Þjóðviljinn - 06.10.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 06.10.1973, Síða 13
I.augardagur 6. október 1973. 1>JöÐVILJINN — SIÐA 13 POUL ÖRUM: BOÐORÐIÐ 4 — Þá fer ég, sagði hún um leið og hún herti beltið á frakkanum sinum með rösku handtaki og kippti honum niður á hliðunum á sama kunnuglega mátann. — Ég ætla á hárgreiðslustofuna fyrst. — Af hverju? spurði ég og ýtti teikniborðinu frá mér og virti hana fyrir mér. — Sérðu ekki hvað ég er agaleg um höfuðið? sagði hún eins og ég vissi að hún myndi segja. Þetta voru vanabundin orðaskipti og á- framhaldið var þannig: Nei, það sérðu auðvitað ekki! — Ég hef aldrei getað séð það, sagði ég og bætti siðan nýju til- brigði við orðaleikinn okkar: Þegar ég er vindurinn þinn. Já, þessi er góður, sagði hún fálát, en gaf þó ekki annað til kynna með þvl en þetta væri ekki viðeigandi umræðuefni um há- daginn. Þótt hún væri bráðum þrjátlu og átta ára, hætti henni ennþá til að roðna. Ég hafði dulda skemmtun af þvi. Hún gekk kringum skrifborðið til að sjá hvað ég væri með á teikniborðinu, og hundurinn sem hafði þann sið að leggjast til svefns þvert á tærnar á mér, vaknaði og reis upp til að heilsa henni hlýlega. — Láttu sokkana mína vera, Jumbo! sagði hún.--Þú ert is- kaldur á trýninu. Er hún mjög erfið? — Hver? — Konan sem vill þetta hús. — Frúin, ef þér er sama sagði ég. — Minna má ekki gagn gera. þegar maður er giftur forstjóra og byggir tvö hundruð fermetra hús. Hún er uppfull af frúarsiðum sem erfitt er að fella inn i nýtilega teikningu, einkum þar sem þær stangast á. — Það var henni likt. — Þekkirðu hana? — Ég gekk I skóla með Agnete Jörgensen. — Mehlsen. — Hún hét Jörgensen I þá daga og var fyrst trúlofuð búðarloku hjá sveitakaupmanni. En svo kom þessi forstjóri i spiliö.. Já, hún hefur alltaf vitað hvað hún vildi. Hún vill auðvitað stjórna þér á allan hátt i sambandi við innréttinguna? — Ég læt nú ekki stjórna mér. Brúðkaup 28. júll voru gefin saman i hjóna- band i Laufáskirkju af séra Bolla Gústafssyni ungfrú Valgerður Eggertsdóttir og Hilmar Stefáns son. Heimili þeirra er að Lyng- holti 5 Akureyri. Ljósm: NORÐURMYND Akureyri, simi: 12807. — Jæja, ekki það? — Aðeins innan þess þrönga ramma sem fagleg samviska min setur mér. — Það var og? sagði Marianne. — En þetta er sem sé likt henni. Hvað á þetta að vera? Hún benti á herbergi sem ég átti i nokkrum örðugleikum með að fella inn i rammann. Og hún hafði auðvitað tekið eftir þvi. — Hana langar i vetrargaró, sagði ég. — En hann þarf helst að vera nokkrum þrepum neðar en setustofan. Það hefur einhvers staöar heillað hana. — Já, segjum það, sagði Marianne i óljósum hæðnistón. Hún studdi framhandleggnum á öxl mér og það var notalegt að finn ylinn frá henni við hnakkann. Ég sagði: — En ég verð vist að hryggja hana með þvi, að sleppa lækkun- inni, ef einhver glóra á að vera i húsinu. Lóðin hentar ekki til þess. — Vetrargarður! sagði Marianne. — Ertú öfundsjúk? — Ot i hanaí Nei, ég sem hef þig Hún lagði höndina á ennið á mér og þrýsti hnakkanum á mér aö sér sem snöggvast. Við höfðum verið gift i tvö ár, en ennþá fylltist ég hlýju yfir návist hennar i hvert skipti sem hún kom inn til min.Og vaknaði lika i hvert sinn sem mér varð hugsaö til þess hvernig allt hefði verið áður en við hittumst.. Ég sleppti blýantinum, lyfti hönd- unum og þrýsti handleggi hennar, og hún stóð kyrr og ég sat kyrr 1 þessum stellingum góða stund áð- ur en hún losaði sig. Þetta var i siöasta sinn sem við áttum þetta saman. Þetta nota- iega öryggi. — Nei, nú verð ég að fara, ef ég á ekki aö koma of seint, sagði Marianne. — Það er maður að koma upp brekkuna. Heldurðu að hann sé að finna þig? Ég leit út um gluggann. Maðurinn var að koma upp brekkuna, eins og tekið var til orða, þótt hún sé ekki nema smá bunga á veginum þar sem hann beygir. En þar birtist