Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur :!0. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Heilladísir í lið með Leeds Sjaldan hefur nokkurt lið unnið slíkan heppnissigur Dómari leiks Leeds gegn Manchester City lokaði augunum fyrir tveimur vitaspyrnum, sem fært hefðu City 2 dýrmæt stig; tvi- vegis björguðu varnarmenn Leeds með skalla frá marklinu. Lánleysi Manchester City var mikið i þessum leik og ekki verð- ur annað sggt en að sigur Leeds hafi verið afar ósanngjarn. Þar með er Leeds komið með 5 stiga forystu; Burnley og Derby náðu aðeins jafntefli úr sínum leikjum. Annars urðu mörg óvænt úrslit um helgina. Arsenal tapaði fyrir Q.P.R., (Jlfarnir töpuðu fyrir Ipswich, Tottenham tapaði fyrir Newcastle o.s.frv. Það er orðið æði erfitt að ná ein- hverjum árangri í getrauna- spánni, vinningar koma nú á 10 rétta og enn hefur enginn náð þvi marki að fá 12 rétta i getraunun- um i vetur. Úrslit urðu þessi á laugardag- inn: 1. deild. Birmingham-Everton 0-2 Burnley-Manch. Utd. 0-0 Ipswich-Wolves 2-0 Leicester-Southampton 0-1 Liverpool-Sheff. Utd. 1-0 Manch. City-Leeds 0-1 Q.P.R.-Arsenal 2-0 Stoke-Coventry 3-0 Tottenham-Newcastle 0-2 West Ham-Derby 0-0 2. deild. Bristol C.-Blackpool 0-1 Carlisle-Fulham 3-0 Luton Town-Hull City 2-2 Millvall-Middlesbro 0-1 Nottm. Kor.-Aston Villa 1-2 Oxford-Orient 1-1 Portsmouth-Swindon 3-1 Prestont'ardiff 2-2 Sheff. Wed.-Notts. Co. 0-0 Sunderland-C. Palace 0-0 W.B.A.-Bolton 0-0 Staðan í 1 . deild Leeds 13 10 3 0 25-7 23 Everton 13 7 4 2 16-9 18 Burnley 13 7 4 2 21-12 18 Derby 14 7 4 3 18-11 18 Newcastle 13 7 3 3 22-13 17 Liverpool 13 6 3 4 13-11 15 Coventry 14 6 3 5 14-13 15 Southampt. 13 6 3 4 18-17 15 lpswich 13 5 5 3 21-20 15 Q.P.R. 13 4 6 3 21-18 14 Leiccster 13 3 7 3 14-14 13 Manch. City 13 5 3 5 15-16 13 Sheff.Utd. 13 5 2 6 15-16 12 Arsenal 13 5 2 6 14-17 12 Tottenham 13 4 3 6 14-18 11 Manch. Utd. 13 4 3 6 10-13 11 Chelsea 13 4 2 7 19-19 10 Stoke 13 2 6 5 14-16 10 Wolves 13 3 2 8 15-25 8 Norwich 13 1 6 6 10-20 8 West Ham 13 1 5 7 11-19 7 Birmingham 13 1 3 9 10-26 5 2. deild Middlesbro 14 8 5 1 14 ■7 21 Aslott Villa 14 6 6 2 21 12 18 Orienl 14 5 7 2 21 13 17 Brislol City 14 7 3 4 17 13 17 Notts County 13 7 3 3 18 14 17 Luton 11 6 3 2 23- 16 15 Carlisle 14 6 3 5 17 17 15 Preston 14 5 5 4 17 ■17 15 Framhald á bls. 14 KR Reykjavíkurmeist Reykja- víkur- meistar arnir til (rlands llinir nýbökuðu Reykja- vikurmeistarar KR i körfu- knattleik halda i keppnis- ferðalag til trlands á föstu- daginn kemur, 2. nóv., og munu þeir lcika 5 leiki á 4 dög- um. Er þessi ferð liður I undir- búningi liðsins fyrir islands- mótið i körfuknattleik sem hefst i nóvember. Sigraði ÍR 73:61 —Ármann sigraði Val 79:75 Kevin Keelan, sá frábæri markvöröur, gripur hér knöttinn af höfðum nokkurra andstæðinga sinna. KR varð Reykjavíkur- meistari i körfuknattleik sl. sunnudagskvöld með þvi að sigra iR 73:61, en eins og mönnum er eflaust kunn- ugt hefði sigur ÍR þýtt að liðin hefðu verið jöfn að stigum og þvi hefði auka- leikur þurft að koma til. En KR-ingarvoru ekki á þeim nótunum að gefa neitt eftir og sigur þeirra i þessum leik var aldrei í hættu og sanngjarn. Síðasti leikur mótsins var svo á milli Vals og Ármanns og þar bar Ar- mann sigur úr býtum 79:75 i jöfnum leik. KR-ingar tóku snemma i leikn- um afgerandi forustu og héldu henni út allan fyrri hálfleik og staðan i leikhléi var 35:28 KR i vil. t siðari hálfleik náðu fR-ingar að jafna leikinn nokkuð og söxuðu jafnt og þétt á forskot KR-inga. Þennan tima var einhver deyfð yfir KR-liðinu, en slikir kaflar hafa komið i flestum leikjum liðs- ins i mótinu i haust. Þegar siðari hálfleikur var hálfnaður höfðu tR-ingar náð að komast yfir 40:39 og var það i fyrsta sinn i leiknum sem þeim tókst að ná forystunni. Þá loks vöknuðu KR-ingar aftur af dvalanum og tóku leikinn aftur i sinar hendur. Hægt og hægt sigu þeir framúr aftur uns staðan var 73:59 KR i vil rétt fyrir leikslok en siðustu körfuna skoruöu tR-ingar þannig að leiknum lauk 73:61 KR i vil og þar með voru KR-ingar orðnir Revkiavikurmeistarar. Ármann — Valur 79:75 Flestir bjuggust við sigri Vals i þessum leik og sennilega hafa Valsmenn sjálfir verið manna sannfærðastir um það, eða hvern- ig á annars að skýra þann hörm- ungarleik sem Vals-liðið sýndi. Skýringin getur vart verið önnur en algert vanmat þeirra á and- stæðingunum. Þótt Valsmenn hefðu aðeins skoraö úr einu af hverjum þrem upphlaupum sin- um, þá hefðu þeir sigrað með yf- irburðum, en hitlni þeirra og skotnýting var vægt sagt hörmu- leg. Armenningar náðu snemma forystu og héldu henni út alian leikinn. I leikhléi var staðan orðin 39:32 Armanni i vil. Munurinn varð mestur 16 stig i siðari hálf- leik Armanni i vil, en Valsmenn tóku sig á þegar leið á leikinn en þá var það bara orðið of seint, munurinn var of mikill og Ar- mann siprahi 79-7F> Reykjavikurmeistarar KR I körfuknattleik ásamt þjálfara sinum Einari Bollasyni lengst til vinstri og formanni KR Einari Sæmundssyni lengst til hægri. ari í körfuknattleik Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.