Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. nóvember 1973. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Hvernig gengur útgerð nýju skut- togaranna í Þjóðviljanum á sunnudaginn var birtist viðtal við tvo útgerðarmenn skuttogara. Hér fer svo á eftir viðtal við tvo aðra um reynslu þeirra af hinni ungu skuttogaraútgerð á íslandi. Endar ná ekki saman segir Haraldur Þórðarson um útgerðina á Ólafi Bekki á Ólafsfirði — Nú sem stendur er unnið að gerð bráöabirgða rekstrar- reikninga fyrir útgerðina. sem hófst i mai i vor, og þvi miður sýnist mér, að útkoman sé ekki glæsileg. Þó hefur afli verið mjög sæmiiegur, og við höfum verið með sérlega gott hráefni, svo ekki er þvi um að kenna. Hinsvegar er kostnaðurinn orð- inn geysilegur. Og sem dæmi má nefna að olian ein kostar miljón á mánuði. — Þá dettur manni i hug þessi tilraun hjá þeim sem eiga Rauðanúp, að setja svartoliu- kerfi i skipið. Hefur það komið til tals hjá ykkur? — Vissulega, við erum i hópn- um sem að þessari tilraun stendur og biðum nú úrslita. Hinu er ekki að leyna, að margir eru gagnrýnir á þetta og segja að viðhaldskostnaður vélarinn- ar geri meira en að éta oliu- sparnaðinn upp, en við verðum bara að biöa og sjá hver útkom- an verður hjá Rauðanúpi. — A útgerðarfélagið sjálft frystihús? — Nei, það á ekki frystihús sem slikt, en hér á staðnum eru tvö frystihús sem ásamt bæjar- félaginu eiga togarann að einum þriðja hver aðili, en útgerð tog- arans er svo alveg sjálfstætt fyrirtæki. Þetta er þvi dálitið sérstætt hjá okkur, þvi að i mörgum tilfellum eiga frysti- húsin eða fiskverkunarstöðv- arnar togarana og reka þá og þeir menn hafa sagt við mig:— Það stoppar ekki fyrst hjá okk- ur—. Þeir menn hafa möguleika á að færa á milli útgerðarinnar og fiskvinnslunnar. Svo er ann- að. Hjá lánastofnun virðist vera ákveðinn ótti við rekstur þess- ara togara, þannig að erfittt er að fá rekstrarfé. Svo er það lika, að bankarnir vilja fá fasteigna- tryggingu fyrir lánum og við eigum enga aðra fasteign en togarann. En fiskvinnslustöðv- arnar hafa aftur á móti fast- eignir til að setja i veð. — Hvað er þá til ráða? — Ég hef ekki á takteinum neina lausn. En mér sýnist þetta svo margþætt mál að það sé al- þingis að leysa úr þvi. Það er auðvitað hápólitiskt mál hvern- ig á að leysa þetta. Og ég held þvi fram að úrlausn þess þoli enga bið, sem stendur er bara strand framundan. Það sagði mér til að mynda framkvæmda- stjóri einnar oliusölunnar að vænta megi stórfelldrar verð- hækkunar á oliu á næstunni, og ég fæ ekki séð hvernig við eigum að mæta þvi. — Fyrir utan mannskap er olian einn stærsti útgjaldaliður- inn hjá ykkur? — Já, hún er það tvimæla- laust ásamt veiðarfærunum. Það er töluvert mikið veiðar- færaslit á þessum skuttogurum, meiri en á siöutogurunum að ég hygg- — Hvað kostar troll á svona skip í dag? — Við misstum troll um dag- inn með bobbingalengjunni en hlerarnir fóru ekki og þetta kostaði okkur tæp sex hundruð þúsund krónur. — Nú hafa þessir skuttogarar breytt atvinnulifi þeirra þorpa ■ sem hafa fengið þá,mjög mikið, er ekki rétt? — Ja, ég segi nú bara fyrir okkur hér á Ólafsfirði, að ég hefði ekki viljað horfa uppá það ástand sem hefði verið hér i sumar hefði þessi togari okkar ekki komið- — Hefur þá ekki verið hörgull á fólki til að vinna aflann? — Nei, ekki i sumar, en það hefur oft verið timabundinn skortur á vinnuafli i frystihúsin eftir að skólafólk hættir á haust- in og meðan sláturtið stendur yfir. Húsmæður vinna hjá frystihúsunum yfir