Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1973. Valdarániö í Chile sett í samhengi við heimsvaldastefnuna og viðbrögð hennar þegar hróflað er við arðránshlutfallinu. HVER VAR HLUTUR BANDARÍKJANNA? Allt frá því valdarán generálanna í Chile var framið fyrir hálfum öðrum mánuði hafa borgaralegir fjölmiðlar annað hvort þagað um hlutdeild Banda- ríkjastjómar og umbjóð- enda hennar — auðhring- anna — i blóðbaði því sem átt hef ur sér stað þar í landi ellegar andmælt henni Eftirfarandi greinar birt- ust í danska blaðinu politisk revy og skýra þær frá samræmdum aðgerðum auðhringanna — einkum ITT — CIA og Banda- rík jastjórnar við að stuðla að, skipuleggja og fjármatna valdaránið í Chile. En menn skyldu var- ast að hugsa sem svo að þessar aðferðir séu eitthvað nýjar af nálinni. Þær hafa tíðkast víða um heim frá því stríðinu lauk — þ.e.a.s. þar sem beinni vopnaðri í- hlutun Bandaríkjanna hef- ur ekki verið beitt til að drekkja umbótum í blóði. í CHILE Hvað gerir einn auðhringur þegar hagsmunum hans er stefnt í voða? — Bréfaskipti ITT afhjúpuð. Hagfræðingurinn frjálslyndi, John Kenncth Galbraith, reit i sumar bókrýni i breska blaðið Sunday Times um bók eftir An- thony Sampson sem hann nel'nir ,, The Sovereign State: The Secret History of ITT” (Rikið i rikinu: Hin leynda saga ITT gæti hún hugsanlega heitið á islensku). Þar reynir Galbraith að búa til sökudólg úr ITT og sýna fram á að það sé undantekning innan auðvaldsheimsins. Sem dæmi um mistök ITT nefnir hann tvö nýleg dæmi um hegðan þess. Annað er það sem fram kom i Watergate-upp- ljóstrununum en það var að fyrirtækið hafði greitt 400 þúsund dollara i reiðufé og annað eins i vörum i kosningasjóö Nixons til þess að fá dómsmálaráðuneytið til að falla frá yfirvofandi ákæru á hendur þess fyrir brot gegn lög um um hringamyndun. En ITT hafði keypt upp risavaxið tryggingafyrirtæki (sem var svo gamalgróið að það hafði á sinum tima tryggt Abraham Lincoln) til þess að afla sér rekstrarfjár. Vitanlega var fallið frá ákærunni en Galbraith vill meina að fyrir- tæki sem komið er i jafnvonlausa rekstrarfjárstöðu og ITT hafði verið i geti ekki lifað af i frjáls- lyndu þjóðfélagi. Hittdæmið eru tilraunir ITT til að múta CIA með einni miljón dollara til þess að skipuleggja valdarán hersins i Chile i þeim tilgangi að koma i veg fyrir óum- flýjanlegan sigur Allendes i for- setakosningunum i september 1970. Dr. Kissinger og CIA af- þökkuðu gott boð þvi eins og þróunin hefur leitt i ljós þurftu þeir ekki á þvi að halda. En Gal- braith og aðrir frjálslyndir hag- fræðingar túlka þessa starfsemi auðhringsins sem augljós merki um valdleysi hans en ekki vald. Valdaránið 11. september virðist þó ekki renna stoðum undir þessa kenningu borgara- legs þjóðfélags um að ITT hafi staöið höllum fæti eftir að það fór „framaf hengifluginu”. Aðgerðir ITT eru fremur reglan i framferði einokunarauðhringanna á skeiði heimsvaldastefnunnar en undan- tekningin. Mál ITT hafa einungis lyft hulunni af hversdagslegri starfsemi eftiramerisku munstri. ITT er einn stærsti auðhringur heims með árlega veltu upp á 8.5 miliarða dollara og hálfan míl- jarð i hagnað. Það má