinn geðsjúkdómum og þarfnast meðferðar geðlækna auk meðferðar annarra lækna. Þessvegna þykir nauð- synlegt, að allar deildir séu sameinaðar á einum spitala, en ekki staðsettar einar sér, eins og oft var áður fyrr. Gamla stefnan að staðsetja geðsjúkrahús afskekkt og langt frá öðrum sjúkrahúsum og aðsetri fólks er nú talin hafa stuðlað að lengri dvöl sjúklinganna á sjúkrahúsun- um og minni möguleikum fyrir þá að komast aftur inn á almennan vinnumarkað að sjúkrahúsdvöl lokinni. — Þetta verður að sjálf- sögðu mjög dýr framkvæmd. — Já, óhjákvæmilega. Kostnaðaráætlun fyrir fyrri á- fanga er um 355 miljónir króna meö öllum tækjum og búnaði og á að dreifast á árin 1973—76. — Þaö kom fram i ræðu heilbrigðismálaráðherra á geðlæknaþinginu, að hafizt yrði handa á þessu ári, Hvenær verður það og hvenær er gert ráð fyrir, að fyrri á- fanga verði lokið? — Útboðsteikningar eru til- búnar og Innkaupastofun rikisins vinnur nú að gerð út- boðs, svo við vonum, að hægt verði að byrja að grafa fyrir byggingunni kringum mán- aðamótin okt./nóv. Sam- kvæmt áætlun er gert ráð fyrir, að byggingin taki 4 ár, svo samkvæmt þvi ætti henni að vera lokið á árinu 1977. — vh Geðdeildin ásamt öðrum byggingum á Landspitalalóðinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.