Þjóðviljinn - 01.11.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
þingsjá þjóðviljans
Varaformaður Alþýðuflokksins talar af reynslu:
Ríkisbáknið hefur
ekki blómgast í
annan túna meira
en þegar Sjálfstœðisflokkurinn sat við stjórn
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
rábherra, mælti i gær fyrir frum-
varpi til laga um að hagrann-
sóknardeild Framkvæmdastofn-
unar verði sjálfstæð stofnun,
Hagrannsóknarstofnun, en ekki
deild innan Framkvæmdastofn-
unar. Kvað forsætisráðherra
frumvarp þetta flutt til að treysta
skynsamlega undirstööu traustr-
ar hagstjórnar.
Gylfi Þ. Gíslason (A) tók til
máls og lýsti sig fylgjandi frum-
varpinu. Kvað hann það mjög i
samræmi við viðhorf Alþýðu-
flokksins. Lárus Jónsson (S) tók i
sama streng. Ingólfur Jónsson
(S)ræddi um, að kostnaður við
framkvæmdastofnunina heföi
vaxið.
ffenedikt Gröndal (A)
gagnrýndi það ihaldsrugl sem
fram hefði komiö i ræðum ihalds-
mannanna. Hann kvað enga
reynslu hafa sýnt — eins og tekið
væri fram i greinargerð — að það
hefði á neinn hátt hamlað hag-
rannsóknarstofnuninni að vera
deild framkvæmdastofnunar.
Bcnedikt Gröndal
Hann kvað helst mega gagnrýna
Framkvæmdastofnun fyrir það,
að hún hefði ekki sinnt áætlunar-
hlutverki sinu sem skyldi. Ekki
var Efnahagsstofnunin til fyrir-
myndar, sagði Benedikt Gröndal,
þetta privatfyrirtæki Seðlabanka
og fjármálaráðuneytis. Það sem
eftir er af Seðlabankanum er
dreifbýlis- og áætlunarhlutverk.
Rikisbákniö hefur ekki blómgast i
annan tima meira en undir i-
haldsstjórn.
Ég hef aldrei heyrt eina einustu
sparnaðartillögu i rekstri stofn-
unarinnar frá stjórnarmönnum
Sjálfstæðisflokksins.
Lárus Jónsson (S) tók aftur til
máls og spurði hvort Benedikt
Gröndal hefði verið að beina
skeytum sinum undir rós að Gylfa
Þ. Gislasyni.
Matthias Bjarnason (S), sem
sæti á i stjórn Framkvæmda-
stofnunar, tók næstur til máls og
gagnrýndi ýmsa þætti i fari stofn-
unarinnar.
ólafur Jóhannessonkvaðst ekki
taka athugasemdir stjórnarand-
stæðinganna alltof hátiðlega. Þar
væru eftirhreytur af umræðunum
fyrir tveimur árum. Hann kvað
höfuðnauðsyn að efla áætlana-
starf Framkvæmdastofnunar-
innar, sem hefði farið vaxandi.
Ingólfur Jónsson (S) tók aftur
til máls og kvartaði undan mál-
flutningi Benedikts Gröndals.
Benedikt tók aftur til máls og
sagði að hann hefði greinilega
heldur betur komið við kviku
Ingólfs Jónssonar, sem hefði flutt
allt að þvi persónulegar svivirð-
ingar. Það sem gerðist hér er ein-
faldlega það að ihaldsfulltrúarnir
hér fluttu rangfærslur, svivirð-
er ó-
Ný lög afgreidd
frá alþingi í gœr
Frumvarpið um breytingu á
lögum um tilkynningu aðseturs-
skipta, sem flutt var vegna Vest-
mannaeyinga og þess rasks sem
varð á högum þeirra við eldgosið,
var afgreitt sem lög frá alþingi i
gærdag.
Fór frumvarpið gegnum 2. og 3.
umræðu i efri deild og siöan þrjár
umræður i neðri deild.
Gengi krónu hœrranú
en var fyrir gengis
lœkkun í desember
Lúövik Jósepsson, viöskipta-
ráðherra, mælti I gær fyrir frum-
varpi til laga til staðfestingar á
Hraðkaup
Fatnaður i fjölbreyttu
úrvali á alla fjölskyld-
una, á lægsta fáan-
lega verði.
Opið þriðjudaga,
fimmtudaga og föstu-
daga til kl. 10 e.h. —
Mánudaga, miðviku-
daga og laugardaga
til kl. 6 s.d.
HRAÐKAUP
Silfurtúni,
Garðahreppi
v/Hafnarfjarðarveg.
bráðabirgðalögum um gengis-
skráningu, en lög þessi voru gefin
út I sumar.
Frumvarp þetta gerir ráð fyrir
breytingum á heimild til frávika
frá skráningu stofngengis. Aður
voru þær reglur gildandi að heim-
ilt var að skrá gengi með 2 1/4%
fráviki frá stofngengi, ef talin er
ástæða til, annaö hvort til lækk-
unar eða hækkunar. Þetta er
sama frávik og Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn gerir ráð fyrir.
