Þjóðviljinn - 04.10.1973, Page 3

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Page 3
Fimmtudagur 4. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Umferð beint í gegn um herstöðina Mörgum sem átt hafa leiö til Keflavikur sföustu daga hefur þótt all-óþyrmilega vegiö aö einkamálum þeirra. Astæöan er sú aö umferöinni er beint um i herstööina og islenskir og amer- iskir lögreglumenn látnir veita leyfi fyrir fólk aö komast út úr herstööinni aftur. í gegn um Njarövikurnar liggur þjóðvegurinn til Keflavikur og byggöarinnar þar fyrir sunnan. Það er þvi i verkahring Vega- geröarinnar aö halda þeim vegi i sæmilegu ástandi. Siðustu daga hefur verið unnið að þvi að leggja nýtt slitlag ofan á veginn. 1 stað þess að nota gamla veginn, sem liggur með fram þeim nýja sem veriö var að bæta var allri umferð beint upp I herstöðina um aðalhliðið, eða af þjóöveginum við Fitjar. Siðan átti umferðin að valsa um herstöðina og koma út úr henni við Grænás, út um Grænáshliðið. Sumir kunnu vel að meta þessa greiðvikni vegamálastjóra og urðu sér túti um eitt og annað af tækjum og tólum i verslunum varnarliðsins þar efra og tóku áhættunni af aö smygla þeim út. En aðrir sem ekki eru orðnir svo samofnir amerikanisering- unni að þeir vildu notfæra sér þetta „gullna” tækifæri, urðu heldur sárir og gramir yfir þessari meöferð, þvi eftir aö hinir „snjöllu” höfðu stundað smygl- iðju sina óáreittir, nokkra hrið, var skyndilega farið að leita i bil- um manna, og þótti þeim sem fyrir þvi urðu, og þaö réttilega, að fulllangt væri gengið þegar ameriskir herlögregluþjónar og islenskir hliögæslumenn aö her- stöðinni fóru að gera leit i bilum þeirra, sem ekki höfðu annað til saka unniö en vera á leiö sinni frá Reykjavik til Keflavikur, en vera beint inn i herstöðina af opin- berum islenskum aðila. Þar sem þessi ráðstöfun þykir harla einkennileg er þvi hér með beint til vegamálastjóra að hann gefi skýringu á þvi hvers vegna umferðinni var beint i gegn um herstöðina, og þá þvi sama til hins oft áður málglaöa sjálfskip- aða hermálaráðunauts utanrikis- ráðuneytisins, formanns varnar- nefndar, sem goldiö hefur jáyrði við þessari skipan mála. — úþ. Sveiflur í sjávar- útvegi valda erfið- leikum í iðnaði Segja iðnrekendur sem telja sig hafa þörf á opinberri aðstoð Stjórn Félags isl. iðnrekenda gerði á fundi sinum 25. sept. s.l. samþykkt vegna áhrifa gengis- breytinga og þróunar verðlags- mála. Þar lýsir stjórnin vanþókn- un sinni vegna breytinga á gengi krónunnar og ,,að til aðgerða þessara var gripið án þess að nokkurt tillit væri tekið til hags- muna framleiösluiðnaðarins”, eins og það er orðað. Þess er getið að gengishækkan- irnar hafi sérstakl. valdið erfið- leikum hjá þeim fyrirtækjum, sem selja verulegan hluta fram- leiðslu sinar á erlendum markaði, en samningar fyrirtækjanna munu vera gerðir I dollurum og verðfall á dollurum mikið eins og kunnugt er. Stjórnin tekur samt fram að lausn á vanda fram- leiösluiðnaðarins nú felist ekki i gengislækkun. siöan segir orð- rétt: „Leita veröur að varanlegri lausn til þess að hindra að tima- bundnar sveiflur i sjávarútvegi valdi jafnvægisleysi I efnahags- lifinu og ráði þar með afkomu annarra atvinnuvega. Jafnvægi i efnahagsmálum er skilyröi heil- brigðrar iðnþróunar. Verðjöfnunarsjóði fiskiönaðar- ins var ætlað þetta