Þjóðviljinn - 30.11.1973, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1973.
Föstudagur 30. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9
EWK
teiknari og
framsóknarmaöur
Eins og skýrt hefur verið frá
hér i blaðinu sýnir sænski
teiknarinn Ewert Karlsson, eða
EWK, myndir sinar i
Norræna húsinu þessa dagana.
Sýningin hófst á laugardaginn
var og henni lýkur á mánudag.
Ewert Karlsson er hálfsextugur
Austgoti, kominn af búandfólki og
eins og vinur hans segir um hann,
bóndi að upplagi og allri gerð.
Hann gekk i búnaðarskóla i
Mora og kynntist þar konu sinni
Alice sem er sveitarstjórnarfull-
trúi fyrir sænska framsóknar-
flokkinn, Centerpartiet, i bænum
Huddinge i nágrenni Stokkhólms.
Eina menntun hans á sviði
dráttlistar er bréfanámskeið
sem hann hlaut i verðlaun i sam-
keppni. Raunar lauk hann þvi
aldrei. Hann átti nefnilega svo
annrikt að bróðir hans tók að sé
að senda siðustu brefin.
Allt annað nám er fengið með
æfingu og iðni. Hann byrjaði árið
1951 að teikna fyrir blað bænda-
samtakanna. Ekki leið á löngu
þar til önnur blöð fóru að gera
hosur sfnar grænar fyrir honum
og svo fór að fyrir milligöngu rit-
stjóra Stockholms-Tidningen fóru
myndir hans að birtast reglulega
I Observer, Siiddeutsche Zeitung
og fleiri erlendum blöðum. Ekki
stóð það þó lengi og var þar um að
kenna áhugaleysi Karlssons
sjálfs.
Arið 1964 sendi hann myndir á
teikningasamkeppni í Montreal.
Þar gerðist það að þrir sænskir
teiknarar röðuðu sér i efstu sætin
og var Karlsson i miðið. Arið 1967
var Karlsson á sama stað i
keppninni og þá fyrir mynd sina
Móður Jörð. Tveimur árum siðar
hlaut hann svo fyrstu verðlaun i
þessari keppni fyrir Maó sinn en
sú mynd birtist hér i blaðinu i
siðustu viku.
Hann hefur einnig teiknað
nokkuð fyrir bandariska blaðið
New York Times og gerði þar
meðal annars forsiðu þess eitt
sinn. Hann hefur mikið ferðast,
og myndskreyttar feröalýsingar
eftir hann hafa birst viða.
Núna teiknar hann fyrir Afton-
posten sem er blað sænskra
sósialdemókrata. Vinnubrögð
hans þar eru með þeim hætti að
hann teiknar myndir i anda
leiðara blaðsins á laugardögum
og sunnudögum. Ritstjóri
blaðsins segir honum hvert efni
leiðarans er hverju sinni og hann
hefur svo frjálsar hendur með
túlkun þess. Gagnkvæmur
skilningur rikir milli hans og rit-
stjóra á þvi að hann er fylgis-
maður annars fiokks og komið
hefur það fyrir að hann neitar að
teikna.
Teikningar hans eru einkum
skopmyndir af stjórnmálaleið-
togum en þar fyrir utan tjáir hann
sig um hluti eins og umhverfis-
mál og jafnrétti. 1 þvi siðarnefnda
er hann einlæglega á bandi hins
kúgaða og smáða, hvort sem það
eru hungraðar þjóðir Þriðja
heimsins eða verkamenn i verk-
smiðju.
Þá má geta þess i lokin að EWK
hefur látið frá sér fara fjórar
bækur með teikningum sinum og
að aúki myndskreytt fjölda bóka.
Undanfarin átján ár hefur hann
ásamt rithöfundinum Gunnar
Erickson gefið út nokkurs konar
Annál ársins um atburði i Sviþjóð
en þar er stjórnmálalifi landsins
lýst i anda vikingasagna fornald-
ar. — ÞIl
Atvinnulýðræði litur svona út i augum EWK.
Grikkland. Papadopoulos (sem reyndar hefur nú
verið bylt) gleðst yfir dollurum túristanna. Minni er
hins vegar fögnuður eigenda handanna til hægri.
