Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. nóvember 1973. ÞJÓÐVlLÍINN — SÍÐA 13
POULÖRUM:
BOÐORÐIÐ
26
tæki eftir. Hann' slípaöi það og
setti i það festi og hún varð mjög
glöð yfir þvi... En hvað kemur
það eiginlega málinu við?
En það kom okkur við. Við
komum svo sannarlega hvort
öðru við þessa daga. Við gerum
það enn, en siðan hefur ýmislegt
gerst og ekkert er lengur alveg
hið sama.
Mark kom heim eftir vinnu frá
vinnustaðnum við plantekruna,
þar sem þrir verkamenn voru að
steypa grunna undir sumarbú-
staðina sem fyrirtæki Alexar ætl-
aði að reisa. Hann kom inn á
skrifstofuna og settist, ýtti der-
húfunni aftur á hnakka og sagði:
— Þá er hann kominn. Hann ók
þarna úteftir i dag til að athuga
hvernig verkinu miðaöi — og ber-
sýnilega einnig til að virða mig
fyrir sér. Fyrst annað og svo
hitt...
Alex hafði komið frá á mjög svo
einkennandi hátt. Hann hafði
gengið um lóðirnar ásamt Mark
og komið fram sem fulltrúi fyrir-
tækisins, sem kominn var i þeim
eina tilgangi að fylgjast með
verkinu. Hann hafði sagt að þetta
liti vel út, og við myndum sjálf-
sagt geta haldið timamörkin. bað
var ekki fyrr en Mark var búinn
að fylgja honum að bflnum að
hann lét það flakka. Hann hafði
opnað bildyrnar og snúið sér að
Mark og gaumgæft hann — ég sá
fyrir mér brosið á andlitinu.
— Já það var nú það, hafði
hann sagt. — Og þetta eruð þér.
bér heitið Mark, er ekki svo?
bað vissi hann auðvitaö áður.
— Og það er konan yðar sem er
við framreiðsluna á Strandhuse
hotel ?
Hvað sem hann átti við með
þessari spurningu, sem var lfkari
rólegri staðhæfingu.
— Ekki neitt, býst ég við, sagði
ég. — Ég þekki hann, þetta eru
hans ær og kýr. Tilgangurinn er
að gera mann öryggislausan og
kviðandi.
Hann haföi kinkað kolli þegj-
andi, þegar Mark staðfesti að
Rósa á hótelinu væri konan hans,
og siðan hafði hann sagt:
— Og þér eruð einmitt rétta
stærðin, bæði á hæð og breidd...
— Til hvers? Hvað eigið þér
við? hafði Mark spurt, enda gat
hann ekki annað, oe Alex hafði
staðið þarna og nuðdað sér um
hökuna (—já.þarna hittirðu mig),
glott og sagt:
— bér eruð þó ekki búinn að
gleyma þvi? Ég man það svo
greinilega, þótt ég væri vel
slompaður. En ég skal við tæki-
færi hressa upp á minni yðar...
Skiliö kveðju frá mér til Johs.
Sfðan ók hann burt.
— Hvað heldurðu að hann hafi i
bakhöndinni? spurði Mark.
— bú færð að vita það fljótlega,
sagði ég. — begar hann er búinn
að sýna þér það.
Mark hjólaði heim en seinna
um kvöldið kom hann aftur og
sagði að Alex hefði borðað á hót-
elinu, þar sem Rósa hafði afgreitt
hann, og nú væri hún komin i al-
gert uppnám út af dálitlu sem
hann hafði sagt við hana þegar
hann greiddi reikninginn:
— Ég þekki manninn yðar og i
dag gefst mér tækifæri til að virða
hann betur fyrir mér. bað gat ég
ekki siðast, eins og þér vitið
sennilega...
— Veit? hafði Rósa stamað. —
Ég veit ekki neitt!
— Ekki það? Um hvað vitið þér
ekki neitt?
— Já, en ... ég skil ekki...
Hún hafði verið alveg miður sin
og var það enn og hafði ekki vitað
hvaö hún átti af sér að gera og
verið að því komin að vatnamús-
um, og Alex hafði klappaö róandi
á handlegginn...
— Djöfuls kvikindið! sagði ég.
Hann hafði sagt: — Svona,
svona, góða min, af hverju eruð
þér svona hnuggin? Ekki þó þvi
að hann er reglúlega slyngur ná-
ungi. Að visu virðist hann hafa
haldið að hann væri enn slyngari,
og þá hætti manni til að misstiga
sig.. En það eru ráð við þvi,
treystið mér.
Siðan hafði hann gengið út úr
veitingasalnum og Rósa hafði
staðið eftir... Hún hefði annars átt
að vinna fram að lokunartima, en
þeir höfðu kallað á afleysinga-
stúlku, svo að hún gæti farið
heim.
