Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. október 1973 Opiö mót í badminton: Haraldur sigraði í „kalda stríðinu" Svanbjörg Pálsdóttir sigraði í kvennaflokki og Helgi Benediktsson í aukaflokki aukaflokki Helgi Bene- diktsson. Haraldur Kornelíusson bar sigur úr býtum í fyrsta badmintonmóti vetrarins, opnu móti sl. sunnudag, eftir haröa keppni viö Sig- urð Haraldsson og vægt sagt kalt strið þeirra í milli sem framkvæmt var með orösendingum yfir netið meðan á keppninni stóð.— Virðist vera heldur kalt á milli þessara tveggja bestu badmintonleikara okkar ef marka má þær skeytasend- ingarsem flugu á milli. En hvað badmintonkeppninni sjálfri við kom var Harald- ur sterkari,enda lék Sigurð- ur af miklu kæruleysi að manni fannst og var greini- legt að hann hafði takmarkaðan áhuga á verkefninu, enda sagði hann eftir mótið að hann væri hættur badminton- keppni eins og annarsstað- ar kemur fram hér á síð- unni. í kvennaflokki bar sigur úr býtum ung stúlka, Svanbjörg Pálsdóttir, og í Þaö kom snemma fram i keppn- inni að þeir Haraldur og Siguröur voru i sérflokki og að þeir myndu leika til úrslita. Keppnin var með úrsláttar-fyrirkomulagi, og þeir sem féllu úr i 1. umferð tóku þátt i aukamóti. En i aöalkeppninni komust þeir Haraldur, Sigurður, Reynir Þor- steinsson og Óskar Guðmundsson i undanúrslit. Haraldur lék gegn óskari og sigraði 15:9 og 15:10, en Siguröur vann Reyni 15:7 og 15:7. Þar með voru þeir Siguröur og Haraldur komnir i úrslit. Sigurð- ur byrjaði mjög illa i fyrri lotunni og komst Haraldur i 9:0 en Sig- urður tók sig á, en það var bara orðið of seint, og Haraldur vann 15:5. Siðari lotan var mun jafnari og harðari bæði i orðaleik og keppni. Siguröur hafði yfir um tima, en Haraldur gaf ekki eftir og seig framúr undir lokin og sigraði 15:12. Verðskuldaður sigur þar sem Haraldur lék af festu og ör- yggi en Sigurður af engum krafti og virtist honum algerlega sama hvernig færi. Helgi Benediktsson lék til úr- slita við Jóhann Möller i auka- flokki og sigraði 15:2 og 18:14,— I kvennafiokki sigraði Sveinbjörg Pálsdóttir, ung og mjög efnileg badmintonstúlka. Óvænt úrslit í mfl. kvenna þegar KR náði jafntefli gegn Fram 7:7 Allt getur gerst i iþróttum er frægt máitæki og það er alltaf öðru hverju að koma i ijós að hér er ekki mæit út i bláinn. Til að mynda gerðist það á laugardaginn að KR, sem enginn hefur reiknað með að geri stóra hluti i kvennahandknattleiknum i vetur, tók sig til og gerði jafntefli við Fram, liðið sem talið er lik- legast til að berjast við Val og Ármann um Reykjavikur- Haraldur Korneliusson sigraði á opna mótinu. VEISTU? Að 1937 var sett metaðsókn á leik yfir Bretlandseyjar. 149.547 manns sáu leikinn Skotland-England á Hampden Park I Skotiandi. Aö 1947 unnu Bretar úrvalslið Evrópu 6:1 I Giasgow. meistaratitilinn. Leiknum lauk 7:7. Þá sigraði Armann Viking 4:2, eftir að staða i leikhléi hafði verið 0:0 (núlLnúll), svo ótrúlegt sem það nú annars er. Valur sigraði tR með miklum yfirburðum eða 16:3og það bar til tiðinda i þeim leik að 1R skoraði ekki mark i siðari hálfleik en staðan i leikhléi var 6:3 Val i vil. Ludmila sigraði Það var sovéska Ludmila Turisjeva, sem sigraði með glæsibrag á Evrópumeistara- móti kvenna i fimleikum sem fram fór i London um siðustu helgi. Hún vann öll fjögur gull- verðlaunin i keppninni. Hin mjög svo dáða fimleika- kona Olga Korbut yfirgaf leik- vanginn grátandi en hún varö að hætta keppni eftir að hafa snúið sig svo alvarlega á ökla að hún gat ekki tyllt niöur fætinum. Eftir það var enginn sem gat ógnað sigri Ludmilu. Nýtt Islandsmet FH sigraði Víði með 41 marks mun Margt hefur FH vel gert i handknattleik og margan frægan sigur unnið i gegnum árin en sennilega verður sigur FH yfir Viði frá Sandgerði sl. sunnudagskvöld i Reykjanes- mótinu lengi i minnum hafður cn þar sigraði FH með 41 marks mun, 52:11, sem sagt 63 mörk á 60 minútum. Þetta er nýtt islandsmet i markatölu i handknattleik. Þá sigruðu llaukar Stjörnuna 25:11 isama móti og Keflavikingar sigruöu Breiða- blik 29:14 og Grótta sigraöi Aftureldingu 35:11. Haukar eru eina liðið sem ekki hefur enn tapað stigi i mótinu, en FH tapaði stigi næst-siðustu helgi með jafntefli við Gróttu, 19:19. Reykjavíkurmótið í handknattleik Sigurður Haralds ætlar að hætta badmin- ton- keppni Sieurður Haraldsson Tekur ekki þátt í Norðurlanda- meistaramótinu sem fram fer í næsta mánuði Annar tveggja okkar bestu badmintonleikara, Sigurður Haraldsson, sagði á sunnu- daginn, að hann hyggðist nú leggja spaðann á hilluna og hætta keppni i badminton og um leið myndi hann ckki taka þátt i Norðuriandameistar- móti sem fram fer i næsta mánuði, en þar átti Sigurður að keppa. Astæðuna fyrir þessari ákvörðun sinni sagði Sigurður vera, að hann hefði ekki leng- ur ánægju af badminton og myndi nú leggja alia áherslu á knattspyrnuna, en sem kunnugt er var hann aðal- markvörður Vais sl. sumar og er ótvirætt eitt mesta mark- mannsefni sem hér hefur komið fram um árabil. Það er auðvitað mikið áfall fyrir badmintoniþróttina hér á landi að Siguröur skuii ætla að hætta, þvi að hann er ásamt Iiaraldi Korneliussyni i sér- flokki hér. Hinsvegar liggur i augum uppi að hafi hann ekki lengur ánægju af iþróttinni er ekki til neins að vera að iðka hana. Fróðir menn I bad- minton teija að Sigurður hafi aldrei verið betri en um þessar mundir og að hann hefði bætt miklu viö i vetur hefði hann æft af krafti. En nú hefur hann sem sagt ákveðið að hætta og leggja alla áherslu á knattspyrnuna og þar á hann eflaust eftir að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.