fólk sem er á leiðinni til okkar og fyrst sér maður höfuð og axlir, svo fer það upp bunguna og sýnir sig sem snöggvast i fullri stærð áður en hallar undan fæti á ný og siðasta spölinn sést þaö frá mitti og upp- úr meðfram limgeröinu hjá næstu lóð. En maðurinn stansaði efst á bungunni og stóð eins og dökk skuggamynd og bar við gráan aprilhimin. Hann stóð þarna og horfði i áttina að húsinu okkar og frakkinn var óhnepptur og hend- urnar hafði hann neðarlega á mjöömunum með þumalfingurna aftur og hina i buxnavösum, oln- bogar og axlir vissu fram. Þaö l var ekki hægt að greina andlitiö ’ úr þessari fjarlægð. En hafi ég ekki þekkt hann allra fyrst, þá gerði ég það á næsta andartaki. Þessi stelling var mjög einkenn- andi fyrir hann. — Er þetta einhver sem þú þekkir? spurði Marianne. — Ég veit ekki... Ég laug hikandi —ef það var þá lygi. Það gat svo sem verið að 28. júli voru gefin saman i hjóna- band af séra Rögnvaldi Finn- bogasyni ungfrú Elisabet Kristjánsdóttir Hliðavegi 6 Siglu- firði og Sæmundur Sæmundss. vélstjóri Kleppsvégi 30 Reykja- vik. Heimili þeirra er að Hliða- vegi 6 Siglufirði. Ljósm: NORÐURMYND Akureyri, simi: 12807. mér skjátlaðist. Það voru sex eða sjö ár siðan ég hafði siðast séð Alex. En ef það var hann — og i rauninni var ég i engum vafa um það — þá neyddist ég til að ljúga. Hann var ekki maður sem Mari- anne átti að kvnnast. — Ætli það sé ekki einhver iðnaðarmaður, sagði ég. —Ef hann er þá — Ef hann er þá að koma hingað. Ég átti við það, en ég kom þvi ekki út úr mér. Ég var hræddur um að röddin kæmi upp um mig. Það var eitthvað ónota- legt, næstum ógnþrungið við hina skyndilegu komu hans þarna á hólinn.og ég hélt áfram að góna út um gluggann, en Marianne sagði: — É g fer þá. Ég kinkaði kolli viðutan. Það var eins og hver önnur heppni að hún skyldi vera að fara. — John? sagði hún. — Ha? — Liturðu yfirleitt nokkurn tima á mig? Ég sleit mig lausan frá glugganum. Hún stóð i dyrunum og þetta átti að vera gamansemi. En var ekki einhver kviði i augnaráði hennar, likt og hún hefði hugboð um að eitthvað væri á seyði sem hún fengi enga aðild aö? — Hvort ég geri, sagði ég. — Ég geri ekkert annað. — Það er lika eins gott! Ég verð komin aftur um sexleytið. Bless á meðan. — Blessuð, vina min. Ég reyndi eftir megni að endur- gjalda bros hennar. Svo fór hún loks; það var léttir. Alex stóð enn á hæðinni i sömu stellingu. Það var honum likt að taka sér stöðu og draga allt á langinn meðan hinn aðilinn hafði enga hugmynd um hvað hann ætlaði sér. Utihurðin skelltist og ég heyrði . fótatak Marianne fjarlægjast. Svo birtist hún úti á veginum og gekk upp brekkuna framhjá Alex. Hann hreyfði sig ekki fyrr en hún var komin á móts við hann. Þá lét hann hendurnar allt i einu siga og heilsaði með skáhaliri höfuðhneigingu sem i senn virtist kurteisleg og striðnisleg. Skyldi hún hafa skilið þessa kveðju hans á þann hátt að hann vissi hver hún væri og hefði sinar hugmyndir um það? Æ, fjandinn hirði hann! Ég sá að hún kinkaði kolli á móti, og vonandi hafði hún ekki áttað sig á þvi að eitthvað sér- stakt byggi undir framkomu hans. 1 sveitaþorpi eru margir sem kinka kolli á förnum vegi, bæði til kunnugra og ókunnugra. Marianne hvarf niður brekkuna og um leið gekk Alex niður hallann hinum megin og gekk að innkeyrslunni og siðan hvarf hann mér sýn þar sem ég sat við skrifborðið. Það marraði i mölinni en fótatakið hætti áður en hann kom að tröppunum. Hvað var hann að gera? Hundurinn, sem haföi lagt sig aftur ofaná tærnar á mér, rak upp hvellt gellt, urraði siðan illilega, og ég hrökk i kút, þegar ég ætlaði að standa upp og koma auga hann. Ég hefði átt að geta mér þess til. Alex hafði beygt út af ak- brautinni og gengið nokkur skref eftir flisaröðinni sem liggur með- fram húsinu. Hann stóð og horfði á mig inn um gluggann, minna en tvö skref frá mér. Hann hafði gaman af að koma fólki á óvart á þennan hátt. — Hæ, Johs, sagöi hann. Rödd hans barst ekki gegnum gluggann, en ég gat séð hann segja þ^tta og það voru ekki liðin sex eða sjö ár. Það var eins og það hefði verið i gær sem hann horfði siðast á mig meö sposkum og óræðum augunum undan ljósum brúnum. Ég kinkaði kolli til hans. Ég gat ekki gert neitt annað. 