Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. október 1973 ÞriOjudagur 30. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 RÆTT VIÐ VIGDÍSI FINNBOGADÓTTUR, LEIKHÚSSTJÓRA LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR Foreldra- og kennarafélag Fossvogsskóla stofnaö Vigdis F'innbogadóttir. Það er ekki einungis að ís- lendingar séu bókaþjóð með eindæmum, heldur sækja þeir líklega leikhús af meira kappi en þekkist nokkursstaðar annars- staðar á byggðu bóli. Al- menningi leikur þar af leiðandi stöðugt forvitni á að vita hvað helst sé á döf- inni í leikhúsmálunum, hvaða verk standi til að sýna á næstunni, hvað líði fyrirætlun um stofnun leik- listarskóla og byggingu borgarleikhúss. Hvort- tveggja það síðasttalda hefur staðið til í þó nokkur ár án þess að mikið hafi orðið úr framkvæmdum. Þjóðviljinn ræddi fyrir skömmu við Vigdísi Finn- bogadóttur, leikhússtjóra Leikfélags Reykjavikur, og byrjaði þá á því að leita frétta af borgarleikhúsinu tilvonandi, sem raunar hafði heyrst að hefði átt að hefja byggingu á fyrir all- mörgum árum. Oröiö borgar- leikhús fyrst skjalfest 1953 — nú, 20 árum síðar, viröast fram- kvæmdir á næsta leiti. — Jú, þetta er búið að vera i bi- gerð um alllangt skeið, sagði Vig- dis. — Það var svotil strax og Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sina og ákveðið var að Leikfélagiö héldi áfram leikhúsrekstri, að farið var að tala um að komast i hús sem samsvaraði kröfum timans. En nýjasta forsaga málsins er sú, að húsbyggingar- sjóður hefur verið að safna fé á undanförnum árum og gengur það mjög vel. Vorið 1972 þótti svo orðið raunhæft að fara að hyggja eitthvað að byggingamálum, að framkvæmdum. Þá skipaði Leik- félag Reykjavikur nefnd, sem skyldi gera úttekt á þeim stöðum, sem standa til boða. Þá stóðu málin þannig, að litlar vonir voru til þess að lóð fengist i mið- bænum, þvi að húsið þarf bæði að vera stórt og háreist, þar eð það þarf að vera á þvi turn, sem byggður er yfir leikssviðið. I raunasviði, og að sá salur taki eitt til tvö hundruð manns i sæti. Borgarleikhús fyrst á blað — Er ekki miklu lengra siðan að stóð til að hefja byggingu borgarleikhúss? — 1953 höfðu þau undur gerst hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó að leikárið hafði skilaö hagnaði. A aðalfundi það ár stakk Brynjólfur Jóhannesson leikari, þáverandi formaður félagsins, upp á þvi að hagnaðurinn yrði lagður i sjóð, sem nefndur yrði Húsbyggingar- sjóður. Þarna er orðið borgar- leikhús fyrst skjalfest. Siðan var efnt til happdrættis og hafðar tvær barnasýningar i Háskólabiói og svo fóru leikarar Leikfélags Reykjavikur að taka sig saman og skipuleggja sérstakar leik- sýningar til ágóða fyrir þennan sjóð. Það urðu allt einstaklega vinsælar leiksýningar. Fyrst voru teikna húsið. Þeir eru Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. Þorsteinn er að sjálfsögðu okkar maður þar, það kemur sér mjög vel að uppi skuli vera á tslandi maður, sem er bæði arkitekt og leikari og ger- þekkir leikhúsið innanfrá. Borgaryfirvöldin hafa tilkynnt okkur að lóðin verði byggingar- hæf siðla næsta ár. Þá vonum við að teikningar liggi fyrir og að hægt verði að byrja á verkinu, að minnsta kosti að grafa fyrir grunninum. — Og munu sjálfsagt