Þjóðviljinn - 30.10.1973, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 30.10.1973, Qupperneq 5
Þriðjudagur 30. október 1973 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 5 GILS GUÐMUNDSSON, alþingismaður: Norræn tillaga um friðlýsingu Norðaustur-Atlantshafsins. — Þýðingarmiðstöð kemst senn á laggirnar. — Aukið samstarf vinstrisósíalista Þingi Norðurlandaráðs lauk i Stokkhólmi um helgina. Kjörinn fulltrúi Alþýðubandalagsins á þingi ráðsins var Gils Guömunds- son alþingismaður. Ræddi Þjóð- viljinn við hann I gærdag. t gær barst frá norsku fréttastofunni NTB frétt þess efnis að fram væri komin i NLR tillaga um friðlýs- ingu Norðaustur-Atlantshafsins. Tiliögumenn eru fulltrúar sósial- iskra flokka i Norðurlandaráði og einn fulltrúi finnskra sósialdemó- krata. 1 tillögunni er lagt til, að NLR skori á rikisstjórnirnar að fela sendinefndum sinum hjá Sameinuðu þjóðunum að vinna að friðlýsingu Norðaustur-Atiants- hafsins i samræmi við grundvöll friðlýsingar Indiandshafs en um það mál hafa Sameinuöu þjóðirn- ar gert sérstaka samþykkt. Markmið tillögunnar er, að hið friðlýsta svæði takmarkist af Grænlandi i austri, Noregi i norðri, við 80. breiddargráðuna, og i Suðri við 60. breiddargráð- una. A þessu svæði eiga hvorki að vera hersveitir, herstöðvar né heræfingar. Þjóöviljinn bar þessa frásögn NTB fyrst undir Gils: — Já, við lögðum þessa tillögu fram á laugardaginn var, og er ég fyrsti flutningsmaður, en að auki eru tveir flutningsmenn frá Sosialistisk Valgforbund i Noregi, tveir frá SF i Danmörku, þrir frá finnská lýðræðisbandalaginu SKDL og tveir frá VPK I Sviþjóö og svo finnskur sósialdemókrati. I sambandi við friðlýsingar- málið almennt vil ég visa til þess sem Jónas Arnason hefur oftar en einu sinni sagt um þetta mál, og hann hefur margoft gert ýtarlega grein fyrir friðlýsingu Indlands- hafs og hvað felst i þessari hug- mynd. Tillagan gerir aðeins ráð fyrir þvi, að lagt verði bann við hvers- konar hernaðarbrölti, en að sigl- ingar verði leyfðar. Þessi tillaga verður tekin til umræðu I vetur á þinginu i Stokk- hólmi. KOSNINGARÉTTUR — 1 NTB-fréttum frá Norð- urlandaráðsþinginu er frá þvi skýrt aö samþykkt hafi veriö að stefna að þvi að Noröurlandabúar fái kosningarétt á öörum Norður- löndum þar sem þeir hafa verið búsettir tiltekinn tima, enda þótt þeir séu ekki rikisborgarar. I fréttinni er einnig sagt frá þvi, aö tillaga um þetta efni hafi verið samþykkt með 57 atkvæðum, en 9 hafi setið hjá, Islendingar, Færeyingar og Danir. Af hverju sátu þessir hjá? — Um það veit ég ekki, en ég heyrði sagt, eftir atkvæöagreiðsl- una, að hér væri enn á ferðinni einn Efnahagsbandalagsdraug- urinn og heföu Danir þess vegna ekki þorað aö greiöa atkvæði meö tillögunni, þeir óttuðust kröfu um svipaö fyrirkomulag kosninga- réttar innan EBE. Um afstööu annarra islenskra fulltrúa vissi ég ekki og um það voru engin samráð, en ég greiddi tillögunni atkvæði. — Hvað er að frétta af þýöingarmiðstöðinni norrænu? — Þvi hefur .verið ' lýst yfir aö ráðherranefndin hafi sam- þykkt aö stofna þýðingarmiöstöð. Þetta mál snertir okkur ákaflega mikið. Hugmyndin er sú að nota allverulegt fé á næsta ári til þess að styrkja þýðingar úr Islensku og finnsku og færeysku yfir á önn- ur Norðurlandamál og svo þýð- ingu á þessar þrjár tungur. Ekki er fullmótað hversu framkvæmd þessa máls verður háttaö, né heldur hversu hárri upphæð verð- ur varið i þessu skyni að ári, en á- kvarðanir munu væntanlega liggja fyrir fyrir áramót. MENNINGARHtJS í ÞÓRSHÖFN Þá vil ég