Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Misrétti Þegar frimerki var gert til minningar um danska visindamanninn Niels Bohr vann teiknarinn eftir listrænni ljósmynd (til vinstri). Ljósmyndarinn fékk 500 krónur danskar i sinn hlut, og þurfti að borga af þvi söluskatt, en teiknarinn fékk 2000 danskar og þurfti engan söluskatt að borga, af þvi hans verk fellur undir ramma listaverks. Það var danskt ljósmyndablað, sem vakti athygli á þessu misrétti. 15. SÍÐAN UMSJÓN: SJ BREKKUFLUG Nýjasta flugsportið er það sem Bretar og Bandarikjamenn kalla brekkuflug. Þeir sem hafa áhuga á þessari iþrótt geta keypt sér þá hluti sem til þarf i einum pakka og sett sam- an sina eigin „flugvél” á einni helgi, og svo er að taka nokkra tima hjá þeim sem eru orðnir færir i iþróttinni. Þar næst er að finna góða brekku, hlaupa gegn vindinum og áður en varir ertu farinn að svifa. Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við mann að nafni Walling (sitjandi), en hann byrjaði fyrstur að kynna sér þessa iþrótt i Bretlandi. Hann hefur verið lengst á lofti i 12 minútur, en einhverj- um i Bandarikjunum hefur tekist að vera þrja tima á lofti i einu. Walling sver og sárt við leggur að þetta sé ekki hættuleg iþrótt, en flugmennirnir þurfa samt að vera vel klæddir og með hlifð- arhjálm á höfði. í lendingu ferðu bara að eins og önd, sem er að setjast á vatn! Klukkustrengir Jökuls Jakobss.sýndir Þjóöleikhúsinu Sahlon Gahlin Salon Gablm út, ég hélt hann væri einn af sjúklingunum. Þjóðleikhúsið frumsýnir á föstudaginn leikritið Klukku- strengi sem Jökull Jakobsson samdi fyrir Leikfélag Akur- eyrar i fyrravetur. I.eikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, en leiktjöld gera Gunnar Bjarna- son og Þorbjörg Höskuldsdótt- ir listmálari, sem nú starfar i fyrsta skipti hjá Þjóðleikhús- inu. Mest mæðir á leikurunum Kristbjörgu Kjeld, Bessa Bjarnasyni og Hóbert Arn- finnssyni.og sýndist mér á æf- ingu sl. laugardag að þetta verði skemmtilegar mann- gerðir. Leikritiö er áreiðanlega erf- itt viðureignar i uppfærslu, en viöa eru samtölin hnyttin, þannig aö engum ætti að leið ast. Jökull Jakobsson hefur ver- ið erlendis að undanförnu og er nýkominn heim. Aðrir leikendur eru Jón Júliusson, sem hefur veriö i Sviþjóð undanfarið, Sigrún Björnsdóttir, Þórunn Lovisa Friðleifsdóttir og Randver Þorláksson. Sigurður Skúla- son er aðstoðarleikstjóri. A myndinni sjáum við Krist- björgu Kjeld sem Jórunni, sem býr ein ásamt dóttur sinni i góðu húsnæði i þorpi einhvers staðar úti á landi, og Róbert Arnfinnsson sem Harald, sér- kennilegan menntamann. Kataaríjörð'jr tu sðlu Úr auglýsingu i Morgunblaðinu. Heimspressan Kaffiö og kvillarnir Bandariskir læknar, sem hafa rannsakað nær eitt þúsund sjúklinga, og notað tölvur sér til aðstoðar, segja, að ekkert samband sé á milli kaffidrykkju og hjartakvilla. Þetta var semsagt niðurstaða lækna við Kaiserstofnunina i Oakland, en annar banda- riskur læknahópur komst nýlega að þveröfugri niðurstöðu. Aftur á móti sögðu læknarnir við Kaiserstofnun- ina að það væri mikið samband á milli kaffidrykkju og sigarettureykinga. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■iii5§ Ósvífnir viöskiptamenn Hjónakorn, sem sögðust nýkomin til Sviss frá Vest- ur-Þýskalandi fengu sér alklæðnað i verslun einni i Genf. Þau gengu út með talsvert af skiptimynt. Búðareigandinn komst að raun um það stuttu siðar að hjónin höfðu greitt honum með þýskum seðlum, sem voru teknir úr umferð árið 1910.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.