margir mæla að timi sé til kominn? — Væntanlega. Iðnó tekur að- eins tvö hundruð og þrjátiu manns i sæti, og ástandið er orðið svo bagalegt að það er varla hægt að reka hér leikhús, svo nokkur bragur sé á, nema með geysilegu átaki. Allar búningsaðstæður eru — Peter Shaffer er Eng- lendingur og kom fram á þessu hressandi skeiði, sem rann upp i Bretlandi á árunum milli fimmtiu og sextiu. Timabili þeirra ungu reiðu. Hann var nú að visu aldrei sérstaklega reiður, en er á svipuðu aldurskeiði og þeir Osborne, Wesker og Pinter og talinn i þeirra hópi. Það verk hans. sem má telja hið besta frá honum, skrifaði hann 1968 og heitir Five Finger Exercice. Það er dálitið i anda þessara verka, sem þeir voru að skrifa þá. Það er fjölskylduuppgjör og spenna; þessir menn beindu sjónum sinum að miðstéttinni aðallega, byrjuðu á þvi að gera nokkra út- tekt á henni, á þvi hvernig það væri að vera miðstéttar- manneskja. Shaffer er nokkurs- konar hirðskáld hjá þjóðleik- húsinu breska og hefur skrifað mikið fyrir það. Að minnsta kosti eitt klassískt ádeiluverk á ári nefndinni voru: Jón Sigurbjörns- son leikari, Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri Leikfélagsins og Steinþór Sigurðsson list- málari og leikmyndateiknari félagsins. Sér til aðstoðar höfðu þeir tvo menn frá borginni, Jón Tómasson, skrifstofustjóra og Gústaf E. Pálsson, þáverandi borgarverkfræðing. Þessi nefnd lauk störfum i fyrrahaust, og hafði þá komist að þeirri niður- stöðu að óska eftir lóð undir leik- húsið i nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut. Félags- fundur Leikfélags Reykjavikur samþykkti svo að óska eftir lóð á þessum stað við borgaryfirvöldin. Utreikningar lagöir fram Það næsta sem gerðist i málinu var að Leikfélagið fór fram á það við þrjá menn, að þeir athuguðu hve stórt húsið þyrfti að vera, hvernig það þyrfti að vera búið tæknilega, svo að það gæti svarað kröfum framtiðarinnar. Þessir þrir menn voru Þorsteinn Gunnarsson leikari og arkitekt, Steinþór Sigurðsson og Gústaf E. Pálsson, sem þá hafði látið af störfum sem borgarverkfræðing- ur. Og þeir eru nú nýbúnir að reikna út stærðir, eða málsetja sem kallað er, væntanlega byggingu. 1 vor tóku þeir þre- menningar sér á hendur ferð til útlanda og skoðuðu nýjustu leik- hús i Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Englandi. Þeir hafa nú lagt fram sina útreikninga, sem hljóða upp á það, að þetta hús undir væntanlegt borgarleikhús þarf að vera um þrjátiu þúsund rúmmetrar að stærð, og þá er miðað við bað að bað sé aðal- salur, sem taki fjögur hundruð og fimmtiu til fimm hundruð manns i sæti, og einnig er gert ráð fyrir litlum sal með æfinga- og til- það þættir úr gömlum revium, Það var um aldamótin, Þegar amma var ung, og svo Spansk- flugan. 