geta þess sérstaklega, heldur Gils áfram, að mér þótti mjög ánægjulegur viðburöur, að á þessu þingi var samþykkt að reisa skuli norræna menningar- miðstöð i Þórshöfn. Ekki er á- kveöið hvenær hafist verður handa, en áhugi er mikill, svo vonandi verður ekki verulegur dráttur á framkvæmdum. Upphaflegur flutningsmaöur þessarar tillögu hjá Norður- landaráði var Erlendur Paturs- son, og saknaöi ég þar vinar i staö á þessu þingi sem hann sótti ekki sem fulltrúi Færeyinga. Loks vil ég undirstrika eitt at- riöi dálitið, en þaö er samstarf fulltrúa þeirra flokka á Norður- landaráðsþingum.sem eru vinstra megin við sósialdemókrata. Full- trúar þessara flokka komu nú saman og ræddu ýmis mál og á- kváöu nú að koma á nánara sam- starfi innan ráðsins en verið hefur varðandi undirbúning og flutning mála á Norðurlandaráösþingum. Segja má raunar að tillagan um friðlýsingu sé árangur þessa aukna samstarfs. Gils Guðmundsson Viðgerð er hafin á rafstrengnum yfir Dýrafjörð Erfitt ástand i rafmagnsmálum undanfarnar vikur, sagði Aage Steinsson, rafveitustjóri á ísafirði Hinn 22. september sl. slitnaði rafmagnsstrengurinn yfir Dýra- fjörð og hefur viðgerð ekki getað hafist fyrr en nú, vegna þess að við eigum enga menn hér á landi til að gera við slikar bilanir og þurfum undir danska að sækja með það. Og Danir hafa ekki get- aö séð okkur fyrir nema 4 mönn- um og þeir hafa verið að gera við rafmagnsstrenginn til Vest- mannaeyja og strenginn yfir Elliðavog i Reykjavik, sagöi Aage Steinsson rafveitustjóri á tsafirði er við höfðum samband við hann i gær og spuröum hann hvað liði viðgerö þessa strengs sem hefur sett allt raforkukerfið á Isafiröi úr skorðum eftir að hann slitnaði. Aage sagði að viðgerðarskipið hefði siglt inn á Dýrafjörð i morg- un (mánudag) og sagðist hann búast við að viðgerðin tæki eina 7 til 8 daga. Sökum þessarar bilunar hefur orðiö að keyra diselvélarnar á tsafirði á fullu nótt og dag og vart dugafctil. Til aö mynda hefur orð- ið að grlpa til rafmagnsskömmt- unar á ísafirði og hefur það komið verst við frystihúsin á staðnum. Nú stendur til að setja upp raf- magnsdiselvélar á Bolungarvík og Bildudal7 og sagöi Aage að þegar þær væru komnar I gagnið þyrftu Vestfirðingar engu að kviða I rafmagnsmálum I vetur að minnsta kosti. Aage Steinsson sagöi að fullt öryggi i rafmagnsmálum þar vestra kæmi ekki fyrr en 1975 til 1976 þegar Mjólkárvirkjunin verður tekin i notkun, en nú stendur til að hefjast handa með að styrkjallinukerfið norður eftir frá Mjólká og verður þá væntan- lega sett upp ný llna frá virkjun- innitilnorðurfjaröanna. —S.dór Með áratuga reynslu hérlendis hefur ODHNER skipaö sér framar sambærilegum reiknivélum - vegna þægilegs vinnufyrirkomu- lags, fljótvirkni og endingar. Sölumenn okkar eru reiðubúnir að gefa yöur ýtarlegar upplýsingar um ODHNER reikni- vélarnar og sýna yður hvernig þær reikna. Reynslan hérlendis, bæði varðandi ODHNER vélar og þjón- ustu, hefur sannað að yður er óhætt aö reikna með ODHNER. SIMAR: 12747-16647 ' ...... -............. Kassagerð Reykjavíkur vantar herbergi Viljum taka á leigu eins manns herbergi. Uppl. á skrifstofunni i sima 38383. Kassagerð Reykjavikur. Barnagæsk} Get tekið börn i gæslu. Upplýsingar i sima 25104. Loftorka s/f — Hlaðprýði h/f Höfum flutt skrifstofur okkar að Skipholti 35 III. hæð. Simi 84090 og 83522. Aðalfundur Aðalfundur Skipaafgreiðslu Suðurnesja, verður haldinn föstudaginn 2. nóvember kl. 2 e.h. i Framsóknarhúsinu i Keflavik. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.