Þjóðviljinn - 27.10.1973, Page 5

Þjóðviljinn - 27.10.1973, Page 5
Laugardagur 27, október 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fundur rauðsokka í Norræna húsinu í dag kl. 2 Hvað er fyrirvinna? Svava Jakobsdóttir og Auður Þorbergsdóttir reifa málin FYRIRVINNUHUGTAKIÐ Hver er fyrirvinna? Þú? Ég? Hann? Hún? Fyrir hverjum er unnið? Þér? Mér? Honum? Henni? Vinnur þú? Ég? Hann? Hún? Hver vinnur fyrir hverjum? Hver vinnur fyrir sjálfum sér? Hver fyrir öðrum? Fyrir hverjum þarf að vinna? Reynt verður að gefa svör við spurningum á borð við þessar og fjaila um máiin i Ijósi þeirra á fundinum sem rauðsokkar efna til i Norræna húsinu I dag. Fundur- inn er jafnframt kynningarfundur um máiefni rauðsokkahreyfing- arinnar aimennt. Er vonast eftir almennum umræðum um málin eins og jafnan hefur verið á þeim fundum sem rauðsokkar standa að. Svava Jakobsdóttir alþingis- maður og Auður Þorbergsdóttir borgardómari opna umræðurnar, en Vilborg Sigurðardóttir kenn- ari stýrir þeim. Skreytingar á fundarstað eru unnar af Eddu Öskarsdóttur og Hildi Hákonar- dóttur. Hver hefur framfærslu- skyldu? t fréttatilkynningu rauðsokka er efni fundarins skýrt á eftirfar- andi hátt: Nú hefur i fjórða skipti verið skipað i miðstöð rauðsokkahreyfingarinnar. Miðstöðin fyrir næsta vetur sést hér á myndinni, taiið frá vinstri: Erna skrifstofumaður, Vilborg kennari, Hjördis tækniteiknari og Eirikur nemi. „Kannski er fyrirvinnuhugtak- ið það sem einna mest stendur i vegi fyrir jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Vegna þess, hve rik hefð það er að telja karl fyrir- vinnu heimilis, er kona talin þurfa minna kaup, minni mennt- un, minni framamöguleika i starfi. Eiginlega er hún ekki talin þurfa að vinna — þótt hún geri það. Þetta er ekki aðeins óréttlæti gagnvart konunni. bað er ekki siður óréttlátt að ætlast til þess að karlinum, að hann einn vinni fyrir börnunum og vinni fyrir móður þeirra, þótt heilbrigð sé. Enda gera fáir þetta i raun. Er ekki eðlilegast að hver fulltiða fullfriskur maður, karl eða kona vinni fyrir sjálfum sér og foreldrar fyrir börnum sinum? Félagsmálanefnd Norður- landaráðs hefur á undanförnum árum fjallað um fyrirvinnuhug- takið og leiddi það til þess, að á siðasta þingi Norðurlandaráðs, i febrúar s.l. var samþykkt tillaga um það. t tillögunni mælir Norðurlandaráð með þvi að rikis- stjórnir Norðurlandanna láti fara fram athugun á réttarreglum sinum með það i huga að afnema öll ákvæði, sem hafa i för með sér mismunum á konum og körlum sem fyrirvinnum. Tillagan fól ginnig i sér, að framfærsluskyld- an skyldi bundin við börnin og einnig var ákvæði varðandi tryggingarnar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri lengur raunhæft að leggja þann skilning i fyrirvinnuhugtakið, að það næði einungis til karlmanns- ins og konan væri á framfæri hans. Löggjafinn ætti fyrst og fremst að tryggja rétt barnanna á framfærslu og tryggja, að báðir foreldrar bæru þar sömu ábyrgð. Lögin eiga ekki lengur að inni- halda ákvæði, sem gera upp á milli karla og kvenna um fyrir- vinnuhugtakið. Að þessum málum hefur nefnd- in verið að vinna, og hélt m.a. ráðstefnu um málið á s.l. ári. Svava Jakobsdóttir sat þá ráð- stefnu og á fundinum á laugar- daginn mun hún segja frá umræð- um þar og hvað er á döfinni i þessum efnum á hinum Norður- löndunum”. Hins vegar hefur Auður Þor- bergsdóttir kynnt sér islenska löggjöf um fyrirvinnuhugtakið, svo og hvernig þeim málum er hér háttað i reynd. Ný miðstöð hjá rauðsokk- um Rauðsokkahreyfingin hefur nú starfað allt frá vorinu 1970, og kom fram á blaðamannafundi með þeim á fimmtudaginn að vonast er til að fundurinn i dag verði upphafið að öflugu vetrar- starfi. Rauðsokkar starfa i hópum og tengiliður hópanna er miðstöð. Miðstöð er einnig tengiliður hreyfingarinnar út á við og til hennar geta þeir snúið sér, sem vilja starfa með Rauðsokkum eða eiga við þá einhver erindi. Skipt er um miðstöð árlega og nú eru i henni: Vilborg Sigurðardóttir, liáalcitis- braut 17, simi 8:iSS7. Eirikur Ouðjónsson, Klönduhlið 24, simi 22719. Hjördis Bergsdóttir, Hjarðar- liaga :iS, simi 111972. Erna Egilsdóttir, (irettisgötu 92, simi lSI2:t. LEIKFÉLAG