fá góða mynd gf þvi h\e umfangsmikla og virka pólitik auðhringarnir reka i nefndri bók Sampsons og ekki siður varðandi starfsemi ITT I bókinni ..Socialismen máste krossas!" sem er sænsk þýðing á fjölmörgum leyndarskjolum úr safni ITT sem blaðamaðurinn Jack Anderson og rikisstjórn Chile komust yfir eftir valdatöku Allendes. Bréfaskipti hinna ýmsu yfir- manna og sendimanna ITT'eruþó aöeins litið brot af þvi sem finna má i árbókum félagsins i höfuð- stöðvum þess i New York. Þau snúast öll um ástandið i Chile á timabilinu fram að kosningu Allendes. þe. frá 14. september til 18. nóvember 1970. Upplýsingun- um um hið pólitiska ástand i Chile er safnað af njósnurum innan Chilestjórnar. bandariska sendi- ráðsins, utanrikisráðuneytisins i Washington. skrifstofum CIA og eftir öðrum leiðum innan utan- rikisþjónustunnar bandarisku. Upplýsingar þær sem berast höfuðstöðvum ITT taka bestu fréttaöflun fjölmiðla langt fram. Útdráttur úr þeim er svo sendur til utanrikisráðuneytis BandaHk- anna og þaðan er fréttum dreift til sendiráða og fjölmiðla i formi fréttatilkynninga. Með öðrum orðum stöndum við hér frammi fyrir borgaralegri fréttamiðlun og vitneskju hins opinbera um alþjóðamál. Hið þéttriðna net upplýsingasafnara sem stórauðvaldið þenur um allan heim leikur lausum hala um allt stjórnmálalifið og er langtum hreyfanlegra en venjulegir fréttamenn. Yfirstjórn netsins fer svo höndum um upplýsingarnar, samræmir þær þörfum fyrirtækj- anna og skapa með þvf hinn „opinbera” sannleik. En til viöbótar sýna bréfa- skriftirnar til hvaða aðferða ein- okunarfyrirtæki gripur þegar hagsmunum þess er stefnt i voða. Þessi bréf eru hið rétta andlit vestræns kapitalisma áður en förðunarmeistararnir koma til skjaianna. Bréfiðsem varaforseti ITT sendi Kissinger með hollráð- um um það hvernig Bandarikj- unum bæri að haga aðgerðum sinum gegn hinu sósialiska Chile samsvara f smæstu smáatriðum þeim áætlunum sem Bandarikin fylgdu næstu þrjú ár fram að 11. september i ár. Þær fólust i þvi að skapa efnahagslegan glundroða i Chile með þvi að frysta banka- innistæður, loka peningastofnun- um, stöðva efnahagsaðstoð við landið, ma. gegnum Alþjóða- bankann, setja verslunarbann á landið osfrv. Árið 1970 hóf ITT upp á eigin spýtur að skipuleggja vopnaða andstöðu meðal her- foringja með allra handa fjár- hagsstuðningi. Eitt atriði gengur sem rauður þráður i gegnum öll bréfaskiptin sem er leitin að átyllu til að fremja valdarán eftir griskri fyrirmynd rétt fyrir for- setakosningarnar. En ögrunina vantar. Gegn vonum láta sósial- istar Allendes ekki ögra sér: „Stjórnarskráleg lausn gæti td. fylgt i kjölfar heiftarlegra innan- landsátaka, verkfalla og bardaga i þorpum eða borgum. Þetta ætti að réttlæta siðferðilega- vopnaða Ihlutun um óákveðinn tima. En þaðkom skýrt i ljós af frásögn M. að þetta er borin von. Marxistarnir láta ekki ögra sér. Það má hrækja framan í þá úti á götu”, sagði M„ „og þeir þakka bara fyrir sig”. Það er þvi drepfyndið þegar einn sendimaðurinn skrifar þann 22. október — eftir að bréfa- skiptin höfðu nær eingöngu snúist um það hvernig best væri að setja ögranirnar á svið og eftir að her- foringinn Rene Schneider sem var trúr Allende hafði verið myrt- ur á götu - i miklum óánægjutón til höfuðstöðvanna: „Arásar- mennirnir flýðu og engin bönd berast að þeim sem hlut áttu að mál. En upp á siðkastið hafa lög regla og her handtekið hermdar- verkamenn meðal hægriöfga- manna. Astandið er þannig i Santíagó að menn gera þvi strax skóna að hægriöfgamenn beri ábyrgð á morðinu.”