hlutverk, þeg- ar hann tók til starfa á árinu 1969. Hins vegar er ljóst að sjóðnum er ekki nema að takmörkuðu leyti stýrt út frá þvi jöfnunarsjónar- miði, sem lögum samkvæmt er hlutverk hans. Ekki hefði verið nauðsynlegt að gripa til undan- farinna gengisbreytinga ef sjóðn- um hefði verið beitt af nægilegum styrk til jöfnunar”. Siðan rekur stjórn Félags isl. iðnrekenda tillögur sinar sem að auki séu nauðsynlegar „til þess aö skapa raunhæf skilyröi til iðn- þróunar I landinu”. Tillögurnar eru þessar: „1. Að fella niður tolla af fram- leiðslutækjum og efnivörum framleiösluiönaðarins til að skapa framleiðsluiönaöinum nauðsynlegt svigrúm til upp- byggingar, áður en tollvernd er að fullu brott fallin. 2. Að fella niður eða endurgreiða söluskatt af framleiðslutækjum og efnivörum framleiðsluiön- aðarins, svo sem gert er i öllum helstu viðskiptalöndum okkar. Framhald á bls. 15. Neita þeir að kenna vegna þrengsla? Barnakennarar í Gullbringusýslu rœða húsnœðisskort skólanna Munu kennarar fram- vegis neita aö kenna við þá skóla sem búa við óviðunandi þröngt hús- næði? Þessi spurning vaknareftirályktun sem samþykkt var á fjöl- mennum fundi barna- kennara i Gullbringu- sýslu í fyrrakvöld. Alyktun kennaranna lýsir bæði óánægju þeirra meö óviðunandi starfsskilyrði og viðleitni þeirra til aö knýja fram nauösynlegar úrbætur þannig að skólastarf geti farið fram lögum samkvæmt. óviða á landinu mun vera eins þröngtum skólastarfsemi eins og i Gullbringusýslu, og viöa er þar ekki unnt að sinna lög- boðinni kennsluskyldu vegna aðstöðuleysis. Fundinn sóttu yfir 90% kennara á svæðinu, og ályktunin um ofangreint efni var i formi áskorunar á kenn- arafélagið um að stuöla aö þvi að allir skólar á svæðinu veröi „teknir út” og húsnæöi hvers skóla metið og mælt út, i samræmi viö gildandi lög og reglugerðir (norm) og verði einnig höfð hliðsjón af norm- um, sem eru i smíöum. Mat þetta verði hlutlaust og sam- viskusamlega unnið og að þess verði vandlega gætt að skýr- lega komi i ljós, hvað skorti á að skóli hafi tilskiliö húsnæði. Fundurinn skorar á stjórn félagsins, að kjósa þegar 5 manna nefnd i þessu skyni. Fundurinn telur, að náist ekki úrbætur við einstaka skóla, þá ráði svæðasamband- ið kennurum frá að sækja um kennslu við þá skóla. ' Margvislegar skemmdir hafa orðið á húsum i Vestmannaeyjum. Nú liður að því að viðiagasjóður hætti viðhaidi þeirra og eigendur taki viö. Viðlagasjóður hættir viðhaldi húsa í Eyjum Húseigendur taki sjálfir við. Mati á skemmdum er ekki lokið Viðlagasjóður hættir á næstu vikum aö sjá um viöhald húsa I Vestmannaeyjum og tekur þá ckki lengurábyrgö á skemmdum. Kafmagns- og vatnsveita eru teknar til starfa i Eyjum og at- vinnurekstur að hefjast. Tals- verðir fólksflutningar eru þegar hafnir, og verða húseigendur sjálfir að taka viö ábyrgð og verndun eigna sinna innan skamms. Stjórn Viðlagasjóðs sendi út svohljóöandi fréttatilkynningu I gær: Samkvæmt lögum nr. 4, 7. febr. 1973 um neyðarráöstafanir vegna jarðelda i Heimaey og reglugerð nr. 62, 27. mars 1973 um Viðlaga- sjóö, ber sjóðnum aö bæta eigna- tjón af völdum eldgossins i Heimaey og björgunaraðgerða þar og hefur sjóðsstjórn talið sér skylt að gera hverjar þær ráð- stafanir, sem veröa mættu til að takmarka þetta eignatjón. Þegar ibúar Vestmannaeyja urðu að yfirgefa Ibúðarhús sin eftir að