Nixon i Laos. Hér vill EWK sýna fram á að litið stoðar að troðaá
heilli þjóð, hún ris á ný eins og bælt gras.
Vort daglega brauð heitir þessi og sýnir misskiptingu vors dag-
lega brauðs.
Kastró: eins og sjá má er Uncle Sam ráðþrota yfir frekjunni i
kúbönsku byltingarseggjunum.
%
Ian Smith
Sinai er splunkuný mynd gerð i nýafstöðnu striði Araba og
Israelsmanna.
GLUGGAÐ I FRAMTÖL MATVÖRUVERSLANA
Svindlað á söluskatti?
Telja kaupmenn rangt
fram til söluskatts? Segja
þeirveltu sína lægri en hún
er í raun og veru? Ef eftir-
liti er ábótavant, hlýtur
freistingin aðgera þetta að
vera mikil. Er mögulegt að
matvörukaupmenn geti
með hagræðingu á fram-
tali stungið i eigin vasa
miljónatugum sem ella
færu i söluskatt til rikis-
ins? Hér á eftir segir frá
grunsemdum um það, að
matvörukaupmenn i
Reyk javík ha f i svikið
rikissjóð um 15—20 miljón
króna skattgreiðslu á
fyrstu sex mánuðum árs-
ins 1972.
Frá þvi á miðju ári 1972 gildir
sú regla að allir söluskattskyldir
kaupsýslumenn og fyrirtæki
skuli skila söluskattskýrslum
mánaðarlega, en áður höfðu skil-
in verið gerð á 2ja mánaða fresti.
Samtimis þessu áttu sér stað aðr-
ar breytingar sem miða að skjót-
ari og betri heimtum.
Skrá yfir álagningu söluskatts
er lögð fram árlega samtimis
hinni almennu skattskrá. 1 sumar
lá t.d. frammi söluskattskrá fyrir
allt árið 1972. Fyrir fyrri árs-
helming 1972, eða fram að þeirri
breytingu sem þá var gerð á
fyrirkomulaginu, sást jafnframt
heildarveltunni einnig sú velta
sem ekki er söiuskattskyld, en
eftir það er af tæknilegum ástæð-
um aðeins unnt að tilgreina skatt-
skylda veltu á framlagðri skrá.
Þegar bornar voru saman tölur
heildarveltunnar annars vegar og
ekki-söluskattskyldrar-veltu hins
vegar hjá matvöruverslunum i
Reykjavik kom i ljós, að hlutfallið
var afar mismunandi, og verður
um þetta fjallað hér á eftir.
15% — 21%
24%
Tölurnar hér á undan eru hlut-
fallstölur þeirrar veltu sem
undanþegin er söluskatti af heild-
arveltunni i þrem flokkum mat-
vörubúða i Reykjavik á timabil-
inu janúar-júni 1972. Þetta er
reiknað 'út á grundvelli þeirra
upplýsinga sem teknar voru úr
söluskattskránni sem lá frammi
handa almenningi i sumar sem
leið.
Hjá Sláturfélagi Suðurlands
var hlutfallið 15,2%. Það rekur 10
búðir og er verslað með mjólk i
tveimur þeirra, sem raunar eru
svo stórar að þær velta þriðj-
ungnum af heildarmagninu sem
selt er hjá Sláturfélaginu.
1 matvörubúðum KRON var
hlutfallið 21%, en i þeim búðum er
yfirleitt seld mjólk.
1 23 matvörubúðum kaup-
manna i Reykjavik sem valdar
voru af handahófi úr skránni var
hlutfallið 23,9%. Aðeins 2 eða 3
þeirra búða höfðu mjólk á boð-
stólum.
Mjólkin skiptir máli
Þær vörur sem undanþegnar
eru söluskatti og tilheyra al-
mennri neysiu eru þessar: Mjólk,
smér, ostur, skyr, kartöflur, egg
og fiskur, nýr og saltaður. Af
tóbaksvörum er söluskattur tek-
inn fyrirfram.
Samkvæmt neyslurannsókninni
sem gerð var til að finna út nú-
verandi visitölugrundvöll eru
mjólkurbúðavörurnar (mjólk og
skyr) yfir helmingur af veltu
þessara undanþáguvara.
