Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. október 1973
UOOVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Otgefandi: IHgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 iinur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
ÞAÐ ER AF SÚ TÍÐ
Geir Hallgrimsson, sem nýlega brá sér i
formannssætið bakdyramegin i Sjálf-
stæðisflokknum, sagði i útvarpsumræðun-
um frá alþingi á dögunum: „Getum við is-
lendingar búist við þvi að við einir allra
sjálfstæðra þjóða þurfum engar ráðstaf-
anir að gera til að vernda öryggi okkar og
sjálfstæði?” Og ennfremur sagði bak-
dyraformaðurinn: „Um leið og við hljót-
um auðvitað að kveða á um varnir isiands
og fyrirkomulag þeirra fyrst og fremst
með tilliti til öryggis og hagsmuna okkar
sjálfra, þá er þvi einnig svo farið, að við
hljótum að taka nokkurt mið af þvi, hvað
frændum okkar á Norðurlöndum kemur
vel”. Tilvitnaðri spurningu Geirs Hall-
grimssonar svarar Þjóðviljinn hiklaust
neitandi. Við íslendingar getum ekki búist
við öðru en að gera verði ráðstafanir til
þess að vernda öryggi okkar með sér-
stökum aðgerðum. En það gerum við ekki
með þvi að hafa hér bandariskan her og
bandariska herstöð, heldur með þvi að
láta herinn fara úr landinu. Að þvi er nú
stefnt og með uppsögn „herverndarsamn-
ingsins” svokallaða á herstöðin auðvitað
að hverfa lika og allt sem tengt er hernaði
á íslandi. íslendingar hafa kynnst þvi af
eigin raun hversu farið hefur með varn-
irnar i þorskastriðinu þegar ein banda-
lagsþjóðin i NATO hefur beitt okkur her-
skipaofbeldi og notað flugvöll hersins hér
fyrir njósnavélar. íslendingar hafa einnig
veitt þvi athygli, að NATO aðhafðist bók-
staflega ekkert marktækt um margra
mánaða skeið, til þess að beita Breta þeim
aðferðum sem dygðu tii þess að þeir hypj-
uðu sig út úr landhelginni. Islendingar
vita sem sé af eigin reynslu að öryggi og
varnir okkar verða ekki tryggð með aðild
að hernaðarbandalagi. Og íslendingar
vita lika af reynslu annarra — Grikkja og
Tyrkja — hversu smárikin eru meðhöndl-
uð i hernaðarbandalagi hinna stóru risa.
Þjóðviljinn minnir á að Island getur
með þvi frumkvæði sinu, að reka erlendan
her úr landinu, stuðlað að þvi, að aðrar
þjóðir fylgi þvi fordæmi, rétt eins og
hreyfing sú, sem vart hefur orðið i land-
helgismálinu á alþjóðlegum vettvangi, er
augljóslega til orðin fyrir islenskt frum-
kvæði ekki sist.
M.ö.o.: Þjóðviljinn telur að öryggi okk-
ar og varnir verði best tryggð með þvi að
losa okkur við bandarisku herstöðina, með
þvi að Island segi sig úr NATO. Til þess að
verja okkur þurfum við fyrst og fremst að
tryggja verndun fiskimiðanna og athafna-
leysi landhelgisgæslunnar siðustu vikur
bendir eindregið til þess að við þurfum að
taka okkur á i þeim efnum.
Hins vegar er öryggi okkar stefnt i
hættu með þvi að hafa hér erlenda her-
stöð. Það sér hvert mannsbarn, að þá
fyrst yrði ráðist á eitthvert land i striði að
það væri hernaðarlega mikilvægt, og það
verður eitt land um leið og það hefur her
og herstöðvar.
Og svo siðari tilvitnunin i Geir Hall-
grimsson, um að við eigum að taka mið af
þvi, hvað öðrum Norðurlandaþjóðum
kemur vel. Það er hárrétt. Ef við gerum
það sjáum við að Finnar og Sviar eru báð-
ir utan hernaðarbandalaga. Noregur og
Danmörk eru bæði i hernaðarbandalagi,
en hvorugt rikið hefur þó erlendan her i
landi sinu. Norðmenn og Danir hafa neitað
hvað eftir annað endurteknum kröfum
NATO um herstöðvar fyrir bandalagið i
rikjum þeirra. Þessu skulum við taka
vandlega eftir og spyrja bandamennina
svokölluðu og vini okkar á Norðurlöndun-
um: Hvi skyldum við íslendingar einir
hafa erlendan her i landi okkar?
Hér var i upphafi vitnað i Geir Hall-
grimsson. Niðurstaða forustugreinarinn-
ar er sú að við séum sammála tilvitnunum
i ummæli Geirs. Þess ber að geta að þær
eru teknar út úr viðara samhengi, en þær
sýna hvernig hernámssinnar reyna að
verja vonlausan málstað sinn með rökum
sem alls ekki standast próf heilbrigðrar
skynsemi. A sama hátt er herstöðin og að-
ildin að hernaðarbandalagi rökrænar lok-
leysur séð frá islenskum sjónarhóli. Þeir,
hins vegar, sem leita sér raka frá útlönd-
um i alfræðibækur CIA og Pentagons, eru
ekki lengur trúverðugir postular á íslandi.
Það er af sú tið.
Frá þingi Verkamannasambandsins
Hér fara á eftir þær ályktanir,
seni samþykktar voru á 6. þingi
Verkamannasambands Islands I
Keykjavik um siftustu helgi.
