Þjóðviljinn - 06.10.1973, Page 5
Laugardagur 6. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Skipstjóra og stýri-
mannafélagið Aldan er átt-
ræð í dag, sunnudag, stofn-
uð 7. október 1893. Aldan er
talin vera elsta verkalýðs-
félag á landinu. Fyrsti for-
maður öldunnar var Asgeir
Þorsteinsson skipstjóri, en
núverandi formaður er
Loftur Júliusson skipstjóri.
Félagiö hefur viða komið við
sögu, og verið stefnumarkandi i
sjávarútvegi, félags- og öryggis-
málum og kjaramálum sjó-
mannastéttarinnar á þeim 80 ár-
um sem það hefur verið starf-
andi.
Starfsemi félagsins frá byrjun
má skipta niður i eftirtalin atriði:
1. Stéttarfélags og kjarabarátta,
að standa fyrir réttindum skip-
stjórnarmanna á fiskiskipum.
2. Framþróun i siglingarmálum,
hafnar og vitamálum, öryggis-
málum sjófarenda, almennri
skipaskoðun.
Stjórnarmenn öldunnar ásamt tveimur gömluin kempum sem lengi hafa verift i fararbroddi fyrir starf-
semi félagsins, en þaft eru þeir Steindór Arnason (t.v.) og Konráft Gislason sem fremstir standa. Aftrir á
myndinni talift frá vinstri eru Björn Þorfirnsson gjaldkeri félagsins, Sigurftur Óskarsson. Guftmundur
Ibsen ritari, Hróbjartur Lútersson og formaður öldunnar Loftur Júliusson. Fjóra meftstjórnarmenn
vantar á myndina.en þaft eru þeir Páil Guftmundsson, Þorvaldur Arnason, Ilaraldur Agústsson og
Ingólfur Þórftarson.
r
Attrœtt stéttarfélag
3. Menntun skipstjórnarmanna,
og standa vörð um réttindi
þeirra, og hamla gegn undan-
þágum til skipstjórnar.
4. Efla nýjungar i sjávarútvegi,
með endurnýjun og nýsmiði
skipastólsins, nýjungar i tækja
og veiðarfæraútbúnaði fiski-
skipa i samræmi við tækni og
framþróun annarra fiskveiði-
þjóða i þeim efnum.
5. Verndun fiskimiða, eflingu haf-
rannsókna, fiskileitar og sjó-
mælinga
6. Almenn framfaramál höfuð-
borgarinnar, sérstaklega hér
fyrr á árum, en nú sérstaklega
varðandi nýskipan nýrrar
fiskihafnar i Rvk.
Öldumenn létu mikið bæjarmál
Reykjavikur til sin taka og neyttu
áhrifa sinna til að fá mann úr sin-
um hópi i bæjarstjórn, og áttu eitt
sinn þrjá menn i bæjarstjórn
Reykjavikur.
Styrktarsjóður öldunnar var
stofnaður 1894. Tilgangurinn að
styrkja ekkjur látinna félags-
manna.
Stofnfélagar öldunnar voru 24
menn, flestir skipstjórar frá
skútuöldunni allir héðan frá
Reykjavik. Nú i dag er Aldan
landsfélag með um 500 félags-
menn á eftirtöldum svæðum:
Reykjavik og nágrenni, Austur-
land, Snæfellsnes, borlákshöfn,
Stokkseyri og Eyrarbakki, auk
félaga úr nokkrum smærri
sjávarplássum úti á landi þar
sem ekki er fyrir stéttarfélag
skipstjórnarmanna.
merki öldunnar og ártal, en bak-
hliðin er táknrænt merki skip-
stjórnarmanna, anker og stýris-
hjól, með 'áletruninni Fast þeir
sóttu sjóinn. Upplag minnispen-
ingsins er 400 stk. Agóðinn af söl-
unni ef einhver verður rennur i
byggingarsjóð félagsins.