. Við kosningasigur Allendes slokknar — eins og ITT orðar það — frelsisbálið i Chile og etv. innan tiðar i allri Suður-Ameríku. Og þá er farið að ræða um,,að fara að vinna að þvi að sigra i anarri lotu” eins og segir á einum stað. Hér lýkur þessu stutta bréfasafni eftir að dregin hefur verið upp mynd af Eduardo Frei sem var forseti fyrir hönd kristi- legra demókrta á undan Allende og tekur etv. við núna eftir fall hans. Sú mynd er af samvisku- lausum svikara við Chile og með- færilegu handbendi Bandarikj- anna. Vitanlega gafst ITT ekki upp i Chile eftir að Allende þjóðnýtti eignir og fyrirtæki þess i landinu. Valdaránið þann 11. september átti sér stað meðan Sameinuðu þjóðirnar rannsökuðu mis- beitingu alþjóðlegu einokunar- auðhringanna á vald — að frum- kvæði Allendes. Daginn fyrir valdaránið fór bandariski sendi- herrann heim og bandariskar flotadeildir athöfnuðu sig fyrir utan höfnina i Valparaiso en þar hófst aðförin að Allende. Samkvæmt bandariskum heimildum . vissi Bandarikja- stjórn lika af valdaráninu sólar- hring áður en það hófst. En i alþjóðlegum auðvalds- hópum hýrnaði verulega yfir mönnum við fréttirnar af vaída- ráninu. Koparverðið hækkaði i kauphöllunum. Það hafði raunar hækkað eilítið áður á árinu eftir að hafa verið i lágmarki I 3 ár en með þvi ætlaöi hið alþjóðlega koparauðvald aö knésetja Chile. Og auðvaldspressan fagnaði (ÞH þýddi) Fimmtudagur 1. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Óeirðir á götum Santíagó sem fasistasamtökin Föðuriand og frelsi stofnuðu tii. Einhvers staðar hljóta þessi samtök aö hafa fengiö fé til allra þeirra sprengjutilræða, morða og annarra óþokkaverka sem miðuöust öll við að sverta stjórn Aliendes I augum þjóðarinnar og að „létta oki marxismans af þjóð- inni”. Eflaust hafa „lýðræðisvinirnir” ICIA og ITT verið óslnkir á franiiög. í CHILE Samgönguverkfallið kom við veikan blett á efnahagslifi Chile. t mjóu fjallalandi 'sem er 4000 km á lengd og þar sem járnbrautar- samgöngur eru tafsamar og ýms- um erfiðleikum bundnar verður að treysta á veganetið eigi vör- urnar að komast frá suðri til norðurs og öfugt. Verkfallið hafði ýmsa örðug- leika i för með sér. Verksmiðju- lagerar voru i lágmarki, neyslu- vörur i borgunum voru af skorn- um skammti og efnahagslifið hlaut mörg og þung áföll. En þetta er ekki kjarni málsins. Verkfall vörubilaeigendanna var aðeins hluti af nýrri og við- tækari atlögu sem reið bagga- muninn i aö kollvarpa þeirr til- raun serh stjórn Allendes var að framkvæma. Þá tilraun áleit Bandarikjastjórn stórhættulega og spillandi fordæmi öðrum lönd- um Suður-Ameriku. „í þeim tilgangi að steypa Mossadegh i tran og Arbenz i Guatemala sem báðir höfðu kom- ist á eðlilegan hátt til valda og höfðu engin augljós áform á prjónunum um að skapa