veturinn en dætur þeirra taka svo við yfir sumarið. Þegar þær svo fara i skólann er oft timabundinn skortur á vinnuafli. — En hvernig hefur gengið að manna togarann? — Mjög vel, það hefur gengið verr að manna minni bátana eftir að hann kom, enda er skiptiprósentan verri á bátun- um. Sem dæmi get ég nefnt að á togaranum eru 16 menn en á 250 tonna bát sem við erum einnig með eru 14 menn. Skiptiprósent- ar á togaranum er 35% en á 33% á bátnum. Þetta kemur auðvit- að þannig út að allir vilja helst vera á togaranum, enda tekju- möguleikarnir þar margfalt meiri. — Hvaðerhver veiðiferð löng hjá togaranum? — Þær hafa verið svona 11 til 12 dagar. — Og aflinn? — Ætli hann jafni sig ekki upp með um það bil 100 tonn i túr. — Eru menn ánægðir með það? — Viö erum það já Við getum ekki vænst meira og togarinn hefur verið með mjög góðan afla, þannig aö meðalverð hefur verið um 18 kr. kg, og mun það vera annað hæsta meðalverðið sem þessir minni togarar hafa fengið. Og það munar auðvitað miklu hvort svo hátt verð fæst fyrir aflann eða hvort ekki fást nema 12 til 13 kr. fyrir kg, þótt aflinn sé þá eitthvað meiri i tonnum. —S.dór Gengur ekki nógu vel sagði Svanur Sigurðsson á Breiðdalsvík — Þvi iniður, þctta gengur alls ekki nógu vel hjá okkur, sagði Svanur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri útgerðarfélags Kreiðdæla og Stöðfirðinga, cn það útgerðarfélag gerir út skut- togarann Svalbak. — t sjálfu sér gengur útgerðin vel, en kostnaðurinn við hana er svo mikill að endarnir ná ekki saman. Það eru margir skattar og skyidur sem við þurfum að greiða. Miklar hækkanir hafa orðið að undanförnu á öllu sem þarf til rekstursins. Þá er og eitt mál sem við viljum fá leiðrétt, en það er að okkur var lofað að við þyrftum ekki að greiða nema 10% i stofngjaldssjóð, sem hefur ekki verið efnt, þannig að við þurfum aðigreiða 20%. Og ég álit að þetta muni þvi að um taprekstur er að ræða. - Vantar mikið uppá að endarnir nái saman? — Við erum búnir aö gera togarann út siðan 15. maí og ég segi ekki að það vanti mikið en dálitið samt. — Hefur afiinn verið góður? — Svona sæmilegur. Ætli hann sé ekki i meðallagi að tonnafjölda en verð hefur verið mjög hátt og það skiptir ef til vill meira máli en tonnafjöld- inn. 8. október sl. var togarinn búinn að landa 1100 tonnum og skiptaverðið um 26 kr. kg, sem er með þvi besta sem gerist. Og þessi afli er aö verðmæti um 27 milj. kr. — Hvernig hefur gengið að manna togarann? — Alveg sérstaklega vel og menn á biðlista. — Hefur ekki togarinn breytt atvinnulifinu hjá ykkur til batn- aðar? — Mikil ósköp, hann hefur gerbreytt þvi. Hér er nú rifandi atvinna i báðum plássunum. — Hverjir eiga skipið? — Það eru fjórir aðilar. Þeir eru Bragi h/f Breiðdalsvik, sem á 30%, Varðarútgerðin á Stöðvarfirði á 30% og svo á sitt hvort frystihúsið sin 20% hvort. En togarinn er rekinn sem sér fyrirtæki, og ég hygg að það geri reksturinn erfiðari að fyrir- tækið á ekki bæöi togara og frystihús, það er hægt að sveifla miklu þar á milli i útgerðinni. — Er ekki eitthvað i bigerð til að bæta rekstraraðstöðu togar- anna eitthvað? — Ég hafði tal af sjávarút- vegsmálaráðherra ekki alls fyr- ir löngu og hann sagði það alveg á næslu grösum að við fengjum stofnlánasjóösgjaldið lækkað niður i 10% og þá tel ég að end- arnir nái saman hvað rekstrin- um viðkemur, en þá er ekkert eftir til afborgana af skipinu. Þá hefur verið mjög bagalegt hvað fiskveiðasjóður er seinn með sitt uppgjör. Það er ekki búið að gera upp skipið enn þá, þannig