Eru þaó ályktanir um kjara-
mál, landhelgismál, um eftirlaun
og tekjutryggingu og urn sam-
starf vift Bandalag starfsmanna
rikis og bæja.
Þegar 6. þing Verkamanna-
sambands tslands er nú haldið að
loknu 2ja ára samningstimabili,
er það skoðun þingsins að veru-
lega hafi áunnist i siðustu kjara-
samningum og að i lok samnings-
timabilsins standi meira eftir en
oft áður.
Þingið lýsir fylgi við sameigin-
legar kröfur aðildarsamtaka ASI,
sem nú hafa veriðlagðar fram, og
lýsir ánægju sinni með þá sam-
stöðu, sem náðst hefur og leggur
áherslu á gildi þess aö sú sam-
staða megi haldast.
Þingið telur það rétt vinnu-
brögð að heildarsamtökin semji
um meginkröfurnar, en siðan sé
á vegum landssambanda, svæða-
sambanda og/eða einstakra
félaga samið um sérmál þeirra.
6. þing Verkamannasambands-
ins telur það höfuðmarkmið
næstu kjarasamninga að jafna
launakjörin og þess vegna verði
krafan um bætt kjör lágiauna-
fólks að háfa algjöran forgang i
þessum kjarasamningum.
Þingið varar við þeirri þróun að
um árabil hefur launamismunur
farið vaxandi og telur þingið það
fráleita stefnu að sama prósentu-
hækkun gangi yfir öll laun.
Þingið telur það fyrirkomulag
óeðlilegt, sem rikt hefur i sam-
bandi við visitölugreiðslur á laun,
að þeir sem hæst hafi launin fái
hæstar verðlagsbætur.
Þingið heitir á aðildarfélög
Verkamannasambandsins að
knýja fram i þessum samningum
kröfuna um kauptryggingu tima-
vinnufólks og sérstaka hækkun til
þess fólks er vinnur við fiskiðnað.
Það er algjör óhæfa, að þeir sem
lægst hafa launin séu snauðastir
að réttindum varðandi atvinnu-
öryggi.
Þingiðlegguráherslu á kröfuna
um full yfirráð verkalýðs-
félaganna yfir lifeyrissjóðunum.
Jafnframt itrekar þingið kröfur
ráðstefnu ASt, um verulegt átak i
húsnæðismálum og um breyting-
ar á núverandi skattakerfi og tel-
ur það brýnt hagsmunamál
launafólks að vel takist til i
þessum efnum.
Um landhelgismálið
Sjötta þing Verkamannasam-
bands tslands haldið 27. og 28.
október 1973, samþykkir að skora
á rikisstjórn tslands, að gera
enga samninga við rikisstjórn
STJÓRNUNARFRÆÐSLAN
Siðara námskeið Stjórnunarfræðslunnar á þessum
vetri hefst mánudaginn 5. nóvember kl. 15:30. Starf-
semin fer fram i húsakynnum Tækniskóla Islands,
Skipholti 37 á mánudögum, miðvikudögum og föstu-
dögum kl. 15:30 — 19:00.
Námskeiðshlutar eru sem hér segir:
Rekstrarhagfræði, stjórnun, framleiðsla, sala,
fjármál, skrifstofustörf, stjórnunarleikur.
Nánari upplýsingar eru veittar i skrifstofu Stjórnun-
arfélags íslands simi 82930.
Látið þekkinguna vísa veginn
Bretlands um veiðiheimild innan
50 milna fiskveiðilögsögunnar,
nema lögsaga fslendinga sé al-
gerlega tryggð.
Þingið telur að með tilliti til
hernaðarofbeldis Breta innan
fiskveiðilögsögunnar undanfarna
mánuði og séstaklega með tilliti
til að alþjóðareglur um 200 milna
fiskveiðilögsögu virðist vera i
sjónmáli, þá séu allir samningar
sem innifela afslátt frá upphaf-
lega markaðri stefnu útlokaðir.
Um samstarf við BSRB
6. þing Verkamannasambands
tslands, haldið i Reykjavik 27. og
28. október 1973, telur æskilegt að
samvinna sé milli ASt og BSRB,
þessara höfuðsamtaka launafólks
ilandinu, um mótun meginstefnu
i hagsmunamálum. t þeirri kaup-
gjaldsbaráttu, sem nú stendur yf-
ir, stefna höfuðkröfur beggja
þessara samtaka að þvi marki, að
hækka kaup láglaunafólks, um-
fram aðra, og telur þingið þvi rétt
og skylt að saminganefndir ASI
og BSRB. hafi með sér samstarf,
er báðum mætti að gagni verða.
Um eftirlaun og tekju-
tryggingu
6. þing Verkamannasambands
tslands, haldið i Reykjavik 27. og
18. október 1973 skorar á rikis-
stjórn að beita sér fyrir þeirri
breytingu á almannatrygginga-
lögunum að bætur samkvæmt
lögum um eftirlaun til aldraðra
félaga i stéttarfélögum skerði
ekki tekjutryggingarákvæði al-
mannatrygginganna.
Félagsfundur
Verslunarmannafélag Reykjavikur
heldur félagsfund að Hótel Esju fimmtu-
daginn 1. nóvember 1973 kl. 20,30.
Dagskrá: Kjaramál.
Verið virk i V.R.
Verslunarmannafélag Reykjavikur