1 fyrra var það Nú er það svart maður, og svo erum við með i bigerð enn eina sýningu á hressandi gamanleik i vetur. Það hefur sem sagt tekið tuttugu ár frá þvi að byrjað var að safna i Húsbyggingarsjóð og þangað til fyrir hendi var næg djörfung til að hrinda málinu i framkvæmd. — Var ekki upphaflega fyrir- hugað að byggja nýja leikhúsið hér i gamla miðbænum? — Draumurinn var sá að byggja það hérna handa við Tjörnina. Það strandaði um tima á ráðhúsinu, sem stóð til að byggt yrði hér við hliðina á okkur. Og svo rann þessi draumur endan- lega út i sandinn, vegna setningar alþjóðalaga um aðflug að flug- velli, sem útiloka að byggt sé svo hátt hús, sem leikhúsið þarf að vera, á þessu svæði. — En hefur þessi töf ekki komið sér illa? Nú hafið þið safnað i Húsbyggingarsjóð af miklum dugnaði, en maður veit nú hvernig svoleiðis vill fara i verðbólgu og gengisfellingum. — Sjóðunum hefur verið vel ráðstafað, það er að segja þeir hafa verið settir i fasteignir. Leikfélagið á nú talsvert verð- mæta fasteign inni i Súðavogi, sem Húsbyggingarsjóður stendur undir. Við höfum notað þessa byggingu fyrir verkstæði. Arkitektar ráðnir Hvenær er svo reiknað með að byrjað verði á verkinu? Næsta skrefið eftir að mál setningin var tilbúin var að gera sér grein fyrir hvernig fram- haldið yrði, og á félagsfundi núna þrettánda október var samþykkt að ráða þrjá arkitekta til að einhverjar þær frumstæðustu sem sögur fara af, enda húsið siðan um aldamótin. Adeila á snobb og * útlendingahatur — Hvað er að frétta af verk- efnunum i vetur? — Við frumsýnum yfirleitt fimm verk á leikári. Við erum þegar búin að frumsýna tvö, það erað segja verk Edwards Albee;, Ótrygg er ögurstundin, og breska gamanleikinn Svarta kómediu eftir Peter ShSffer. Hann er nú sannast best að segja valinn að nokkru með tilliti til þess, að við þurfum alltaf að hafa gangandi gamanleik til að fá gull i kassann. Sökum þess hve húsið er litið eru þvi þröng takmörk sett hve mikið hver sýning getur gefið af sér, og við erum leiguaðilar i húsinu, þurfum að borga háa leigu. Til þess að hægt væri að reka þetta án þess að greiða mikið með þvi, þá þyrftum við að fá miklu meira en fullt hús á hverja sýningu. — Hvað er meira um Svarta kómediu að segja? — Við erum að gera okkur vonir um að hún verði dálitið spaugileg og að fólk hafi gaman af henni. A yfirborðinu verkar þetta ef til vill sem heldur létt- væg kómedia, en i raun og veru er talsverður broddur i henni, af þvi að það er svo mikið að gerast á sviðinu. Það er i þessu ádeila á snobb, og lika er deilt á negra- og útlendingahatur. Persónusköpun er i besta lagi, eins og leikhús- manns á borð við Peter Shaffer er von og visa. — Hvað er frekar um hann að segja? Brynjólfur í sama hlutverki og fyrir 25 árum — Og jólin? — Þá tökum við upp gamla þræði. Við ætlum þá að sýna Volpone eftir Ben Johnson, sam- timamann Shakespeares, reyndar i leikgerð Stefáns Zwieg. Þessi leikur var sýndur hérna i Iðnó fyrir aldarfjórðungi og gerði mikla lukku. Maður ætti nú kannski ekki að vera að flika þvi, að maður muni ljóslifandi lista- viðburði heil tuttugu og fimm ár aftur i timann, þegar það er svona móðins að vera bráðungur, en þessi sýning stendur mér fyrir hugskotssjónum sem eitthvað al- veg sérstakt. Ég var þá i menntaskóla og upplifði i fyrsta sinn að til er leikstill og fannst það undursamlegt að til skyldi vera svo eldgömul og skemmtileg klassik, sem væri ævintýi allra tima. Þetta varð sem sagt sögu- fræg sýning, sem allir helstu leikarar Leikfélags Reykjavikur þá voru með i. Og það skemmti- lega i þessu núna er að Brynjólfur Jóhannesson, sem i gömlu sýningunni fór með eitt af aðal- hlutverkunum, fer nú með það sama hlutverka aftur. Þeir sem muna þetta langt