Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur t. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN' — SÍÐA 15 MYNDA- SAGA Þetta er sagan af manninum sem fór upp á þak til aö gera viö sjónvarpsloftnetið sitt. Ijósm. SJ. ifpií íí;: p |;f.; fransk-enskir herir flotastöör ina. t friðarsamningum tveimur árum sfðar gerðu Svíar tilkall til Alands, en þeir sögðust verða að hafa þar ítök til að verja Stokk- hólm fyrir árásum. Hússar gátu ekki fallist á þetta sjónarmið, og varð að samkomulagi að eyj- arnar fengju sérstaka alþjóð- lega stöðu. Var kveðið sérstak- lega á um það, að Rússar mættu aldrei setja þar upp hervirki. Finnar i stað Svia 1 fyrri heimstyrjöldinni reis upp hreyfing á Álandi sem vildi sameinast Sviþjóð. Hersveilir Svia, og sfðar hersveitir Þjóð- verja, hernámu eyjarnar og stóðhernámið fram i nóvember 1918. Árið 1921 var ákveðið i samningi 10 rfkja að Aland skyldi teljast til Finnlands, en Alendingum skyidi veitt sjálf- stjórn og allt herlið vikja þaðan. Núna er sambandið við Finna talið með ágætum, og eiga Alendingar sérstakan fulltrúa á Norðurlandaráði. Fáni Álendinga er blár, gulur og rauöur, alveg eins og islenski fáninn, nem hvað gult kemur i stað hvita litarins. Áland Áland hefur verið allmikið i sviðsljósinu að undanförnu og nú hefur fyrirtækið Anders Ny- borg gert myndarlegt hefti um cyjaklasann I flokknum Vel- komin til.... og er þetta 1. ár- gangur. 1. janúar kemur út ritið um Is- land i 13. skipti, og skrifar Indriði G. Þorsteinsson þar um 1100 ára afmælið, Þorbjörn Sigurgeirsson skrifar um gosið i Vestmannaeyjum og birt er við- tal við Ashkenasy. Svo við snúum okkur aftur að Álandi, þá er þetta eyjaklasi miðja vegu milli Sviþjóðar og Finnlands norðarlega i Eystra- salti. fbúafjöldi var 1960 21.690, en reyndar er ekki orð um slikt að finna i riti Anders Nyborg, og er 97% þjóðarinnar sænskumæl- andi. Fyrir 5000 árum, á stein- öld, var sjórinn 54 metrum hærri á þessum slóðum. Núna eru eyjarnar og skerin nærri 6,- 500 talsins og heitir aðalþorpið, eða borgin, Mariehamn. Taliðerað Aland hafi á 11. öld verið eitt þéttbýlasta svæðið á Norðurlöndum, enda kjörinn staður fyrir veiðimenn, en þarna var mikið um sel áður fyrr og fengsæl mið. Svo komu Rússarnir Allt frá miðöldum voru Álend- ingar i sænska sjóhernum, en árið 1714 var Áland hertekið af Rússum og þaðan gerðu þeir harðar árásir á austurströnd Sviþjóðar. Aland féll aftur f hendur Rússa árið 1809 og þeir endur- reistu mikla flotastöð i Bomar- sund, en árið 1854 eyðilögðu SLEGIÐ A ÞRAÐINN Myndlist á Akureyri —. Ilvað kallarðu góða að- sókn? — Ef einhver slær þig á hægri vanga, þá er sá hinn sami sennilega örvhentur. í fyrrasumar komu saman nokkrir áhugamenn um mynd- list á Akureyri og stofnuðu Myndlistarfélag Akureyrar. Við höfðum samband við einn stofn- andann, Gisla Guðmann, og báðum hann að segja okkur frá slarfsemi félagsins. — Já, við stofnuðum félagið 15. júni, og það voru um 30 manns sem skráðu sig sem stofnendur, allt áhugafólk um myndlist. Við hófumst strax handa um að koma á fót sýning- um, og hingað komu með sýn- ingar Hjálmar Þorsteinsson frá Akranesi, Jóhannes Geir og sið- an Þorvaldur Skúlason. Þá sýndu tveir ungir Akureyringar, þeir Óli G. Jóhanns og örn Ingi Gislason, og fengu þeir báðir á- gæta aðsókn og vöktu athygli. — Við köllum það ágæta aö- sókn ef um þúsund manns koma. Þvi miður var aðsókn langt undir þvi þegar við sýnd- um myndir Þorvalds Skúlason- ar, en sú sýning var aö vetri til og við urðum að sýna