Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1973, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. október 1973 ÞJ.ÓÐVILJINN j— StÐA 3 Ný gjaldskrá: Kílówatt- gjaldið hœkkað og fastagjaldið lagt niður Ný gjaldskrá verftur tekin I notkun hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur um áramótin nk. og jafnframt algerlega nvtt kerfi við gjaldmælingar. Borgarráð samþykkti þess- ar breytingar á siðasta fundi sinum, en samkvæmt þeim verða öll fastagjöld lögð niður, en kilówattgjaldið hækkað um þá upphæð sem tapast á tekj- um vegna niðurfellingar fastagjaldsins. Tekur þessi nýi taxti fyrir heimilisnotkun gildi um ára- mót og þá verður jafnframt breyting á heimtaugargjöld- um, einföldun á kerfinu og samræming, þannig að allir munu greiða sama heim- taugargjald hvort sem um er aðræða langa eða stutta vega- lengd. Aformað er að breyta einnig öðrum töxtum Rafmagnsveit- unnar, þ.e. atvinnurekstrar- töxtum og húshitunartöxtum, en þær breytingar ganga ekki i gildi fyrr en 1. janúar 1975 eða ári siðar. Veröa nýju taxtarnir þó keyrðir i kerfinu jafnhliða gildandi töxtum til að athuga megi áhrif breytinganna á tekjur RR. —vh Þessi mynd var tekin á þingi Verkamannasambands tslands sem haldiö var um helgina. Sjá frétt um þingið á forsiöu og ályktanir þingsins á 6. siðu. Sjómannafélag ísfirðinga: Engin þörf er á samningumvið Breta Sjómannafélag Isfirð- inga hélt fund sl. sunnudag og gerði þar m.a. eftirfar- andi samþykkt: „Almennur fundur i Sjómanna- félagi tsfirðinga 28. október 1973 fagnar þeirri þjóðareiningu sem náðst hefur um útfærslu islensku fiskveiðilandhelginnar i 50 milur. Fundurinn telur að samningar Sjómenn á tsafiröi þakka starfsmönnum landhelgisgæsl- unnar frábær störf við erfiðustu aðstæður, en harma jafnframt að yfirmenn löggæslu og dómsmála virðast láta það afskiptalaust sið- an samningaumleitanir hófust á ný við Breta, þótt breskir togarar þurrausi friðlýst veiðisvæði og stundi óáreittir veiðar langt innan 12 milnanna”. um timabundnar veiðiheimildir innan hinnar nýju landhelgi við vinveittar þjóðir eigi fullan rétt á sér og sé málstaö okkar ávinning- ur. Fundurinn getur ekki fallist á brýna þörf fyrir undanþágu- samningum við Breta og Vestur- Þjóðverja sem beitt hafa vopnuð- um yfirgangi, þverbrotið islensk lög og engu skeytt þótt mannslif væru i veði. Skákþing IJrslit próf- kosninganna 1 gær var prófkjör meöal stúd- enta um kandidat til rektorskjörs. Kosningin fer þannig fram að hver stúdent tilnefnir 3 menn og fær sá fyrsti á hverjum seðli 3 stig, annar 3 og sá þriðji 1 stig. Stigin féllu þannig: Guðlaugur Þorvaldsson 830 Ólafur Ragnar Grimsson 345 Þór Vilhjálmsson 231 Jónatan Þórmundsson 205 Guðmundur Björnsson 184 Jóhann Axelsson 159. Guðlaugur Þorvaldsson mun einnig hafa oröið efstur innan há- skólaráðs, en þar urðu hins vegar Þór og Jónatan númer 2 og 3. Atkvæði greiddu 654 eða 30%, en ekki mun hafa verið búist við meiri kjörsókn. Maurkláði kemur upp á hverju hausti Ekki meira um hanti nú en vanalega Maurkláði, eða það sem kallað hefur verið kláöi i gegn- um árin hér á landi, hefur herjað aö einhverju marki á Reykvikinga undanfarið. Við höfðum i gær samband við aðstoðarborgarlækni og spurðum hann hvort meira væri um þennan kláða nú en áður. Sagði hann svo ekki vera, þetta væri mjög svipað nú og undanfarin haust, en einmitt þá virðist þessi leiðin- legi sjúkdómur helst koma upp i borginni. Maurkláði er smitandi og viröist oft verða vart við hann fyrst eftir að skólar byrja á haustin, en mjög auðvelt er að lækna hann þannig að engin hætta er á að hann geti orðiö að faraldri, að sögn aðstoöar- borgarlæknis. Það er með kláðamaur eins og lúsina aö hans tilvera bygg- ist á hreinlætisskorti og-ótt við teljum okkur hafa útrýmt lús- inni er það ekki alveg rétt, það kemur alltaf eitt og eitt tilfelli upp og eins er með kláða- maurinn, sagði aðstoðar- borgarlæknir. — S.dór. Víðtœkt prófkjör