Að endingu má geta þess að
þeir formenn félagsins, er lengst
störfuðu voru: Hannes Hafliðason
skipstjóri, Guðbjartur ólafsson
hafnsögumaður og Guðmundur
H. Odssson skipstjóri.
Núverandi formaður er Loftui
Júliusson skipstjóri, og auk hans i
stjórn eru: Páll Guömundsson
skipstjóri varaformaður, Guð-
mundur Ibsen skipstjóri ritari,
Haraldur Agústsson skipstjóri,
meðstj., Björn Ó. Þorfinnsson
skipstjóri, gjaldkeri, borvaldur
Arnason skipstjóri, meðstj.
Ingólfur Þórðarson skipstjóri,
meðstj. A blaðamannafundi
með stjórn öldunnar á fimmtu-
dag, kom fram að árið 1930 klofn-
aði félagið, og var þá stofnað
félagið Ægir fyrir togaraskip-
stjóra og 1. stýrimenn á togurum.
Sögðu öldumenn að með tilkomu
minni skuttogara yrðu sifellt
fleiri togaraskipstjórar félags-
menn i öídunni.
A fundinum barst litillega i tal
sú hefð sem orðin er á um undan-
þágur til handa skipstjórnar-
mönnum. Sögöu öldumenn að um
200 einstaklingar væru nú á
undanþágu. Félagsmálaráðu-
neytið hefur nú skipað nefnd til að
kanna undanþágumálin og gera
tillögur til úrbóta.
—úþ
Hlutavelta
Slysavarna-
félagsins
á morgun
llin árlega hlutavelta Kvenna-
deildar Slysavarnafélags islands
I Reykjavlk verftur haldin á
morgun, og hefst hún kl. 2 e.h. I
lönskólanum I Reykjavik. Illuta-
veltur kvennadeildarinnar haf>
ætift sett svip sinn á borgarllfift i
októbermánufti ár hvert, og er
þaft einlæg ósk félagskvenna, sem
lagt hafa á sig mikla vinnu og erf-
ifti við aft undirbúa hlutaveltuna,
aft borgarbúar fjölmenni á hana
og styrki göfugt málefni. Málefni,
sem varftar alla islendinga,
slysavarnaniálin.
Það er mikið fjármagn, sem
þarf til þess að halda uppi þessari
starfsemi. 1 mörg horn er að lita,
þvi eins og kunnugt er, nær slysa-
varnastarfsemin um allt landið,
og hvergi má neitt vanta af björg-
unartækjum, þegar á þarf að
halda. Það er framlag kvenna-
deilda Slysavarnafélagsins að
vinna að fjáröflun i þessu skyni.
Kvennadeildin i Reykjavik leit-
ar nú á náðir Reykvikinga og von-
ast til þess að fá góðar undirtektir
nú eins og ævinlega þegar hún
hefur beðið um aðstoð. Þetta
verður glæsileg hlutavelta.
Kvennadeildin færir öllum
þeim, sem fært hafa deildinni
gjafir og þá sérstaklega öllum
verslunarfyrirtækjum sinar inni-
legustu þakkir.
„Munum
spyria Þióð”
BLACKPOOL 4/10 — Landsþing
breska verkamannaflokksins
samþykkti i dag að ef flokkurinn
kæmist i rikisstjórn myndi hann
leita álits þjóöarinnar á veru
landsins i EBE. Hins vegar var
felld tillaga þess elnis að flokkur-
inn skyldi vera mótfallinn aðild
án tillits til skilyrða fyrir henni.
1 ályktuninni segir að flokkur-
inn muni halda áfram að hundsa
EBE-þingið.
Af einum fyrstu málum sem
Aldan hefur barist fyrir og fengið
framgengt var i kring um alda -
mótin, en þ.e. fyrirkomulag
launagreiðslna, i stað vöruúttekt-
ar.fékkst framgengt að laun voru
greidd i peningum.
Fulltrúar
ÞFF
gengu út
PARtS 4/10 — Sendinefnd Þjóð-
frelsisfylkingar Suður-Vietnam i
samningaviðræðum hennar og
Saigonstjórnarinnar um pólitiska
lausn á málum Suður-Vietnam
gekk út af fundi i Paris i dag i
mótmælaskyni við brot Saigon-
hersins á vopnahléssamkomulag-
inu.