myndirn- ar i Menntaskólanum. Annars höfum við yfirleitt landsbanka- salinn, og honum hefur verið breytt i frábæran sýningarstað, en við megum ekki sýna þar nema fjórum sinnum á ári og það naegir okk- ur engan veginn. Það eru margir sern hafa áhuga á að sýna hér, bæði Akureyringar og aðrir, en við höfum enn ekki i annað húsnæði að venda. Við erum búnir að taka á leigu Verslunarmannahúsið svo- nefnda og erum að innrétta þar fyrir skólann okkar. Möguleiki er á að gera sýningarsal á efri hæð, sem yrði notaður sem kennslustaður. Þar væri hægt að halda stærri sýningar á hátiðum, þegar fri er i skólan- um, og að sumri til. En okkur vantar fjármagn til að koma þessu i kring. Við stöndum að skólanum, sem við köllum Myndsmiðjuna, og er Guömundur Ármann Sigurjónsson skólastjóri og aðalkennari. Við fengum strax 70 nemendur og þetta er þvi orð- ið miklu meira fyrirtæki en við bjuggumst við i upphafi. Við höfum fjóra aðra kennara, sem eru Guðmundi til aðstoðar, og þar á meðal er Hallsteinn Sigurösson sem mun segja mönnum til á sviði höggmynda- gerðar. — Nú standið þið fyrir sýn- ingu á verkum Ásgrims? Já. og það borgum við hreinlega úr eigin vasa, en við höfum beöið um 180 þúsund króna styrk frá menntamálráði og vonumst til að verða bæn- heyrðir. Bærinn styrkir okkur þannig að hann borgar hálf laun 15 SÍÐAN UMSJÓN: SJ Kitt stórblaðanna segir að seina- gangur i póstþjónustu á italiu eigi sér m.a. eftirfarandi orsakir: • Hjá póstþjónustunni starfa 150 þúsund manns og eru forföll að jafnaði 35 til 40%. Gera á sér- stakar ráðstafanir til að rannsaka heilsufar póstmanna i íramtið- inni. • Um 9000 manns vantar til að póstþjónusta geti talist viðunan- leg. • Þeir sem vinna við póstinn á næturnar á aðaljárnbrautarstöð- inni i Róm fara 90 minútum áður en vaktin er úti,en samt fá þeir þrjá tima i „yfirvinnu” á hverri nóttu. Sama á sér stað á mörgum öðrum póstvinnuslöðum. • Rikisstjórnin hefur gert samning við tvö einkafyrirtæki um að dreifa um 11 þúsund á- byrgðarbréfum i Róm einni vegna þess.að póstmenn neita að vinna yfirvinnu sem þeir fá þó greidda. Dauöinn ódýrari en lífið! Verðbólgan hel'ur verið mikil á bandariskan mælikvarða að undanförnu, en útfararkostnaður hefur ekki stigið eins mikið og annar kostnaður i Bandarikjun- um, segir einn forystumaður út- fararhöndlara. Meðan lifskostn- aður hefur aukist um 41,3%, en á sl. 10 árum hefur dánar- og greftrunarkosnaður aukist aðcins um 32,1%. Forystumaðurinn kvaðst hreykinn yfir þvi hve graf- arar og þeirra skyldulið hcfðu staðið sig vel i verðbólguglím- unni. Guðmundar, en við vonumst eftir meiri aðstoð á næsta ári. Sýningin á verkum Asgrims er jafnframt skólasýning og öll- um nemendum hér boðinn ó- keypis aðgangur og virðist að- sókn ætla að verða mjög góð. Við erum mjög þakklátir frú Bjarnveigu fyrir hjálpina, en hún var slrax boðin og búin til að koma til móts við óskir okk- ar. Henni til aðstoðar var Hjör- leifur Sigurðsson og þegar ég kom suður til að skoða þau 40 verk sem þau höfðu valið, var ég mjög ánægður. Þetta eru oliu-, vatnslita- og þjóðsagna- teikningar. — Hvað er framundan hjá ykkur? — Það er ýmislegt, og þar á meðal höfum við mikinn áhuga á að kynna almenningi hér þau verk sem Akureyrarbær á, en þetta byggist allt á þvi, að við fáum húsnæði til sýningarhalds. Okkur var nýlega boðið að fá dönsku sýninguna, sem nú er i Norræna húsinu, okkur að kostnaðarlausu, og verður von- andi úr að við getum tekið á móti henni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.