REYKJAVtKUR: Svört komedía Eftir PETER SHAFFER Guðrún Stephensen og Valgerður Dan. Leikstjóri: Pétur Einarsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Hugmynd þessa leikrits er ansi sniðug - að sýna athafnir fólks i niðamyrkri á björtu sviði. Þetta er leikbragð sem kunnugt er úr klassiskri kinverskri leiklist. Mér er i barnsminni er ég sá leikara úr Pekingóperunni berjast i myrkri á sviði Þjóðleikhússins og þótti mikið undur. t höndum Kin- verjanna varð þessi leikmáti að stilfærðum ballett, en breski höfundurinn Peter Shaffer notar hana til þess að útfæra á nýstár- legan hátt gamalkunnar farsa- flækjur, gefa flækjunni nýja vidd. Höfundi tekst mestanpart vel að láta ringulreiðina aukast stig af stigi, þótt mér fyndust nokkur atriði i seinni hlutanum dregin á langinn um of, og hefði leikritið sjálfsagt gott af nokkurri styttingu. Sviðsetning þessa verks er flókið og vandasamt verk og gerir miklar kröfur til nákvæmrar timasetningar og samstillingar. Viða tekst Pétri Einarssyni að ná leikhópnum saman svo af verður hin ágætasta skemmtun. Hins vegar verða margir dauðir punktar, einkum þegar á liður, og stundum er eins og leikendur tvistrist algerlega og leiki hver i sinu horni. Sýningunni er ábóta- vant i heildarbyggingu, hana skortir nauðsynlega stigmögnun ringulreiðarinnar, meðal annars fyrir þær sakir að hún fer of geyst af stað. Tvö meginhlutverk eru i höndum nýliða, Hjalta Rögn- valdssonar og Höllu Guð- mundsdóttir.Þau eru bæði efni- legir leikarar og gera margt vel, en skortir aga og þjáifun til að ná föstum tökum á hlutverkum sinum, hreyfingar þeirra oft fálmkenndar og óhóflegar. Hins vegar er það mikil hressing að sjá framan i nýtt fólk á þessu sviði, þar sem gamlir kunningjar hafa gerst ærið þaulsætnir undanfariö. Það sem gefur þessari sýningu einna mest gildi, lyftir henni þrátt fyrir allt yfir allan doða, er leikur Þorsteins Gunnarssonar i hlut- verki kynvillingsins Harolds. Þorsteinn teflir að visu á tæpasta vaðið i ýktri skopstælingu sinni, en persónumótun hans er svo heilsteypt og nákvæmt útfærð að hreinasta unun er að. Þorsteinn ræður orðið yfir ótrúlegri tækni og sviðsaga sem gerir honum kleift að ramba á barmi ofleiks án þess að fara nokkurn timann út fyrir mörkin. Aðrir leikarar sýna flestir góð tilþrif. Helgi Skúlason er hóf- stilltur og hnitmiðaður i hlutverki Melketts herforingja, sýnir næmari tilfinningu fyrir gaman- leik en ég minnist að hafa séð tii hans áður. Valgerður Dan á góða spretti en hefði mátt dempa sig dálitið niður á köflum. Guðrún Stephensen er hér i gamal- kunnum ham - hún leikur orðið kellingar af þessu tagi með fyrir- hafnarlausum yfirburðum. Karl Guðmundsson bregður upp einni af sinum óborganlegu smá- myndum af einkennilegum mönnum. Leikmynd Sigurjóns Jóhannes- sonar er einkar stilhreint og sannfærandi verk. Þó að sýning þessi sé nokkuð mistæk tekst henni oftastnær að ná tilgangi sinum, að kitla hlátur- taugar áhorfenda. Hitt getur svo hvarflað að mönnum hvort það sé rétt og skynsamleg ráðstöfun að setja þennan leik á svið meðan Flóin gengur fyrir fullum dampi og ekkert sýnilegt lát á aðsókn. Er ekki að verða einum of feitt á slappstykkinu? Sverrir Ilólmarsson Ályktun um landhelgina Á stjórnarfundi i Sjómanna- sambandi íslands, sem haldinn var i gær 24. október, var eftirfarandi samþykkt samhljóða varðandi land- helgismálið: Stjórn Sjómannasambands tslands telur rétt, að haldið verði áfram að reyna að ná samkomulagi við Breta og Vestur-Þjóðverja um veiðar á svæðinu milli 12 og 50 miln- anna til þess að tryggja að minnisókn verði á okkar fiski- mið en verið hefir og nú er, og þá sérstaklega til þess, að geta friðað með öllu helstu hrygningarsvæði og uppeldis- stöðvar fisks i kringum landið, svo og bátasvæði og fleiri svæði ef þörf krefur, að áliti fiskifræðinga okkar enda verði öll verksmiðjuskip, frystitogarar og stærstu togarar þessara þjóða úti- lokaðir með öllu varðandi veiðar innan 50 milnanna. Þá telur stjórnin sjálfsagt, að sliku samkomulagi yrði óvéfengjanlega viðurkennt af hálfu viðkomandi þjóða, að lögsaga innan 50 milnanna verði i höndum tslendinga einna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.