gosið hófst lágu húsin aö sjálfsögðu undir verulegum skemmdum. Starfsmenn Við- lagasjóðs hafa unnið að þvi að koma i veg fyrir frekari skemmd- ir, en orðnar voru, með bráða- birgðaviðgerðum til aö hægt væri að halda húsunum þurrum og hlýjum eftir þvi sem föng voru á. Viðlagasjóöur taldi sér skylt að halda þessari viðleitni áfram meðan ástand var þannig að hús- eigendur gátu ekki vitjaö eigna sinna og verndað þær sjálfir. Nú eru fólksflutningar hafnir til Vestmannaeyja, rafmagns- og vatnsveita á ný tekin til starfa, og atvinnustarfsemi einnig að hefj- ast og hefur þar með skapast að- staða fyrir menn til að sinna sjálfir eignum sinum. Stjórn Viðlagasjóðs hefur þvi ákveðið að á næstu vikum hætti sjóðurinn aðsinna viðhaldi húsa i Vestmannaeyjum og taki ekki á sig ábyrgð á skemmdum á hús- um, sem veröa eftir þann dag, sem auglýstur verður fyrir hvert bæjarsvæöi. Veröa þá húseigend- Ungir A Iþýðubandalagsmenn Ráðstefna á Akureyri 6.-7. október Ráðstefna ungra Alþýðubandalagsmanna og stuðningsmanna þeirra hefst i Alþýðuhús- inu á Akureyri laugar- daginn 6. október kl. 10.00 f.h. Aðalmálaflokkar á ráö- stefnunni verða þrir: 1. Starfshættir sóslalisks flokks. 2. Sósialiskur flokkur og verkalýðshreyfing. 3. Sósialiskur flokkur og þátt- taka I rlkisstjórn. Þátttakendur fá svefnpoka- pláss i félagsheimili Einingar. Langferðabill leggur af stað úr Reykjavik kl. 17.00 föstu- daginn 5. okt. og kostar farið meö honum fram og til baka kr. 500.00. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig strax, einkum þeir.sem ætla meö rútunni frá Reykjavik. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýöubandalags- ins, Grettisgötu 3, simi 18081. Undirbúningur Næstu fundir i undirbúnings- starfshópum I Reykjavik og nágrenni um starfshætti og þátttöku i rikisstjórn verða fimmtudaginn 4. október kl. 8.30 á Grettisgötu 3. ur sjálfir að gera ráðstafanir til verndar húsum sinum. Frá og með 1. nóv. n.k. mun sjóðurinn ekki sinna eða bera á- byrgð á húsum og eigum, sem liggja vestan linu, sem hugsast dregin eftir miðjum Skildinga- vegi, Heiðavegi og Strembugötu þar til hún beygir milli húsanna nr. 15 og 16, en þar heldur linan á- fram i beina stefnu. Samkv. reglugerð nr. 62, 1973 um Viðlagasjóð og auglýsingu sjóðsins nr. 7, dags. 29/7 1973, ber sjóðnum að bæta skemmdir, sem orðið hafa á húseignum, samkv. mati á viðgerðarkostnaði. Af þessu leiðir að húseigendur taka við húsum sinum i þvi ástandi, sem þau eru, en fá viögerðar- kostnað greiddan samkv. mati. Mati á skemmdum er hins veg- ar ekki lokið og verða þvi ýmsir aö taka hús sin i sina vörslu og notkun áður en mat getur fariö fram. Geta þeir þá eigi að siður hafist handa um nauðsynlegar viðgeröir og verður kostnaður við þær þá tekinn inn i matið, enda hafi þeir haldiö glöggar skýrslur um hvaða viðgerðir hafi verið framkvæmdar áður en matið fór fram og kostnað við þær. Einnig getur húseigandi þá fengið bráðabirgðalán til aö standa undir viðgeröarkostnaði, og endurgreiðist það af bótafénu þegar matið liggur fyrir. Ævisaga sr. Sigurðar í Vigur Ennfremur gefur Fjölvaú gáfan nú i haust út Ævisögu s Siguröar frá Vigur jen s Sigurður var sem kunnugt miki þjóömálaskörungur um ald; mótin. Bókin er byggð á handri sr. Siguröar sjálfs, nánar tiltek dagbókum hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.