aftur i timann geta glaðst með mér yfir þvi, þvi að Brynjólfur var alveg forkostu- legur i þessu hlutverki. Volpone er eins og menn vita mikil ádeila á gullgræðgi manns- ins, sneisafullt af skemmtilegum uppátækjum annarra til að kom- ast yfir meiri aura og gaman er að horfa á, ekki sist af þvi að við vitum að svona erum við alls ekki sjálf. Sannleikurinn er sá að ég hefði kosið að hér væri rikjandi sú stefna, að leikhúsið tæki til flutnings verkefni, sem höfðuðu að einhverju leyti til þjóðfélags- > (ii'in i m>rki i i Svartri kónit-diu. I'rá \instri: \ ulgerður I)an, llelgi Skulastin, lljalti KognvaIdsson og llalla Guðniundsdóttir. Tvö þau siðasttiildu t-ru fulltrúar yngstu lcikarakyuslóðarinnar og eru að stiga sin l'yrstu s|ior á leiksviðinu. ' ' " vandamála, gamalla og nýrra, og þá sérstaklega nýrra. Og ég hefði viljað hafa þá stefnu hér að við sýndum að minnsta kosti eitt slikt klassiskt verk á ári, og röðuðum svo i kringum það islenskum verkum fyrst og fremst eða nú- timaverkum erlendum, sem hefðu i sér þjóðfélagslegan ádeilubrodd. Selurinn hefur mannsaugu — Þið keppið sem sagt að þvi að fá innlend verk um þjóðfélags- vandamál úr samtimanum, samanber leikrit Birgis Sigurðs- sonar? — Já, öll keppum við að þvi að hvetja menn til að skrifa fyrir leikhúsið, en þá koma þessi vandakvæði að það er svo litið til af peningum, og það skapar vita- hring. Annarsvegar að biðja höfund að skrifa verk, sem hann hefur að svo komnu máli enga tryggingu fyrir að verði tekið, og hinsvegar hvort leikhúsið eigi að borga fyrirfram fyrir verk, sem enginn veit hvernig verður. Þetta eru að minum dómi stærstu vand- kvæðin við að fá menn til þess að skrifa, það er að leikhúsið hefur ekki ráð á að leggja fram fé til þess, sem ekki nýtist. Þvi miður er það staðreynd, að það eru ekki nema örfáir höfundar, sem þegar hafa haslað sér völl og vitað er um að ráða við leikhúsið sem list- rænt tjáningartæki. Það er mjög erfitt að skrifa fyrir leikhús. Það gildir auðvitað allt önnur aðferð en notuð er til þess að skrifa fyrir annan vettvang. — önnur leikrit á þessu ári? — Nú fer þjóðhátíðarárið i hönd, og á þessu leikári vitum við þegar að við munum sýna að minnsta kosti tvö ný islensk verk. Annað þeirra er Kertalog eftir Jökul Jakobsson, sem hlaut verð- laun hér i leikritasamkeppni þegar Leikfélagið varð sjötiu og fimm ára, og hitt er nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson, sem heitir Selurinn hefur mannsaugu. Og svo eru vonirnar stórar um að . eitthvað fleira kunni að fljóta á fjörurnar. Kynslóðabil i leikarastétt- inni. — Og hvað er að frétta af ykkur i sambandi við þjóðhátiðarárið? — Við höfum leikhúsið opið á komandi sumri af þvi tilefni, leikum sumarlangt, sem við höfum aldrei gert áður. Þetta er til þess að gefa þeim, sem koma til borgarinnar vegna þjóð- hátiðarinnar, kost á að komast i leikhús. Þá viljum viö heldst vera með islensk verk. — Er eitthvað ákveðið um það? — Við munum allavega sjá um ákveðna dagskrá fyrir þjóð- hátiðina sjálfa, sem fram fer hér i Reykjavik, og hún verður á gamansömúm nótum. Það verður að minnsta kosti eitthvað úr gömlum Reykjavikurrevium, og svo vonumst við til þess að geta komið með eitthvað af nútima- framleiðslu. — Hvað er að segja um