En á síðasta sumri taldi Seðla-
bankinn ástæðu til þess að leita
heimildar til að fá þessu atriði
breytt á þann veg að frávikið upp
á við mætti vera meira en 2 1/4%,
án þess að sjálfu stofngenginu sé
breytt.
Gengi isl. krónunnar hefur sið-
an hækkað nokkrum sinnum,
sagði ráðherra. Er nú svo komið
að gengi hennar gagnvart Banda-
rikjadollar er skráð hærra en var
fyrir gengisfellinguna i desember
sl.
Er ráðherra hafði mælt fyrir
frumvarpinu var þvi visað til 2.
umræðu og nefndar.
ingar og skoöanir sem ég
sammála.
B.v. Hallveig Fróðadóttir
B.v. Hallveig Fróðadóttir Re. 203 er til sölu.
Skipið selst í því astandi sem það er nú í,
ón veiðarfæra.
Tilboð skilist til Bæjarútgerðar Reykjavikur innan
10 daga fró birtingu þessarar auglýsingar.
Alþýðuflokksmaður flytur
lagafrumvarp um Laxá III. o.fl
Felur í sér
riftun sam-
komulagsins
Bragi Sigurjónsson,
varaþingmaður Alþýðu-
flokksins, bankastjóri á
Akureyri, hefur flutt á al-
þingi frumvarptil laga sem
gerir í rauninni ráð fyrir
því að rift verði gerðu sam-
komulagi um stöðvun
framkvæmda við Laxár-
virkjun og haldið áfram
með næsfa virkjunará-
fanga.
Þingmaðurinn flutti einnig slikt
frumvarp á siðasta þingi og er
það endurflutt óbreytt. Fylgir þvi
sama greinargerðin, þar sem þvi
er haldið fram, að með öllu von-
laust sé að ná hagfelldri lausn til
þess að halda áfram fram-
kvæmdum við Laxá III, sem svo
hefur verið kölluð.
T annlækningar
Stjórnarfrumvarp til laga um
tannlækningar. Frumvarpið er
samið af nefnd sem Magnús
Kjartansson ráðherra skipaði
sumarið 1972 i þvi skyni að
endurskoða gildandi lög um
tannlækningar hér á landi. Lög
um tannlækningar eru að stofni
tilfrá 1929 og gefur þvi auga leið
aö mörg ákvæði þar eru á marg-
an hátt úrelt orðin og ófullnægj-
andi. Við samningu hins nýja
frumvarps var haft til hliðsjón-
ar það sem gildir um þessi efni i
Danmörku og Noregi.
Hjúkrunarfólk
Stjórnarfrumvarp til laga um
hjúkrunarlög á eldri hjúkrunar-
lögum, sem unnið var að i heil-
brigðis- og tryggingaráðuneyt-
inu á sl. sumri. Aðalástæðan
fyrir nauðsyn endurskoðunar
var sú að i eldri lög er taliö
vanta ákvæði um sérnám i
hjúkrun og viðurkenningu á
þvi.
Endurflutningur
Frumvarp til laga um Laxár-
virkjun. Flutningsmaður er
Bragi Sigurjónsson (A). Var
frumvarp þetta einnig flutt á
siðasta þingi, en hlaut þá ekki
afgreiðslu.
Tillaga til þingsályktunar um
eignarráð á landinu gögnum
þess og gæðum. Flutningsmenn
eru allir þingmenn Alþýðu-
flokksins og er hér um endur-
fiutning að ræða.
Húsnæðismál
Frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um Húsnæðis-
málastofnun rikisins.
Flutningsmenn Stefán Valgeirs.
son og tveir aðrir þingmenn
Framsóknarflokksins.
1 frumvarpinu er gert ráð fyr-
ir að heimilað verði að veita lán
til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæði, enda þótt viðkomandi
húsnæði sé annars tilheyrandi
stofnlánadeild landbúnaðarins.
F élagsmálaskóli
Frumvarp til laga um félags-
málaskóla launþegasamtak-
anna. Flutningsmenn Pétur
Sigurðsson og fleiri. Frv. var
áður flutt i þinginu 1971-1972 en
varð þá ekki útrætt, en megin-
efni þess er endurflutningur á
frv. sem Hannibal Valdimars-
son flutti 1960.
Sögualdarbær
Fimm þingmenn Suðurlands-
kjördæmis (þingmenn Fram-
sóknar og Sjálfst.fl. i kjördæm-
inu) flytja frumvarp til laga um
byggingu sögualdarbæjar i
Þjórsárdal. Er gert ráð fyrir að
kostnaður við gerð þessa bæjar
verði um 15 milj. kr. Vitnað er i
greinargerð til þess áhuga sem
fram hefur komið i Arnessýslu á
gerð sögualdarbæjar i sýslunni.
Fyrirspurn
Sverrir Hermannsson (S) ber
fram fyrirspurn til sjávarút-
vegsráðherra um fiskileit úti
fyrir Austfjörðum.
RAFLAGNIR
SAMVIRKI
annast allar almennar raflagnir. Ný-
lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall-
kerfauppsetningar.
Teikniþjónusta.
Skiptið við samtök sveinanna.
Verkstæði Barmahlíð 4
SÍMI 15460 milli 5 og 7.