4 — Já, kannski að ég fái annan snafs þrátt fyrir allt, sagði ég við framreiðslustúlkuna, þegar hún birtist i innstu dyrunum til að at- huga hvort mig vanhagaði um eitthvað. — Þrátt fyrir allt? .sagði hún. — Já, ég var rétt i þessu að kveða niður góðu áformin min. Hún brosti viðurkenningarbrosi eins og henni þætti þetta hrósvert af mér og kom með flöskuna. — Tvöfaldan? — Nei, bara einfaldan i þetta sinn. — Haldið þér að þér fáið ekki slagsiðu? — Ég er svo vanur þvi, sagði ég. — Maður verður að haltra Laugardagur október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 8.00 og 10.00. Morgunbæn ki. 7.45 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðni Kolbeinsson les niðurlag sögunnar ,,Nafn- lausu eyjunnar" eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða Tónleikar kl. 10.25. Morgunkaffið kl. 10.50: Þorsteinn Hannesson og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga Krístin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A iþróttavellinum Jón Asgeirsson segir frá. 15.00 Vikan, sem var Umsjónarmaður : Páll lieiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnuni örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 i uniferðinni Þáttur i umsjá Jóns B. Gunnlaugs- sonar. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Hæfilegur skaninitur. Gisli R. Jóns- son og Július Brjánsson bregða á leik. 19.40 Austurriskt kvöld a. Dr. ■ Þorvarður Helgason spjallar um land og þjóð. b. Tónlist eftir Mozart, Schubert, Schönberg, Berg og Wébern. c. Lestur úr ritum eftir Heimito von Doderer o.fl. 21.05 Hljóniplöturabb Guð- mundur Jónsson bregöur plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. o cj O 17.00 Enska knattspyrnan 17.50 tþróttir Umsjónar- maður Ömar Ragnarsson. Illé 20.00 Kréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Brellin hlaðakona Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 20.50 Sinion og Garfunkel Bandarisk kvikmynd um hina vinsælu poppsöngvara Paul Simon og Arthur Garfunkel. Rætt er við þá félaga um þá sjálfa, tón- listina og sitt hvað fleira. Einnig flytja þeir i mynd- inni mörg sinna vinsælustu laga. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 21.40 Eiginkonan ótrúa (La femme infidele).Frönsk bió- mynd. Leikstjóri Claude Chabroi. Aðalhlutverk Stephane Audran, Maurice Ronet og Michel Duchaussoy. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Mynd þessi, sem er gerð fyrir ör- fáum árum, fjallar um ung hjón. Hann kemst að raun um, að eiginkonan er i tygjum við annan mann. iiann drepur keppinaut sinn og tekst að fjarlægja verks- ummerki, en þrátt fyrir það kemst lögreglan á sporið og tekur að spyrja hann spjör- unum úr. 23.15 Ilagskrárlok RAFLAGNIR SAMYIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahiíð 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. FÉLAG \mim HLJÓMUSTARMAIA #útvegar ybur hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifœri Vinsamlegast hringið í 202SS miiii ki. i4-i7 Indversk undraveröid. Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjölbreytt úrval af austurlenskum skraut- og listmunum m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakka, smádúka, batik-kjólefni, indversk bómuliarefni, töfl úr margskonar efniviði, málmstyttur, vörur úr bambus og margt fleira nýtt. Einnig margar tegundir af reykeisi og reykelsis- kerum. Gjöfina sem gleður fáið þér i Jasmin Laugavegi 133.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.