efni leikritanna i vetur? — Þetta verk Jökuls er mjög skemmtilegt og átti greinilega ásamt Pétri og Rúnu skilið að fá verðlaun i leikritasamkeppninni. Það fjallar um ungt fólk og setur okkur i býsna mikinn vanda. Vegna þess að leiklistarskóli hefur ekki verið starfandi i nokk- ur ár, er hreinlega að myndast kynslóðabil I leikarastéttina. Við þyrftum að hafa i þessu leikriti tvær manneskjur innan við tvi- tugt. Við eigum að visu ágæta unga leikara, en þeir eru allir að færast nær þritugu, og það er ákaflega erfitt að láta ungan mann leika menntaskólanema, og svo sést hann kannski niðri við Tjörn með þrjú-fjögur börn á skemmtigöngu einhvern sunnu- dagsmorguninn. Þetta leikrit Jökuls fjallar um sálræn vanda- mál. Ég held að óhætt sé að segja að það sé allt öðru visi en leikritin hans hafa verið til þessa. — Og Birgir? — Birgis leikrit er mjög skemmtilegt lika. Það er mikil þjóðfélagsádeila. Það fjallar um lifsþægindakapphlaupið og verð- mætamatið yfirleitt. Hann tekur þarna fyrir mann, sem ætlar sér að komast áfram og lendir i ýmsum vandræðum vegna þess að hann hefur ekki séð fyrir i for- tið, hvers hann átti að gæta þá, til þess að standast daginn i dag. Leiklistarskóli — Vel á minnst, leiklistarskól- inn. Bólar ekkert á honum enn- þá? — Leikfélag Reykjavikur, Þjóðleikhúsið og Félag islenskra leikara hafa sameiginlega keppt að þvi undanfarið, eöa i næstum þvi ár, að reyna að koma á fót einhverju leiklistarnámi til að brúa biliö þangað til rikisleik- listarskóli tæki til starfa.En það hefur reynst erfiðara en okkur óraði fyrir. Við ætluðum sannast best að segja að reyna að koma á stofn skóla núr.a i haust, og höfðum hugsað okkur að reka forskóla fram að áramótum. Þar yrðu teknir inn nemendur til reynslu og grundvallarþjálfunar, og siðan yrðu um áramótin tekin próf. Frá áramótum hefðum við viljað hefja skólahald af fullum krafti I heilsdagsskóla og námið tæki siðan 3 ár. En nú hefur þetta dregist svo að útséð er um að þetta geti byrjað fyrir jól. Allir þeir sem við hefðum viljað fá til þess að kenna eru bundnir, svo að þetta er allt- i lausu lofti ennþá. Leikhúsin eru svo fjárvana, aö þau geta alls ekki staðið undir slikum skóla sjálf, þau eiga undir högg að sækja hjá hinu opinbera með fé, að minnsta kosti til þess að borga kennslukostnað. Og við höfum enn ekki fengið neitt end- anlegt svar frá ráðuneytinu um fjárveitingu. — En rikisleiklistarskólinn? — Þaðer gert ráð fyrir honum i frumvarpinu um Þjóðleikhús, sem á að leggja fyrir Alþingi núna i vetur, hvernig sem fer nú með það. Ekkert tjald á milli — Að siðustu, Vigdis, væri kannski ekki úr vegi að vikja að gildi leikhússins i nútimamannlifi yfirleitt. Leikhúsið er forn stofnun, og á siðustu timum hafa komið fram nýjar túlkunarað- ferðir, sem keppa við það, kvik- myndin, sjónvarpið. Hversvegna á maður til dæmis að fara I leik- hús fremur en á bió? — Það er sjálfsagt að fara bæði i leikhús og á bió. En leikhúsið heldur sinu gildi fullkomlega i nútimaheimin- um, þrátt fyrir allar þær mörgu aðferðir til að stytta fólki stundir sem búið er að finna upp. Ef þú sést inn i bió i svellþykkum vetrarfrakka, þá ertu ekki i neinu sambandi við náungann. En ef þú sest inn i leikhús klæddur eins og heima hjá þér eða jafnvel