Þjóðviljinn - 27.10.1973, Qupperneq 7
Laugardagur 27. október 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Sakleysiö og pólitíkin — Rifbjerg, eða allt er
betra en íhaldið — Sérstaða Wolfs Biermanns
— Að yrkja frá vinstri hlið fyrir austan
KLAUS RIFBJERG, ham-
hleypa hin mesta i rithöfundastétt
og þúsund þjala smiður, hefur
bætt við enn einni skáldsögu. Sem
fyrr fær hann hrós fyrir kunnáttu
sina i þvi að leggja fram efni sem
festir við sig forvitni áhorfenda,
vinna úr þvi á æsilengan hátt án
þess að falla i reyfarasyndir.
Sagan heitir „Ahugamenn” og
gerist á Spáni, en þangað hefur
Rifbjerg leitað áður að vettvangi
fyrir sögur sinar. Aðalpersónan
er John nokkur Bandler, pró-
fessor i lifefnafræði, sem hefur
fundið ýmsar leiðir til að stjórna
heilabúinu með efnafræðilegum
aðferðum. Að launum fyrir
þessar tilraunir (sem að sjálf-
sögðu voru gerðar á dýrum) fær
hann ársleyfi á Spáni, og nýtur
lífsinsvel. („Hugsa sér, hve mað-
ur getur verið frjáls i einræðis-
landi.”) Hann grunar að tilraunir
hans geti haft skuggalegar afleið-
ingar, en hann ýtir þeim grun-
semdum jafnharðan frá sér.
Hann er að fást við hin hreinu og
ósingjörnu visindi og þar með
búið.
En mitt i þessu pólitiska sak-
leysi taka að gerast skuggalegir
atburðir. Pólitiskur bófaflokkur,
sem vill komast yfir formúlur
Bandlers, rænir konu hans og
vinkonu og heldur þeim sem
gislum. Þessi flokkur er fasiskur
og vill nota visindin til að tryggja
sér völdin áfram eftir að Franco
er dauður. Ein aðalhugmynd
bókarinnar er semsagt sú að póli-
tiskt „sakleysi” eða lausleg
„áhugamennska” bjóði glæpum
heim. En þar fyrir utan er Rif-
bjerg sem fyrr úrræðagóður höf-
undur sem kann á galdur hins
óvænta og að lýsa upp fyrirbærin
frá mismunandi sjónarhornum.
RIFBJERG hefur nokkuð
sýslað með flokkspólitik heima
hjá sér. Hann segir i nýlegu
viðtali við Information, að hann
hafi haft mikla samúð með
Vinstri sósialistum, sem klufu sig
út úr Sósialiska alþýðuflokknum,
SF, fyrir nokkrum árum. Þeir
töluðuum praktiska vinstripólitik
sem ekki var kreddubundin eins
og hjá kommúnistum eða út-
vötnuð og borgaraleg eins og hjá
krötum, segir Rifbjerg. En nú eru
þeir úr sögunni, klofnir i ótal
smáhópa. Klofningurinn á vinstri
armi danskra stjórnmála hefur
orðið til þes að Rifbjerg hvetur
menn nú til að styðja sósialdemó-
krata. — Ég er, segir hann
sjálfur, einskonar sósialiskur
stjórnleysingi og dauðhræddur
við allt áhrifavald. En það þarf að
stjórna, og ég held að það sé
skárra að þeir „gamaldags
rauðu” sitji þar heldur en enginn,
frekar en að Glistrup verði
áhrifamaður á þingi og viðar og
annað afturhald. Og einhverra
hluta vegna hefur Rifbjerg ekki
trú á danska SF. Aftur á móti
fagnar hann mjög sigri Sósíaliska
kosningabandalagsins i Noregi —
og ef slik sameining ætti sér stað i
Danmörku væri hann ekki i vafa
um hvað hann ætti að gera.