A blaðamannafundi eftir þetta
ásakaði fulltrúi ÞFF Saigon-
stjórnina um að skipuleggja
skyndiárásir á svæði þau sem
lúta stjórn ÞFF i Suður-Vietnam.
Nefndin gekk út eftir að formaður
hennar hafði lesið upp yfirlýsingu
þar sem sagt var að Saigonstjórn-
in hefði framið itrekuð brot á
vopnahléssamkomulaginu og að
hún beitti eiturvopnum til að
eyðileggja uppskeruna á svæðum
ÞFF.
Samningaviðræður þessar hafa
þann tilgang að koma vopnahlés-
samkomuiaginu til framkvæmda.
Litill árangur hefur orðið af þeim
hingað til og stöðugt hnútukast
verið á fundum.
Aldan er félag skipstjórnar-
manna á fiskiskipaflotanum upp
að 500 lestum og er samningsaðili
þeirra á fyrgreindum stöðum.
Einnig samningaðili 2 stýrim. á
togurum héðan úr Reykjavik,
skipstjórnarmanna á hafrann-
sóknarskipum Rikisins, auk skip-
stjórnarmanna á m/b. Sandey. og
hvalv. sk.
Arið 1959 er kveníélag
öldunnar stofnað og fyrsti for-
maður þess frú Laufey Halldórs-
dóttir, og sem starfað hefur flest
öllárin sem formaður. Núverandi
formaður Kvenfélagsins er frú
Sigriður Guðmundsdóttir.
Samningsbundinn sjúkra-og
styrktarsjóður félagsins hefur
verið starfandi frá stofnun hans
árið 1964, til hjálpar f .agsmönn-
um i löngum sjúkdómstilfellum,
auk þess ekkjum og börnum
þeirra.
Starfandi félagsmenn eru aðil-
ar að lifeyrissjóði sjómanna og
lifeyrissjóði Hlifar, auk aðildar
að atvinnuleysissjóði Farmanna
og Fiskimannasambandi fslands.
Orlofsheimilasjóður er starf-
andi innan öldunnar, og er félag-
ið og deildir þess nú búið að festa
kaup á 2 Orlofsheimilum (lóðum)
að Hrauni i Grimsnesi ásamt
fleiri aðildarfélögum stjómanna-
dagsráðs, sem þar byggja,en Ald-
an er aðili að þeim samtökum.
Vonumst við eftir að húsin verði
komin upp tilbúin á næst ári.
Félagið á eignarhluta i félags-
heimilinu að Bárugötu 11, ásamt
öðrum stéttarfélögum innan
F.F.^.l. En hugmyndin er að
reisa nýtt félagsheimili á næst-
unni á góðum stað hér i borginni,
fyrir sömu félög innan F.F.S.l.
Nú i tilefni 80 ára afmælisins
hefur félagið ákveðið að gefa út
minnispening úr silfri og kopar,
teiknað af Atla Má Árnasyni.
Framhliö peningsins er félags-
Sjö stelpur á ný
í Þjóðleikhúsinu
1 gær hófust aftur sýningar i
Þjóðleikhúsinu á sænska leikrit-
inu Sjö stelpur. Leikurinn var
sýndur 19 sinnum á siðasta leikári
og vakti óskipta athygli allra,
sem sáu sýninguna. Aðsókn að
leiknum var mjög góð og voru að
jafnaði milli 400 og 500 leikhús-
gestir á hverri sýningu. Leikurinn
fjallar, sem kunnugt er, um
vandamál ungra stúlkna, en allar
dveljast þær á sænsku upptöku-
heimili. Leikurinn lýsir daglegu
lifi stúlknanna á látlausan hátt,
en segir einnig frá þeim erfiðleik-
um, sem starfsfólk stofnunarinn-
ar á við að striða. Sex ungar leik-
konur fara þarna með stærstu
hlutverkin og hafa sumar þeirra
aldrei áður komið fram á leik-
sviði Þjóðleikhússins. Leikstjóri
er Briet Héðinsdóttir, en leik-
myndir eru teiknaðar af Birni
Björnssyni.
Myndin er úr einu atriði leiks-
ins, þar sem gæslukona upptöku-
heimilisins á i erfiðleikum með
ungu stúlkurnar.