Samsetning visitölunnar bendir
til þess, að þær vörur sem eru
undanþegnar söluskatti séu
10—12% af sölu matvörubúðar
sem ekki selur mjólk og 22—25%
af sölu matvörubúðar sem hefur
mjólk á boðstólum.
t skýrslu verslunarmálanefnd-
ar frá 1970 um matvöruverslun-
ina i Reykjavik árið 1967 er hlut-
deild undanþáguvaranna talin
vera um 17% af innkaupum allrar
verslunarinnar, og er það þá eins
konar meðaltal af matvörubúðum
með og án mjólkur. Liklega er
álagning ivið hærri á ýmsar vör-
ur, sem á er söluskattur, heldur
en leyfileg er á söiuskattsvörun-
um, og yrði þá hlutfallið ögn
hærra miðað við útsölu.
oeölilegt hjá
kaupmönnum
Skoðað i þessu Ijósi er hlutfall
undanþáguvaranna, 15%, hjá
Sláturfélaginu mjög eðlilegt, þvi
þar er mikil mjólkursala i tveim
stórum búðum.
Hlutfallið hjá KRON, 21%, er
einnig mjög skiljanlegt út frá
þeirri miklu mjólkursölu sem þar
er.
En hlutfallið 24% hjá 23 einka-
verslunum er hreint og beint ó-
eðlilegt. Það sést best þegar haft
er i huga að hér er um meðaltal
að ræða.
t einni kaupmannsbúðinni er
hlutfallið 45%, en þar mun versl-
að með mjólk. t 6 búðum er það
milli 30 og 40%, i 10 búðum milli
20 og 30% og i aöeins 6 búðum
undir 20%.
Lægst er hlutfallið 13% i kaup-
mannaverslununum, en hjá
KRON er ein búð með 12% og hjá
Sláturfélaginu er helmingur búð-
anna með undir 10% hlutfall ó-
söluskattskyldra vara.
Skýringin
gæti veriö....
Ilver getur skýringin verið?
Hvernig stendur á þvi að kaup-
menn hafa yfirleitt miklu hærri
hlutdeild þeirrar veltu sem ckki
or söluskattskyld en félags-
verslunin?.
Skýringin gæti verið sú, að þeir
lékju þann leik að svindla á heild-
arframtalinu. Heildarveltan sé of
lágt fram talin, en sala þeirra
vara sem undanþegin er sölu-
skatti sé hins vegar rétt. Enda
augljós hagur að þvi að hafa þann
hlut sem hæstan.
Framtalin hcildarvelta hinna
23ja kaupmannabúða var um 450
miljónir króna á umræddu tima-
bili. Kf gengið er út frá þvi að ó-
söluskattskyld velta sé rétt, en
hlutfall hennar er sett 15% (eins
»g hjá Sláturfélaginu), þá hefði
hcildarveltan átt að vera um 700
miljónir. 150 miljónir eru dregnar
undan. 11% söluskattur af 150
miljónum (en söluskatturinn var
11% árið 1972) nemur 16 og hálfri
rniljón króna. Miðað við þessar
gefnu forsendur er hér komin sú
fúlga scm matvörukaupmcnn
þessir (alls ckki allir i Heykjavik)
hafa haft af rikinu i vangrciddum
söluskatti fyrri hluta ársins 1972.
t skýrslu verslunarmálanefnd-
ar sem fyrr var á minnst kemur
Hvernig vilja
kaupmenn
útskýra
óeðlilega hátt
hlutfall þeirra
vara sem
undanþegnar
eru söluskatti?
fram m jög sterk óbein sönnun um
það að kaupmenn segi veltu sina
of lága. Hafa þau rök aldrei verið
hrakin sem færð eru fram i
skýrslunni þvi til sönnunar, en
hins vegar brugðu samtök kaup-
manna fæti fyrir það að nefndin
tæki á enn stærri og viöameiri
verkefnum.
Á grundvelli skýrslu verslunar-
málanefndar var skatta-undan-
dráttur matvörukaupmanna i
Reykjavik árið 1967 metinn á 20
miljónir króna.
Söluskattskráin frá janúar-júni
1972 rennir enn frekari stoðum
undir það, að tekið sé mark á
skýrslu verslunarmálanefndar.
hj-