aö við þurftum að kosta heimsiglinguna og annað til að koma þvi á veiðar. — Ertu samt bjartsýnn á út- gerðina? — Já, ég er það vissulega, en það þarf greinilega að bæta að- stöðuna nokkuð. —S.dór Nýjar bœkur frá Menningarsjóði Eftirtaldar bækur eru meðal þeirra rita sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins gefur út nú i haust: Kviður Hómers I-II. Þetta er liósprentun af Ilionskviðu og Odysseifskviðu i þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar, en Menningarsjóður gaf þær út 1948 og 1949. Onnuöust Kristinn heitinn Armannsson rektor og dr. Jón Gislason um útgáfuna og rituðu að henni ýtarlegan formála. Eru Hómerskviðurnar hluti af bóka- flokki, sem flytur ýmis úrvalsrit heimsbókmenntanna. Fyrstu rit- in i þeim bókaflokki eru Fást eftir Goethe og Landið týnda (Det tabte land) eftir Johannes V. Jen- sen. \ islenskt skáldatal. Þetta er fyrra bindi af tveimur og hluti af Alfræðum Menningarsjóðs. Skáldalalið er samið af Hannesi Péturssyni og Helga Sæmunds- syni. Hefst Skáldatalið á árdög- um islenskra bókmennta og nær allt til ársins, sem er að liða. Semur Hannes þann hluta þess, sem fjallar um bókmenntir fyrri alda, en Helgi hinn hlutann, þar sem gerð er grein fyrir höfundum og bókum eftir 1874. Verður i Skáldatalinu skrá yfir ljóö, skáld- sögur, smásögur og leikrit þeirra höfunda, sem getið er, en jafn- framt upptalning á bókum og helstu ritgerðum um skáidskap þeirra, auk ævisöguágrips. Skáldatalið verður skreytt fjölda mynda. Ljóð og sagnamáleftir séra Jón Þorleifsson. Þetta er ný útgáfa af ljóðum séra Jóns og drögum að skáldsögu eftir hann, svo og þjóð- sögunni um Tungustapa og nokkrum pistlum. Hefur Hannes Pétursson búið bókina til prent- unar. Séra Jón Þorleifsson lést ungur að árum, en vakti eigi að siður athygli fyrir skáldskap sinn þegar i lifanda lifi. Hann sat sið- ast ólafsvelli á Skeiöum, en þjón- aði áður i Fljótshliðarþingum. Sögur 1940-I964eftir Jón Óskar. Jón Óskar er sennilega kunnastur fyrir ljóðagerð, en hann byrjaði skáldferil sinn með smásagna- safni og hefur siðan ritað skáld- söguna „Leikir i fjörunni”. „Sög- ur” eru heildarsafn af smásögum höfundar á áraskeiðinu 1940-1964, og hafa sumar þeirra ekki birst i bókarformi fyrr. Sögurnar eru 22 talsins og hafa sumar þeirra vak- ið mikla athygli og verið prentað- ar i sýnisbókum innanlands og ut- an. Króksi og Skerðir eftir Cer- vantes. Þetta er stutt saga eftir hinn heimskunna höfund verksins um Don Quixote, en Guðbergur Bergsson rithöfundur hefur gert þýðinguna úr frummálinu, spænsku. Þetta er bráðskemmti- leg prakkarasaga, og sumar per- sónur hennar hafa orðið harla langlifar i bókmenntunum. Raftækni- og Ijósorðasafn II. Þetta er mikið rit, er flytur tækni- orðasafn, sem Alþjóðlega raf- tækninefndin hefur samið, en orðanefnd rafmagnsverk- fræðingadeildar Verkfræðinga- félags tslands þýtt á islensku. Fylgja islenska orðasafninu þýð- ingar á ensku, þýsku og sænsku. Um Nýja testamentiðeftir séra Jakob Jónsson. Þetta er rit um guöfræðilegt efni eins og nafnið bendir til, en höfundur hefur lagt mikla stund á þau visindi um langt skeið, enda doktor i guð- fræði. Séra Jakob er og lands- kunnur predikari og rithöfundur. I bók þessari ræðir hann um ýmis þau sjónarmið, sem fram hafa komið varðandi túlkun Nýja testamentisins og um einstök kenningaratriði. Má gera ráð fyr- ir, að efni hennar verði hugleikið öilum, sem láta sig trúarbrögð og menningarsögu einhverju skipta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.