Þjóðviljinn - 06.10.1973, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJÍNN Laugardagur 6. október 1973.
Fróðleiksmolar úr
Safnarablaðinu
Nírœður
Arnfinnur
Antoníusson
t SAFNARABLAÐINU,
septemberhefti, er fjallaö um hin
ýmsu sviö söfnunar, og þar kem-
ur margt athyglisvert fram. Hér
fara á eftir nokkrir fróöieiksmol-
ar:
Heildarkostnaöur frimerkja-
sýningarinnar mun veröa 3-4 mil-
jónir króna, þar af var leiga fyrir
Kjarvalsstaöi 1.6 miljónir króna,
sem er þó verulega fyrir neöan
gjaldskrá hússins.
Ekki veröur framar prentaö
yfir frlmerki, þar sem raunveru-
leg þörf fyrir yfirprentanir væri
horfin og þaö dragi úr fjölbreyti-
leika i gerö frimerkja.
Nú vantar 500króna frimerki,
þrátt fyrir Heröubreiöarmerkiö,
sem kom út i 3 miljónum eintaka,
en verögildi þess er 250 krónur.
A næstunniveröa tekin i notk-
un póstnúmer hér, og mun þaö
auka afkastagetu póstsíns, ekki
sist þegar vélræn flokkun á sér
staö, en þaö mun I bigerö. Nefnd
vinnur nú aö þvi aö velja nýju I
aöalpósthúsi staö i Reykjavik.
Aukinn áhugier á póstkorta-
söfnun, og ef einhver vill hitta
kortasafnara aö máli, þá halda
þeir fundi fyrsta sunnudag i
hverjum mánuöi aö Amtmanns-
stig 2, og hefjast fundirnir kl.
13.30.
í bókinni íslensk frimerki I
100 ár veröa litmyndir allra is-
lenskra frimerkja sem komiö
hafa út frá 1873. Veröið veröur kr.
Reknetasíld á
22 kr. kílóið
A fundi Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins á miðvikudag var ákveð-
ið, að lágmarksverð á sild veiddri
i reknet við Suður- og Vesturland
til frystingar i beitu, skuli vera
hvert kg. kr. 22.00. Verðið er mið-
að við sildina upp til hópa komna
á flutningstæki við hlið veiðiskips.
Verðið gildir frá byrjun rek-
netaveiða haustið 1973 til 31.
desember 1973.
3.100 og blaðsiöufjöldi um 300 sið-
ur. Bókin veröur einnig gefin út á
ensku.
Gullminnispeningur Jóns
Sigurössonar, sem fyrir 10 árum
kostaði 500 krónur, var nýlega
auglýstur til sölu 1 Bandarikjun-
um fyrir 35 þúsund krónur.
Nýtt verð á
fiskúrgangi
A fundi yfirnefndar Verölags-
ráös sjávarútvegsins I dag var
ákveöiö eftirfarandi lágmarks-
I verö á fiskúrgangi frá 1. október
til 31. desember 1973.
; a) Þegar selt er frá fiskvinnslu-
stöövum til fiskimjölsverk-
i smiöja:
Fiskbein og heill fiskur, annar
en sfld, loðna, karfi og steinbitur,
hvert kg. kr. 6.00.
Karfabein og heill karfi, hvert
kg. kr. 6.60.
Steinbltsbein og heill steinbitur,
hvert kg. kr. 3.90.
Fiskslóg, hvert kg. kr. 2.70.
b) Þegar heill fiskur er seldur
beint frá fiskiskipum til fiski-
mjölsverksmiöja:
Fiskur, annar en sild, ioöna,
karfi og steinbitur, hvert kg. kr.
5.45
Karfi, hvert kg. kr. 6.00.
Steinbitur, hvert kg. kr. 3.55.
Verðiö er miöað viö, aö seljend-
ur skili framangreindu hráefni I
verksmiöjuþró.
Karfabeinum skal haldið að-
skildum.
