Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1973. Samvinna Framhald af bls. 1 smiðjunni á islandi en Gambiu- menn minnihluta. Þeir Ingi R. Helgason hrl. og Arni Snævarr, ráðuneytisstjóri undirrituðu þessa viljayfirlýsingu suður i Vinarborg 22. þ.m. fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins, en fyrir hönd Gambiu Mr. J.M. Garba-Jahumpa, iðnaðar- og fjármálaráðherra Gambiu. Forsaga málsins Er fyrsta sendinefnd frá Iðn- þróunarstofnun S.þ. kom til Is- lands i ársbyrjun 1970, vakti sér- fræðingur þeirrar stofnunar i málmiðnaði athygli á þvi, að einn þáttur i þvi að nýta raforku ís- lands væri svonefnd „Ilmen- ite”- bræðsla. Taldi hann að Sovétmenn hefðuþró'að athyglis- veröa tækni á þessu sviði. Var beiðni um tæknilega aðstoð á þessu sviði send UNIDO á miöju ári 1970. Af hálfu Tæknistofnunar S.þ. kom óvæntur afturkippur i öll þessi mál á siðari hluta ársins, sem leiddi til þess að tækniað- stoðin er ekki samþykkt fyrr en vorið 1971. Að loknum undirbún- ingi hófst hún þó ekki fyrr en haustið 1971. Hins vegar tókst Iðnþróunar- SENDIBÍLASTÖÐIN Hf Duglegir bílstjórar SINNUM LENGRI LYSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 stofnuninni (UNIDO) ekki, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, að finna hæfa menn til könnunar á ,,il- mente”-bræðslunni. Loks kom þó vorið 1972 hingað til lands rúss- neskur sérfræðingur á vegum UNIDO, Mr. Alexandrow. Hann starfaði hér um mánaðartima og sendi svo frá sér forrannsóknar- skýrslu 1 febrúar 1973. Niðurstöð- ur þessarar skýrslu voru mjög á- litlegar. Skýrsla Alexandrows gaf tilefni til nánari könnunar, og sem fyrsta skref i þvi sendi iðnaðar- ráðuneytið tvo islenska fræði- menn til Sovétrikjanna til að kynnast framleiðsluháttum i iðju- veri þvi sem Alexandrow var frá. Skýrsla þeirra lofaði einnig góðu. Var málið að nýju tekið upp hjá UNIDO vorið 1973. Benti UNIDO á tvo staði i Vestur-Afriku, þar sem titaniumrikan sand væri að finna og voru þaCSenegalog Gam- bia, og mælti UNIDO með þvi sið- arnefnda. Nokkru siðar lýsti Gambia yfir að þeir vildu ræða við Islendinga um gagnkvæma samvinnu. Magnús Kjartansson iðnaöar- ráðherra sagði á blaðamanna- fundi i gær að það hefði komið fram i viðræðum við Gambiu- menn að þeir óttuðust arðrán af hendi Islendinga eins og smá- þjóðir eru vanar frá hendi stór- veldanna. Eftir að þeim ótta hafði verið útrýmt með þvi fyrirkomu- lagi á samvinnunni sem að fram- an er lýst var ekkert til fyrirstöðu um áframhald viðræðna um mál- ið. Magnús Kjartansson átti svo viðræöur við fastafulltrúa Gam- biu hjá UNIDO i Vin dagana 10. og 11. sept. sl. og var þar mótaður viðræðugrundvöllur um viljayfir- lýsinguna. Nokkru siðar óskuðu Gambiumenn eftir fundi með ts- lendingum og fór hann fram i Vinarborg, og eins og áður segir var viljayfirlýsingin undirrituð 22. okt. sl. Við upphaf og lok fundarins voru viðstaddir flestir af háttsett- ustu mönnum UNIDO og létu þeir i ljós mikla ánægju vegna þessa merka áfanga, sem þeir töldu að náðst hefði og hétu áframhald- andi stuðningi við málið. Töldu þeir að með þessum samningi tveggja minnstu þjóða S.