kommúniskt riki veittum við stuðning andkommúnistunum i báðum löndunum.” Þetta segir Allen Dulles, fyrrum yfirmaður CIA, i bók sinni um aðferðir leyni- þjónustunnar. Og þvi skyldi CIA hafa horfið frá aðferðum sem i fleiri tilvikum höföu gefið góða raun? Er ekki nær aö gera þvi skóna að stofnunin hafi reynt frekar að fullkomna þær? 25. júli hófust aðgerðir vöru- bilaeigendanna. Þegar daginn eftir var aðstoðarmaður Allendes, Araya höfuðsmaður, myrtur. Fljótlega var handtekinn maður sem eftir öllum sólar- merkjum að dæma var drukkinn. Vitnisburður hans var þess eðlis að rannsókn málsins beindist að hópnum lengst til vinstri og „nokkrum grunsamlegum Kúbu- mönnum”. I kjölfar þessa mögnuðu fjölmiðlar árásirsinar á Kúbu og kúbanska sendiráðið i Santíagó. Þegar hinir seku fundust að lokum — það reyndist vera æskulýðsdeild Þjóðar- flokksins — var næstum ekkert skrifað um það. Forsiður dag- blaða stjórnarandstöðunnar voru helgaðar verkfalli vörubilaeig- endanna samtimis þvi að morðtil- ræðum fjölgaði dag frá degi og gerðust á æ opinskárri hátt. „Vörubilstjórar” hliðhollir stjórninni voru sktonir niður eins og hundar. járnbrautarteinar eyðilagðir, brý.r sprengdar i loft upp og oliuleiðslur slitnar. En nærvera CIA kom greinilegast i Ijós þegar fjöldi háspennumastra var sprengdur i loft upp sam- timis, með þeim afleiðingum aö helmingur landsins varð raf- magnslaus i þrjá stundarfjórð- unga. Þetta var virkilega vel- heppnuð aðgerð þar serr| augljós- lega voru fagmenn á ferð — hátt yfir hið klaufalega ofbeldi hafnir sem ungfasistarnir i Föðurlandi og frelsi beittu, en áður höfðu nokkrir þeirra sprungið sjálfir i loft upp við tilraun til að eyði- leggja háspennumastur. Sendimenn CIA sem báru vitni i máli þvi sem höfðað var gegn ITT i fyrra skýrðu svo frá að Eduardo Frei hefði árið 1984 fengið 20 mil jón dollara i fjárhagsstuðning svo honum mætti lánast að sigra All- ende i forsetakosningunum, og framburði þeirra hefur ekki verið mótmælt. Hversu margar miljónir skyldi CIA hafa greitt i júni i ár til að styðja koparnámu- verkfallið i E1 Teniente og siðar verkfall vörubilaeigendanna? Eftir öllu aö dæma áttu þeir siðarnefndu ekki að vera færir um að kaupaheilalagera af vara- hlutum á svörtum markaði eftir mánaðarlangt verkfall — en þeir gátu það samt. Hvaðan kom þeim fé til þess? Og skyldi það vera tilviljun að „svarti” dollarinn féll i verði siðustu vikurnar fyrir valda- ránið? Bandarikjastjórn hefur aldrei leyft þeirri rikisstjórn að vera áfram við völd sem stefnir að sósialisma eftir löglegum leið- um og samkvæmt chilenskum heimildum hefur tala banda- riskra sendimanna i landinu þre- faldastþað sem af er þessu ári. Ekki má heldur gleymast sú stór- undarlega lilviljun að bandarisk flotaherdeild átti að taka sér stöðu við strendur landsins i endaðan ágúst vegna aðgerðinnar „Unitas XIV”. Einn af siðustu liöunum i þeirri herstjórnarlist sem haföi það markmið að steypa Allende minnir á aðgerðina „Djakarta 1905”. Eins og i Indónesiu forðum tið var markmiðið nú að sannfæra chilenska herinn um að kommún- istar hefðu laumast inn i raðir hans eða að það væri yfirvofandi, þannig að hægt væri aö framkalla