i spari- fötunum, þá ertu strax kominn i nánara samband við manneskj- una við hliðina á þér, þótt þú þekkir hana ekki nokkurn skap- aðan hlut. Þið njótið þess sem fram fer fremur saman en myndi vera i kvikmyndahúsi. Og sú staðreynd að lifandi manneskjur fjalla um áhugamál þin eða einhver mál, sem þú kannt aö fá áhuga á, gerir að verkum að þetta færist nær þér. Það eru meiri likur á þvi, að manneskja i leikhúsi fari að hugsa um það, sem er að gerast, að það kveiki i henni. Ég álit þannig að leikhus sé meiri lista- kveikja, meiri andleg kvekja, en kvikmyndahús. Þvi að i kvik- myndahúsi er dautt tjaldið alltaf á milli áhorfandans og þess^ sem flytur boðskapinn eða söguna. dþ. Vilja efla „opinn skóla” í Foss- vogi Fjölsóttur stofnfundur For- eldra- og kennarafélags F"oss- vogsskóla var haldinn 23. okt. A fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og eru þau sniðin eftir lögum sams konar félags við Hliðaskóla. t stjórn voru kosin: Jón Reynir Magnússon formaður, Bergur Jónsson, Héðinn Emilsson og Þyri Laxdal af hálfu foreldra og úr hópi kennara Sig- riður Guðmundsdóttir, Valborg Oddsdóttir og Kári Arnþórsson skólastjóri. Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólann i hvi- vetna. Markmiði sinu hyggst félagið ná með þvi m.a., H -..að veita skólanum lið til þess áð miveraiidi kennslu- fyrirkomulag (opinn skóli) búi við sem bestar aðstæður, • ...að veita skólanum aðstoð vcgna ákveðinna verkefna og slarfa i skólanum, ■ ...að koina á umræðufundum um skóla- og uppcldismál al- mennt i samráði við skólann, B ...að koma fram með óskir um hrcytingar á starfi skólans, p ...að fjalla um félagslega aðstöðu barna i skólahverfinu. Fyrsta verkefni félagsins er að vinna að þvi að byggingu Foss- vogsskóla verði lokið sem fyrst svo að börn úr hverfinu geti lokið þaðan barnaprófi. Eins og er getur skólinn ekki tekið við nem- endum eldri en 9ára og verða þvi eldri nemendur að sækja Skóla i öðru borgarhverfi. Fossvogsskóli er eini opni skólinn i borginni og er þetta annað árið sem hann starfar sem slikur. Foreldra og kennara- félagið vill leggja áherslu á að áfram verði haldiö með þetta kennsluform, sem virðist lofa mjög góðu,og skólanum verði búin hin besta aðstaða til þess. 1 skólanum eru nú mikil þrengsli, þvi að sá sem byggður hefur verið og skólinn starfar nú i, er fyrir 300 nemendur en þar eru nú tæplega 450 börn við nám. Auk þess sem það getur skapað nemendum mikla erfiðleika i námi, ef þeir þurfa að hverfa frá skólanum á miðju barnastigi,og er ófært að ekki skuli sköpuð aðstaða til þess að opni skólinn geti haft nemendur til loka barna- stigs og þannig fengist full reynsla af honum. Þetta varðar i raun allt skólahald i landinu, þvi að sú reynsla sem þannig fengist gæti gerbreytt kennslufyrir- komulagi almennt eins og raun hefur á orðið viða erlendis þar sem þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp. Félagið væntir þess, að borgar- stjórn og fræðsluyfirvöld sjái sér fært að halda áfram byggingu eins og upphaflega var ráð fyrir gert, svo að þessi merkilega íil- raun, sem skólinn hefur hafið, verði ekki stöðvuð i miðjum kliðum og þeirri reynslu, sem þegar hefur fengist, verði á glæ kastað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.