þ. væri brotið blað i sögu UNIDO. Næsta skref i málinu er að ganga úr skugga um hvort fyrir- tækin séu hagkvæm i raun og veru og i þvi sambandi liggur fyr- ir tilboð frá Sovétrikjunum með aðstoð UNIDO um endanlega hagkvæmnisathugun á ilmenite-| bræðslu á tslandi. bess má að lokum geta, að tit- aniumgjall og járn er i mjög háu verði á heimsmarkaði og eftir- spurn eftir þvi fer vaxandi. Er talið að verð á tonni af titanium- gjalli sé nú um 86 dollarar, Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um staðsetningu þessarar verksmiðju ef af verður, en iðn- aðarráðherra taldi að vel kæmi til greina að reisa hana á Norður- landi með væntanlega Dettifoss- virkjun i huga, en enn er ekkert á- kveðiö i þessu efni. —S.dór Fiskvinnsluskólinn Nemendur gengu á fund ráðherra Mikil óánœgja með námskeið Fiskmatsins Eins og skýrt hefur verið frá hér i blaðinu hefur staðið nokkur styrr um námskeið sem Fiskmat rikisins hefur gengist fyrir und- anfarin ár i fiskvinnslustörfum. Hafa nemcndur Fiskvinnsluskól- ans verið óánægðir með, að þeir, sem lokið hafa þessum þriggja vikna námskeiðum, skuli hafa sömu möguleika til réttinda og þeir sem útskrifast úr skólanum eftir fjögurra ára nám. Þrir, sem fyrir námskeiðunun- um standa.hafa rökstutt þau með þvi að með þeim sé verið að bæta úr timabundinni þörf þar til Fisk- vinnsluskólinn fer að útskrifa sina nemendur. Þessari röksemd visa nemendur til föðurhúsanna með þvi að benda á að einn ár- gangur skólans sé ætið á vinnu- markaðnum i senn, og að þeir fari i vinnu eftir minnst 6 mánaða nám. Það sem nemarnir setja á odd- inn i sinni baráttu er að nám- V estfj arðamið Framhald af bls. 1 an. Þá voru 15 v-þýskir togarar við landið, tveir á ferð og eitt skip fyrir vestan. Og það var talið i dag þarna fyrir vestan og þá hafði þessum bresku togurum fjölgað, þannig að þá töldust 25 breskir á þeim slóðum, 4 v-þýskir, 14 islenskir og 4færeyskir. Þessi skip voru, sam- kvæmt talningunni, djúpt á Hal- anum, norðan og vestan Djúpáls-; ins. — Þar sem þessar tölur passa! við það sem skipstjórarnir segja um tölu erlendra veiðiskipa, að þvi viðbættu, að þeir segja að ástandið hafi verið svona undan- farna daga, hver er þá ástæðan til þess að Landhelgisgæslan hefur til dæmis ekki skorið á togvira i 5 vikur þó að skorið hafi verið á i talsverðum mæli meðan herskip- in voru fyrir innan 50 milurnar? — Hún hefur ekki skorið á tog- vira, en hún hefur stuggað við þeim og rekið þá út. — En nú ber þeim upplýsingum sem fjölmiðlar fá frá Landhelgis- gæslunni ekki saman við yfirlýs- ingar skipstjóra um þetta efni. Finnst þér þvi ekki ástæða til þess að látin sé fara fram sérstök rannsókn á þessu misræmi, hver ástæðan er til þess að þessu ber ekki saman, og hver segir ósatt? — Það getur vel verið að það sé ástæða til að láta rannsaka þetta nánar. Það getur vel verið að það! verði gert. —úþ Satt að segja færðu ótrúlega mikið fyrir peningana í Heilsuræktinni TÖKUM T.D. ALMENNA ÞJÁLFUN 2 X í VIKU — í ÞVÍ NÁMSKEIÐI FELST: 50 mín. líkamsþjálfun ásamt jógaæfingum og jógaslökun og síöan frjáls afnot aö eigin vild af kerlaugum meö hvera- vatni, sauna, sturtuböðum, háfjallasól, infrarauöum Ijósum, hvíldarbekkjum, hvíldartækjum og þrekþjálfunartækjum. Og hvað kostar svo þetta allt saman? Jú, 3ja mán. námskeið kostar fyrir einstaklinga kr. 2 þús. á mánuði ef allt námskeiðiö, kr. 6 þús., er greitt í einu eöa tvennu lagi, og fyrir hjón aðeins3.167.00á mánuði. HEILSURÆKTIN GLÆSIBÆ SÍMI 85655 skeiðin verði haldin innan skólans ef þörf er á að halda þau. Nýlega héldu nemendur Fisk- vinnsluskólans fund þar sem kjörin var þriggja manna sendi- nefnd til að ganga á fund sjávar- útvegsráðherra og ræða við hann um úrbætur á sinum málum. Sendimenn voru nestaðir með tillögum og fyrirspurnum til ráð- herra og voru þær svohljóðandi: 1. Framfylgt verði þvi ákvæði laga um Fiskvinnsluskólann, að öll námskeið i fiskvinnu verði haldin innan skólans. 