i hernum „heilbrigð uppreisnar- viöbrögð” sem geröu hernum kleift að „bjarga þjóðinni frá marxismanum”. „Frelsið oss undan oki marxismans!,, —Það var gert með dyggum stuðningi „lýð- ræðissinnaða” alheimslögreglu- þjónsins. (ÞH þýddi) Af hverju þrefaldaðist tala bandarískra útsendara í Chile á þessu ári? Byggingar- félag verkamanna Aðalfundur Byggingarfélags verkamanna i Reykjavik var haldinn 18. október sl. Formaður félagsins, Jóhann Þórðarson, hdl., flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi ýtarlega frá helstu verkefnum hennar. Þá las gjaldkeri stjórnar,. Sigurður Kristinsson, skrifstofustjóri, end- urskoðaða reikninga félagsins fyrir árið 1972, sem siðar voru samþykktir samhljóða. 1 stjórn félagsins og varastjórn voru kjörnir til næsta árs: I aðalstjórn: Alfreið Guð- mundsson, Sigurður Kristinsson, Róbert Fétursson, Ingvar Björns- son. 1 varastjórn: Markús Hjálmarsson, Ingimar Karlsson, Sveinbjörn Hannesson, Stefán Þorgrimsson. Þá var Helgi Hannesson endur- kjörinn annar endurskoðandi til næstu tveggja ára, og varamaður hans var kjörinn Þorvaldur Sigurðsson. St jór ns ki paðu r formaður félagsins er Jóhann Þórðarson, hdl. Var hann skipaður frá 21. júni 1972 að telja til fjögurra ára. Frá stofnun félagsins, 5. júli 1939 og þar til það var lagt niður sem byggingarfélag, með lögum nr. 30 12. mai 1970, hefur það byggt 526 ibúðir, auk verslunar- og skrifstofuhúss. Ilelga Skúla Kjartansson. Þelta er 32. hefti af Studia Islandica, og gerir höfundur stilfræðilegar at- huganir á Fassiusálmum Hall- grims Féturssonar, en þeim er ætlað að varpa ljósi á lilurð sálm- anna og samband þeirra við önn- ur verk. Acta botanica Islandica. Þetta er 2. hefti árgangsins 1973 af grasafræðitimaritinu Acta botan- ica lslandica, en ritstjóri þess er llörður Kristinsson. Meðal efnis þessa heftis er ýtarleg ritgerð um islenska hattsveppi eftir Helga Hallgrimsson. Aiulvari. Timarit Menningar- sjóðs og Hins islenska Þjóðvina- lélags, ritstjóri dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður. Meðal efnis i Andvara að þessu sinni verður ævisaga Ásgeirs Ás- geirssonar forseta tslands eftir Guðmund Gislason Hagalin. Aðr- ir höfundar, sem rita i Andvara, eru t.d. Gunnar Árnason, Þor- steinn Sæmundsson og Peter Hallberg. Almanuk Ilins islenska Þjóð- vinafélags fyrir árið 1974. Rit- stjóri þiess er dr. Þorsteinn Sæmundsson. Rögnvalds Sigurjónssonar. Rögn- valdur leikur hér fjögur tónverk; tvö eftir Leif Þórarinsson og sitt hvort eftir Atla Heimi Sveinsson og dr. Pál tsólfsson. Hljómplata þessi er framleidd i Danmörku. Komið er út hjá tsafoldarprent- smiðju III. bindi af ritinu Úr byggðum Borgarfjarðar eftir Kristleif Þorsteinsson frá Stóra- Kroppi. Sonur fræðimannsins, Þórður Kristleifsson, hefur búið verkið i heild til prentunar. Þetta er önnur útgáfa III. bindis. Það kom fyrst út 1960, en fyrri bindin tvö komu fyrst út á árunum 1944 og 1946. 1 þessu þriöja bindi eru margir þættir um menn og mál- efni I Borgarfiröi og i llúnaþingi á fyrri árum. Hinn merki fræði- maður og bóndi Kristleifur Þor- steinsson andaðist áriö 1952.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.