í Háskólanum Hver verður rektor Hl? I gær var prófkjör i Há- skóla íslands í tilefni rektorskjörs sem áætlað er 10. nóv. Prófkjörið var í þrennu lagi. Háskólaráð stóð fyrir prófkjöri allra þeirra sem kosningarétt munu hafa 10. nóvember, en það verða væntanlega 122. og vonir standa til að alþingi af- greiði það fyrir rektorskjör. Fjölgunin er aðeins til að leiðrétta hlutfall stúdenta við kjörið i sam- ræmi viö vaxandi stúdentafjölda við Háskólann. Þeir sem atkvæði greiða af hálfu stúdenta eiga báð- ir fulltrúa i hverri háskóladeild, en þær eru 8, og auk þess formað- ur og varaformaður stúdentaráðs og þeir tveir stúdentar sem sæti eiga i háskólaráði. Sovét- ríkjanna Spasskí sigraði Boris Spasski varð hlut- skarpastur á meistaramóti Sovétrikjanna, fékk 11 l/2 vinning af 17 mögulegum, og varð heilum vinningi ofar en næstu menn. Hann tefldi við Petrosjan i siðustu umferðinni og skildu þeir jafnir. 1 2. til 6. sæti voru Petrosja, Kort- snjoj, Polugajeskij, Karpov og Kuzmin með 10 1/2 vinning. Fyrstu færeysku frímerkin koma Önnur prófkosning var svo meðal stúdenta og sú þriðja með- al félags starfsmanna Háskólans. Að loknu prófkjöri ættu linurnar að skýrast og I ljós að koma hverjir vænlegastir þykja i rektorsstarfið, sem Magnús Már Lárusson sagði lausu fyrir skömmu. Stúdentar fá leiöréttingu Þjóðviljinn náði i gær tali af Halldóri Armanni Sigurössyni formanni stúdentaráös. Halldór sagði að stúdentar gerðu sér von- ir um að eiga 20 fulltrúa viö rektorskjöriðistað 11 eins og ver- iö hefur. Frumvarp um þetta er tilbúið i menntamálaráðuneyti, Færeyingar munu senn hefja útgáfu eigin frimerkja. Skrifstofa aiþjóðapóststofnunarinnar i Bern hefur samþykkt aö gefa megi út færeysk frimerki án þess aö nafn Danmerkur standi á þeim. Alþjóðareglur um útgáfu fri- merkja hafa til þessa verið túlkaðar þannig, að ekki hefur þótt unnt aö verða við óskum Færeyinga um útgáfu eigin fri- merkja. Kröfur um útgáfu fær- eyskra frimerkja hafa marg- sinnis veriö lagðar fram i lög- þingi Færeyinga. Danska póstmálastjórnin hefur nú loks vakið máls á þessum ósk- um við Alþjóðapóstmálastofnun- ina, en Danir hafa farið með yfir- stjórn þessara mála fyrir Fær- eyjar. Þetta hefur borið þann árangur aö alþjóðastofnunin telur Færey- ingum heimila frimerkjaútgáfu enda hafi þeir svo mikla sjálf- stjórn eigin mála að þeir gefa út eigin peningaseðla. Aðeins er nú eftir aö ráða fram úr framkvæmdaatriðum varð- andi frimerkjaútgáfu Færeyinga, og þegar hún hefst, má búast við þvi aö handagangur verði i öskj- unni hjá frimerkjasöfnurum. REUTER — Eþiópia hefur slitið stjórnmálasambandi við ísrael. Þykir það nokkrum tiðindum sæta, þar eð Eþiópia hefur lengstum verið nánasta vinariki Israels i Afriku. Viss söguleg minni tengja rikin saman, þar eð Eþiópiukeisari telst kominn af Salómó konungi og drottningunni af Saba og einn af óteljandi titlum hans er Ljón Júda. Orkumál Norðurlanda rœdd i sambandi við haustfund Nor - ræna ráðsins i Stokkhólmi var haldinn hinn 25. október sl. fundur norrænna iðnaðarráöherra. Var sænski iðnaðarráðhcrrann Rune B. Johansson i forsæti. Fundinn sótti frá Danmörku verslunar- og iðnaöarráðherr- ann Erling Jensen, frá Finnlandi verslunar- og iðnaðarráðherrann Jan-Magnus Jansson, frá Noregi iönaðarráðherra Ingvald Ulve- seth og frá Islandi iðnaðarráð- herra Magnús Kjartansson. Aðalefni fundarins var að fjalla um raunhæf orkumál. Var hvort- tveggja rætt, um ástandið i hinum einstöku löndum á þessu sviði, svo og viðhorf á alþjóðavettvangi. Þá var og skýrð sú norræna sam- vinna sem nú á sér stað á iðnaðar- og orkumálasviðinu, og sem hafin var meö samþykkt rikisstjórna Norðurlandanna á fyrra ári. Skýrsla var og gefin um hinn ný- stofnaða tækni- og iðnþróunar- sjóð. Iðnaðarráöherrarnir voru sam- mála um að halda næsta fund þegar norræna ráðið kemur sam- an i Stokkhólmi i febrúarmánuði n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.