— En hvað áttihann við? sagði
Marianne eins og hún spyrði vé-
frétt. bað var ég sem átti að vita
það.
— Atti við! Hann myndi kalla
þetta að mýkja jarðveginn.
— Hann er óhugnanlegur.
Heldurðu aö hann komi næst til
okkar?
— Ekki i kvöld. betta á að fá
SATT BEST AÐ SEGJA
General
Gröndal
Ég sé ekki betur en að það sé
tillaga allra þingmanna Alþýðu-
flokksins, að mörlandinn komi
sér upp sinu eigin varnarliði, og
hefði þó margur ætlað aö tillögur
um herskyldu á Islandi ættu ekki
beint uppá pallborðið hjá Islend-
ingum
Ég man eftir þvi, að i sjón-
varpsþætti fyrir einu ári siðan
bar Benedikt Gröndal mikinn ugg
i brjósti útaf imyndaðri röskun á
hernaðarjafnvægi hér inorðurhöf-
um, og mætti segja mér að hann
væri höfundur ofannefndrar
þingsályktunar. 1 henni er m.a.
svo listilega að orði komist; að
ekkert bendi til þess að vigbún-
aðarkapphlaupið á hafinu verði
stöövað i náinni framtið og ,,sé
þvi meö öllu óraunhæft, að
varnarliðið hverfi frá Islandi, án
þess eitthvað komi i staðinn”. A
öðrum stað er svo að orði komist:
„Meöan Atlantshafsbandalagið
„starfar” og tslendingar eru i
þvi, hlyti þessi „starfsemi” að
vera i nánum tengslum viö það.”
Ég er ekki fróður um hernað og
vigbúnaðarkapphlaup, en ég dreg
það stórlega i efa, að nokkur ts-
lendingur vilji leggja nafn sitt við
þessa miklu list, þvi að þegar öllu
er á botninn hvolft eru vopnin til
þess að drepa menn, konur og
börn.
En ef þingmönnum Alþýðu-
flokksins er virkilega alvara, og
ef þeim þykir það tslendingum
sæmandi að taka þátt i þvi ofbeldi
og ómennsku, sem kallaö er hern-
aöur, þó að takmörkuðu leyti sé,
þá legg ég til að Alþýðuflokkur ts-
lands sjái um varnir landsins.
Kannske á maður eftir að heyra
nafnið General Gröndal.
tima til að setjast til. Hvert ertu
að fara, Marianne?
Hún var komin fram i gang og
stóð nú i opnum dyrunum og
klæddi sig i kápuna:
— Til Rósu auðvitað. Hvað
hélstu?
— Að þú ætlaðir til Rósu, sagði
ég. — En þegar hann kemur hing-
að, þá skal ég svo sannarlega
koma honum i skilning um að
hann eigi að láta hana i friði.
Mark sagði: — Hún segist ekki
vilja fara oftar á hótelið — ef
hann skyldi koma aftur.
— bað á hún ekki heldur að
gera, sagði Marianne og þar með
var þaö afráðið. — Enda timi til
kominn að hún hætti að vinna,
hún á ekki nema þrjá mánuði eft-
ir. Og finnst þér ekki lika timi til
kominn að þú farir heim til henn-
ar aftur Mark?
betta hljómaði ekki eins og
spurning, og Mark flýtti sér af
stað.
18
bað liðu þrir dagar og svo
heyrði ég einn daginn að bill
stansaði á mölinni á heimreið-
inni. Ég lauk við strikið sem ég
var byrjaður á og var rétt búinn
að lyfta blýantinum frá teikni-
borðinu, þegar Marianne kom
þjótandi inn á skrifstofuna:
— bað er hann!
— Farðu fram i eldhús og lok-
aðu. Og þegar hann er kominn inn
fyrir, ættirðu að fara út að ganga,
svo að þú sért i hæfilegri fjarlægð
næsta klukkutimann.
— Af hverju? Johs, hvað ætl-
arðu að gera?
-— Við Alex? Ekki neitt. En það
er ástæðulaust að þú hittir hann
öðru sinni. Flýttu þér út!
Hann hringdi ekki dyrabjöll-
unni i þetta sinn. Um leið og
Marianne lokaði eldhúsdyrunum
á eftir sér, heyrði ég að útidyrnar
voru opnaðar. Ég bar blýantinn
afturaðblaðinu og fór ofani strik-
ið sem ég hafði verið að teikna.
bað varð engin betrumbót. bvert
á móti varð loðið i jaðrana rétt
eins og kæruleysiö sem ég reyndi
að koma mér upp.
Hundurinn undir skrifborðinu
lyfti hausnum og bjóst til að urra.
