Þjóðviljinn - 24.08.1973, Page 9

Þjóðviljinn - 24.08.1973, Page 9
Föstudagur 24. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Getraunaspá GSP Birmingham lenti i 10. sæti i spennandi og erfitt er aö spá öðru en jafntefli, jafnvel þó að West Ham ráði yfir Brian Robson, markakóngi 1. deildar. Wolves — Norwich 1 Úlfarnir eru i framför og spáð mikilli velgengni. Þeir annu Arsenal um daginn með Derek Dougan sem bezta mann, en hann virðist i góðu formi um þessar mundir. Norwich bjargaði sér naumlega frá falli i fyrra og heimasigur Úlfanna ætti að vera öruggur. Enn einu sinni eru Eng- lendingar farnir að rápa úr einni verzluninni í aðra að kaupa nýja vallarúlpu, vallartrefil, vallarskó og vallarpípu. Enski fót- boltinn er að fara í gang á morgun, þá verður 1. um- ferðin í deildakeppninni leikin. Um leið hefst getrauna- starfsemin, bæði i Eng- landi, hér á Islandi og víð- ar. jþróttasíða Þjóðviljans ætlar að blanda sér í bar- áttuna i vetur, og hér er fyrsta getraunaspáin: og verið getur að hann sé nú að finna sig meðal nýrra félaga. Tottenham verður þó óneitan- lega að teljast öllu sterkari aðilinn, ef litið er á árangur undanfarið, og einhvern veginn finnst mér sennilegra að þeir sigri i þessum leik. Leeds — Everton 1 Forföll og leikbönn dynja yfir leikmenn Leeds um þessar mundjr, en af nógu er að taka og þvi ætti það ekki að koma i veg fyrir sigur yfir Everton, sem gekk illa i fyrra. Þeir höfnuðu i 17. fyrra, Manchester City i 11. Einhverra hluta vegna hef ég þó mun meiri trú á heimasigri i þessum leik, og án þess að vita hvers vegna spái ég Manchester- liðinu sigri. Blackpool — W.B.A. 1 Erfitt er að spá um leik sem þennan. Blackpool varð i 7. sæti i 2. deildinni i fyrra, W.B.A. féll niður og er i einhverjum öldudal. Ég trúi á heimasigur. Shankley trúir á óbreytt Liverpool-lið Arsenal — Manch. United X Arsenal, sem varð i öðru sæti i 1. deildinni i fyrra, hefur litlar breytingar gert á liði sinu, og Doc. sá hörkuframkvæmdastjóri, er sannfærður um að liðið komi til með að gera miklar rósir i ár. Manchester United hafði lukkuna ekki með i fyrra; liðið var orðið hálfþreytulegt, en nú hefur svo sannarlega verið ráðin bót á þvi, Nýir leikmenn hafa verið keyptir fyrir hátt i miljón pund og það verður hlutverk kempunnar Willy Morgans að binda þessa nýju leikmenn saman. Með liðinu verða margir friskir stráka'r, þeir berjast væntanlega vel i fyrstu leikjunum og þvi hljóðar spáin upp á jafn- tefli. Coventry — Tottenham 2 Leikur þessara liða er án efa tvisýnn, eins og margir undan- farnir leikir þeirra. Coventry eru sterkir á heimavelli, og sl. keppnistimabil fengu þeir stig úr 14 leikjum af 21, sem þar voru leiknir. Coventry keypti Colin Stein frá Glasgow Rangers i fyrra Derby — Chelsea 1 Meistararnir frá i hitteðfyrra, Derby, höfnuðu i 7. sæti i vor og þótti það fremur lélegt. Þeir keyptu tengiliðinn Nish i fyrra, en hann fór aldrei almennilega i gang þá og ætlar sér vafalaust að bæta úr þvi núna. Chelsea teflir fram óbreyttu liði frá i fyrra, en þeir höfnuðu i 12. sæti. Liðinu gekk illa á útivelli og þvi verður Derby að teljast lik- legri sigurvegari. Ibswich — Leicester l Ibswich-liðið er i stöðugri fram- för og leikmenn þess áhugasamir. Liðið, sem leikur i vetur er óbreytt frá i fyrra, enda ekki nema eðlilegt,þar eð allt gengur þeim i haginn. Leicester lenti ekki nema i 16. sæti i fyrra og var þar einkum um að kenna lélegum árangri á úti- velli. Liðið hefur þó landsliðs- markvörðinn, sem kom i stað Gordons Banks, en það virðist ekki duga til. Ibswich vinnur þennan leik með dyggri aðstoð áhangenda sinna. Stefán meö nýtt ísl.met og Bjarni broti frá ísl.m. í 200 m Þeim Stefáni Hallgrimssyni