Rifbjerg ætlar sér sem sagt að
hafa afskipti af flokkspólitik úr
nokkurri fjarlægð og undir þvi
gamla vigorði, að allt sé betra en
ihaldið. Og kannski með þann
leynda draum i vasanum að nær-
vera brokkgengs rithöfundar geti
hresst nokkuð upp á hið pólitiska
handverk, sem að dómi Iiifbjergs
hefur orðið fyrir mikilli gengis-
fellingu á liðnum árum.” Það er
eins og heljarmikil ryksuga hafi
dregið út af þingi allar persónur
sem hafa útlinur. persónuleika”,
sagði hann. Það er eins og maður
hafi heyrt þetta áður.
SAMBÚÐ RITHöFUNDA við
pólitik er mjög misjöfn eftir
löndum, eins og að likum lætur.
Fáir munu þó i þverstæöufyllri
aðstöðu en ljóða og lagasmið-
urinn Wolf Biermann, sem er
búsettur i Austur-Þýskalandi,
DDR. Bierman er pólitiskur
visnasmiður og söngvari, sem
játar marxisma og hefur reist
auðvaldinu og heimsvaldastefnu
marga niðstöng. Hann kaus
sjálfur að flytja til DDR. 1953.
Foreldrar hans höfðu bæði verið
kommúnistar og faðir hans lét
lifiö i fangabúðum Hitlers. En
fyrir austan mættu honum mörg
þau fyrirbæri, sem honum þóttu
viðs fjarri sósialisma. Og að
sjálfsögðu orti hann um þau.
Afleiðingin var sú að siðan 1965
hafa verk hans ekki komið út i
DDR og honum hefur verið
bannað að koma þar fram. Hafa
meira að segja dýrmætir ungir
kjarnorkufræðingar verið reknir
úr stöðum sinum fyrir þá ósvinnu,
að fá Biermann til að raula
nokkur lög sin i þar til
leigðum sal. Lifir Biermann nú á
þeim plötum og textum sem út
koma eftir hann i Vestur-Þýska-
landi.
En hann vill með engu móti
flytja þangað og gerast þar
kommúnískur áróðurssöngvari.
Klaus Hifbjerg: llinu pólitlska
handverki liefur farið mikið aftur
hjá okkur.
Wolf Kiermann: Meira að segja
gömul ástarljóð min hafa verið
tekin út úr safnritum.
Hann telur að hlutverk sitt hljóti
að vera fólgið i þvi að sitja i DDR
og slást fyrir betri sósialisma.
„Allt mitt hugsana- og til-
finningaapparat er stillt inn á
það, segir hann i nýlegu viðtali
við Spiegel, að fjalla um þetta
fyrsta þróunarstig eftir austur-
þýsku byltinguna. Ég hef mestan
part siðan ég komst til vits og ára
lifað i þessu samfélagi, þar sem
fyrsta skrefið og það mjög
þýðingarmikið skref hefur verið
stigið, en það er ekki það skref
sem dugar."
Biermann er ekki i hópi
þeirra sem gagnrýna austur-
evrópskan sósialisma frá sjónar-
hóli borgaralegrar frjálshyggju
eins og t.d. sovéski eðlisfræð-
ingurinn Sakharof. Hann gagn-
rýnir frá vinstri — og það er lik-
lega þess vegna, sem hann er ekki
eins mikið á ferð i vestrænum
blöðum, og t.d. Sakharof. En um
eitt eru þessir andstöðumenn i
austri sammála: þeir hafa vantrú
á þeirri bættu sambúð austurs og
vesturs, er hefur verið á döfinni
a.m.k. þar til striðið fyrir botni
Miðjarðarhafs braust út.
„Ég held, segir Biermann, að
minnkandi spenna milli austurs
og vesturs auki spennuna i vestri
og austri.”
Biermann hel'ur gaman al' að
fjalla um þverstæðurnar i stöðu
sinni. Einmitt bannið, sem ég hef
verið settur i, gerir það að
verkum, að ég er sá maður i
Austur-Þýskalandi, sem síst er
einangraður”. Til hans er stöð-
ugur gestagangur fólks sem vill
ra'ða málin og heyra hann taka
lagið. Þótt plötur hans séu
bannaðar eða komi ekki út, þá er
fullt af segulbandslækjum meðal
ungs fólks i landinu, — og til hvers
ættu þau að vera nema að taka
upp Biermann?