Meirihluti náöist ekki I yfir-
nefndinni viö veröákvöröun þessa
| og var veröiö þvi ákveðiö meö úr-
I skurði oddamanns.
1 yfirnefndinni áttu sæti: Ölafur
Davlösson, sem var oddamaöur
nefndarinnar, Guömundur Kr.
Jónsson og Ólafur Jónsson af
hálfu kaupenda og Ingimar Ein-
arsson og Ingólfur Ingólfsson af
hálfu seljenda.
(Fréttatilk. frá verðlagsráði)
Neskaupstað
Niutiu ár eru sem örskotsstund
i aldanna rás, stundarbil i sögu
þjóðar, en i ævi eins manns
eru nlutíu ár harla langur timi.
Það eru ekki ýkja margir, sem ná
svo háum aldri,og enn færri, sem
halda heilsu og kföftum svo lengi
og fylgjast náið pieð atburðum
liðandi stundar, meö öðrum
orðum eru fullkomnir þátt-
takendur i hinu daglega llfi, er
þeir hrærast i. Þannig er þó fariö
þeim niræöa vini minum, sem
þessar linur eru helgaöar.
Arnfinnur Antonlusson, Mýrar-
götu 11 i Neskaupstað, er niræöur
i dag,6. október. Hann er fæddur
þann dag árið 1883 að Arnhóls-
stöðum i Skriödal, sonur
hjónanna Guörúnar Kristlnar
Arnfinnsdóttur og Antoniusar
Björnssonar, sem þar bjuggu
lengi, svo og viöar. Var Guðrún
ættuð úr Skriödal en Antoníus úr
Alftafirði. Þau hjón áttu 14 börn,
en aöeins 7 þeirra komust til full-
orðinsára. Auk þess ólu þau upp
eina fósturdóttur, sem dó um
fermingaraldur.
Arnfinnur er þvi alinn upp 1
stórum hópi systkina, og segir
það eitt sögu harörar lifsbaráttu
þegar i æsku. Barnmargar
fjölskyldur á siðustu öld áttu viö
hörö kjör aö búa, og um leið og
börnin komust nokkuð á legg,
urðu þau að taka fullan þátt i
öllum heimilisstörfum og aðstoða
við uppeldi yngri systkina og aö
framfleyta heimilinu. Ekki varð
þessi lifsbarátta auðveldari,
þegar veikindi og dauöi voru svo
tiöir gestir i garði og raun var á
æskueimili Arnfinns. En Arnfinn-
ur hafði til að bera þrek og atorku
i rikum mæli og varð fljótt stoð og
stytta foreldra sinna og var fyrir-
vinna heimilisins ásamt föður
sinum i mörg ár.
Þegar Arnfinnur var 12 ára
flutti fjölskyldan i Stóru—Breiðu-
vikurhjáleigu vib Reyðarfjörð,
bjó þar I tvö ár, en flutti siðan að
Kirkjubóli I Vaðlavik. Eftir eins
árs búskap flutti fjölskyldan til
Norðfjarðar. Var það árið 1907, og
lengi eftir það átti Arnfinnur
heimili sitt á Norðfirði.
Arnfinnur lagði gjörva hönd á
margt, og vann við búskap og sjó-
mennsku jafnt. Hann fór viða til
sjóróðra svo sem tlðkaðist um
sjómenn og tiðkast enn. Dvaldi
hann m.a. i Vestmannaeyjum,
en þar kvæntist hann fyrri konu
sinni, Sigriði Guðmundsdóttur.
Þau eignuðust einn son, Þórð,
sem látinn er fyrir nokkrum
árum. 1 Vestmannaeyjum bjuggu
þau tvö ár, en þá lést Sigriður.
Arnfinnur hélt þá með son sinn
til æskustöövanna i Skriödal og
hóf búskap á Viðilæk. Þar bjó
hann allmörg ár, og þangað réöist
til hans ráðskona, Aldis Guðna-
dóttir, sem ættuö er úr Skagafirði
og úr Flateyjardal.
\Þau Aldis gengu I hjónaband
1929-og hafa nú verið gift i 44 ár.