og Bjarna Stefánssyni gekk vel á Ágúst-Ieikunum á Bislet i Osló i fyrrakvöld. Stefán setti nýtt ts- landsmet i 400 m, hljóp á 52,7 sek., sem er 9 sekúndubrotum betra en eldra metið, sem hann átti sjálfur og sett var i sumar. Þá náði Bjarni mjög góðum tima i 200 m hlaupi, hljóp á 21,4 sek., sem er aðeins 1/10 úr sek. frá íslandsmeti Hauks Clausen. I 100 m. hlaupi hljóp hann á 10,8 sek. Þess má að lokum geta, að Bjarni sigraði bæði i 100 og 200 m hlaupi og Stefán varð 2. i 400 m hlaupinu. sæti, meðan Leeds lenti i 3. sæti. Everton hefur ráðið sér nýjan framkvæmdastjóra, Billy Bing- ham, og ekki er vafi á að hann ætlar sér að gera betur en fyrir- rennari hans. Liverpool — Stoke I Meistararnir frá i vor ætla sér vafalaust ekki að slaka á. Lið þeirra er ungt og skipað friskum strákum. Shankley fram- kvæmdastjóri segist trúa á óbreytt iið,og hann hefur löngum vitað sínu viti. Stoke teflir fram óbreyttu liði og með hliðsjón af styrkleika i fyrra ætti Liverpool-heimasigur að vera nokkuð öruggur. Manch. City — Birming- ham 1 Og þá er Dennis Law kominn yfir til Manchester City, og er hann þriðji framkvæmdastjórinn sem mun reyna að ná liðinu aftur upp á þann „standard”, sem það var á fyrir nokkrum árum. Illa hefur gengið að undanförnu, en það hlýtur að koma að þvi,að fari að halla undan fæti. Óskað helur verið eftir þvi,að tvö islenzk dómaratrió dæmi i Evrópubikarkeppninni i sept- ember og október. Annað trióið á að dæma lcik Ceitic og Turn frá Finnlandi i Q.P. R. — Southampton 1 Q.P.R. unnu sig upp úr 2. deildinni i fyrra og skoruðu 81 mark, sem er meira en nokkurt 1. eða 2. deildarlið gerði. Þeir keyptu i fyrra fyrirliða Arsenal, Frank McLintock og veröur gaman að sjá hvernig hann finnur sig þarna. Southampton er með óbreytt lið frá i fyrra; þeir sýndu þá ekkert sérstakt og eru vart liklegir tii stórafreka. Nýliðarnir munu vænlanlega berjast grimmilega og sigra i þessum fyrsta leik. Sheffield Utd. — Burnley 2 Burnley sigraði i 2. deildinni i fyrra, með ungu og frisku liði sinu. Þeir eru afar sterkir um þessar mundir og sigruðu Manchester City i siðustu viku. Sheffield Utd. er að visu illa út- reiknanlegt liö, en þeir hafa ekki náð sér upp úr meðalmennskunni siðustu árin. Burnley-sigur finnst mér öllu sennilegri. West Ham — Newcastle X Bæði þessi lið eru skemmtilega leikandi og nokkuð sterk. Leikir þeirra undanfarið hafa verið Glasgow 3. október, cn hitt á að dæma leik i N-trlandi 12. sept- ember milli Ards frá N-írlandi og Standard Liege frá Belgiu. Ekki befur enn verið ákveðið hvaða dómarar inunu dæma þessa leiki. Macari, litli eldfljóti Skotinn, sem er einn af mörgum nýjum lcikmönnum hjá Manch. Utd. Sigruðu Færey- inga 2:1 lslenzka unglingalandsliöið sigraði hið færeyiska 2:1 i u- landsleik þjóðanna i fyrrakvöld. Leikurinn var fyrsti u-landsleikur Færeyinga. 3. deild stofnuð í körfuknattleiknum Körfuknattleikssamhandið licfur ákvcðið að stofna 3. deild i vetur. Nú eru 8 lið i 1. deild, það eru ÍR, KR, Valur, ÍS, UMFN, Ármann, Borgar- nes og IISK. i 2. deild verða 6 lið — Snæfell frá Stykkishólmi, KA og Þór frá Akureyri, liaukar úr Iiafnarfiröi, ÍK úr Keflavik, en UMF Grindavík- ur og Breiðablik munu keppa um (i. sætið i haust. Og hér með auglýsir KKt eftir þátttöku i 3. deildar- keppninni, sem verður riðla- keppni. Þá er einnig auglýst eftir þátttöku i öllum flokkum og deildum Körfuknattleiksins i vetur, og rennur skilafrestur þátttökutilkynninga út 5. sept- ember. Þá má geta þess, að KKÍ hefur sett á stofn mótanefnd, sem annast mun öll mót á veg- um sambandsins i vetur, en mótanefnd hefur ekki áður starfað hjá KKÍ. Islenzkt dómaratríó í EB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.