Sem fyrr segir hefur Biermann
ekki komið fram opinberlega í
álta ár. Nema eitt kvöld á Heims-
móti æskunnar, þá báru menn
kennsl á hann á Alexanderplar/.
og báðu hann að syngja. Það
gerði hann i meira en tvær
stundir og ra-ddi við samherja og
andstæðinga. Hann byrjaði og
endaði á ljóði sinu um Che
Guevara, sem Ijóðanelnd heims-
mólsins hafði hafnað. Og nú hefur
hann samið nýjan söng um Chile.
A.K. tók saman.
Frægðarmenn
og fjölmiðlar
Watergatemálin þýkja að
vonum engin sérstök meðmæli
með bandarisku samfélagi. En
þeir sem hafa vilja og nennu til
að bera i bætifláka fyrir það,
finna þó jafnan einn ijósan
punkt. Það eru bandarisku fjöl-
miðlarnir. Þeir eru sterkir
segja menn. Þeirsparka Agnew
úr varaforsetaembætti og Hvita
húsið leikur allt á reiðiskjálfi
fyrir skeytum þeirra. Þeir eru
trygging bandarisks lýðræðis,
hvað sem Nixon liður. Og vissu-
lega er það rétt, að bandariskir
fjölmiðlar hafa reynst mjög
áhrifasterkir að undanförnu. En
menn gleyma þvi, að þau áhrif
eru tvibent.
Blaðamaður einn, sem var i
siðasta kosningaslag þar vestra
staddur i fjáröflunarveislu með
Nixon, tók eftir fróðlegu smá-
atriði. Nixon hélt kortérsræðu i
veislunni. Um leið og hann hóf
mál sitt og myndavélar tóku að
suða og blossa, gaut kona hans,
Pat Nixon, upp á hann augum
og setti upp sitt besta bros.
Þannig sat hún allan timann
meðan ræðan var flutt.
Óhagganleg. Þau hjón ætluðu
ekki að eiga neitt á hættu eða þá
ráðgjafar þeirra. Engum ljós-
myndara skyldi takast að ná
mynd af eiginkonu forsetaefnis,
þar sem hún horfði i aðra átt en
til hans, fitlaði við úrið sitt eða
skó sinn eða fremdi aðra slika
óhæfu. Enginn skyldi sjá annað
til hennar þessar fimmtán
ræðuminútur en aðdáun og far-
sæld i bliðu brosi og augnaráði
sem fest var i 45 gráða stefnu
upp til Hans Sjálfs.
ÞESSI LITLA LKIKSYNING
ein af hundruðum úr kosninga-
slagnum, minnir einmitt ræki-
lega á hið tvibenta hlutverk fjöl-
miðla, sem áður var getið, tvi-
bent gagnvart sannleika um
menn og málefni. Fjölmiðlar
geta afhjúpað hneyksli og gera
það sumir hverjir, þeir geta
knúið á um rannsókn slikra
mála og verður stundum allvel
ágengt. En þeir eru einnig not-
aðir til að byggja upp helgi-
sagnir, dýrðarljóma, skapa
mönnum þaö álit, þau áhrif,
sem þeir geta siðan notað til að
fela á bakvið margvisleg
myrkraverk.
Bandarikjamenn tala um að
„selja forseta” fólkinu og það er
vitaskuld ekki nema réttnefni.
Þegar unnið er að sigri fram-
bjóðanda koma saman til þaul-
skipulags hópstarfs djúpsálar-
fræðingar, félagsfræðingar,
kvikmy ndarar, leikstjórar,
legrunarfræðingar, megrunar-
fræðingar og fólk úr skyldum
greinum og búa til mynd af
frambjóðandanum, ekki vöruna
sjálfa heldur mynd af henni,
félagsleg tengsli fyrir hana, rétt
eins og gerist á hinum almenna
neyslumarkaði borgaralegs
félags. Þetta er ekki aðeins gert
með beinum auglýsinga-
myndum og filmum, þótt
margar séu, heldur ekki síst
með þvi að skipuleggja nærveru
frambjóðandans i fjöl-
miðlunum. Plata fréttirnar ef
svo mætti segja. Búa til tilefni,
kenna rétt svör, skipuleggja
réttar spurningar, búa til
bakgrunn fyrir „fréttir” osfrv.