Þau bjuggu á Viðilæk til fardaga
1934, en þá fluttu þau að Hafra-
nesi viö Reyöarfjörö og bjuggu
þar I eitt ár
Hefur Arnfinnur sagt mér, aö
hvergi hafi sér likað betur en á
Hafranesi. Þau bjuggu þau hins
vegar i margbýli og höfðu ekki
nægilegt jarðnæði. En búskapar-
ársins á Hafranesi minnist Arn-
finnur með gleði, þó blandinni
söknuöi vegna þess að þurfa
þaöan aö flytja.
Frá Hafranesi fluttust þau til
Neskaupstaðar 1935 og eiga þá
fjögur börn. Arnfinnur stundaði
nú landbúskap og sjómennsku
jafnframt, aöailega hjá útgerð
Sigíúsar Sveinssonar.
En 1 a n d b ú s k a p u r i n n
hefir jafnan staðið hjarta Arn-
finns nær, og 1939 flyst hann meö
fjölskyldu slna til Mjóafjarðar og
búa þau hjón á Krossstekk til
ársins 1944, að þau flytjast aftur
til Neskaupstaðar og hafa átt þar
heima siðan. Hér stundaöi Arn-
finnur alla algenga vinnu ásamt
búskap lengi vel, og i mörg ár
vann hann I hraöfrystihúsi Sam-
vinnufélags útgeröarmanna og
flakaði þar fisk á við hvern
annan, þangað til hann varð að
hætta störfum vegna sjónmissis
fyrir fáum árum. Enn hefur Arn-
finnur þó nokkra sjón og fer ailra
sinna ferða, og svo kvikur er hann
á fæti, að hann mun geta gengið
af sér margan mann á besta
aldri.
Þau Arnfinnur og Aldis
eignuöust 7 börn og eru 6,þeirra á
lifi, öll gift. Börn þeirra eru:
Sigurður, vélsmiöameistari I
Neskaupstað, Guörún, sem var
húsmóðir i Neskaupstað en lést
fyrir nokkrum árum eftir lang-
varandi vanheilsu.Anton, sjó-
maður i Reykjavik, Kristrún hús-
móðir I Kópavogi, nýflutt þangað
frá Neskaupstað, Hjörtur, vél-
stjóri I Neskaupstað, Gerða og
Hjördis, báðar húsmæður I Nes-
kaupstað.
Barnabörn Arnfinns eru orðin
29, barnabarnabörnin eru 3 og
afkomendur hans allir þvl 40 að-
tölu.
Arnfinnur er enn hress I anda
og frár á fæti eins og áður segir
og áhugi hans fyrir atvinnu-
málum og almennum þjóömálum
er enn óskertur. Sérstaklega
fylgist hann vel með aflabrögðum
og ástandi og horfum i land-
búnaði, en við eina grein hans,
fjárbúskapinn, hygg ég hugur
hans sé öðru fremur bundinn.
Gaman er að heyra Afnfinn
segja frá, og margt hefir á daga
hans drifið. Hann hefir viöa farið
og margt reynt, og ótaldar eru
þær fjallaferðir, sem hann hefur
farið um dagana, ekki slst milli
Héraðs og Fjarða. Sennilega eru
fáir kunnugri Þórdalsheiði en
hann, svo að einn fjailvegur sé
nefndur, sem nú er af lagður.
Arnfinnur er sprottinn úr hinu
sjálfmenntaöa, íslenska bænda-
þjóðfélagi og kynntist strax i
æsku kjörum hinnar islensku al-
þýðu, henni hefir hann jafnan
heyrt til og verið róttækum
skoðunum hennar trúr. Það er
hressandi að ræða við hann um
stjórnmál, þar er engan bilbug að
finna gagnvart þeim öflum, sem
kúga vilja þá, sem erfiða lífs-
baráttu heyja, hinn sóslaliski
andi er jafn ferskur og hjá
byltingarsinnuðum unglingi,
stæltur og vermdur i átökum
mikilla umbrotatíma og stórra
atburða: sjálfstæðisbaráttan
fyrir og eftir aldamótin, heima-
stjórnin, sjálfstæði landsins og
fullveldi þess, kreppuárin, at-
vinnubylting eftirstriðsáranna,
tvær heimsstyrjaldir, rússnesk
bylting.