2. Nám- skeiðin veiti ekki varanleg rétt- indi. 3. Að nemendum skólans verði tryggð lögvernduð réttindi að loknu námi, en eins og stendur eru engin lagaákvæði til um rétt- indi nema að loknu námi. Nefndin tlefur nú gengið á fund ráðherra. Hann lofaði að athuga eftirfarandi atriði fyrir þá: 1. Hvort ekki sé unnt að færa nám- skeiðin inn í skólann i samvinnu við Fiskmatið. 2. Hvort ráðuneyt- ið geti á einhvern hátt tryggt nemendum skólans lögvernduð réttindi umfram þá sem sækja námskeið Fiskmatsins. 3. Ráð- herra kvaðst ætla að fara i gegn- um lög um Fiskvinnsluskólann og kanna einkum möguleika á að framfylgja þvi ákvæði þeirra, þar sem kveðið er á um að einn skóli af þessu tagi skuli vera i hverjum landsfjórðungi. t fjórða lagi ætlar sjávarútvegsráðherra að kanna lánamál nemenda. t þvi sam- bandi má greina frá þvi, að þar sem skólinn heyrir i raun og veru undir menntamálaráðuneytið, sendu nemendur hans á sinum tima menntamálaráðherra bréf tvivegis, þar sem þeir fóru fram á að fá aðgang að námslánakerf- inu. Einnig sendu þeir þingmönn- um bréf sama efnis. Við þessum málaleitunum hafa þeir engin svör fengið. Nemendur hafa áður ihugað ýmsar aðgerðir til að fá lagfær- ingar á sinum málum. Meðal annars hugleiddu þeir að hverfa frá námi allir sem einn. Nú hins vegar hafa þeir ákveðið að biða á- tekta og sjá hver verður árangur- inn af viðræðum þeirra við sjávarútvegsráðherra. Segja þeir að allt traust nemenda skólans hvili nú á honum. Að lokum vilja nemendur geta þess að þeir vænta þess að þetta mál eigi ekki eftir að spilla þeirri góðu samvinnu semþeir hafa átt við Fiskmat rikisins. —ÞH Ótrygg er ögurstundin Þvi miður villtist rangur texti undir þessa mynd, sem birtist með við- talinu við Vigdisi Finnbogadóttur, léikhússtjóra Leikféiags Reykja- vikur, þritugasta október s.l. Myndin er úr Ótrygg er ögurstundin eftir Edward Albee, og á henni eru i hlutverkum sinum, talið frá vinstri: Margrét óiafsdóttir, Helga Bachmann, Jón Sigurbjörnsson, Steindór Hjörieifsson og Sigriður Hagalfn. Biðjum við hiutaðeigendur afsökunar á mistökunum. Rauðsokkafundur Leiðrétting i Þjóðviljanum i gær hafði fallið niður siðasti hlutinn af frásögn frá fundi Rauðsokka um fyrir- vinnuhugtakið á laugardaginn var. Við biðjum lesendur afsök- unar og birtum hér það sem niður féll, ásamt þeirri málsgrein, sem ekki var ncma hálf i blaðinu i gær: — Valborg Bentsdottir benti á, að núverandi ákvæði skattalag- anna um helmingsfrádrátt á tekj- um giftra kvenna hefði komið inn sem lausn til bráðabirgða eftir að fjöldi „hjóna" hætti við að láta gifta sig, vegna þess, hve dýrt fyrirtæki það var, að heita hjón á opinberum skýrslum. Ýmis fleiri atriði bar á góma og margir tóku til máls. M.a. kvað Vilborg Dagbjartsdóttir upp úr meðþað, að húsmæður væru þræl- ar, en ekki mætti berjast fyrir, að húsmóðurstörf vrðu launuð sem slik, heldur hinu, að hætty.rði að lita á þau sem húsmóðurstörf. Svava Jakobsdóttir benti á, að meðan þvi væri haldið fram, að húsmæður væru atvinnustétt mundi launahögum kvenna ekki miða neitt áleiðis og hvatti til þess, að konur héldu sig innan sinna stétta i atvinnulifinu og berðust þar fyrir betri kjörum. Auglýsinga- sírninn er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.