—Vertu kyrr, Jumbo, sagði ég
nógu hátt til þess að það heyrðist
fram i ganginn. — Ég veit hvernig
þér er innanbrjösts, en maður
verður að hafa taumhald á til-
finningum sinum.
— Já, er það ekki? sagði Alex
og stóð i dyrunum með vanalega
brosið á vörunum. — Hæ, Johs,
hefurðu átt von á mér?
— Já, ég hef búist við þér. Mér
skilst að þú sért búinn aö ná þér á
strik, sagði ég. — Til hvers fjand-
ans varstu aðangra stúlkutetrið á
hótelinu — með þessum sjúklegu
grunsemdum þinum!
— Jæja, eru þær það?
Hann kom inn og settist og frá
honum stafaði öruggri sjálfum-
gleði. Mér leist ekki á þetta, ég
var hræddur: Hann hefur eitt-
hvað á þig sem þú ræður ekki við.
En ég var staðráðinn i að standa
mig. Ég hafði alltaf verið i vörn
gagnvart honum, og hver hafði
árangurinn orðið!
— Ég vhr að enda við að borða
hádegisverðá kránni, sagði hann.
— bvi miður var Rósa litla þar
ekki til að uppvarta mig. Mér
skilst að hún sé sérstök vinkona
þin og þú hafir tekið hana úr um-
ferð — sem viðkvæman skanka,
ha? bað hlýtur hún reyndar að
hafa.
um lemur Baneuonnsi emr
Gilere, Anatole Fistoulari
stj. Stoika Milanova og
Belgiska sinfóniuhljóm-
sveitin leika Fiðlukonsert
op. 99 i A-dúr eftir Sjostako-
vitsj, Réne Defosser stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir
sveit i C-dúr op. 48 eftir
Tsjaikovský. Sinfóniu-
hljómsveitin i Leningrad
leikur, Jevgený Mravinský
stj.
21.20 Gaman af gömlum
blöðum Loftur Guðmunds-
son tekur til flutnings ý.mis-
Fimmtudagur 1. nóv.
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir ki. 7.00, 8.15 og
10.10. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Anna skúladóttir byrj-
ar lestur á sögunni „Padd-
ington til hjálpar” eftir
Michael Bo'nd i þýðingu
Arnar Snorrasonar. Til-
kynningar kl. 9.30. bing-
fréttir kl. 9.45 Létt lög á
miili liða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson
talar við Jón Sveinsson um
laxeldi i sjó. Morgunpopp
kl. 10.40: Hljómsveitin
Uriah Heep syngur og leik-
ur. Fréttir kl. 11.00. Itljóm-
plötusafniö (endurt. þáttur
G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Jafnrétti — misrétti
Annar þáttur.
15.00 Miðdegistónleikar: Fil-
harmóniusveitin i Lundún-
og ASiEnska. Kennari Guð-
mundur Sveinsson.
17.40 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Daglegt mál
Helgi J. Halldórsson
cand.mag. flytur þáttinn.
19.10 Bókaspjall. Umsjónar-
maður: Sigurður A.
Magnússon Rithöfundur.
19.30 i skimunni. Myndlistar-
þáttur i umsjá Gylfa Gisla-
sonar.
19.50 Gestir i útvarpssal.
Elizabeth Patches messó-
sungkona og Jeffrey Marc-
us pianóleikari flytja söng-
lög eftir Chopin og Charles
Ives.
20.15 Leikrit: „Káðskonan"
eftir Philip Levene býð-
andi: Ingibjörg Jónsdóttir.
Leikstjóri: Gisli Alfreðsson.
Persónur og leikendur: Fú
Harcourt: Guðbjörg bor-
bjarnadóttir. Frú Price:
Guðrún b. Stephensen.
Ungfrú Danby: Auður Guð-
mundsdóttir.
16.20 Popphornið.
16.45 Barnatimi: Gunnar
Valdimarsson stjórnar. Úr
tröllabyggðum. a. G nnar
segir frá tröllum, þ.á.m.
Dofra konungi, og leikinn
verður „Tröllamars”. b.
borbjörg Valdimarsdóttir
les þjóðsöguna „Sigurður og
tröllin” og „Einvigið” eftir
Sigurbjörn Sveinsson.
17.30 Framburðarkennsla i
tengslum við bréfaskóla SIS
legt úr ' ritum Benedikts
Gröndals.
22.00 Frettir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: Minningar
Guðrúnar BorgfjörðJón Að-
ils leikari les (2).
22.35 Manstu eftir þessu?.
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Félagsfundur
Verslunarmannafélag Reykjavikur
heldur félagsfund að Hótel Esju fimmtu-
daginn 1. nóvember 1973 kl. 20,30.
Dagskrá: Kjaramál.
Verið virk i V.R.
Verslunarmannafélag Reykjavikur
GUMMIVINNUSTOFAN
H
F.
SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK.