Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur l udvemþer. 1973.
^ Voldugasti maður heimsins bilaður á geðsmunum? |||| Reynir að draga fjöður yfir Watergate með
tilraunum til frœgðarverka á alþjóðavettvangi ||| Leikur að fjöreggi heimsins Nú viil enginn við hann
kannast |gg| Sjálfsagðir hlutir i bandariskum stjórnmálum íf|| Of mikið vald i höndum þröngsýns litilmennis
Keflavikurstöðin ennþá i viðbúnaðarástandi? |||| Vestur-Evrópu nóg boðið ^ Nato að klofna? |g| Atóm-
vopn i Keflavik? ||| Siðasta áminningin
Nixon: „Variö ykkur, óvinur aö aftan!” Bandariska þjóöþingiö er hér i hlutverki aftökusveitar, en sá
sem birtist á bakviö hana er Bresjnéf meö friöargrein. Teikningin er úr breska blaðinu The Guardian.
„Agara gagara
verðir velta
vítiskúlu sinni
r>r>
Þeim sem sáu Nixon Banda
rikjaforseta á siðasta sjónvarps-
fundinum með blaðamönnum
hefur varla orðið um sel. Þar var
fyrir svörum maður, sem var
miklu meira en þreytulegur i
orðsins venjulegu merkingu,
greinilega taugaóstyrkur og jafn-
vel annað veifið utan við sig,
óhugnanlega þrútinn um augun
eins og maður sem hefur verið
sólarhringum saman á spidi. Og
eftiraðhafa eftirbestu getu reynt
að slá sig til riddara i utanrikis-
málum og réttlæta þannig áfram-
haldandi setu sina i forsetastóli,
rýkur hann fyrirvaralaust af
fundi án þess að kveðja eða þakka
fyrir sig.
Aður var kominn á kreik orð-
rómur þess efnis, að þessi voldug-
asti rikisleiðtogi veraldar væri
orðinn bilaður á geðsmunum, og
meðal annarra, sem fyrir þvi var
borinn, var enginn annar en hans
eigin dómsmáiaráðherra þangað
til fyrir fáeinum dögum, Elliott
Richardson. Blaðamennirnir
spurðu hann lika út i það á
fundinum, að visu undir rós,
nánar tiltekið á þá leið, að álagið
vegna siðustu atburða myndi ærið
til að riða andlegri heilsu hvers
meðalmanns að fullu. Nixon
þóttist misskilja sneiðina, tók það
ráð að gorta af ætt sinni úr Mið-
vestrinu: það hefði verið hörku-
fólk sem magnast hel'ði við hverja
mótbáru, og þann eiginleika hefði
hann trúlega tekið i arf.
Þær niðurstöður, sem frétta-
skýrendur og stjórnmálasér-
fræðingar viðsvegar um heim,
þar á meðal i Bandarikjunum
sjálfum, hafa dregið af þeirri
vörn, sem Nixon færði fram á
umræddum fundi, eru i stuttu
máliþessar: Nixon er að reyna að
draga fjöður yfir innanlands-
málin með örvæntingarfullri til-
raun til þess að gera sig dýrð-
legan i utanrikismálum. Hann
notar ástandið i þeim og meint
afrek sin á þeim vettvangi til þess
að réttlæta sig. Hann gortar af þvi
að hann sé rétti maðurinn til þess
aö bjarga málunum á alþjóða-
vettvangi i félagi við Bresjnéf, og
á þeim grundvelli biður hann
Bandarikjamenn og heiminn yfir-
leitt að loka augunum fyrir þvi,
sem sér kunni að hafa orðið á i
sambandi við rekstur forsetaem-
bættis og flokks heima fyrir.
Þegar þetta liggur fyrir,
styrkjast um allan helming þær
grunsemdir, sem áður voru vakn-
aðar, að Nixon hefði nú fyrir viku
gert sér leik að þvi að hrinda
heiminum næstum út i ger-
eyðingarstyrjöld, i þvi skyni að
geta svo á eftir slegið síg til
riddara út á það að hafa komið i
veg fyrir þá sömu styrjöld á
siöasta andartaki og frelsað
heimsmenninguna frá tortim-
ingu. Ekkert bendir til að hæfa
hafi verið fyrir þeim ásökunum
Bandarikjastjórnar, að Sovét-
rikin hafi verið i þann veginn að
senda lið i striðið með Aröbum.
Þau fluttu þeim vopn og skotfæri i
stórum stil og má vera að einn og
einn „ráöunautur” hafi slæðst
með i bland, að viðtekinni venju
stórvelda, en þar var jú ekki um
að ræða nema hliðstæða greiða-
semi og ísrael naut af hálfu
Bandarikjanna.
Þegar þetta er ritað, er ekki að
sjá að þetta hafi bjargað neinu
fyrir Nixon á heimavigstöðv-
unum. Þvert á móti virðist and-
staðan gegn honum magnast þar
dag frá degi, jafnt meðal stjórn-
málamanna og þjóðarinnar i
heild. t þinginu er undirbúin
málshöfðun, og jafnvel blað
sjálfrar háborgar heimsauð-
valdsins, Wall Street Journal,
tekur undir fordæmingarkórinn
gegn forsetanum. Nú er þaö spá
þeirra, sem best þykjast til
þekkja i bandariskum stjórn-
málum, að Nixon muni senn eiga
um tvennt að velja: að segja af
sér eða að stjórn hans leysist upp,
að ráðherrarnir flýi forsetann,
sem þegar er i augum heimsins
úthrópaður sem afbrotamaður og
jafnvel óábyrgur brjálæðingur,
sem likþráan mann.
. Hér skal etcki reynt að meta og
vega að hve miklu leyti Nixon sé
sekur um þær ávirðingar i sam-
bandi við Watergate-málið og
annað það, sem landar hans bera
nú á hann hver sem betur getur.
Sannast sagna er svo aö sjá að
framtakssemi á borð við skatt-
svik, mútur og hverskyns fjár-
málabrask þyki sjálfsagður
hlutur meðal bandariskra stjórn-
málamanna, eins og Agnew
ræksnið, sem nú strax er næstum
gleymdur, færði fram sér til af-
bötunar á sinum tima. Það er
allajafna litil hætta á þvi að
nokkur fari að leggja mönnunum
þetta til lasts, hvað þá að draga
þá fyrir lög og dóm, nema þvi
aðeins'árekstrar innan kerfisins
geri þvi nauðsynlegt að fella þá á
þessu. Og þá er þetta auðvitað
einstaklega handhæg átylla - ein-
mitt vegna þess að nokkurn-
veginn öruggt er að hægt sé að
beita henni gegn hvaða stjórn-
málamanni sem er.
Það má að sjálfsögðu segja að
það sé einkamál bandariska stór-
auðvaldsins og þjóðfélagskerfis
þess er það hefur ofið i kringum
sig eins og könguló net, hvort
þessu bákni þóknast að blóta
Nixon eða einhverjum öðrum til
að friðþægja fyrir eigin rotnun og
spillingu. Hitt er alvarlegra fyrir
ekki einungis- Bandarikjamenn,
heldur og þjóöir þær sem nauð-
ugur viljugar eru háðar þeim i
gegnum allrahanda millirikja-
samninga og hernaðarbandalög,
að örvæntingarfullar tilraunir
Bandarikjaforseta til þess að
bjarga forsetadómi sinum og tæt-
ingnum af æru sinni verði til þess
að tortima heiminum, eða
allavega leiða yfir hann meiri
hörmungar en nokkur leið er að
gera sér i hugarlund. Bandarikja-
forseti hefur i höndum sér meira
vald en nokkur annar einstak
linguri heimi. Hann á kannski
eftir að lúta i lægra haldi fyrir þvi
kerfi, sem haft hefur hann fyrir
liðsodd i nokkur ár, en það breytir
ekki þvi að hann á ráð á lifi og
dauða heimsins.
Það er of mikið vald til þess að
leggja i hendur litils karls,
þröngsýns smáborgara með
ófyrirleitið eðli braskarans. Sér-
staklega ef þar við bætist að sá
hinn sami er farinn að truflast á
geðsmunum.
Viðbúnaðarskipun Nixons náði
að sjálfsögðu til allra banda-
riskra herja jafnt, lika þeirra
dáta sem staðsettir eru á tslandi.
Og siðast þegar til fréttist var sú
viðbúnaðarskipun enn i gildi fyrir
vissar deildir og stöðvar Banda-
rikjahers, þar á meðal stöðvar
Bandarikjahers á Atlantshafi,
samkvæmt frásögn fréttamanns
sænska stórblaðsins Dagens
Nyheter I New York. Her-
mennirnir á Keflavikurflugvelli
eru sem sagt enn reiðubúnir að
leggja i Rússann. Og alkunnugt er
að þegar svo langt er komið, að
ekki þarf nema að styðja á hnapp
eða gefa eitt kenniorð til þess að
öll striðsvélin fari i gang, þarf
ekki nema litilsháttar bilun i
kerfinu einhversstaðar eða smá-
misskilning til þess að hleypa öllu
molavítinu af stað. Það yrði trú-
lega sögunnar siðasta stórslys.
Það hefur sýnt sig, framar
öllum vonum, að Evrópurikin i
Nató kunna ekki að meta téð til-
tæki Nixons. Þau eru ekki sátt við
það að hann leggi öryggi þeirra
og sjálft lif undir til þess eins að
bjarga sinu eigin pólitiska skinni
heima fyrir. Og stjórn Nixons
hefur tekið þeirri gagnrýni á þann
hátt, sem vænta mátti úr þeirri
átt. Bandalagsrikin i Evrópu eru
nú i Hvita húsinu sökuð um svik
við Bandarikin á örlagastundu,
fyrir að taka þvi ekki þegjandi og
hljóðalaust að Nixon skyldi, að
sjálfsögðu án þess að spyrja þau
álits, bregða á leik með fjöregg
þeirra allra. Samkvæmt féttum
frá Washington er Portúgal eina
EvrópuriKið i Nató, sem ekki er
komið i ónáð hjá Hvita húsinu
vegna þessa máls. Þau undur
skyldu þó aldrei hafa skeð að full-
trúi íslands hefði tekið undir
gagnrýnina á Bandarikjastjórn i
Briissel um daginn?
Ekki er óhugsandi að þessi
ágreiningur Bandarikjanna og
bandalagsþjóða þeirra gæti orðið
til þess, að Nató klofnaði um
Atlantshafshrygginn. Valda-
aðilar Vestur-Evrópu skilja það
betur og betur, að bandalagið við
Bandarikin getur orðið þeim voði
ekki siður en vörn. Góðvinur
okkar Ted Willis, lávarður og
leikritaskáld, sem um helgina var
staddur hérlendis, komst þá svo
að orði (og það stóð meira að
segja i Visi), að hefði tilskipun
Nixons orðið til þess að steypa
heiminum út i styrjöld, þá hefðu
Bretar nauðugir viljugir orðið
aðilar að þvi striði, vegna banda-
riskra herstöðva i Bretlandi.
„Þetta er nú mjög rætt i London”;
hefur Visir orðrétt eftir lordinum.
„Fólk sættir sig naumast við þá
tilhugsun, að það verði Nixon
Bandarikjaforseti, sem kallar
ófrið yfir okkur.
Stöðvar Bandarikjamanna verða
sjálfsögð skotmörk — ég reikna
með að það sama gildi fyrir
stöðina i Keflavik.
Og — þótt stundum sé þvi haldið
fram, að kjarnavopn séu ekki i
Nató-stöðvunum, þá trúa menn
varlega þesskonar fullyrðingum.
Það hlýtur að vera krafa Breta
að hafa i eigin höndum allt þaö er
lýtur að hernaði gegn annarri
þjóð.”
Þó það nú væri. Og ekki
einungis „hlýtur það að vera”
krafa Breta, heldur og hverrar
annarrar þjóðar, sem einhverja
virðingu ber fyrir sjálfri sér eða
hefur einhvern áhuga á að lifa
lengur. Vilji Bandarikjamenn
láta forustumönnum sinum
haldast uppi að kalla yfir þá tor-
timingu, þá er það kannski þeirra
mál, svo fremi það skaði ekki
aðra. Og ef eitthvert hyski,eins og
nýlendukúgararnir i
Portúgal, vill fylgja þeim i
Surtarlogann, þá er það á sama
hátt þess mál. Það liggur við að
maður freistist til þess að taka
undir með Bjarti i Sumar-
húsum :sannlega mega þeir súpa
hel/ ég syrgi þá ekki, fari þeir vel.
En þjóöir Véstur-Evrópu, og
islendingar þar á meðal, hafa
alveg ákveðið engan áhuga á þvi
að eiga á hverri stundu yfir höfði
sér að heimilispróblem banda-
riska auðvaidsins tortimi þeim i
vitiseldi nýtiskra gercyðingar-
vonna.
„Stöövar Band'arikjamanna
verða sjálfsögö skotmörk.” Og
hvaða tryggingu hafa Islendingar
fyrir þvi að Bandarikjaher geymi
ekki gereyðingarvopn á Kefla-
vikurflugvelli, þvert ofan i gefin
loforð? Annað eins hefur nú verið
brallað i Pentagon.
Það hefur aldrei verið leyndar-
mál, að það er langt fyrir neöan
virðingu islensku þjóðarinnar að
liða i landi sinu það erlenda vig-
hreiður, sem stjórnmálasnápar
með ýmislega blendinn tilgang
sviku inn á hana á sinum tima. Og
það hefur aldrei verið leyndar-
mál, að þetta vighreiður hefur
ekki einungis i för með sér bráðan
háska fyrir islenska menningu,
heldur og sjálft lif islensku
þjóðarinnar, tilveru hennar.
Atburðir siðustu daga hafa i
sjálfu sér ekki gert aunað en að
minna okkur á þann stöðuga lífs-
háska —en að visu er það rækileg
áminning.
Þá áminningu ættum við ckki
að láta framhjá okkur fara. Það
er aldrei að vita nema hún verði
sú hinsta.
db.