Að ógleymdu brosinu, sem
enginn getur án verið. (Útsend-
arar Nixons þjörmuðu svo meö
íllkynjuðum prakkaraskap að
einum af sterkum hugsanlegum
mótframbjóðendum hans,
Muskie, i fyrra, að hann brast i
grát fyrir framan sjónvarps-
vélar. Þar með var Muskie auð-
vitað úr leik.) Við allt þetta
bætast siðan hin sefjandi áhrif
þeirra miklu valda, sem sá fær
sem kosinn er forseti i þessu
auðuga riki sem á margar
sprengjur og eldflaugar.
ÞETTA MIKLA sjónarspil er
til þess fallið, að menn gleyma
þvi að þeir hafa fyrir framan sig
mynd af stjórnmálamanni,
frambjóðanda, forseta, en ekki
manninn sjálfan. Umbúðir,
vörumerkingu, skreytingu, en
ekki innihaldið. Islenskur
viðskiptafulltrúi brýndi það
fyrir útvarpshlustendum á dög-
unum, að það væri algengt á
bandariskum markaði að
umbúðir utan um vöru væru
miklu dýrari en varan sjálf.
Þetta á að sjálfsögðu mætavel
við um vöruna Nixon. Þegar
kosningatöfrar eru gleymdir.
umbúðirnar hel'ur rignt niður i
svaðið og pólitiskur gangster-
ismi yfir og allt um kring Nixon
orðinn deginum ljósari vegna
klaufaskapar Watergatemanna
sem „stela en kunna ekki að
fela”, þá fara menn loks að
spyrja að þvi, hver hann eigin-
lega sé þessi Nixon. Bæði landar
hans og þeir sem hugsa likt og
bandariskur þögull meðal-
borgari. Eins og fyrri daginn
kemur það á daginn að kóng-
urinn er allsber. Og i þeirri
mynd er hann svosem ekki
neitt.
MKNN HKYNA án árangurs
að rifja upp, hvaö varð um
glæsileg fyrirheit Nixons í
innanlandsmálum. Gerði hann
nokkuð þaö sem mætti leysa
vanda borganna, glæpi þeirra,
dóp, fátækrahverfi og kynþátta-
vandamál? Það fer ekki ýkja
mikið fyrir þvi. Hann hefur eins
og svo margir aðrir svokallaðir
þjóðarleiðtogar reynt að fljóta á
utanrikismálum, a vissum
árangri i bættri sambúð stór-
laugardags
velda, sem er tengdur þvi fyrst
og fremst, að hann hefur eignast
ráðgjala greindan og kald-
rifjaðan sérfræðing i valdahlut-
föllum, Henry Kissinger. Þátt-
taka i stórveldasamkomulagi,
sem hefur ekki merkari tilgang
en þann, að ekkert breytist i
heiminum — það er allt og sumt
sem rakið verður til Nixons
Fjölmiðlasonar. Eftir stendur.
þegar að er gáð, heldur litils-
gildur smáborgari, fullur með
þröngsyni, tvöfalt siðgæði og
iordóma sinnar stéttar, út-
blásinn af metnaði og öflugri
pólitiskri maskinu lakasta hluta
auðvaldsins. Og þegar vindur
hefur verið úr honum skekinn er
hann ósköp keimlikur smáharð-
stjóra, sem út úr vandræðum
hefur verið settur vfir heima-
vistarskóla uppi i sveit. og kann
ekki önnur ráð snjallari en reka
þá nemendur. sem ekki lúffa
iyrir honum skilmálalaust.
Og Nixon er reyndar ekki einn
i heiminum, þvi miður.
Arni Bergniann