Nú nýtur Arnfinnur kyrrláts og
þægilegs ævikvölds eftir erfiðan
starfsdag á heimili Hjartar sonar
sins og konu hans Guðbjargar
Þórisdóttur og á þar gott atlæti.
Arnfinnur, ég vona, að ævi-
kvöld þitt verði enn langt og frið-
sælt,og sendi þér bestu heillaóskir
minar og fjölskyldu minnar á
þessum timamótum I ævi
ARISTO
léttir námið
Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi
kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum
námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full-
komnum hjálpargögnum við námið.
Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms-
fólk með kröfur skólanna í huga.
Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla-
tösku.
PENNAVIÐGERÐIN
Ingólfsstræti 2. Sími 13271.
þinni.
Birgir Stefánsson
F yrirlestur
ljósmyndara
Danskur ljósmyndari, Johan H.
Piepgrass, sem hlotið hefur styrk
frá Statens kunstfond til ljós-
myndunar hér á landi, hefur orðið
við þeirri ósk Dansk-Islenska
féiagsins, að halda fyrirlestur I
Norræna húsinu næstkomandi
þriðjudag.
Verður fyrirlestur þessi með
dálitið óvenjulegum hætti, þvi
hann mun þar fjalla um tvö mjög
svo óskyld efni. Fyrst ætlar hann
aö segja frá starfsemi dönsku
lýöháskólanna eins og hún er I
dag og bregða upp myndum — lit-
skuggamyndum frá skólunum.
Siðari hluti erindisins fjallar
meira um hann sjálfan, þvi hann
ætlar að fjalla um fyrstu áhrifin
sem danskur ljósmyndari verður
fyrir, er hann kemur til íslands i
fyrsta skipti. Einnig hyggst Piep-
grass bregða upp litskugga-
myndum máli sinu til skýringar.
Styrkur hins danska listasjóðs
til ljósmyndarans er bundin þvi
skilyrði, að hann á að viða að sér
efni til þess að útbúa fyrir skóla,
söfn og félög I farand-ljósmynda-
sýningu, sem á að vera fullgerð
og tilbúin haustið 1974.
Johan Piepgrass er kunnur
ljósmyndari i Danmörku og hefur
ihann allviða haldið ljósmynda-
sýniiigar og einnig hafa komiö út
bækur með myndum eftir hann og
má t.d. nefna eina þeirra,
Kontrast — Kontrast, sem hefur
aö geyma myndir frá Islandsferð
og frá Japan.
Þess má að lokum geta, að
Piepgrass, sem er verkfræðingur
að mennt, 36 ára, kennir árlega
nokkra mánuði ljósmyndum við
danska lýðháskóla og við
háskólann i Arósum.
Fyrirlesturinn er opinn
almenningi og hefst kl. 20.30.
(Frá Dansk-Islenska félaginu)
F élagsfundur
M.F.Í.K.
Félagsfundur MFIK verður
haldinn I félagsheimili prentara
að Hverfisgötu 21, þriðjudaginn 9.
október 1973 kl. 20.30
Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Margrét Guðnadóttir og Kristin
Þorsteinsdóttir, fulltrúar MFÍK,
segja frá ferð sinni á Eystra-
saltsvikuna.
3. Guðmunda Helgadóttir form.
Sóknar og Guörún ólafsdóttir
form. Verkakvennafélags Kefla-
víkur ræða um kaup og kjör
verkakvenna.
4. Kaffiveitingar.
Félagið mun halda basar 9. des.
að Hallveigarstöðum, og eru fé-
lagskonur beðnar að hafa þaö i
huga.
Allar „Sóknarkonur” velkomn-
ar á fundinn.
STJÓRNIN